Fréttablaðið - 29.06.2006, Síða 44

Fréttablaðið - 29.06.2006, Síða 44
 28. júní 2006 FIMMTUDAGUR Húsgögn og gjafavara Skeifan 3A við hlið Atlantsolíu 108 Reykjavík Sími: 517 3600 • Fax: 517 3604 mylogo@mmedia.is www.local1.is Útsala 15-60% afsláttur Frá kr 1800033900 kr 7900 kr19900 kr Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM POTTAPLÖNTUR Í gróðurskálanum vilja flestir að gróðurinn sýni suðrænt yfirbragð. Kannski er það löngunin til þess að snúa aftur í aldingarðinn Eden sem stjórnar gróðurvalinu. Vínviðurinn er án efa sú planta sem við tökum mest eftir þegar farið er um sveitir Suður-Evrópu. Í vínræktarhéruðunum þekur hann hlíðar og hæðir og víða vex hann líka upp við byggingar og önnur mannvirki. Það má með sanni segja að fáar plöntur hafi notið sama vegs og virðingar og vínviðurinn í evrópskri menningarsögu. Eldri en Nóaflóðið Vínviður, tegundin Vitis vinifera, hefur verið í ræktun frá ómunatíð og er því með fyrstu plöntum sem forfeður okkar núverandi Evrópumanna tóku í þjónustu sína. Hið náttúru- lega útbreiðslusvæði þess vínviðar sem er undirstaða vínyrkj- unnar nær um Balkanskaga og Litlu-Asíu, strendur Svartahafs ,um Kákasus austur að suðurbotni Kaspíahafs. Þekkt er sögnin um vínyrkju Nóa á fjallinu Ararat eftir syndaflóðið. Elstu menjar um vín og vínrækt, taldar vera 5400 til 5000 árum eldri en okkar tímatal, hafa verið grafnar upp í leifum þorpsins Hajji Firuz í norðurhluta Zagrosfjalla í Íran. Þetta er á því svæði sem áður nefndist Mesópótamía og einmitt þar telja mannfræðingar að vestræn garðyrkja eigi upphaf sitt fyrir um 7-10.000 árum. Þaðan barst einnig vínyrkjan til Egypta og síðan Grikkja og Rómverja. Leifur heppni og refavínið Alls eru taldar 43 sjálfstæðar tegundir af vínviðarættkvíslinni, þar af 32 í Norður- og Mið-Ameríku en 11 í Asíu. Fæstar þeirra hafa nokkra þýðingu fyrir vínræktina en þó hefur eink- um verið gert nokkuð af því að rækta upp nokkrar norður- amerískar tegundir. Ein þeirra er Vitis labrusca „refavínviður“, sama tegundin og sagt er að Leifur heppi hafi látið ráða nafni Vínlands hins góða, og vex þar á austurströndinni alveg norður til Nýfundnalands. Refavínviðurinn er líka forvitnileg- ur fyrir það að kjörlendi hans líkist mest þeim aðstæðum sem birkið okkar íslenska þrífst best við og að útbreiðslu- svæði hans nær norður á Labrador, svo það er aldrei að vita nema að hans fari að verða vart í íslenskum görðum eða skóglendum áður en þessi öld er öll. Á síðari áratugum hafa komið fram blendingar milli vínviðar og refavínviðar sem bera sætar og safaríkar vínþrúgur jafnframt því að plönturnar eru harðgerðari en hinn gamli evrópski vínviður. Þessir blendingar eru mjög forvitnilegir fyrir okkur sem búum norðan hinna hefðbundnu vínyrkjusvæða. Vínyrkjumörkin Hin eiginlegu norðurmörk vínyrkjunnar í Evrópu liggja um Suður-Þýskaland í hæðum og hlíðarfótum þar sem frost fer sjaldan niður fyrir sex mínusgráður og klaki fer ekki í jörð á veturna. Norðan við þessi mörk er hvergi hægt að rækta vínvið í atvinnuskyni en bærilega gefst að rækta eina og eina plöntu á völdum stöðum í bæjum og borgum alveg norður á Skán. Norðan við það þarf að rækta vínvið í gróðurhúsum. Á Íslandi var byrjað að rækta vínvið eftir að farið var að reisa þau. Mest var það hugsað ánægjunnar vegna, en á stríðs- árunum og fram yfir 1950 höfðu nokkrir garðyrkjubændur tekjur af sölu vínberja. Það er liðin tíð og ánægjan ríkir nú aftur ein yfir uppskerunni hjá þeim sem vínyrkjuna stunda hér á landi. Vínviður í pottum Að rækta vínvið í pottum getur út af fyrir sig gengið ágæt- lega, séu ekki gerðar kröfur um mikinn afrakstur. Í slíkum tilvikum þarf að gera ráð fyrir að ílátið rúmi a.m.k. 30 lítra af mold og að möguleiki sé á að koma því í svala (4-10°C) vetrarvist tímabilið nóv-mars. Vaxi vínviðurinn frjálst í beði getur hann fengið meira vaxtarrými og þá má líka reikna með meiri uppskeru. Í pottarækt á vínvið verður að gæta þess að hafa aðeins einn „stokk“, um 80cm háan, og bara þrjá hliðarsprota út frá honum. Reikna má með einum „grisjuðum“ (þ.e. 40-50% berjavísanna eru fjarlægðir) klasa á hvern hliðarsprota. Hliðarsprotar eru styttir niður að neðsta brumi næst stokknum um jólaleytið ár hvert. Þegar nýir hlið- arsprotar fara að vaxa út í mars-apríl þarf að leiða þá á grind eða einhvern stuðning. Blómklasarnir koma venjulega við fyrsta eða annað blað á hverjum sprota. Plantan getur ekki borið nema einn klasa á hverjum hliðarsprota. Mikilvægt er að halda jöfnum hita (15-24° C) yfir sumarið, berin þroskast best við 18°C seinnipart sumars. Nauðsynlegt er að sjá til þess að vínviðinn skorti ekki vatn um vaxtartímann. Vetur eiga að vera svalir og þurrir. Klipping og stýring Klipping og stýring er fólgin í því að stýfa sprotana framan við þriðja blað frá klasa og síðan framan við þriðja blað á öllum nývexti. Vökvið með lífrænu áburðarvatni nokkrum sinnum yfir sumarið. Umpottið snemma í mars á fjögurra ára fresti. Notið sama pott en nýja mold og klippið ræturnar mikið. Fyrsta árið eru allar greinar styttar – allt tekið sem er framan við þrjú blöð, líka á öllum hliðargreinum. Annað árið farið eins að. Nú eru greinarnar samt orðnar mun lengri en fyrra árið. Í febrúar/mars á þriðja vetri eru svo allar greinar aftur styttar inn að öðru brumi frá tveggja ára greinum. Með því er lögð undirstaða að framtíðargreinum. Í febrúar/ mars á fjórða vetri er greinagrindin hreinsuð, veikir sprotar klipptir burt og greinarnar styttar. Skiljið eftir eitt hliðarbrum við aðalgreinar. Best er að stýra greinunum í gaffal- eða blævængsform. Það er hannað með tilliti til þess að veggur sé í bakgrunni og plantan formuð á grind. Á fjórða sumri og síðan öll ár framvegis þarf að stýfa framan af öllum sprotum um leið og þeir hafa myndað þrjú blöð, líka framan við berjaklasana. Vínviður − Nói gamli og Leifur heppniG Sængurfatnaður Ný mynstur og nýir litir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.