Tíminn - 29.01.1978, Side 28

Tíminn - 29.01.1978, Side 28
28 Sunnudagur 29. janúar 1978. Anthon Mohr: Árni og Berit FERÐALOK barnatíminn Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku hann átti að kafa. Hún setti það ekkert fyrir sig þótt sóðalegt væri i bátnum og hún var fljót- virk og lagin við að opna skeljarnar. Allar perlu- skeljarnar verður að opna strax og þær koma upp á þilfar bátsins. Það gat alltaf skeð að i ein- hverri þeirra fyndist perla. Vonin var þó veik, þvi að oftast finnst að- eins perla i þúsundustu hverri skel. Flestar perlurnar eru lika litlar og litilsvirði. Það er þvi ekki eingöngu vegna perlunnar, að þessari skel er safnað. — Sjálf skelin er verðmæt. Úr skelinni eru búnir til hnappar, handföng, smá öskjur o.fl. Ef verðmæt- ar perlur finnast, er litið á það sem vinning i happdrætti af skipshöfn- inni. Þessar perlur hafa lika þann eiginleika að týnast oft upp i ermina á þeim, sem er svo feng- sæll að opna slika skel og koma þvi ekki ætið til hlutaskipta. Matahiwa var mjög leikin i að opna skeljarn- ar og stundum fann hún litlar perlur, og eina perlu hafði hún fundið meðalstóra. Allar þess- ar perlur hafði hún skil- vislega afhent skip- stjóranum jafnóðum, af þvi að hún var góð og heiðarleg stúlka. Fyrir vinnuna fékk hún aðeins umsamin laun, mjög lág. En þegar hlé varð á vinnunni, hafði Mata- hiwa mest yndi af að liggja á borðstokknum og fylgjast með ferðum Árna, þar sem hann vagaði um hafsbotninn og týndi skeljar upp i körfuna. Sjórinn var svo spegiltær að hún gat séð Arna jafnvel þótt dýpið væri um 20 metrar. Daginn, sem slysið varð, var Matahiwa úti i bátnum. Þau höfðu lok- ið við að skera upp skelj- ar úr þremur körfunum, sem Árni hafði sent upp til þeirra og biðu nú eftir þeirri fjórðu og siðustu. Matahiwa lá á borð- stokknum og reyndi að koma auga á Árna. Henni fannst hann hafa verið óvenjulega lengi „niðri” i þetta skipti. Hún hafði séð hann hverfa inn i hellisskúta eða gryfju á hafsbotnin- um og siðan hafði hún ekki komið auga á hann. Hún gat ekki skilið i þvi, hve lengi honum dvald- ist þarna inni. Þá tók hún eftir snöggum ein- kennilegum hreyfingum á linunni. Það var, þeg- ar Árni fann, að fótur hans var fastur. Mata- hiwa skildi það, að eitt- hvað myndi að, en hvað gat það verið? Matahiwa hafði heyrt margar hryllilegar sög- ur um hættur þær, er biðu kafara i djúpunum. Hún starði án afláts ofan i sjóinn. Hún sá linuna þangað til hún hvarf inn undir einhvem skúta, að henni sýndist. Hvers vegna var hann þarna svona lengi? Var eitt- hvað að honum? Hún starðiogstarði, enhenni var ómögulegt að greina neitt inn undir þessum skúta. Mennirnir á bátn- um voru lika sannfærðir um, að eitthvað var að, en hvað gat það verið? Þeir héldu um liflinuna og gættu hverrar minnstu hreyfingar. Þá var allt i einu kippt sterklega i linuna fjór- um sinnum. Það merkti: „Dragið mig upp sam- stundis”. Þrir hraustir hásetar gripu um linuna og drógu af öllu afli. Um stund drógu þeir linuna viðstöðulitið, en svo varð allt blýfast. Menn- imir þorðu varla að beita meira afli á linuna, þvi að þeir óttuðust að linan myndi þá slitna. Hvað áttu þeir að gera? Þeir litu i ráðaleysi hver á annan. Þá var það Matahiwa, sem áttaði sig fyrst. Hún greip i aðra hendina þungt blýlóð sem lá á þilfarinu, en i hinni hendinni hélt hún á hnifnum, sem hún skar upp skeljarnar með. Þannig útbúin stökk hún fyrir borð. Mennirnir við borð- stokkinn fylgdu henni með augunum og sáu, hvernig grannur renni- legur likami Matahiwa smaug dýpra og dýpra og fylgdi liflinunni niður i djúpið. Að lokum misstu þeir sjónar á henni. Sjón þeirra var ekki eins skörp og æfð og sjón Matahiwa, sem var þaulvön að stara ofan i sjóinn og sjá það, sem þar gerðist, jafnvel á miklu dýpi. Nokkrar minútur liðu. Skyldi henni takast að bjarga lifi Árna? Ætli hún geti kafað svona djúpt? Myndi hún geta hjálpað honum, þótt hún fyndi hann? Enginn maður gat verið lengur en 2 til 3 minútur i kafi án kafarabúnings. Það var auðséð á öllu, að Árni sat fastur niðri undir botni. Entist henni timi og þrek til að losa hann? Hásetunum fannst tim- inn standa kyr. En þá fundu þeir fjóra snögga kippi i linuna. Þá tóku þeir að draga af öllu afli, og nú var ekki dregið af. Eftir fáein augnablik tóku þeir Árna með- vitundarlausan inn fyrir borðstokkinn og á sömu stundu skaut Matahiwa upp kollinum rétt hjá bátnum og vatt sér inn á þilfarið nær örmagna af þreytu, en ósködduð. ll. Matahiwa sagðist hafa fundið Árna, er hún hafði kafað rösklega miðja leið niður að botni. Hann stóð upp- réttur i sjónum, og hún gat i fyrstu ekki áttað sig á, hvað það var, sem hélt honum föstum. Þá kom hún auga á slim- þakta digra slöngu, sem var vafin um vinstra fót- inn. Matahiwa hafði aldrei séð risa-smokk- fisk, en hún sá strax, að það hlaut að vera smokk- fisksarmur, sem vafinn var um vinstra fót Árna. Henni tókst að kafa lengra niður og lánaðist að skera i sundur arm- inn, sem vafinn var um fótinn, og svo kippti hún i linuna. Veikindi Árna eftir þetta áfall stöfuðu fyrst og fremst af þvi, hve hratt hann var dreginn upp úr djúpinu. Kafara- sýkin, sem svo er nefnd, kemur af þvi, hve loft- þunginn breytist hratt, ef hart er dregið upp af miklu dýpi. Kafarinn fær kvalir i eyrun og höfuðið með svima og ógleði. Oft rennur blóð úr nefi og eyrum. Oft- lega veldur þetta þján- ingum og dauða. Árni slapp með að liggja eina viku i rúminu, en fyrstu dagana var hann svo

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.