Fréttablaðið - 12.07.2006, Side 54
12. júlí 2006 MIÐVIKUDAGUR26
Robbie Williams hefur verið einn
þekktasti popptónlistamaður
Bretlands frá því að hann sagði
skilið við strákasveitina Take
That í upphafi tíunda áratugarins.
Ástarlíf hans hefur lengi verið
fjölmiðlamatur enda hefur
söngvarinn átt ófáar ástkon-
ur í gegnum tíðina. Frægast
er samband hans við
Nicole Appleton, fyrr-
um söngkonu All Saints,
en þau voru trúlofuð
um tíma. Það fékk
mikið á Williams þegar
Appleton upplýsti að
hún hefði farið í fóstur-
eyðingu því söngvar-
inn hafði margoft lýst
því yfir að hann vildi
eignast fjölskyldu.
Williams hefur
ekki verið við eina
fjölina felldur og var
um tíma með Kryddpí-
unni Geri Halliwell. Í
ævisögu sinni sagðist
Robbie seinna meir
hafa sofið hjá öllum
Kryddpíunum en þær hafa
aldrei viljað staðfesta þá
sögu. Meðal annarra ást-
kvenna Williams má nefna fyr-
irsætuna Rachel Hunter sem
Robbie kolféll fyrir auk leik-
konunnar Nicole Kidman en
sögusagnir um samband þeirra
fengust þó aldrei staðfestar. Þá
var söngvarinn um tíma með Nip
/ Tuck leikkonunni Valerie Cruz
en hætti með henni til að
byrja með „feimnu“ dóttur
Ozzy Osbourne, Aimee.
Heimspressan birti einnig
fréttir af „meintu“ ástar-
sambandi popp-kóngsins og
fyrirsætunnar Naomi
Campbell sem þau stað-
festu fyrst en Campbell
dró síðan sína frásögn til
baka og sagðist aldrei hafa
átt vingott við kappann.
Isabella Trump var
einnig um tíma kær-
asta söngvarans en
hún er dóttir auðkýf-
ingsins Donald
Trump.
Williams var
með sjónvarps-
konunni vinsælu,
Samantha
Mumba, auk
þess sem hann átti
nokkur stefnumót
með plötusnúðnum
Eriku North. Nýlega
bárust fréttir af því að
hin þokkafulla Shakira
væri nýjasta heitkona
söngvarans en þau neit-
uðu bæði þeim orðrómi
og komu með hina sígildu
yfirlýsingu fræga fólks-
ins að „þau væru bara vinir“.
Sjálfur hefur Robbie alltaf
sagt að hann hefði aldrei kom-
ist yfir æskuástina sína,
Rachel Gilson, og nýverið
gaf Williams í skyn að hann
væri hættur að stunda kyn-
líf, vildi heldur bara lesa góða
bók. Williams hefur einnig
tjáð sig um það í viðtölum að
hann hafi aldrei orðið ástfang-
in. „Ég er hættur þessu pipar-
sveinalífi og ætla bara að
finna ástina í lífi mínu,“ sagði
Robbie ekki margt fyrir löngu
og nú er bara að bíða, vona og
sjá hvað gerist í þeim málum
hjá Íslandsvininum Robbie
Williams. - fgg
Leitar að ástinni
RACHEL HUNTER Robbie kolféll fyrir
fyrirsætunni en Hunter olli honum mikilli
ástarsorg þegar hún sagði skilið við hann.
GERI HALLIWELL Var kærasta Robbie í þó
nokkurn tíma en það slettist heldur betur
uppá vinskapinn þegar söngvarinn gerði
grín að þyngd hennar.
NAOMI CAMPBELL Var sögð
ástkona Robbie í eitt ár og
parið staðfesti þessa sögu. Fyr-
irsætan dró seinna meir sína
frásögn til baka og sagðist
aldrei hafa átt vingott við
söngvarann.
SHAKIRA Kólumbíska söngkonan
er trúlofuð en það breytti ekki þeirri
staðreynd að sögusagnir um ástar-
samband hennar við Robbie Williams
fóru á kreik. Þau neituðu þessum
orðrómi bæði.
SAMANTHA MUMBA Lét undan
þrýstingi frá Robbie Williams og fór
á nokkur stefnumót með söngvar-
anum.
„Ég get staðfest að þetta er rétt en
þetta er prívat mál milli mín og
hans,“ segir Snædís Guðnadóttir,
vinkona hins heimsfræga söngv-
ara Robbie Williams. Eins og fram
kom í Fréttablaðinu í gær gerðu
danskir fjölmiðlar mikið úr meintu
sambandi Snædísar og Robbie en
hann hélt tónleika í Parken í Kaup-
mannahöfn á fimmtudaginn var. Á
tónleikunum, sem tæplega 50 þús-
und manns sóttu, lýsti Robbie
aðdáun sinni á rauðhærðri stúlku
sem hann hafði kynnst meðan
á dvöl hans í Danmörku stóð.
„Rauðhærða stúlkan sem ég hitti á
barnum var virkilega góð,“ sagði
Robbie á tónleikunum og átti þar
við Snædísi. Þau hittust á barn-
um á Skt. Petris hótelinu sem
söngvarinn dvaldi á daginn
fyrir tónleikana.
Snædís hefur verið hund-
elt af dönskum fjölmiðlum
og prýddi meðal annars for-
síður Ekstra-blaðsins og BT.
Í blöðunum hefur hún
meðal annars verið
kölluð Rauðhettan
hans Robbie.
Snædís hefur
reynt af fremsta
megni að forðast
fjölmiðla og vill
lítið sem ekkert
ræða við þá.
Hún var þó til-
búin að ræða í
stutta stund
við Fréttablað-
ið þar sem hún
ber taugar til
Íslands.
„Við Robbie
töluðum aðeins um
Ísland og hann var
ekki hrifinn af land-
inu,“ sagði Snædís
hlæjandi þegar Frétta-
blaðið ræddi við hana.
Eins og kunnugt er hélt
Robbie tónleika hér á
landi fyrir nokkrum
árum og tók því heldur
illa þegar plastflösku
var fleygt upp á sviðið.
Eftir að tónleikunum
lauk rauk hann af landi
brott í fússi. Íslenskir
aðdáendur hans hafa
hingað til talið að hann
myndi ekki koma aftur
en nú gæti orðið breyting
á, þökk sé Snædísi.
„Ég sagði honum
meira frá landi og þjóð
og hann er að pæla að
fara þangað aftur,“ sagði
vinkona söngvarans.
Snædís flutti til Kaup-
mannahafnar þegar hún
var eins árs. Þótt langt
sé liðið frá því að hún
flutti út talar hún fína íslensku en
með dönskum hreim. „Ég kem
stundum heim til Íslands til að
heimsækja fjölskylduna,“ segir
Snædís sem starfar sem fjármála-
ráðgjafi hjá stofnuninni Catinet
Analyse, auk þess sem hún er að
ljúka háskólanámi.
Snædís vildi ekki gefa upp
hvort þau Robbie héldu enn sam-
bandi, nú þegar söngvarinn heims-
frægi heldur tónleikaför sinni
áfram. „Þetta er milli mín og hans
og svoleiðis á það að vera,“ segir
Snædís Guðnadóttir, vinkona
Robbie Williams.
kristjan@frettabladid.is
Sannfærði Robbie um
að koma aftur til Íslands
ROBBIE WILLIAMS Söngvaran-
um heimsfræga virðist hafa
snúist hugur og er að íhuga
að heimsækja Ísland á ný.
SNÆDÍS GUÐNADÓTTIR Íslenska stúlkan sem kynntist Robbie þegar hann
var á tónleikaferðalagi í Danmörku.
Pink Floyd-goðsögnin Syd Barrett
lést á heimili sínu í Cambridgeshire
um helgina af völdum sykursýki.
Barrett fæddist 6. janúar árið 1946
og var því nýorðinn sextugur. Hann
hafði lengi verið heilsulítill, bæði
andlega og líkamlega.
Syd Barrett var aðeins 19 ára
gamall þegar hann stofnaði Pink
Floyd árið 1965. Árið 1967 kom
platan Piper at the Gates of Dawn.
Hún náði 6. sæti breska vinsælda-
listans og stækkaði aðdáendahóp-
urinn ört. Fljótlega fór álagið að
gera vart við sig og á sama tíma fór
hann að nota ofskynjunarlyf á borð
við LSD. Í kjölfar eiturlyfjaneyslu
fóru geðræn vandamál að segja til
sín og varð hegðun hans ófyrirsjá-
anleg.
Eftir misheppnaða tónleikaferð
um Bandaríkin neyddist hljóm-
sveitin til þess að ráða David
Gilmour við hlið Barretts. Innkoma
Gilmour gerði illt verra fyrir Barr-
ett því næstu tónleika sá Gilmour
alfarið um gítarleikinn á meðan
Barret ráfaði um sviðið. Platan A
Saucerful of Secrets kom út árið
1968 og reyndist hún vera síðasta
platan sem Barrett tók upp með
Pink Floyd, því í marsmánuði sama
ár hætti hann í sveitinni.
Á árunum 1970-1972 komu út
sólóplöturnar The Madcap Laughs
og Barrett. Skiptar skoðanir eru
um plöturnar en flestir eru þó sam-
mála um að þær endurspegli brott-
hætt andlegt ástand vel. Þrátt fyrir
að hafa hætt í hljómsveitinni sáu
félagar hans Roger Waters og
David Gilmour um upptökustjórn á
plötunum tveimur. Syd Barrett hélt
aðeins eina tónleika á þessum stutta
sólóferli, þeir fóru fram þann 6.
júní árið 1970 í London. Tónleikarn-
ir voru algjörlega misheppnaðir og
eftir aðeins fjögur lög gekk Barrett
af sviðinu. Eftir misheppnaða dvöl
í hljóðveri árið 1974 pakkaði Barr-
ett saman og flutti á hótel í London.
Þar bjó hann uns peningana þraut
en þá flutti hann aftur inn til móður
sinnar í Cambridge, þar sem hann
bjó til dauðadags og hafði lífsviður-
væri af höfundalaunum og stef-
gjöldum.
Síðustu æviárin helgaði Barrett
sig myndlist, auk þess sem hann
tók skírnarnafnið Roger upp aftur.
Rosemary systir hans var eina
manneskjan sem hélt sambandi við
hann til dauðadags og á endanum
var það sykursýki sem dró Barrett
til dauða. Þrátt fyrir að hafa ekki
komið opinberlega fram í 30 ár
hefur frægðarsól hans ekkert dvín-
að. Aðdáendur sátu um heimili hans
allt til síðasta dags. - vör
Syd Barrett allur
SYD BARRETT Stofnmeðlimur Pink Floyd,
Syd Barrett, lést um helgina. Hann hafði
ekki komið opinberlega fram í 30 ár.
LCI-830, 102x122sm
kr. 29.800,-
Goddi.is
S. 5445550.
Þær eru komnar vinsælu, ódýru kerrurnar okkar
LCI-850, 122x244sm kr.
48.800,-
LCI-745, 128x158sm
kr. 51.200,-
LCI-958, 152x244sm
kr. 84.500,-
LCI-880, 392x134sm
kr. 65.100
LCI-887, 548x170sm
kr.115.600