Tíminn - 29.01.1978, Qupperneq 25
Sunnudagur 29. janúar 1978.
25
8. 300
ækifæri
fyrri íbúaf jölda
hann verði það. En höfundarnir
segja aðeölilegt sé að ekki verði
tekin afstaða til uppbyggingar
þessarar greinar fyrr en tillögur
nefndarinnar liggja fyrir.
Þjónusta og þjónustuiðnaöur
eru greinar sem eyjaskeggjar
gætu ugglaust nýtt betur en gert
er i dag. Tiltölulega fátt fólk
vinnur viö þær. Sé tekið dæmi
virðast bilaviðgerðir mjög ófull-
komnar i Vestmannaeyjum.
Verzlun og viðskipti eru einnig
hlutfallslega litlar atvinnu-
greinar iEyjum og mikið er sótt
til meginlandsins eftir þeirri
þjónustu. Nú er unnið að gerð
skipulags fyrir miðbæinn þar
sem stefnt er að aukinni
verzlun.
Talið er að feröamannaþjón-
usta eigi sér töluverða fram-
tiðarmöguleika i Vestmanna-
eyjum. Það er þvi skoðun höf-
unda áætlunarinnar að efla beri
t.d. Náttúrugripasafn og stuöla
að þvi að sett veröi upp gos-
minjasafn.
Hitaveita
í Vestmanna-
eyjum
Þróun hitaveitu i Vestmanna-
eyjum byrjaði árið 1974, þegar
annars vegar hófst undirbún-
ingur að hitun nýja hverfisins i
vesturbænum og hins vegar var
farið að kanna möguleika á nýt-
ingu hraunhitans. Upphaflega
var gert ráð fyrir þvi, að aðalafl
fyrir fjarhitun i nýja vesturbæn-
um kæmi frá rafskautskötlum,
en vara- og toppafl frá
svartoliukötlum.
Kannanir og tilraunir með
nýtingu hraunhitans leiddu hins
vegar til tilraunavirkjunar i
hrauninu og var ákveðið að
tengja hana við sjúkrahúsið og
20-30 hús i austanverðum bæn-
um. Hraunhitaveitan hefur gef-
ið það góða raun, að ákveðið
hefur verið að nota hraunvirkj-
un sem aðalaflgjafa hitaveitu i
Vestmannaeyjum i stað raf-
skatskatla. Kyndistöð verður
aðeins reist fyrir vara- og topp-
afl auk dælustöðvar fyrir allan
bæinn.
Alitið er, að aðalaflið frá
hraunhitavirkjuninni þurfi ekki
að vera tryggt nema i 10 ár til
þess að þessi breyting eigi rétt á
sér. Hins vegar er engum mögu-
leikum kastað á glæ, heldur er
hvenær sem er hægt að setja
upp aðra tegund aflgjafa, ef
hraunvirkjunin uppfyllir ekki
þær vonir, sem bundnar eru við
hana.
iEskulýðsráð heldur námskeið
í félagsstörfum fyrir leiðbeinendur
SJ — Dagana 3.-5. marz verður
námsefni fyrir framhaldsnám-
skeið i félagsstörfum lagt fyrir
umsjónarmenn og kennara á fé-
lagsm álanámskeiðum fyrir
æskufólk. Á námskeið þetta eru
boðnir allir þeir, sem kennt hafa
námsefni æskuiýðsráðs á félags-
málanámskeiðum til þessa. Út-
gáfa þessa námsefnis hefur dreg-
izt nokkuð, en jafnframt er unnið
að endurskoðun á námsefni i fé
lagsstörfum fyrir byrjendur, sem
einkum mun verða nýtt til félags-
málafræðslu i grunnskóium.
Sl. fjögur ár hafa verið haldin
300 féiagsmálanánskeið með
nálega 600 þátttakendum á veg-
um æskulýðsráðs. Einnig hefur
ráðið haldið 11 námskeið fyrir
umsjónarmenn og kennara á fé-
lagsmálanámskeiðum með sam-
tals um 300 þátttakendum.
Menntamálaráðuneytið hefur fal-
ið æskulýðsfulltrúa að semja og
gefa út leiðbeiningar og safn hug-
mynda varðandi félagsstörf i
skólum. Er þess að vænta, að sú
útgáfustarfsemi geti einnig orðið
æskulýðsfélögum að liði við fé-
lags- og fundastarfsemi, og geta
félagsforystumenn snúið sér til
æskulýðsfulltrúa í menntamála-
ráðuneytinu vilji þeir fá eintak að
leiðbeiningum þessum.
Nýlega samþykkti mennta-
málaráðuneytið sérstaka reglu-
ferð um félagsstörf og félags-
málafræðslu i grunnskóla, en þar
er m.a. kveðið á umhelztu þætti
félagsstarfs með nemendum og
sérstaka félagsmálafræðslu.
A næstunni efnir æskulýðsráð
rikisins til eftirfarandi ráðstefna
og funda:
Fundur með fulltrúum æsku-
lýðsstarfs sveitarfélaga 4. febrú-
ar.
Fundur á Akureyri 10.-12. marz
i samvinnu við Æskulýðs- og
iþróttaráð Akureyrar og æsku-
lýðssamtök á Akureyri. Fundur
með fulltrúum landssamtaka
æskulýðsfélaga i mai. Fram-
halsnámskeið fyrir umsjónar-
menn félagsmálanámskeiöa 3.-5.
marz (eins og segir hér aö
framan.)
Þá verður ráðstefna i október
um félagsstörf i skólum og sam-
Myndskreyting úr fréttabréfi Æskulýðsráðs.
starf með skólunum og æskulýðs- Umsóknarfrestur um stuðning
félögum og ráðum. frá Norræna menningarmála-
sjóðnum við norrænt samstarf á
sviði æskulýðsmála rennur út
hinn 1. marz n.k. Eyðublöð og
skýringar á reglum sjóðsins er að
fá i menntamálaráðuneytinu.
Fjárveiting til æskulýðs- og
iþróttasamtaka fyrir 1978 hefur
verið hækkuð nokkuð umfram
þær verðhækkanir sem orðið
hafa. Ýmis smærri félögeiga þó i
verulegum fjárhagsörðugleikum.
Æskulýðsráði er einnig skorinn
svo þröngur stakkur f járhagslega
að það getur ekki sinnt nema
hluta þeirra verkefna sem undir
það heyra.
Æskulýðsráð rikisins hefur
hafið að nýju útgáfu fréttabréfs
sem ætlað er að kynna störf og
stefnu ráðsins og veita upplýsing-
ar um félags- og tómstundamál-
efni ungs fólks.
Póker, sjónvarpskvikmynd eftir Björn Bjarman, verður sýnd sunnudaginn 29. janúar. Kristbjörg
Kjeld og Róbert Arnfinnsson fara þar með hlutverk og eru þau hér á myndinni.
Genð V .
reytarakaup
V
ÚTSÖLU
MARKAÐUR
í Iðnaðarhúsinu
við Hallveigarstíg
Mikið úrva/ af:
Gallabuxum •
Verð frá 1.500 :
Flauelsbuxum \
Verðfrá 1.500 ;
Sjóliðajökkum i
Verð frá 7.900
Vinnuskyrtum s
Verð frá 1.400 S
m
ásamt miklu úrvali af öðrum fatnaði ■
STÓRLÆKKAÐ VERÐ - :
AÐEINS í NOKKRA DAGA :
UinnuMg
Iðnaðarhúsinu HUDI