Fréttablaðið - 12.07.2006, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 12.07.2006, Qupperneq 14
 12. júlí 2006 MIÐVIKUDAGUR14 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Glerfínar gluggafilmur – aukin vellíðan á vinnustað R V 62 09 Opn una rtím i í ve rslu n RV : Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:0 0 Laug arda ga f rá kl. 1 0:00 til 1 4:00 Byrja fyrr „Stuðið byrjar svo seint hér í Reykjavík og því er þetta kjörnn vettvangur fyrir þá sem vilja byrja kvöldið aðeins fyrr og kynnast nýju fólki.“ ZENO KEILHACHER OG JOSE ROD- RIGUEZ BJÓÐA UPP Á SKIPULAGT PÖBBARÖLT UM HELGAR Í REYKJA- VÍK. FRÉTTABLAÐIÐ, 11. JÚLÍ. Mikil ábyrgð „Vandamálið er náttúrulega sú staðreynd að samfélaginu í heild sinni virðist þykja í lagi að fimmtán, sextán ára krakkar fari með leyfi foreldra hingað og þangað um landið og drekki áfengi í tvo til þrjá sólarhringa.“ TÓMAS GUÐMUNDSSON, MARKAÐS- OG ATVINNUFULLTRÚI AKRANESKAUPSTAÐAR, SEGIR FORELDRA BERA MIKLA ÁBYRGÐ VARÐANDI UNGLINGADRYKKJU. MORGUNBLAÐIÐ, 11. JÚLÍ. „Ég var bara að koma úr fríi og komin á fullt í vinnunni aftur,“ segir Hólmfríður Anna Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi. Hún er búin að vera erlendis í sex vikur og segist nú þurfa að vinna það sem eftir er, enda búin að taka út allt fríið fyrir þetta árið. „Ég var í Taílandi, Kambódíu og Víetnam en þar á undan heimsótti ég verkefni UNICEF í Gíneu-Bissá,“ segir Hólm- fríður Anna. Henni þótti mjög gaman að skoða verkefnið í Gíenu-Bissá sem landsnefnd UNICEF hér á landi hefur unnið mikið að. Þótt verkefni UNICEF snúi helst að börnum segir Hólmfríður Anna að það sé merkileg upplifun að fylgjast með því hvað til dæmis bygging skóla hefur mikil áhrif á allt þorpið. „Það er hægt að gera svo mikið fyrir litla peninga í landi eins og Gíneu-Bissá þar sem veruleikinn er einhvern veginn allt annar en við þekkjum hér á landi. Okkur var líka vel tekið og allir svo glaðir og ánægðir. Þetta var alveg ótrúleg upplifun og bara svo mikils virði að sjá brosið á litlu barni,“ segir Hólmfríður Anna. Ferðalagið um Taíland, Kambódíu og Víetnam fór Hólmfríður Anna á eigin vegum og þótti henni athyglisvert að sjá hvað UNICEF er með víðtækt og áberandi starf í þeim heimshluta. „Sérstaklega í Kambódíu sá ég mikið af UNICEF-verkefnum. Það er mjög fátækt land þar sem eru mörg börn.“ Forvitnileg verkefni eru einnig fram- undan hjá UNICEF á Íslandi. „Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi undirbýr nú undirritun framtíðarsamnings við UNICEF og mun framkvæmdastjóri samtakanna, Ann M. Veneman, heim- sækja landið af því tilefni. Samningur- inn verður undirritaður á föstudaginn og alveg nóg að gera í kring um það,“ segir Hólmfríður Anna Baldursdóttir. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: HÓLMFRÍÐUR ANNA BALDURSDÓTTIR UPPLÝSINGAFULLTRÚI UNICEF Á ÍSLANDI Nýkomin heim frá Afríku og Asíu Um gjörvallt land liggja ungmenni með nefið ofan í blómabeðum. Sumarið er tími vinnuskólans, þar sem ungt fólk lærir að munda garðáhöld, sláttuvélar og fleira í þeim dúr. Útivinnan er holl og góð þótt hverfult veðrið geti stundum sett strik í reikninginn. Í Fossvoginum sat hópur ung- menna í beði þegar blaðamann bar að. Var þar á ferðinni blandaður hópur nemenda í áttunda og tíunda bekk sem vann með verkfærum og fingrunum á þéttum arfabreið- um. Áttundu bekkingarnir vinna hálfan daginn í Vinnuskólanum en eldri krakkarnir vinna fullan sjö stunda vinnudag, alveg sama hvernig veðrið er. „Veðrið var aðeins verra í morgun. Það er alls ekki svo slæmt núna,“ segir Bergur Gunn- arsson, sem hreinsar arfa með sköfu. „Við reytum arfa og hreins- um stundum dauð tré,“ segir Davíð Steinn Sigurðarson, aðspurður um hvernig vinnudag- urinn gangi fyrir sig. Þeir Bergur og Davíð eru í áttunda bekk og eru því í hóp sem vinnur fyrir hádegi þetta tímabil. Félagarnir eru báðir í Fossvogsskóla og segj- ast vinna í kringum skólann og í hverfinu en krakkarnir sem vinna með þeim í hópum eru langflestir líka úr hverfinu. Þeir vilja ekki kannast við að það sé leiðinlegt að reyta arfa allan daginn. „Þegar maður er með vini sínum er þetta allt í lagi, sko,“ segir Bergur. Þeir viður- kenna að stundum sé freistandi að þykjast vinna til að geta talað meira saman en hópurinn sem þeir eru í sé almennt mjög dugleg- ur. Stundum segjast þeir líka vera verðlaunaðir fyrir að standa sig vel. „Þá fáum við að fara fyrr í kaffi,“ bætir Davíð við. Sólin hefur ekki látið mikið sjá sig í sumar og unglingavinnuhóp- urinn hefur tekið eftir því. Hrund Jóhannesdóttir hefur ekki svör við spurningu blaðamanns um hvað sé gert í vinnuskólanum þegar sólin skín. „Það er ekki búið að vera nein sól,“ segir hún en bætir þó við til útskýringar að hún hafi verið í Danmörku og misst af þessum örfáu dögum þegar sólin lét sjá sig. Bergur og Davíð segja að þeir mæti bara aðeins létt- klæddari þegar veðrið er betra og fullyrða að það sé betra að vinna þegar veðrið er gott. Hrund segist helst vilja að veðrið myndi vera betra í sumar en segir þó að það sé alveg fínt að vinna í unglingavinn- unni. Hún segist þó ekki reyta arfann í garðinum sínum eftir vinnu heldur lætur aðra sjá um það. „Þau eru dugleg í dag, en veðr- ið er ekkert sérstaklega gott svo það er aðeins meiri leti í dag en aðra daga. Dugnaðurinn fer dálít- ið upp og niður því veðrið má ekki vera of gott heldur,“ segir Guð- mundur Hreiðarsson sem leiðbein- ir hópnum. Að sögn Guðmundar er leiðbeinandastarfið skemmtileg og kærkomin tilbreyting að kom- ast út á sumrin eftir langan vetur yfir skólabókunum. Arfinn er þó ekki það eina sem hópurinn tekur sér fyrir hendur því tvisvar á hverju sumri eru haldnir svokall- aðir fræðsludagar þar sem vinnan er brotin upp með ferðum. „Við vorum einmitt í gær í Listasafni Reykjavíkur, allan daginn að fræð- ast um list,“ segir Guðmundur Hreiðarsson. Reyta arfa í skini og skúrum Á BÓLAKAFI Í BEÐINU Að sögn Guðmundar Hreiðarssonar leiðbeinanda er gert meira í Vinnuskólanum en bara að reyta arfa því vinnan er brotin upp með fræðsludögum þar sem áhöldin fá að víkja fyrir listfræðslu eða annarri skemmtun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI DAVÍÐ STEINN SIGURÐARSON OG BERGUR GUNNARSSON Félagarnir kannast ekki við að það sé leiðinlegt að reyta arfa og leggja áherslu á að í góðum félagsskap sé unglingavinnan alls ekki slæm. HEFUR EKKI SÉÐ TIL SÓLAR Í SUMAR Hrund Jóhannesdóttir segir að ekki hafi sést til sólar á meðan hún hefur unnið en þó fylgir sögunni að hún er búin að vera í Danmörku í sumar. Á morgun býður Borgarbókasafn Reykjavíkur til kvöldgöngu um gamla kirkjugarðinn við Suður- götu. Skáldin og bókaverðirnir Einar Ólafsson og Jónína Óskars- dóttir leiða gönguna sem ber yfir- skriftina ljóðin í garðinum. Í Hólavallagarði hvíla mörg skáld og ætla Jónína og Einar að leiða gesti um garðinn og staldra við hjá nokkrum þessara skálda. Af þeim verða sagðar sögur og lesið úr verkum þeirra. Einnig verður farið að minningarreit um franska sjómenn og vökumaður garðsins heimsóttur svo eitthvað sé nefnt. Lagt verður af stað frá Gróf- inni, á milli aðalsafns Borgarbóka- safns og Listasafns Reykjavíkur klukkan 20. Óþarft er að skrá sig í gönguna og eru allir velkomnir. Hún er hluti af göngudagskrá menningarstofnana borgarinnar, Kvöldgöngur úr Kvosinni, sem farnar eru á hverjum fimmtudegi. Boðið er upp á göngurnar annað árið í röð en auk Borgarbókasafns- ins eru það Listasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Minjasafn Reykjavíkur sem standa að viðburðinum. Næstu fimmtudaga verður meðal annars gengið á slóðir Skúla Magnússonar, útilistaverk borgar- innar skoðuð og litið á miðbæinn í myndum. Kvöldgöngum úr Kvos- inni lýkur svo 17. ágúst þegar öll söfnin bjóða í óvissuferð. Gengið um Hólavallagarð RÁÐHERRA FÉKK EINTAK Ragnar Bjarnason tónlistarmaður afhenti í gær Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra eintak af nýjustu plötunni sinni. Á plötunni, sem nefnist Vel sjóaður, syngur Ragnar sjómannalög. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.