Fréttablaðið - 12.07.2006, Side 26

Fréttablaðið - 12.07.2006, Side 26
MARKAÐURINN G E N G I S Þ R Ó U N 12. JÚLÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá áramótum Actavis 0% 27% Alfesca 0% -2% Atlantic Petroleum 3% 31% Atorka Group 0% -4% Avion Group -1% -30% Bakkavör -2% -14% Dagsbrún -1% -7% FL Group 1% -12% Glitnir -4% -3% KB banki -1% -2% Landsbankinn -1% -22% Marel -1% 8% Mosaic Fashions -4% -19% Straumur -4% 3% Össur -2% -6% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Arion verðbréfavarsla hf. mun á næstunni senda fyrstu greiðslur til hluthafa Stoke Holding vegna sölu á 67 prósenta hlut í enska fótboltafélaginu Stoke City. Þegar greiðslur vegna skulda hafa verið inntar af hendi fá hluthafar 25 aura til baka fyrir hverja krónu að nafnverði sem þeir lögðu inn í félagið á sínum tíma. Hugsanlega fá fjárfestar meira. „Menn skulu ekki búast við meira en þrjátíu prósentum af nafnvirði hlutafjár. Restin er vonarpeningur,“ sagði Gunnar Þór Gíslason, fyrrum stjórnar- formaður Stoke Holding, á hlut- hafafundi á dögunum. Gangi þetta eftir fá þeir sem keyptu í almennu hlutafjárútboði á geng- inu 1,3 um 23 prósent af fjárfest- ingunni til baka en fagfjárfestar, sem keyptu á einum, fá þrjátíu prósent. - eþa STOKE HOLDING GREIÐIR ÚT Greiðslan nemur fjórðungi af nafnverði. Fá 25 aura fyrir krónu nafnverðs Greiningardeild KB banka mælir með kaupum á hlutabréfum í Bakkavör og hækkar verðmat sitt úr 58,8 krónum á hlut í 62,5 krónur samkvæmt sjóðstreym- islíkani. Telur bankinn að gott tækifæri hafi myndast til kaupa í Bakkavör en gengi Bakkavarar á mánudaginn stóð í 44 krónum á hlut. Er svigrúm til 42 prósenta hækkunar. Veiking krónunnar á öðrum ársfjórðungi hefur jákvæð áhrif á virði Bakkavarar þar sem eign- ir og tekjur eru í pundum. KB banki spáir Bakkavör 149 milljóna punda rekstrarhagnaði fyrir afskriftir (EBITDA) í ár, sem samsvarar rúmum tuttugu milljörðum króna. Samkvæmt þessu meta fjárfestar Bakkavör á aðeins tæpa fimmfalda EBITDA, sem þykir lágt miðað við sömu tölur frá innlendum félögum sem gengið hafa kaupum og sölum á árinu. - eþa BAKKABRÆÐUR, ÁGÚST OG LÝÐUR KB banki mælir með kaupum í Bakkavör. Bakkavör á 40% inni miðað við mat Áætlaður hagnaður Seðlabankans á fyrri hluta árs fyrir framlag til ríkissjóðs nam samanlagt tæpum 14,4 milljörðum króna, þar af hagnaðist bankinn um 3,4 millj- arða í júní. Hagnaðurinn er að langstærstum hluta borinn uppi af gengishagnaði. Ingimundur Friðriksson seðla- bankastjóri segir að breytingar á gengi krón- unnar hafi mikil áhrif á afkomu bankans en tekur fram að skamm- tímabreytingar, til dæmis til eins mánaðar, segi harla lítið. Gengi krónunnar lækkaði um 5,1 prósent í júní. „Áhrif þeirra breytinga á gjaldeyrisforð- ann leiðir til þess sem í reikningn- um er kallað gengishagnaður eða gengistap.“ Allt árið í fyrra tapaði Seðlabankinn 2,8 milljörðum króna. Eignir Seðlabankans sam- anstanda einkum af gjaldeyris- forðanum og viðskipt- um bankans við inn- lendar lánastofnanir og ríkissjóð. „Markmið bankans er að sýna traustan efnahag og afkomu þegar til lengri tíma er litið,“ segir Ingimundur þegar hann er spurður um hver fjár- hagsleg markmið bankans séu. Gjaldeyrisforði bankans hefur styrkst um meira en 9,5 milljarða frá áramótum, þar af um 6,4 millj- arða í júní vegna reglubundinna kaupa Seðlabankans á gjaldeyri á innlendum millibankamarkaði og gengishagnaðar. - eþa BANKASTJÓRAR OG HAGFRÆÐINGUR Hagnaður Seðlabankans nam 14,4 milljörðum króna á fyrri hluta árs. Seðlabankinn græðir á falli krónu V Æ G I M Y N T A Í G J A L D - E Y R I S J Ö F N U Ð I S E Ð L A - B A N K A N S Í Á R S L O K 2 0 0 5 Bandaríkjadalur 40% Evra 40% Sterlingspund 15% Japanskt jen 5% Steven Tomlinson, rekstrarstjóri, og Paul Roberts, fjármálastjóri breska leiguflugfélagsins Excel Airways Group, dótturfélags Avion Group, sögðu báðir upp störfum í gær í kjölfar þess að innri rannsókn félagsins leiddi í ljós að góðum reikningsskila- venjum var ekki fylgt við með- höndlun afsláttar meðal annars á mat og drykkjum, sem veitt- ur var gegn langtímasamningi Excel og Alpha Airports. Halldór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Avia Technical Services í Manston á Englandi, tekur við starfi fjármálastjóra en Davíð Örn Halldórsson hefur störf sem yfirmaður nýstofnaðrar upplýs- ingatæknideildar félagsins. Í tilkynningu frá Avion Group til Kauphallar Íslands kemur fram að þeir Halldór og Davíð eru báðir 32 ára. Halldór hefur víðtæka reynslu úr flugrekstri. Hann starfaði meðal annars við endurskoðun hjá Deloitte áður en hann gekk til liðs við Air Atlanta Icelandic fyrir sex árum. Þá hefur Davíð fjölbreytta reynslu af verkefnastjórnum á upplýsingatæknisviði, bæði hjá Eimskip og Símanum en hann starfaði áður við fjárstýringu hjá Carlsberg-verksmiðjunum í Danmörku. - jab VÉLAR EXCEL AIRWAYS Rekstrarstjóri og fjármálastjóri breska leiguflugfélagsins Excel Airways hafa báðir sagt upp störfum. Halldór og Davíð til Excel Airways Aflaverðmæti íslenska fiski- skipaflotans á síðasta ári nam 68 milljörðum króna en það er svip- að og árið á undan. Afli skipanna var tæp 1.669 þúsund tonn sem er 59 þúsund tonnum minna en árið 2004 og nemur samdráttur- inn 3,4 prósentum. Þá var mestu af fiski landað á Austurlandi í fyrra og var fiskaflinn unninn þar. Verðmætasti aflinn fór hins vegar til vinnslu á höfuðborgarsvæðinu en virði hans nam 12,8 milljörðum króna, að því er fram kemur í hagtíðindum Hagstofu Íslands. - jab Heildarfiskaflinn minnkar milli ára Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Mikil ókyrrð á fjármálamörkuðum hefur ekki bælt FL Group frá innlendum hlutabréfamarkaði und- anfarnar vikur. Á meðan aðrir fjárfestar hafa selt eða beðið við hliðarlínuna hefur FL Group synt gegn straumnum og verið eini stuðboltinn í líflausu eftirpartíi. Síðustu fjárfestingar FL Group í Glitni banka og Straumi-Burðarási nema nú rúmum 54 milljörðum króna. Hæst ber auðvitað að telja kaup félagsins á 24 prósenta hlut Kristins Björnssonar og Magnúsar Kristinssonar í Straumi-Burðarási í lok júní en alls nam kaupverðið 47 milljörðum króna; þar af voru tólf milljarðar greiddir með hlutabréfum í KB banka. FL Group fer nú með 26 prósent í Straumi. Félagið hefur aukið hlut sinn í Glitni úr sextán pró- sentum, frá því félagið kynnti afkomu síðasta árs í mars, í tæpan fjórðung hlutafjár bankans. Ætla má að kaupin í Glitni hafi kostað 23 milljarða króna. Þá eru ótalin kaup á eigin hlutabréfum, í Dagsbrún og önnur hlutabréfakaup í Straumi. Þessi kaup koma á margan hátt á óvart, ekki síst fyrir þær sakir að það hefur verið yfirlýst markmið stjórnenda FL Group að draga úr vægi innlendra eigna á kostnað erlendra. Í mars voru 55 prósent skráðra hlutabréfa í innlendum hlutabréfum á móti 45 prósentum í erlendum bréfum. Þegar félagið birti þriggja mánaða uppgjör um miðjan maí var hlutfall innlendra eigna komið í 69 prósent en erlendar eignir niður í 31 prósent. Hafði það sitt að segja að FL Group seldi sautján prósenta hlut í easyJet en á móti hefur félagið aukið verulega hlut sinn í óskráðum erlendum eignum, til að mynda með kaupum á 49 prósenta hlut í hollenska drykkj- arframleiðandanum Refresco, þar sem félagið lagði inn fimm milljarða króna, og stofnun fjárfestingar- félagsins Unity sem fjárfestir í breskum verslana- keðjum, en hlutur FL Group er um 37,5 prósent. STJÓRNENDUR FL GROUP HORFA TIL HEIMAHAGANNA Á síðustu vikum hefur félagið fjárfest fyrir meira en fimmtíu milljarða króna á innanlandsmarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI FL syndir gegn straumnum FL Group hefur verið allsráðandi á heimamarkaði síðustu vik- urnar. Fjárfest fyrir 54 milljarða, einkum í Glitni og Straumi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.