Tíminn - 29.01.1978, Page 8

Tíminn - 29.01.1978, Page 8
8 Sunnudagur 29. janúar 1978. Kaupstaðarferb I gamla daga „Riðum, riðum, rekum yfir sandinn”. Litum á lestarferð i gamla daga, meðan hesturinn var enn þarfasti þjónninn og vagnar varla til á tslandi. Það er styttra siðan en margan grunar, undirritaður hefur t.d. tekið þátt i sliku ferðalagi. Þarna er verið að koma úr kaupstað, margir hestar undir klyfjum og sumir með drögur. Kvenfólkiðsituri söðli, allt vott- ar gamla timann. Trússhestar undirreiöingi, en sá hestabún- Ingólfur Davíðsson: 207 og búið í gamla daga aður er hér sýndur á tveimur sérmyndum. Algengastur var torfreiðingur og var aöalreiðingstorfan venjulega klædd striga, en stundum var þó torfiö bert, ef þaö var seigt og gott. Ofan á vorulagðar tvær hliðartorfur og efst klyfberinn. Hin myndin sýnir vandaða, stoppaða dýnu undir klyfberan- um. Gjaröir voru oftast brugön- ar úr hrosshári, en tii voru mjúkar ullargjarðir. Gátu bæöi gjarðir og hringjur verið hinar snotrustu. Klyfberinn var úr tré. Fundust stundum hæfilega bognar rekaviðarspýtur i hann. Klakkar voru úr tré eða járni. Varð aö lyfta klytjum upp af klökkum elztu klyfberanna. En siðar voru smiðuð klyfberajárn, er lágu á vixl yfir klyfberabog- ann, og voru með hespu (læs- ingu), þannig að auövelt var að hleypa böggum niður meö þvi að kippa i spotta. Nú eru reiðingar að verða sjaldgæfir forngripir, en notkun þeirra er sjálfsagt eldri en Is- landsbyggð. Hér er mynd af taökláf, út- búnaður með lykkju til að smeygja á reiðingsklakk, og hespu er kippa mátti i til að hleypa niður botninum. Ég man vel eftir svona tæki, viö kölluð- um það svarðarhrip, og notuð- um það aðallega tiJ að flytja i svörð (mó), heim úr þurrum svarðarhrauknum. Það gat rúmast mikill þurr svörður i einum hestklyfjum, þ.e. tveim- ur hripum. Stundum var tað flutt i hrip- um út á túnið, og rekaviöar- sprek til eldiviðar neðan af sjávarbökkunum. Þessar myndir eru úr hinni stórfróölegu bók séra Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili: ,,ls- lenzkir þjóðhættir”. Torfreiðingur í Reiöingur með stoppaðri dýnu Taðkláfur (svarðarhrip)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.