Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 16
 12. júlí 2006 MIÐVIKUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Svona erum við Á hverju ári koma þúsundir manns saman í spænsku borginni Pamplona til þess að taka þátt í nautahlaupinu sem þar fer fram. Þá er mannýgum nautum sleppt í borginni og látin hlaupa eftir fyrirfram girtri leið á meðan mannfjöldi hleypur undan þeim. Saga hátíðarinnar Nautahlaupið er aðeins einn dagskrárliða San Fermin hátíðarinnar, þó það sé sá langþekkt- asti og vinsælasti. Uppruna hátíðarinnar má rekja aftur til fimmtándu aldar, en í fyrstu var hún haldin til að fagna afmæli dýrlingsins Fermin. Þá fór hún fram í september og var ekki með nautahlaup á dagskránni, en með árunum sameinaðist hún öðrum hátíðum og varð að hátíðinni sem hún er dag. Nautahlaupið Í nautahlaupinu, eða „Encierro“ eins og það kallast á frummálinu, er nautum sleppt í borginni og þau látin hlaupa 825 metra langa leið sem hefur verið girt af. Þetta gerist á hverjum morgni hátíðarinnar klukkan átta, en stærsta hlaupið fer fram 7. júlí. Áður en nautunum er sleppt fara hlauparar með eins konar bæn við styttu dýrlingsins Fermin þar sem hann er beðinn um að leiða og blessa þátttakendur. Síðan er flugeldi skotið á loft, merki um að nautunum hafi verið sleppt. Hlaupinu lýkur við hringleikahús þar sem nautaat fer fram seinna um daginn. Ekki hættulaust Eins og gefur að skilja er nautahlaupið ekki hættulaust, en mannýgt naut getur gert hlaupara mikinn skaða nái það honum. Einn- ig troðast margir undir í mannþrönginni við að flýja frá nautunum. Frá árinu 1924 hafa fimmtán manns látist í hlaupinu og yfir tvö hundruð slasast alvarlega. Tveir menn liggja illa slasaðir á sjúkrahúsi eftir nautahlaupið í ár, en einn þeirra er lamaður að hluta til eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins. FBL-GREINING: NAUTAHLAUPIÐ Í PAMPLONA Þúsundir hætta lífi sínu fyrir spennu Í nýlegum úrskurði félagsdóms kemur fram að fyrirtækjum sé skylt að tryggja erlendu starfsfólki sínu viðunandi laun. Félagsdómur tók fyrir mál nokkurra Litháa sem höfðu fengið tuttugu þúsund krón- ur í mánaðarlaun. Samiðn höfðaði málið fyrir þeirra hönd. Þorbjörn Guðmundsson er framkvæmdastjóri Samiðnar. Hversu algeng eru brot sem þessi? Ég held að þau séu miklu algengari heldur en að borguð séu rétt laun. Komast menn í miklum mæli upp með svona brot? Það hefur allavega verið í töluverðum mæli á nýbyggingamarkaðnum þótt ég hafi á tilfinningunni að það sé eitthvað að lagast. Hvert á fólk sem heldur að brotið sé á sér að leita? Fólk á að snúa sér til viðkomandi verkalýðsfélags, Alþýðusambandsins og til dæmis okkar í Samiðn, og menn eiga líka að leita til Vinnumálastofnunar. SPURT OG SVARAÐ SVINDLAÐ Á ERLENDU VINNUAFLI Svindl algeng- ara en ekki ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON ME‹ Í FRÍINU ÁSKRIFT LOTTAR‹U NÚ lotto.is Me› LOTTÓ Í ÁSKRIFT gætir flú líka unni› einn af 30 stórglæsilegum aukavinningum í áskriftarleiknum. LOTTÓ ÁSKRIFTAR LEIKUR E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 6 3 9 13 .8 66 8. 54 8 18 .0 08 Fótbolti Golf Hesta- íþróttir Fallhlífa- stökk > Iðkendur íþróttagreina 2004 Heimild www.olympics.is Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra skipaði í janúar síðast- liðnum nefnd til að kanna hvernig efla mætti starfs- nám til að stuðla að aukinni aðsókn að slíku námi og bæta tengsl starfsnáms á framhaldsskólastigi við grunnskóla- og háskólastig. Tillögur þessarar starfs- námsnefndar, eins og hún var nefnd, liggja nú fyrir og eru metnaðarfullar, jafnvel byltingarkenndar. Framhaldsskólinn á Íslandi er skipt- ur á milli bóknámsskóla og starfs- námsskóla. Þessi skipting kemur fram í lögum um framhaldsskóla og er arfur frá þeim tíma þegar greint var á milli menntaskóla annars vegar og iðnskóla hins vegar. Á fyrri hluta 20. aldar féllu iðnskólar ekki undir verkefnasvið mennta- málaráðuneytis, heldur iðnaðar- mála- eða atvinnumálaráðuneyta. Í nokkurn tíma hefur starfsnám átt undir högg að sækja gagnvart bók- námi í áfangakerfisskólum. Einn skóli Starfsnámsnefnd leggur til að heild- arskipulagi framhaldsskólans verði breytt þannig að um einn skóla sé að ræða hvað varðar skipulag og framkvæmd. Til þess að slíkt sé mögulegt verði hverjum og einum skóla veitt frelsi til að skipuleggja og bjóða nám í takt við þarfir og kröfur nemenda sem varða næsta skólastig. Þannig geti nemandinn búið sig sem best undir það nám sem tekur við. Þetta er eitt megin- markmið tillagnanna að námið sé miðað við það skólastig eða þá atvinnu sem nemandinn ætlar sér að stunda að loknu tilteknu skóla- stigi (viðtökumiðað nám). Viðurkennt er að framhaldsskól- ar eiga í erfiðleikum með að sinna þörfum þess breiða nemendahóps sem þar stundar nám. Nemendur finna ekki nám við hæfi, sinna því af litlum áhuga eða hætta. Með því að jafna stöðu bóknáms og starfs- náms er talið að framhaldsskólinn skili ungmennum betur undirbún- um til framhaldsnáms. Viðtökumið- að nám, og þá um leið einstaklings- miðað nám, er líklegra til árangurs vegna þess að með fjölbreyttara námsframboði er líklegra að nem- endur finni nám við hæfi, ljúki skil- greindu námi og fleiri finni leið til að snúa til baka eftir að hafa hætt í skóla á einhverjum tímapunkti. Námið í hinum nýja framhalds- skóla, eins og nefndarmenn kjósa að kalla hann, verður byggt upp af kjarna í íslensku, stærðfræði og ensku en allt nám þar fyrir utan verður metið jafnt til stúdentsprófs. Námið umfram kjarnafögin verður skipulagt í samstarfi framhalds- skóla og háskóla með tilliti til frek- ara náms eða með samstarfi fram- haldsskóla og atvinnulífsins. Tengsl skólastiga Nokkur hluti þeirra grunnskóla- nemenda sem hefja nám í fram- haldsskóla er vanbúinn til þess og finnur ekki nám við hæfi. Til að bæta það telur nefndin að starfs- nám verði eflt í efstu bekkjum grunnskóla til að koma til móts við mismunandi áhugasvið og þarfir nemenda. Einnig að náms- og starfs- ráðgjöf í grunnskólum verði aukin að mun til að leiðbeina einstakling- um um námsval í framhaldsskóla og starfsval þegar út í atvinnulífið er komið. Náms- og starfsráðgjöf verði einnig stórlega efld á öllum skólastigum. Lykillinn að velgengni nýs fram- haldsskóla er að mati nefndarinnar tengslin við þá sem taka við nem- endum sem hann brautskráir. Tekið er til þess að tengslum háskóla og framhaldsskóla sé mjög ábótavant og tengsl við atvinnulífið og fram- haldsskóla sé lengra komið með skipulagi starfsgreinaráða. Nýjum framhaldsskóla er ætlað að hafa frelsi og gert er ráð fyrir hraðri þróun viðtökumiðaðs náms. Því er lagt til að háskólar og framhalds- skólar taki upp formlegt samstarf. Hver framhaldsskóli hafi fullt frelsi til að þróa samstarf við þá háskóla sem hann kýs. Háskólar fái einnig tækifæri til að hafa áhrif á sam- setningu náms í framhaldsskólun- um með sambærilegum hætti og atvinnulífið hefur gert í gegnum starfsgreinaráðin með mótun starfsnáms. Fagháskóli Starfsnámsnefndin leggur til að framhaldsskólum verði heimilt að setja á stofn eins til þriggja ára nám á fagháskólastigi. Fagháskólastigið á að vera sjálfstætt skólastig í fram- haldi af framhaldsskólanum og með áherslu á þarfir atvinnulífsins. Námið verði opið öllum nemendum sem ljúka framhaldsskóla að upp- fylltum skilyrðum. Meistaranám iðngreina og annað nám sem nú þegar er á þessu skólastigi verður hluti fagháskólastigsins. Vinnustaðanám Lögð er mikil áhersla á að vinnu- staðanám verði skilvirkara og hagn- ist nemendum betur en verið hefur til þessa. Hugmyndin er því að fyr- irkomulagi slíks náms verði breytt á þann hátt að það sé hluti aðal- námskrár. Ráðnir verða umsjónar- aðilar sem geti verið frá atvinnulíf- inu eða skóla eftir því sem best þykir henta. Viðkomandi skóli er gerður ábyrgur á því að nemendur fái umsjón frá upphafi náms í skóla til loka starfsnáms á vinnustað og valin verði sérstök vinnustaðafyrir- tæki sem starfa með skólanum við að gera slíkt nám sem best úr garði. Einnig verði stofnaður sjóður með þátttöku atvinnulífs og stjórnvalda til að jafna kostnað milli þeirra fyr- irtækja sem annast vinnustaðanám og þeirra sem kjósa að gera það ekki. Kostnaður og framkvæmd Tilfærslur milli námsleiða, aukin fjölbreytni og aukin sókn nýrra nemenda í starfsnám auk verulega aukinnar áherslu á starfs- og náms- ráðgjöf mun hafa aukinn kostnað í för með sér. Einnig mun tíðari end- urskoðun námsskráa leiða til kostn- aðarauka við námsefnisgerð. Mikil vinna er þó eftir í útfærslu tillagna nefndarinnar og því ekki unnt á þessum tímapunkti að tilgreina hversu mikill kostnaðurinn verður miðað við skólakerfið í núverandi mynd. Það mun þó koma fljótt í ljós ef jafn hratt verður gengið til verka og nefndin leggur til. Skilaboðin eru að gengið verði af krafti í heildar- endurskipulagningu framhaldsskól- ans með viðeigandi lagabreytingum og komið í framkvæmd án tafar svo að hinn nýi framhaldsskóli taki til starfa sem fyrst. Nýr framhaldsskóli í mótun NÝTT UPPHAF Hefðbundnu bóknámi hefur lengi verið gert hátt undir höfði samanborið við iðn- og starfsnám. Fjölbreyttari námsleiðir munu gefa einstaklingnum aukin tækifæri til að leita náms eftir áhugasviði. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR TÓNLISTARNÁM Ekki mun skipta máli í hverju styrkur nemenda felst. Allt nám verð- ur metið á nýjan hátt sem veitir einstakl- ingnum tækifæri til að láta ljós sitt skína. JÓN B. STEFÁNSSON Formaður nefndar- innar bindur miklar vonir við þær róttæku hugmyndir sem starfsnámsnefndin setur fram. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.