Fréttablaðið - 12.07.2006, Qupperneq 53
MIÐVIKUDAGUR 12. júlí 2006 25
Skrif bandaríska leikstjórans og
háðfuglsins Woody Allen um
meinta matreiðslubók þýska
heimspekingsins Friedrich
Nietzsche hafa vakið sterk við-
brögð lesenda en grein hans sem
birtist í júlíhefti tímaritsins The
New Yorker ferðast eins og eldur
í sinu um óravíddir netsins. Í
grein sinni, „Svo át Zaraþústra“
kveðst Allen hafa rambað á upp-
skriftabók sem kennd er við
spekinginn þegar hann var á
ferð í Heidelberg og birtir í
framhaldinu brot úr þessu merka
riti og þar á meðal nokkrar upp-
skriftir, til dæmis af hentugri
samsetningu á morgunverði.
Allen reifar heimspekisöguna
út frá sjónarhóli matgæðingsins
í pistli sínum og minnist til
dæmis á það þjóðþrifaverk René
Decartes sem aðskildi efni og
anda en af því leiðir að líkaminn
getur gúffað í sig að vild á meðan
hugurinn er stikkfrír í vissu
sinni að óhófið komi sér ekkert
við.
Leikstjórinn fleytir kellingar
á nokkrum af stærstu spurning-
um heimspekinnar og kinkar
ítrekað kolli til skrifa Nietzsches
á sinn óborganlegan hátt.
Stærstu spurningunni er þó
ósvarað: „Ef lífið er merkingar-
laust – hvaða þýðingu hefur þá
stafasúpa?“ - khh
Megrunarráð Nietzsches
Í nýjustu bókinni um heimspeking-
inn spurula Einar Áskel eftir Gun-
illu Bergström er fjallað um kynni
hans af nýrri fjölskyldu sem kemur
langt að. Einar Áskell eignast nýjan
vin en faðir vinarins er fyrrver-
andi hermaður sem vill ekki ræða
um stríðið þrátt fyrir forvitni
strákanna. En einu sinni segir hann
þeim sögu úr stríðinu og þá hlusta
strákarnir vel og vandlega. Faðir
Hamdi er skemmtilegur kall og
hjálpar þeim líka að búa til fót-
boltamark og skipuleggur æfingar
fyrir krakkana í hverfinu.
Einar Áskell og stríðspabbinn
er tuttugasta og önnur bókin sem
út kemur á Íslandi um kappann.
Þýðandi er Sigrún Árnadóttir en
útgefandi er Mál og menning.
-khh
Þögli stríðspabbinn
EINAR ÁSKELL Snáðinn er alltaf að læra
eitthvað nýtt.
SPAUGARINN WOODY ALLEN Hver eru
tengsl heilbrigðs mataræðis og snilligáfu?
MYND/GETTY
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
JÚLÍ
9 10 11 12 13 14 15
Miðvikudagur
■ ■ TÓNLEIKAR
12.00 HLjómsveitirnar Loftvarnir
og Reykjavík Drum Corporation
skemmta gestum Sundhallarinnar
við Barónsstíg. Hóparnir vinna
skapandi sumarstarf á vegum Hins
hússins og Reykjavíkurborgar og
troða upp á óvenjulegum stöðum.
20.00 Jazzkvartettinn Tepoki held-
ur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur.
21.30 Kvartett Eriks Qvick leikur
á Gamla Bauk á Húsavík. Með
trommaranum geðþekka leika
Thomas Markusson, Haukur
Gröndal og Ásgeir Ásgeirsson.
■ ■ LEIKLIST
10.00 Brúðubíllinn sýnir leikþáttinn
Týnda eggið í Safamýri kl. 10 og við
Rauðalæk kl. 14
■ ■ OPNANIR
17.00 Joris Rademaker opnar
sýningu í DaLí Gallery í tilefni af
Listasumri á Akureyri. Sýningin
stendur til 26. ágúst.
Sýning á vatnslitamyndum Kamillu
Talbot opnar í gallerí Klaustri á
Skriðuklaustri. Sýning hennar
stendur til 3. ágúst og er opin alla
daga kl. 10-18.
■ ■ SKEMMTANIR
21.00 Hljómsveitirnar Sprengju-
höllin og Hjaltalín leika á barnum
Barnum á Laugavegi 22. Fjörið hefst
upp úr kl. 21.
■ ■ SÝNINGAR
13.00 Listhópurinn Distill sýnir
verk í Listasafni Reykjanesbæjar á
samsýningunni Tíminn tvinnaður.
Fjölbreytt efnistök og ólíkir miðlar
með verkum eftir Ann Chuchvara,
Hrafnhildi Sigurðardóttur, Jaeha Yoo,
Julie Poitras Santos, Patricia Tinajero
Baker og Tsehai Johnson.
13.00 Sumarsýning Hafnarborgar
ber heitið Hin blíðu hraun.
Listfræðingurinn velur verk sem
vísa til hraunsins sem umlykur
Hafnarfjarðarbæ. Ólíkar birtingar-
myndir hraunsins í íslenskri sam-
tímalist. Sýningin stendur til 28.
ágúst.
14.00 Bandaríska myndlistarkonan
Joan Backes sýnir ný málverk og
skúlptúra í Safni við Laugaveg.
Einnig eru til sýnis verk úr eigu
safnsins. Opið er mið-fös kl. 14-18
og lau-sun kl. 14-17.
■ ■ UPPÁKOMUR
14.00 Stuttmyndasýningar í
Rósenborg í tilefni af Listasumri
á Akureyri. Sýndar verða mynd-
irnar Japansferð eftir Vilhjálm
G. Vilhjálmsson, Mótmæli í
Gallaudet eftir Jerome Cain frá
Svíþjóð og Hreindýraveiðar eftir
Ragnar Veer frá Svíþjóð.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI