Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2006, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 29.06.2006, Qupperneq 58
 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR34 Þegar R-listinn vann borgina, hefði mér ekki til hugar komið eftirfar- andi skrif. Því var nefnilega þannig varið, að þegar á leið, reyndist R- listinn bræðingur flokka, með eig- ingjörnum foringjum. Minnir á súrhræring. Útþynntur og vondur. Það vantaði ekki fjálgleikann og loforðin. Umfram allt, átti mann- eskjan að vera í forgrunni. Umhyggja fyrir þeim sem erfiðast ættu yrði forgangsverkefni, félags- þjónusta skyldi bætt og skorti á þjónustuíbúðum eytt. Bræðingurinn lagðist svo lágt að skera niður til Ferðaþjónustu fatlaðra. Eitt af þeirra fyrstu verk- um, var að draga úr endurnýjun þjónustubíla og auka samstarf við sendibílastöðvar, þar sem hjóla- stólafólki er troðið í skottið á grót- hörðum vöruflutningabílum. Úr sér gengnum bílum þjónustunnar, er nú skipt út fyrir grjótharðar druslur sem farþegar í hjólastólum sjá ekki út úr nema ofaní götuna. Vonandi halda loforð nýja borgar- stjórans betur en þeirra fyrri. Fatl- aðir vænta þess að hann láti ekki einkavæða þjónustuna en færi hana sem fyrst í sitt fyrra horf. Einstaklingar í slíkum rekstri, horfa gráðugum augum til Ferða- þjónustunnar og yrði þeim að ósk sinni, gætu örlög hennar orðið eins og þau urðu starfskonum í skúring- um. Fyrsti borgarstjóri R-listans, einkavæddi starfsemina. Þá töp- uðu allir nema hvítflibbafyrirtæk- ið, sem varð að fá sitt á kostnað þeirra sem verkin unnu. Eldri kon- urnar réðu ekki við meiri vinnu fyrir minna kaup og fóru á atvinnu- leysisbætur, en þær yngri í þræl- dóminn. Þjóðin borgaði brúsann og hvítflibbar mökuðu krókinn. Þjóð- in man loforð nýja borgarstjórans. Að ári, ætti að sjást hvaða mann hann hefur að geyma. Því er ég svo harðorður í garð R-listans, að falsk- ur vinur er flestum verri. Kárahnjúkavirkjun, er eitt af hræðilegustu umhverfisslysum af mannavöldum, sem vitað er um. Ljóst er að út í þessar framkvæmd- ir var farið af mikilli vanþekkingu og offorsi. Nú er þjóðin að vakna upp við vondan draum. Smátt og smátt er að renna upp fyrir henni, að hún var höfð að ginningarfífli. Hagsmunaaðilar verksins, hafa haldið uppi stanslausum áróðri og fegrað löngu fyrirsjáanlegar afleiðingarnar. Því miður, er heilt ár þar til þjóðin getur losað sig við ríkisstjórn þá sem þessu veldur. Í haust verða ómetanlegt víðerni og náttúruperlur færðar í kaf. Það er ekki of seint að stöðva þessa vit- firringu. Látið ekki fagurgala landsvirkjunarmanna blekkja leng- ur. Þeim hefur tekist ótrúlega vel að slá ryki í augu landsmanna og að telja þeim trú um að umhverfis- sinnar séu ofstækisfólk. Þjóðin er nú farin að átta sig á að slíkt er víðsfjarri og sjá nú í þeim hina raunverulegu vini. Grein stjórnarformanns Lands- virkjunar, til að fegra skaðræðið, birtist 22. júní í Fréttablaðinu. Hann heldur sig við sama staglið og skilningsleysið. Þar segir að hinir raunverulegu umhverfisvin- ir, séu þau stjórnvöld sem mestu óafturkallanlegu skaðræði hafa valdið á íslenskri náttúru frá upp- hafi landnáms. Hans líkum er ekki viðbjargandi, því þeir eru sanntrú- aðir stóriðju- og virkjunarsinnar. Hann hæðist að þeirri hugsjón afburða fólks, að hægt sé að skapa Framtíðarland, þar sem misrétti, eiturlyf, græðgi og óþarfa skemmd- ir á landi, séu gerð útlæg. Allra gerða listafólk, eins og til dæmis tónskáld, rithöfundar og leikarar hafa með vaxandi þunga reynt að vekja athygli þjóðarinnar á óskapn- aðinum sem er að verða til á hálend- inu. En afleiðingarnar eru ægileg- ar fyrir landið, lífríkið við ströndina og fyrir komandi kynslóðir. Í viðtölum við Margréti Vil- hjálmsdóttir leikkonu og umhverf- issinna, kemur fram, að hún er hlynnt nýtingu auðlinda til lands og sjávar, þannig þó, að jafnvægis sé gætt. Allir heilvita menn, vilja að svo sé. María Ellingsen leik- kona, Margrét, Andri Snær Magna- son, höfundur Draumalandsins, og fjöldi annarra sem una landi sínu og þjóð, stofnuðu síðastliðinn 17. júní, fyrir troðfullum Austurbæ, landssamtök sem þau nefna Fram- tíðarlandið. Ég hringdi í Maríu, sem skráði mig inn. Nú er hægt að skrá sig í Framtíðarland: framtidarlandid.is. Vonandi er þetta framtak þessa frábæra fólks, vísir að framtíðar- afli sem vinnur án eigingjarnra ein- staklinga. Þjóð mín á svo mikið betra skilið en samtök þau sem und- anfarin ár hafa starfað í þingsölum hennar, á hennar vegum og á laun- um frá henni. Eftirlaunafrumvarp- ið opnaði augu þjóðarinnar, svo nú sér hún hvaða menn foringjarnir í þingsölunum hafa að geyma. Viðskilnaður R-listans og Framtíðarlandið UMRÆÐAN FRAMTÍÐAR- LANDIÐ ALBERT JENSEN TRÉSMÍÐAMEISTARI Blíðróma rödd ungs bankastarfs- manns heilsar mér kurteislega eftir að hafa hringt í mig og spyr hvort ég vilji ræða það að fá hjálp frá bankanum ef ég kæm- ist í greiðsluvandræði vegna íbúðaláns frá bankanum. Ég þigg það. Það mun hringja til mín kona og segja mér meira frá því. Nú sit ég og sóla mig og dettur margt í hug. Þessi blíðróma rödd unga mannsins sem bauð mér fjárhagsaðstoð. Mikið langar mig að tala meira við hann. Hvort hann geti nú ekki hvesst sig við þá sem hafa áhrif á aðalatriði afkomu okkar, vextina af lánum. Hvort hægt sé að fara ofan í rætur vandans og vita hvar raun- verulega er hægt að breyta svo um muni. Að ég og mínir jafn- ingjar með 130 þúsund krónur á mánuði þurfum ekki að taka yfir- dráttarlán með hæstu vöxtum sem lagðir eru á fólk á yfirborði jarðkúlunnar okkar. Það er þrúg- andi niðurlæging að ganga um stræti sjávarþorpsins við Flóann og vita það að verið sé að traðka á mannréttindum láglaunalýðs- ins fram í rauðan dauðann. Ég fæddist á hæð hér í bænum sem tilheyrði skipstjórum og vissi það ekki þá. Á því byggist stærð sumra stjórnmálaflokka: að flokksmeðlimir vita ekkert eins og smábörn. Við hliðina á fjölskyldu minni í Skipstjóragötu leigði alþingismaðurinn Hanni- bal Valdimarsson húsnæði fyrir sig og fjölskylduna. En við krakk- arnir höfðum ekki þroska til að skilja af hverju Hannibal hefði þroska til að mynda nýja stjórn- málaflokka. Því börnin í Skip- stjóragötu voru skráð í sama flokk og skipstjórarnir. Eftir því sem neðar dró frá skipstjóra- hæðinni og að sjónum bjuggu stýrimenn og hásetar og við fengum aldrei að vita í hvaða flokki þeir voru. Slíkar umræður tíðkuðust ekki. Í bókinni Móðirin eftir Maxim Gorki er meðal annars lýst drykkjuskap vegna þreytu en sem slær ekki á þreytuna. Og barsmíða sem leiða stundum af sér mannsmorð. Vegna þess að botnlaust vonleysi og fátækt leið- ir af sér gráðuga illsku og afbrot. En svo fer söguhetjan að lesa bækur, hugsa og skilja samheng- ið. Og þeim fjölgar sem lesa og fara að skilja óréttinn og hugsa upp leiðir út úr örbirgðinni. Það endar alltaf með því að álaga- hlekkir brotna og hugsanir mannsheilans brjótast fram í verkum. Kolkrabbaklær Ófreskjunnar höggva sig í gegnum stálveggi Seðlabankans og fólkið starir sljótt á þetta. Þorri fólks er hætt að hugsa, er alveg sama. Af því að það er sama hvaða flokk það velur til að fara með málin sín, ekkert gerist. Hræðilegt að hlusta á það fáa unga fólk sem fór og kaus þann flokk sem það treysti að myndi gera það sem það vissi að var réttast og best fyrir alla. Flokkurinn tapaði og aftur fyllir sljóleikinn hugi fólks. Þótt Ófreskjan vilji blakta sig- urfána með atkvæðalausan flokk sem varnarskjöld þá er eitt víst: Mergð af fólki er allt í kring sem kann að lesa, skrifa og tala. Og til þess að við séum ekki brotin á bak aftur að þá er um að gera að fylgjast með og sjá hvað gerist næst. Og gangi þér vel ungi bankastarfsmaður sem skilur svo sannarlega hvað er á ferð- inni. Ófreskjan með kolkrabbaklærnar UMRÆÐAN KJÖR LAUNA- FÓLKS VALGERÐUR ÞÓRA BENEDIKTSDÓTTIR BÓKASAFNSFRÆÐINGUR Hefur ykkur nokkurn tímann dottið í hug að rigningin á þjóðhá- tíðardaginn, þegar við hyllum fjallkonuna, sé tár hennar og kveinstafir, áminning til okkar um það að sú fjallkona sem við sjáum fyrir okkur í rómantískri fáfræði sé í raun tötrum klædd, hálf nakin og þakin sárum? Aldrei hefur gróðureyðingin og mold- fokið verið meira en í dag, þrátt fyrir alla baráttuna í landgræðslu og skógrækt. Þegar þið farið í flugvél yfir landið getið þið séð með eigin augum hvað þessir gróðurreitir eru örsmáir í land- inu á móts við alla þá víðáttu, þar sem þarf að stöðva frekari eyði- leggingu. Það ætti að vera forgangs- verkefni að koma í veg fyrir að fleiri náttúruleg gróðursvæði rýrni eða fari undir sand, en það gerist á hverju ári. Þar fyrir utan fýkur gróðurmoldin burt og er töpuð að eilífu. Náttúran er „bara“ 7.000 ár að mynda 20 cm lag af gróðurmold og þennan fjársjóð horfum við á fjúka í burt. Eina ráðið til að stöðva gróður- eyðinguna er að sofandi ráðlausir alþingismenn vakni af svefndoð- anum í þessum málum og fari af alvöru og framsýni að stemma stigu við að landið bókstaflega blási upp undan fótunum á okkur og auðnin ein verði eftir handa afkomendum. Til þess að koma í veg fyrir það, þarf að gera heildaráætlun um hvernig landið verði grætt upp. Fyrsta skilyrðið og númer eitt er að stöðva rányrkjuna án þess er öll gróðurvernd sýndar- mennska. Ræktunarbúskapur með búfé í afmörkuðum beitar- hólfum eins og hjá öllum siðuð- um þjóðum er skilyrði fyrir því að nokkur árangur náist. Síðan þarf að vinna skipulega að þaul- hugsaðri áætlun sem ber ein- hvern sýnilegan árangur. Góðir ráðamenn og aðrir Íslendingar, getum við kinnroða- laust legið undir því ámæli ann- arra þjóða að við búum á skemmd- asta landi Evrópu af búsetu? Það þurfi að leita til Norður-Afríku til að finna aðrar eins eyðimerkur? Það er ekki seinna vænna fyrir okkur að snúa þessari öfugþróun við, það átti auðvitað að gerast fyrir löngu, því alltaf hafa verið til gáfaðir og framsýnir menn sem sáu hvert stefndi og reyndu að vara aðra við. Menn eins og t.d. landgræðslustjórar okkar á þessari öld, svo sem Gunnlaugur Kristmundsson, Runólfur Sveins- son o.fl. Jafnvel á öldinni sem leið yrkir Bólu- Hjálmar um sorg- legt ástand fjallkonunnar: Sjá nú hvað ég er beinaber brjóstin visin og fölar kinnar Hvenær ætlum við að hætta stríðinu gegn landinu? Kæru gróðurvinir í ótal félögum, þið stofnið skógræktarfélög og berj- ist gegn of mikilli ferðamennsku og stóriðju, það er gott útaf fyrir sig, en hvernig stendur á því að þið takið aldrei á grunnvanda- máli gróðureyðingarinnar sem er tilkomin vegna miðalda búskap- arlags okkar með lausabeit búfjár um landið og rányrkju. Náttúru- verndarfélög t.d. virðast hafa meiri áhyggjur af þeim svæðum sem fara undir stóriðju, sem skaffar þó peninga í ríkissjóð eða hvort ný útlend blómplanta bæt- ist í okkar fátæku flóru en af hættunni af þúsunda ferkíló- metra eyðimörkum sem stöðugt rýra landgæðin. Hvað veldur? Guðmundi sem kallaður var skólaskáld og uppi var á fyrripart aldarinnar sem leið, rann til rifja ástand landsins þá. Hann yrkir, Ísland blæs upp, hníga hlynir. Hver mun græða rjóður ber? Lúta að fold þess sönnu synir, sofa bestu tryggðavinir. Þannig saga Íslands er. Höfundur er fyrrverandi for- maður Lífs og lands. Hvers vegna tárfellir fjallkonan 17. júní? UMRÆÐAN LANDRÆKT HERDÍS ÞORVALDSDÓTTIR LEIKKONA 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.