Fréttablaðið - 12.07.2006, Page 8

Fréttablaðið - 12.07.2006, Page 8
8 12. júlí 2006 MIÐVIKUDAGUR Á blaðsíðu 12 í Fréttablaðinu á mánu- daginn birtist mynd af sólarsinnum með sólskinskort fyrir utan Veðurstofu Íslands. Kom þar fram að Hlynur Sig- tryggsson, þáverandi veðurstofustjóri, hefði veitt kortinu viðtöku. Hið rétta er að Flosi Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri á Veðurstofunni, tók við kortinu. LEIÐRÉTTING Inlausn hlutafjár í Kögun hf. Hinn 18. apríl 2006 gerði Skoðun ehf., sem er 100% í eigu Dagsbrúnar hf., öllum öðrum hluthöfum í Kögun hf. yfi rtökutilboð. Meirihluti hluthafa samþykkti tilboðið og á Skoðun ehf. nú rúm 99% alls hlutafjár í Kögun hf. Skoðun ehf. hefur, í samráði við stjórn Kögunar hf., ákveðið að krefjast innlausnar þeirra hluta sem útistandandi eru og framsals þeirra innan fjögurra vikna. Tilgreint innlausnarverð er í samræmi við ofangreint yfi rtökutilboð eða 75,0 kr. fyrir hverja krónu nafnverðs í Kögun hf., sbr. 1. mgr. 47. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Séu hlutir ekki framseldir innan fjögurra vikna mun Skoðun ehf. greiða andvirði hlutanna inn á geymslureikning á nafni viðkomandi hluthafa. Frá þeim tíma telst Skoðun ehf. réttur eigandi hlutanna og hlutabréf fyrrum hluthafa ógild, sbr. 2. mgr. 47. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Öllum hluthöfum verður sent framsalseyðublað til útfyllingar og undirritunar. Greiðsla reiðufjár á bankareikning þann er hluthafi tilgreinir fer fram í kjölfar þess að framsalseyðublað berst Straumi - Burðarási Fjárfestingabanka hf., b.t. Önnu Bjargar Krist- insdóttur, Borgartúni 25 (7. hæð), 105 Reykjavík, að því gefnu að framsalinu hafi verið skilað inn undirrituðu, vottuðu og að upplýsingar sem fram koma séu réttar og fullnægj- andi. SVEITARSTJÓRNARMÁL Tíu sóttu um stöðu bæjarstjóra í Fjallabyggð sem varð til við sameiningu Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar. Umsækjendur eru Arinbjörn Kúld stjórnunarfræðingur, Guð- mundur Rúnar Svavarsson fram- kvæmdastjóri, Jón Hrói Finnsson viðskiptaráðgjafi, Jón Ingi Sig- valdason ráðgjafi, Ólafur Jakobs- son tæknifræðingur, Róbert T. Árnason ráðgjafi, Róbert Örvar Ferdinandsson kennari, Runólfur Birgisson bæjarstjóri, Þórir Hákonarson skrifstofustjóri og Þórir Kr. Þórisson deildarstjóri. Þorsteinn Ásgeirsson, forseti bæjarstjórnar, gegnir starfi bæj- arstjóra þar til ráðið verður. - öhö Bæjarstjóri í Fjallabyggð: Tíu vilja starf bæjarstjóra Dæmd fyrir lygar Sænsk kona var dæmd í átta mánaða fangelsi fyrir að ljúga því að yfirvöldum að fyrrverandi kærasti sinn hefði nauðgað sér. Konan kærði manninn fimm sinnum eftir að þau hættu saman og var maðurinn tvisvar handtekinn vegna málsins. SVÍÞJÓÐ LÓÐAMÁL Hæstbjóðendur í fjórar parhúsalóðir og fimm einbýlis- húsalóðir í Úlfarsfelli hafa fallið frá kaupunum. Reykjavíkurborg bauð lóðirnar út og námu allra hæstu tilboðin í þær allt að 21 milljón í einbýlin og 23 milljónum í parhúsalóðirnar. Systir byggingarverktakans Benedikts Jósepssonar var ein af þeim sem hætti við kaupin. Hann bauð í upphafi hæst í allar einbýlis- húsalóðirnar utan eina. „Ég keypti lóðina sem ég mátti fá, en systur minni fannst lóðin hafa gengisfallið. Sérstaklega þegar dró nær kosningum þá var farið að láta liggja að því að úthluta ætti lóðum á kostnaðarverði sem er þá hentugra fyrir einstaklinga,“ segir Benedikt. Sjálfur ætlar hann að byggja sitt síðar. Húsið verði ekki hannað fyrr en á næsta ári. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri hjá framkvæmdasviði Reykjavík- urborgar, segir hæstbjóðendurna ekki hafa verið krafða skýringa á því hvers vegna þeir hættu við kaupin. Þeir missi hins vegar tryggingarfé sitt upp á 250 þúsund krónur. Hann segir að lóðirnar níu verði ekki boðnar þeim sem næst- ir voru í röðinni: „Tilboðin giltu aðeins í tvo mánuði og eru runnin út.“ Ágúst segir að þó ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun finnist sér líklegast að lóðunum níu verði úthlutað með lóðum seinni hluta hverfisins. - gag Hæstbjóðendur lóða við Úlfarsfelli: Níu hættu við ÚR ÚLFARSÁRDAL UPP Í GRAFARHOLT Í útboði borgarinnar voru parhúsalóðirnar 43 og einbýlishúsalóðirnar 40 auk fjölbýlishúsalóða.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM IÐNAÐUR Hagnaður Alcoa nam 744 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur 57 milljörðum íslenskra króna á öðrum fjórð- ungi þessa árs. Þetta er besta afkoma í sögu fyrirtækisins, en hún er að mestu útskýrð með háu álverði og mikilli eftirspurn. Einnig hefur hagræðing verið aukin og tilkostnaður lækkaður, að sögn Alains Belda, stjórnarfor- manns Alcoa. Alcoa er stærsti framleiðandi heims á súráli, hrááli og unnum álvörum. Fyrirtækið framleiðir málma sem notaðir eru í margs konar iðnaði, til dæmis við smíði samgöngutækja. - sþs Besta afkoma í sögu Alcoa: Hagnast um 57 milljarða króna MEXÍKÓ, AP Vinstrimaðurinn Andr- és López Obrador ásakar nú alrík- isembættismenn og saksóknara og telur að jafnvel dómarar hafi tekið þátt í kosningasvikum gegn sér fyrr í mánuðinum. Hann sýndi fréttamönnum í gær myndbands- upptöku af manni í Guanajuato- fylki, sem var að troða atkvæða- seðlum í kjörkassa í síðustu kosningum. Í tilkynningu frá yfirkjörstjórn landsins segir að myndbandið sýni kjörstjórnar- mann setja atkvæði sem höfðu misfarist aftur á réttan stað og að myndbandið hafi verið „mistúlk- að“. Stuðningsmenn Obradors heim- sækja nú sendiráð í Mexíkó og krefjast þess að ríkisstjórnir erlendra ríkja bjóði ekki Calder- ón, sigurvegara kosninganna, vel- kominn til starfa. Fyrst þurfi kosn- ingarnar að fá meðferð fyrir dómstólum. Talsmaður Hvíta hússins í Washington sagði að Bandaríkin virtu hverja þá niður- stöðu sem dómstólar Mexíkó kæmust að, en George W. Bush hefur nú þegar óskað Calderón til hamingju með sigurinn. Obrador sagði að skipulagðar mótmælaaðgerðir stuðnings- manna hans myndu halda áfram „ótímabundið“, eða þar til niður- staða fáist. Hann segist þó ekki binda miklar vonir við að kjör- dómstólar láti undan kröfum hans um endurtalningu atkvæða. - kóþ Vinstrimenn í Mexíkó um forsetakosningarnar: Segjast geta sýnt fram á svik OBRADOR BENDIR Á SKJÁINN Sýndi fjölmiðlum upptöku af manni að færa atkvæðaseðla milli kjörkassa. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir forseti Grikklands, sem er í opinberri heimsókn hér á landi um þessar mundir? 2Hvaða lið unnu Íslandsmeistarar FH í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í gær? 3Hvað heitir nýjasti kærasti Mel B., fyrrverandi kryddpíu? SVÖRIN ERU Á BLS. 34 SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir- litið hefur ógilt samruna Lyfjavers og Lyf & heilsu á þeim grundvelli að hann hindri virka samkeppni. Sam- runinn leiði til yfirburðastöðu á markaði fyrir skömmtun lyfja handa stofnunum og að sú sameigin- lega markaðsráðandi staða sem Lyf & heilsa deilir með Lyfju á markaði fyrir smásölu lyfja styrkist. Fyrirtækið DAC keypti lyfsölu- fyrirtækið Lyfjaver í mars en þessi fyrirtæki annast innflutning lyfja, heildsölu og lyfjaskömmtun fyrir einstaka sjúklinga og sjúklinga á stofnunum. Auk þess rekur Lyfja- ver apótek sem eru í samkeppni við apótek í eigu Lyf & heilsu, sem er í sömu fyrirtækjasam- stæðu og DAC. Samruni Lyfja- vers og DAC felur því einnig í sér samruna Lyfjavers og Lyf & heilsu sam- kvæmt skilningi samkeppnislaga. Í úrskurði Samkeppniseftirlits- ins segir að skaðlegra áhrifa sam- runans hefði aðallega gætt á mark- aði fyrir smásölu lyfja og á markaði fyrir skömmtun lyfja handa sjúk- lingum. Samruninn hefði leitt til þess að tvær lyfsölukeðjur, Lyf & heilsa annars vegar og Lyfja hins vegar, hefðu rúmlega fjóra fimmtu hluta allrar lyfjasmásölu í landinu eða áttatíu prósent. Sú markaðsráð- andi staða gerði fyrirtækjunum kleift að samhæfa hegðun sína á markaðnum, án þess að þurfa að taka tillit til keppinauta eða neyt- enda. Sigurbjörn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Lyfju, er ekki sáttur við þessi ummæli Samkeppnis- eftirlitsins og segir enga samhæf- ingu í gangi milli Lyfju og Lyf & heilsu. „Þó að það séu ekki eins margir aðilar á markaðnum er vissulega samkeppni í gangi. Lyfja- markaðurinn er ekkert öðruvísi en aðrir markaðir á landinu þar sem oft eru tveir til þrír stórir aðilar ráðandi.“ Hjalti Sölvason, framkvæmda- stjóri Lyf & heilsu, sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu þar sem það væri verið að fara yfir málið og ákveða hvort og hver næstu skref fyrirtækisins yrðu. Aðspurður um orð Samkeppniseft- irlitsins varðandi hugsanlega sam- hæfingu hegðunar lyfjakeðjanna sagðist hann ósáttur við svona yfir- lýsingar sem ættu ekki við rök að styðjast. Samkeppniseftirlitið metur einn- ig að samruni DAC og Lyfjavers hefði leitt til yfirburðastöðu DAC á markaði fyrir lyfjaskömmtun og hindrað samkeppni á honum. Aðeins eitt fyrirtæki er á þessum markaði auk DAC og Lyfjavers, en það er Lyfjalausnir, sem er í eigu Lyfju. sdg@frettabladid.is Samkeppniseftirlitið ógilti samruna lyfjafyrirtækja Samkeppniseftirlitið ógilti samruna Lyfjavers og Lyf & heilsu. Lyfja og Lyf & heilsa hefðu náð 80 prósenta markaðshlutdeild við samrunann. DAC, systurfyrirtæki Lyf & heilsu, hefði náð yfirburðastöðu í skömmtun lyfja fyrir stofnanir. Framkvæmdastjórar keðjanna eru ósáttir við ásakanir um hugsanlegt samráð. LYF & HEILSA Framkvæmdastjóri Lyf & heilsu segir að úrskurðurinn sé í skoðun og honum verði hugsanlega áfrýjað. HJALTI SÖLVASON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.