Fréttablaðið - 29.06.2006, Side 57

Fréttablaðið - 29.06.2006, Side 57
FIMMTUDAGUR 29. júní 2006 33 HM stendur nú sem hæst. Fót- boltamenn hvaðanæva úr heim- inum taka þátt í spennandi leikj- um og í sjónvarpinu sjáum við varamenn fylgjast með af ákafa, tilbúna til að taka þátt ef þörf krefur. Öðru hvoru skipta þjálf- arar út aðalmanni fyrir vara- mann. Á mörgum öðrum sviðum en í hópíþróttum þekkjast vara- menn. Sjaldgæft er að möguleik- ar varamann séu þó jafn góðir til að fylgjast með og á að vera send- ur inn, taka þátt og með því að eiga hlutdeild í endanlegri útkomu og í fótboltanum. Samt sem áður gremst okkur þegar einn af „okkar strákum“ er látinn verma varamannabekkinn. Leik- reglur fyrir varamenn í fótbolta og varamenn í nefndum og ráðum sveitarstjórna eru ekki þær sömu. Til dæmis tíðkast ekki í ráðum borgarinnar að varamenn mæti á fundi og fylgist með sem áheyrn- arfulltrúar. Hvað þá að þeim sé skipt inn á á miðjum fundi. Eitt eiga þó varamenn í fótboltanum og varamenn í nefndum sveita- stjórna sameiginlegt; það er að geta ekki reitt sig á að verða nokkurn tíman aðalmenn. Ef aðalmaður forfallast í langan tíma, eða ákveður að hætta, er fullt eins líklegt að kallaður verði til nýr einstaklingur sem aðal- maður. Fótboltamanns getur og beðið það dapurlega hlutskipti að vera ekki kallaðir inn á völlinn heilt leiktímabil. Það sama getur átt sér stað í ráðum borgarinnar. Sem dæmi má nefna að einn af varamönnum íþrótta- og tómstundaráðs var aldrei kallaður til fundar í ráðinu allt síðasta kjörtímabil þ.e.a.s í fjögur ár. Eins og lesendur er væntanlega farið að renna grun í eru þessi skrif ætluð til að vekja athygli á hinu sérkennilega yfir- klóri Vilhjáms Þ. Vilhjálmsonar þegar í ljós kom við tilnefningu í nefndir borgarinnar, að meiri- hlutinn hafði skipað í sætin 22 karla en aðeins 13 konur. Er Sam- fylkingin benti á að þetta væri stórt skref afturábak í jafnréttis- málum borgarinnar og þessa dags yrði minnst sem sorgardags lét Vilhjálmur þau orð falla að taka þyrfti mið af kynjasamsetn- ingu varamanna. Ef skipa ætti eitt fótboltalið sem samsett væri af liðsmönnum frá KR og Fjölni, þá teldist það ekki réttlát skipting ef KR- ingarnir væru aðeins tæp 40% og þeir sætu auk þess flestir á vara- mannabekknum. Er það eitthvað minni misskipting ef konur hljóta örlög KR-inganna í dæminu hér á undan, í aðalnefndum borgarinn- ar? Dæmi hver fyrir sig. Varamannabekkurinn UMRÆÐAN GUÐRÚN ERLA GEIRSDÓTTIR (GERLA) KENNARI OG MYNDHÖFUNDUR SKRIFAR UM AÐALMENN OG VARAMENN Hinn 11. september næstkomandi verða fimm ár liðin frá árásunum á Tvídrangana í New York (World Trade Center) og Pentagon. Þessi fjöldamorð voru notuð til að rétt- læta innrásina í Afganistan þar sem þúsundir saklausra borgara hafa orðið heimilislausar, særst og dáið. Árásirnar voru líka ástæða nýrra lagasetninga bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi sem skerða mannrétt- indi hins almenna borgara (Patriot Act/ Terrorist Act), t.d. hvað varðar allt eftirlit, víðtækar símahleranir eða hversu lengi má halda fólki í fangelsi án dómsúrskurðar. Allar götur síðan hafa þessir skelfilegu atburðir svo verið helsta réttlæting á herferðinni „stríð gegn hryðjuverkum“ með tilheyrandi pyntingum, fangaflutningum og a.m.k. tvöföldun á útgjöldum til her- mála í Bandaríkjunum. Árásirnar voru líka að hluta til notaðar til að réttlæta morð á tugþúsundum sak- lausra borgara í Írak (sjá iraqbod- ycount.net). Vegna þess hversu oft þessir viðbjóðslegu atburðir hafa verið notaðir til að réttlæta önnur fjöldamorð á stærri skala megum við aldrei láta okkar eftir liggja að rannsaka 9/11 ofan í kjölinn. Margar bækur og myndir, mis- nákvæmar og vandaðar, hafa verið gerðar um 11. september 2001. Nýlega gerðu tveir kornungir menn í Bandaríkjunum heimildamyndina „Loose Change“, þar sem koma fyrir svo margar vísbendingar sem benda til þess að hópur áhrifamanna í Bandaríkjunum hafi átt hlut að máli, að erfitt er að horfa fram hjá. Myndina er hægt sjá á netinu ókeyp- is (http://www.loosechange911. com/). Í myndinni eru m.a. sjónvarps- viðtöl við sjónarvotta sem sýnd voru þennan örlagadag en var síðar stungið undir stól, enda stangast vitnisburður þessa fólks á við opin- berar skýringar bandarískra stjórn- valda. Í myndinni eru viðtöl sem birtust hér og hvar í smærri fjöl- miðlum. Fáir vita líka um baráttu ættingja fórnarlambanna fyrir sannleikanum, enda aldrei um það fjallað. Ótal smáatriði og rökstudd- ar heimildir sýna að háttsettir áhrifamenn innan bandaríska stjórnkerfisins annaðhvort vissu af eða skipulögðu þessi fjöldamorð. Opinberar skýringar bandarískra yfirvalda, sem nota bene voru tekn- ar fullgildar af íslenskum yfirvöld- um án nokkurra athugasemda, eru fráleitar. Raunar eru þær að mestu þögnin ein. Nokkrum mánuðum fyrir þessi vandlega skipulögðu fjöldamorð voru til áætlanir um innrás bæði í Afganistan og Írak. Vantaði tylliá- stæðu? Og hvernig gátu bandarísk yfirvöld bent á sökudólga nokkrum klukkustundum eftir atburðina? Hvers vegna var allt stálið fjarlægt og sent til Kína og Kóreu til bræðslu, áður en það fékkst rann- sakað? Kynnið ykkur í myndinni hvaða stofnanir og skrifstofur voru í byggingunni sem var sprengd niður um fimmleytið sama dag, og það þó logaði lítill eldur á tveimur hæðum. Stálstyrktar byggingar hrynja ekki vegna bruna. Og alls ekki í frjálsu falli á tíu sekúndum, beint niður. Nema Tvídrangarnir. Hvers vegna tók það 412 daga að fá ríkis- stjórnina, með semingi, til að hefja rannsókn? Engin dæmi um slíkar tafir fyrr né síðar. Hvers vegna komu 5 af 19 meintum tilræðis- mönnum fram á lífi nokkru eftir voðaverkin? Af hverju voru far- þegalistarnir aldrei birtir? Hver var öryggisráðgjafi í Tvídröngun- um stuttu fyrir hrun þeirra? Mar- vin Bush, bróðir forsetans. Íslenskir blaðamenn þýða gjarn- an hráar „fréttir“ frá AP, fullar af „staðreyndum“ sem enginn fótur er fyrir. Ekki þeim um að kenna: „Fjöl- miðlar eru mjög uppteknir af núinu, að klára daginn“, eins og Jóhann Hauksson blaðamaður orðaði það í Blaðinu á þjóðhátíðardaginn. Þannig lesum við daglega þvælu um hryðju- verkasamtökin al Qaeda, um al- Zarqawi, og nú síðast um „eftir- mann hans“ í Írak. Rakalaust bull, tilbúningur til að réttlæta herför gegn sjálfstæðum þjóðum og ræna þær. Á þessu plani hefur umræðan um voðaverkin 11. september 2001 verið í íslenskum fjölmiðlum að mestu í fjögur ár. Hvers vegna er mynd eins og „Loose Change“ mik- ilvæg mynd í dag, fjórum árum eftir atburðina? Vegna þess að „Stríðið gegn hryðjuverkum“, sem fór á fulla ferð í kjölfarið, var rétt- lætt með þessum fjöldamorðum. Verða þessar opinberu lygar notað- ar sem hjálpartæki ef (þegar) kemur að næstu innrás: í Íran? Ýmislegt bendir til þess: „Íran er vandræðagemlingur í hinu alþjóð- lega samfélagi, aðalbanki hryðju- verka.“ (Condoleezza Rice, Frétta- blaðið 22. 5. 2006) Hverjir eru hinir raunverulegu hryðjuverkamenn í heiminum í dag? Fjórða Ríkið ryður sér hraðar yfir heiminn en áður, - svo hratt að Hitler myndi roðna. Fallujah er My Lai okkar tíma. Samtökin Amnesty International hafa sýnt fram á hvernig „stríðið gegn hryðjuverk- um“, og mannréttindabrotin sem því hafa fylgt á alþjóðavettvangi, hafa orðið öðrum valdhöfum for- dæmi og afsökun til að nota sömu aðferðir. Þess vegna skiptir máli að rannsaka nánar hvað gerðist í sept- ember 2001. Það eru til samsæriskenningar um allt. En þeir sem afgreiða þessa sem órökstutt bull eru undantekn- ingalaust þeir sem ekki hafa skoðað smáatriðin í samhengi. Eins og strákarnir orða það í myndinni: „Who writes this stuff...?“ Í ljósi þjóðsagna um araba með plasthnífa og ósama í hellum, ættu allir að horfa á þessa mynd. Tvisvar. Í kjölfar árásanna 11. september 2001 UMRÆÐAN STRÍÐIÐ GEGN HRYÐJUVERKUM HALLDÓR CARLSSON FJÖLMIÐLAFRÆÐINGUR 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2 ferðabox ...og allur ferðabúnaður kemst á toppinn 430 lítra nr. 731846 380 lítra nr. 731446 380 lítra nr. 731816 NÝTT 23 76 / TA K TÍ K / 6. 06 . / 3 X 30

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.