Tíminn - 29.01.1978, Qupperneq 15

Tíminn - 29.01.1978, Qupperneq 15
Sunnudagur 29. janúar 1978. 15 Tveir starfsmenn eru á vakt um helgar i Breiöholtsdeild og þrir i Miðbæjardeild, og vinnutfminn er venjulega frá kl. 10 að kvöldi til kl. 5 morguninn eftir. Hvor deild hefur bifreið til umráða. A mánudögum eru fundir með öllu starfefólki útideildar, þar sem rætt er um atburði liðinnar helgar og ákveðið er hvernig bregðast skuli við þeim málum, sem upp hafa komið og áfram- haldandi starf mótað. Áfengisneyzla mesta vandamálið — Við ræðum við unglingana þar sem þeir safnast saman i hópa, en það er einkum fyrir utan nokkra samkomustaði þ.e.a.s. Fellahelli, Tónabæ, félagsmið- stöðina að Bústöðum og svo auð- vitað á Hallærisplaninu svo- nefnda sagði Skúli J. Björnsson starfemaður Útideildar i Breið- holti. — Þannig kynn|umst við þessu fólki og fáum að heyra hug- myndir þess um hlutina. Einnig erum við byrjuð að hitta hópa undir öðrum kringumstæðum i þvi skyni að fá þá til að starfa að ákveðnum verkefnum. Ef starfsmenn Útideildar hitta ungling ósjálfbjarga af drykkju, fara þeir með hann heim til sin. En ef hann vill það ekki.fara þeir með hann i húsaskjól i Tónabæ eða Fellahelli, hlúa að honum og reyna að hressa hann upp, þang- að til hann er fær um að fara heim. — Við gerum ekkert, sem þau samþykkja ekki sjálf. Áfengisneyzla er það vanda- mál, sem hvað oftast ber að hönd- um hjástarfsmönnum Útideildar. Fáfræði unglinganna um skaö- semi áfengis ermikil, og svo virð- ist, sem fræðsla um áfengismál nái litt til þessa aldursflokks. Unglingarnir hafa heyrt að fólk geti orðið áfengissjúklingar, en það er nokkuð sem „ekki kemur fyrir mig” hugsar hver og einn þeirra. Nánari kynni af áfengi og áfengisneyzlu, þessu mikla „tízkufyrirbrigði” nútimans, valda ungiingunum þó oft áhyggj- um, bæði viðvikjandi eiginneyzlu og aðstandenda. Mikið er rætt um áfengisneyzlu, orsakir og afleið- ingar, þegar starfsmenn Úti- deildar hitta unglingahópa. — Það er algengt að unglingar úr þeim hópum, sem við kynn- umst, séu farnirað neyta áfengis tvisvar i viku að jafnaði og við hittum jafnvel unglinga sem drekka fjórum sinnum i viku, en það er þó undantekning sögðu þeir Skúli og Eirikur. Þetta eru óhugnanlegar stað- reyndir, en það er viðurkennd staðreynd að áfengisneyzla er mun skaðlegri fyrir börn og ungl- inga en fullorðna. „Barnapiuparti” eru fyrir- brigði, sem starfsmenn útideild- ar þekkja vel, þvi algengt er að unglingarnir séu að koma úr þeim, þegar þeir safnazt saman utandyra. Töluvert er um þessi „partf” og það virðist viðtekin hefð að þar sé áfengi haft um hönd. Hvorthúsráðendur vita um Þau vinna meðal aldursflokksins, sem erfiðast er að ná til Skúli J. Björnsson og Eirikur Ragnarsson. Timamynd: Gunnar það skal ósagt látið, en sumum er e.t.v. kunnugt um það, samanber að ekki er óalgengt áð fullorðnir kaupi áfengi fyrir unglinga. Starfsmenn Útideildar hafa hinsvegar aldrei orðið varir við eiturlyfjaneyzlu meðal unglinga- hópanna. — Afengisvandamálið er mjög vanrækt, sagði Eirikur Ragnars- son. — Reykingaherferðin að undanförnu er framtakssemi, sem þegar hefur sýnt gildi sitt. Hún hefur ekkiaðeins haftáhrif á börnin, svo sem henni er fyrst og fremst ætlað heldur einnig á full- orðna. Það væri þarft að gera svipað átak á öðrum sviðum. Mikil þörf á tengslum við fullorðna Oft eiga unglingarnir við önnur vandamál að striða en drykkju- skap og afleiðingar hans. Margir þeirra vilja aðeins ræða við ein- hvern fullorðinn um persónuleg málefni sem valda þeim áhyggj- um, vandamál þessa aldurskeiðs1 eða vandamál á heimilunum. Al- gengt er að börnin og unglingarn- ir geta ekki talað um vandamálin- við nokkurn fullorðinn heima fyrir. Þess verður mjög vart, aö ungl- ingarnir eru óupplýstir um rétt- indi sín og tækifæri, sem þeim bjóðast. Oft tekst starfsmönnum Útideildar að benda þeim á réttar leiðir. Á sumrin hefur t.d. borið á þvi að unglingar hafa verið at- vinnulausir og sjálfir ekki haft frumkvæði um aö útvega sér vinnu. Tekizt hefur að útvega þessum unglingum vinnu, og hefur þá einkum verið um að ræða unglingavinnu borgarinnar eða aðra vinnu i gegnum ráðningar- stofu Reykjavikurborgar fyrir þá, sem telja sig vaxna upp Ur að fara i unglingavinnuna. Þá kemur það oft i hlut Úti- deildarfólksins að aðstoða ungl- inga, sem leiðzt hafa Ut i afbrot, að gera uppsin mál við rétta að- ila. U nglingarnir telja návist okkar eðlilega og vilja hafa not af starfi okkar „Lifsreynd” en fáfróð Kynferðismál ber einnig á góma. Þótt þau séu langt frá þvi að vera stærsti málaflokkurinn hjá Útideild er hér um mikið við- kvæmnismál að ræöa, sem ungl- ingunum er I flestum tilfellum ekki mögulegt að ræða við sina nánustu. Svo virðist sem algengt sé aö unglingarnir i þeim hópum, sem Útideild kynnist, séufarnir að lifa kynlifi. Tizkan, auglýsingar og poppmúsik ýtir undir að þau geri það, en þar er þvi hvarvetna lýst sem mjög eftirsóknarverður að öðlast hvers konar sælutilfinn- ingu. En þótt þessu sé svona háttaö er fáfræði um kynferöismál mikil meðal unglinganna. Það kemur i hlut Útideildar að miðla upplýs- ingum um getnaðarvarnir og kynsjúkdóma. Starfemennirnir benda á kynfræðsludeild Heilsu- verndarstöðvarinnar eða fara jafnvel með unglingunum þang- að. Ekki er. ótitt að unglingarnir séu hræddir við að þeir séu með kynsjúkdóm, en gera þó ekkert til að ganga Ur skugga um málið. Þeir SkUli og Eirikur iétu þess getið að þeim finnist unglingar i Breiðholti ekkert sérstakt vanda- mál. Hverfið er hins vegar mjög fjölmennt og hver árgangur barna og unglinga því stór, en þau væru rétt eins og jafnaldrar þeirra annars staðar. — Viö getum ekki neitað þvi að okkur finnst almennt slen og áhugaleysi of mikið einkenna þá unglinga, sem við hittum, þeir eru oft óánægðir með skólann og þá aðstöðu sem þeir búa við. En unglingarnir geta gert meira til að breyta aðstæðunum sjálfir. Ný viðfangsefni — A vegum útideildar er nú að hefjast starfeemi i nýrri mynd, þ.e.a.s. að unglingarnir hittist ásamt starfsmanni deildarinnar, að kvöldinu eða deginum, i þvi skyni að kröftum þeirra sé beint að nýjum verkefnum, einhverju öðru en að hanga á götum úti og e.t.v. drekka. Reynt er m.a. aö ganga úr skugga um hvort þeir hafa ekki áhuga á einhverju í þvi æskulýðsstarfi, sem á boðstólum er hér i borginni, og ef svo er ekki, beina athygli þeirra aö hugsan- legum viðfangsefnum. Til þessa hefur hinsvegar mest- ur tími farið i að vinna að þvi aö starfemenn Útideildar verði eðli- legur hluti af umhverfi ungling- anna. — Okkur finnst jákvæö reynsla af þessu starfi, sögðu Skúli og Ei- rikur, — unglingarnir taka okkur vel. Við teljum þvi að halda eigi þessari starfsemi áfram. Lögð er áherzla á að vinna með hópum unglinga, þótt þörfum einstakl- inga sé einnig sinnt. Þörf fyrir hópinn, samveru við jafnaldra, einkennir einmitt þessi unglings- ár. Unglingarnir eru á milli vita, senn að verð fullorðið fólk, og þurfumjög á samstöðu við félaga að halda. SJ Niður- greiðslur eru undir meðallagi ESE — Niðurgreiðslur á smjöri eru nú tæplega í meðallagi, ef miðað er við meðai niðurgreiðsl- ur áranna frá 1966. Rfkissjóður greiðir 1010 kr. með hverju kg„ en dniðurgreitt heildsöluverð er 2137 kr. Meðal niðurgreiðslur frá 1966 eru 48,3%, en nú eru þær 47% af dniðurgreiddu heildsöluverði. Síðan 1966 hafa niðurgreiðslur á smjöri orðið hæstar i marz 1974, en þá námu niðurgreiðsiur 74%, Lægstar urðu þær i marz 1975 eða 28%. Auglýsið í TIMANUM Útboð F.h. Prjónastofu Borgarness, óskar Verk- fræðistofa Sigurðar Thoroddsen h.f. eftir tilboðum i að byggja Prjónastofu i Borgarnesi. Útboðsgögn fást afhent hjá V. S. T. h.f. Ármúla 4, Reykjavik og KveldúlfsgÖtu 2a, Borgarnesi, gegn 20 þús kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð föstudaginn 17. febrú- ar kl. 11.00 að Berugötu 12, Borgarnesi. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499 Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.