Fréttablaðið - 12.07.2006, Side 62
12. júlí 2006 MIÐVIKUDAGUR34
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8
1 Karolos Papoulias.
2 TVMK Tallin.
3 Eddie Murphy.
LÁRÉTT
2 illt umtal 6 frá 8 keyra 9 ar 11 í röð 12
væla 14 tónstigi 16 bardagi 17 hár 18
niður 20 bor 21 ögn.
LÓÐRÉTT
1 þungi 3 samtök 4 smjaðra 5 hald 7
a 10 fúsk 13 efni 15 slæma 16 flana 19
tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 last, 6 af, 8 aka, 9 ryk, 11 jk, 12
gráta, 14 skali, 16 at, 17 ull, 18 suð, 20 al,
21 arða.
LÓÐRÉTT: 1 farg, 3 aa, 4 skjalla, 5 tak, 7
fyrstur, 10 kák, 13 tau, 15 illa, 16 asa, 19
ðð.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Fríður hópur fólks mun birtast í hestaþættinum Kóngur um stund
næsta mánudagskvöld í Ríkissjónvarp-
inu. Þá leiðir Einar Bollason í Íshestum
þjóðþekkta Íslendinga í hestaferð um
Suður-Þingeyjarsýslur. Gestir í þættinum
eru Unnur Steinsson, Pálmi Gestsson
leikari, Ari Edwald, forstjóri 365, Agnes
Bragadóttir, blaðamaður á
Morgunblaðinu og
Magnús Kjartansson
tónlistarmaður. Eitt af
eftirminnilegri atrið-
um þáttarins mun
vera þegar Agnes
Bragadóttir flaug á
bólakaf í Skjálfanda-
fljótið en gerði sér
lítið fyrir og
vatt mestu
bleytuna úr
fötunum,
fór í þau
aftur
og reið
áfram.
Talsverð eftirvænting er meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn vegna
opnunar á nýjum stað Friðriks Weiss-
happel og félaga þar í
borg. Fréttablaðið
hefur greint frá
staðnum, sem
verður systurstað-
ur hins vinsæla
Laundromat Café
á Norðurbrú.
Framkvæmdir við
nýja staðinn hafa
tekið lengri tíma
en upphaflega
var áætlað en
nú hafa Friðrik
og félagar hans
ákveðið opn-
unardaginn, 1.
ágúst næst-
komandi.
Miðar á úrslitaleik HM í knattspyrnu gengu kaupum og sölum fyrir
háar fjárhæðir síðustu dagana fyrir
leikinn. Einhverjir Íslendingar voru svo
heppnir að komast á leikinn og meðal
þeirra var athafnamaðurinn Björgólfur
Thor Björgólfsson. Hann var þó ekki
einn á ferð því með
í för voru nokkrir
af lykilstarfsmönn-
um Straums-
Burðaráss.
Björgólfur bauð
starfsfólkinu út
og ferjaði þau í
einkaþotu sinni við
mikinn fögnuð starfs-
fólksins.
- hdm
ÞRÍR SPURÐIR ÁSTÆÐA UPPHLAUPS ZIDANES Í ÚRSLITALEIK HM
Hvað sagði Materazzi við Zidane?
Ásthildur Helga-
dóttir, verkfræðing-
ur og landliðsfyrir-
liði: „Ég get ekki
ímyndað mér hvað
hann hefur sagt við
Zidane og finnst
engu skipta hvað
það var. Viðbrögð
Zidanes voru fárán-
leg. Hann býr yfir það
mikilli reynslu að
svona lagað á ekki
að gerast.“
Auðun Helgason knatt-
spyrnumaður: „Það er
erfitt að ímynda sér hvaða
ónotum Materazzi hefur
hreytt í Zidane en ef eitthvað
mark er takandi á því sem
stendur í blöðunum þá sneri
það sennilega að einhverju
í tengslum við uppruna
hans. Annars er alvanalegt
að svona eigi sér stað,
sérstaklega á stærri leikjum.
Sjálfur hef ég oft lent í svona
aðstæðum, núna síðast á
landsleiknum á móti Svíum í
haust. Ég læt hins vegar ekki
uppi hvaða fúkyrðum ég
þurfti að taka á móti.“
Guðjón
Guðmundsson
íþróttafrétta-
maður: „Það
er alveg ljóst
að um kyn-
þáttafordóma
var að ræða.
Hann stígur
nú heldur
ekki beint í
vitið hann
Materazzi.“
Felix Bergsson og Gunnar Helga-
son, þekktir sem Gunni og Felix af
börnum landsins, eru nú að gefa út
sinn 28. geisladisk. „Við gerðum 21
disk um hundana Traust og Trygg og
svo höfum við gert jóladisk og hitt
og þetta fyrir börnin. Okkur finnst
svo gaman að vinna saman,“ segir
Felix, en samvinna þeirra félaga
hófst árið 1993 þegar þeir tóku við
Stundinni okkar. Nýi diskurinn, sem
kemur í búðir 20. júlí, heitir Lögin
hans Jóns míns, en lögin eru öll eftir
Jón Ólafsson.
„Þetta eru lög sem hann hefur
samið fyrir okkur í gegnum tíðina.
Við erum mjög sáttir við þetta sam-
starf,“ segir Felix. Gunnar og Felix
skrifa báðir textana, en texti lagsins
Hættu að eyðileggja Ísland! vekur
athygli. „Þetta er lag frá 1997 og á
þeim tíma voru menn ekki komnir á
bólakaf í umhverfisumræðunni. Það
fjallar fyrst og fremst um umgengni
okkar um landið. Það hefur aðra og
dýpri merkingu í dag og það er bara
skemmtilegt,“ segir Felix. - rsg
Hafa gefið út 28 geisladiska
GUNNI OG FELIX Tvíeykið fer um allt land í sumar og skemmtir börnum og öðrum sem eru
ungir i anda. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Glæpasmásagan Þjóðvegur eitt
eftir Sigurlín Bjarneyju Gísladótt-
ur, rúmlega þrítugan skrifstofu-
starfsmann úr Kópavogi, bar sigur
úr býtum í Gaddakylfunni, árlegri
glæpasmásagnakeppni tímaritsins
Mannlífs og Hins íslenska glæpa-
félags. Úrslitin voru kunngjörð við
hátíðlega athöfn í Iðnó í gær og
afhenti Geir Jón Þórisson Sigurlín
verðlaunin, forláta gaddakylfu
sem listakonan Kogga hannaði
fyrir keppnina.
Verk eftir Sigurlín hafa verið
birt í Lesbók Morgunblaðsins og í
fyrra vann hún fyrstu verðlaun í
örsögukeppni Tímarits máls og
menningar í fyrra en Þjóðvegur
eitt er hennar fyrsta glæpasaga.
„Sagan fjallar um orðljótan vöru-
bílstjóra, sem grunur leikur á að
hafi framið einhvers konar glæp
en það kemur ekki í ljós fyrr en
undir lokin hvað gerðist.“
Dómnefndin var skipuð þremur
konum, Kolbrúnu Bergþórsdóttur,
Helgu Dís Björgúlfsdóttur og Ingi-
björgu Dögg Kjartansdóttur, en að
sögn Reynis Traustasonar, rit-
stjóra Mannlífs, bar þeim öllum
saman um að Þjóðvegur eitt væri
„mögnuð saga“. „Til marks um það
hversu vel henni tekst upp í per-
sónusköpuninni, að þá voru þær
allar sannfærðar um að höfundur-
inn hlyti að vera karl,“ segir Reyn-
ir, sem útbýtti nafnlausum hand-
ritum til dómnefndarinnar. Sjálf
segist Sigurlín trúa því að rithöf-
undar eigi að vera óhræddir við að
setja sig í spor hvers sem er.
Jón Hallur Stefánsson sigraði í
síðustu glæpasagnakeppni og í
fyrra kom bók hans Krosstré út,
sem er sérlega vel heppnaður reyf-
ari. Sigurlín segist vera með hand-
rit í vinnslu og vonast til að geta
gefið það út á bók á næsta ári.
Tvær aðrar sögur voru einnig
verðlaunaðar á Gaddakylfunni:
Ekki fyrir viðkvæma eftir Lýð
Árnason, lækni á Flateyri, en hann
hafnaði einnig í öðru sæti í síðustu
keppni sem var þá um hrollvekjur,
og í þriðja sæti varð sagan Mál-
verk eftir Ásdísi Herborgu Ólafs-
dóttir, húsmóður í Stafangri í Nor-
egi.
Í tilefni keppninnar hafa fimm
úrvalssögur úr henni auk glæpa-
smásagna eftir Þráin Bertelsson,
Súsönnu Svavarsdóttur og Stellu
Blómkvist, verið settar saman í
kilju sem ber heitið Morð og fylgir
júlíhefti Mannlífs sem kemur út í
dag. bergsteinn@frettabladid.is
SIGURLÍN BJARNEY GÍSLADÓTTIR: SIGRAÐI Í GADDAKYLFUNNI
Nýtt nafn í glæpaheiminum
SIGURLÍN BJARNEY GÍSLADÓTTIR Sigraði í keppninni með sögu um orðljótan vörubílstjóra sem grunur leikur á að hafi óhreint mjöl í poka-
horninu. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
HRÓSIÐ
...fá Zeno og Jose fyrir að bjóða
Íslendingum og útlendingum upp
á óhefðbundið pöbbarölt í
Reykjavík.
*Gallup Október 2005
Mest
lesna tímaritið *
opið alla laugardaga 11-14
Á GRILLIÐ! NÝR HUMAR, LÚÐA,
VILLTUR LAX, SKÖTUSELUR og KEILA
Á grillið! Nýr humar, lúða, sólþurrkaður
saltfi skur, skötuselur og keila.