Tíminn - 29.01.1978, Síða 35

Tíminn - 29.01.1978, Síða 35
Sunnudagur 29. janúar 1978. I 'll'l'U 'i11 35 flokksstarfið Framsóknarfélag Húsavíkur Framvegis veröur skrifstofan opin á miðvikudögum kl. 18.00- 19.00 og laugardaga kl. 17.00-19.00. Bæjarfulltrúar verða á skrifstofunni á miðvikudögum og svara fyrirspurnum. Framsóknarfélag Sauðárkróks Næstu mánuði verður skrifstofan 1 Framsóknarhúsinu opin milli 17 og 18 á laugardögum. Stuðningsfólk Framsóknarflokksins er hvatt til að lita inn á skrifstofuna. Stjórnin Kópavogur Framsóknarfélögin i Kópavogi halda sitt árlega Þorrablót laugardaginn 4. feb. n.k. Nánar auglýst siöar. Stjórnin. Framsóknarfélag Húsavíkur efnirtil Framsóknarvistar i Vikurbæ sunnudagana 22. og 29. jan- úar og hefst spilakeppnin kl. 20.30. Góð verðlaun. Eyrarbakki Alþingismennirnir Þórarinn Sigurjónsson og Jón Helgason verða til viðtals á Stað kl. 21.00 þriðjudaginn 31. janúar. Kópavogur Framsóknarfélögin I Kópavogi halda sitt árlega Þorrablót laugardaginn 4. feb. n.k. Nánari upplýsingar og miðasala I sim- um 40739 Kristján 40435 Ragnar 40656 Sigurður 41228 Jóhanna. Jón Gunnlaugsson skemmtir. Stjórnin. Akranes Framvegis verður skrifstofa framsóknarfél. opin alla þriðju- daga kl. 21-22 Stuðningsfólk er hvatt til að lita inn. Bæiarfulltrúar verða til viðtals á skrifstofunni á sama tima. Framsóknarfélögin Flokksþing Flokksþing Framsóknarflokksins hefst i Reykjayík 12. marz n.k. Flokksfélögin eru hvött til að kjósa fulltrúa sem fyrst og tilkynna það flokksskrifstofunni. SUF-stjórn Stjórnarfundur verður haldinn dagana 4. og 5. febrúar að Rauðarárstig 18 og hefst kl. 13.00laugardaginn 4. februar. SUF FUF Reykjavík Almennur félagsfundur verður febrúar að Rauðarárstig 18. Inntaka nýrra félaga. Stjórnin. haldinn miðvikudaginn 9. Aðalfundur FUF í Reykjavík Aðalfundur FUF i Reykjavik verður haldinn fimmtudaginn febrúar að Seljabraut 54 (húsi Kjöts og fisks). Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2 Lagabreytingar. ' vakin skal athygli á að framboð til embætta á vegum félagsins skulu hafa borizt stjórn félagsins minnst viku fyrir aöalfund samkvæmt 11. grein laga FUF. Stjórnin. ______________ Útboð Tilboð óskast i smiði og einangrun iofts i húsi Listasafns islands, Frikirkjuvegi 7. Útboðsgögn verða afhent hjá Tækniþión- ustunni s.f. Ármtfla 1. Tilboðinveróaopnuð á sama stað, mánu- daginn 6. febrúar kl. 11.00 © Miðbærinn geta þess, að fljótlega eftir að rikisútvarpið tók til starfa var farið að útvarpa eftirmiðdags- tónleikum frá Hótel ísland á sunnudögum. Hljómsveitar- stjóri var Carl Billich. Voru ekki ýms önnur skemmtiatriði á ferðinni hjá þér. Það var þá helzt að geta þess, að ég fékk hingað til lands dans- parið René — og svo var það vitanlega merkisviðburður þeg- ar Gellin og Borgström komu hingað til lands árið 1930 og bjuggu á Hótel ísland. Þá hefir lildega verið uppi fót- ur og fit á unga fólkinu i Reykja- vik. Það held ég nú. Þeir héldu hljómleika 1 Gamla Bió með að- stoð hljómsveitar frá Hótel Is- land en auk þess spiluðu þeir nokkur kvöld á hótelinu hjá mér. Annars hlýtur að hafa verið miklu minna um ferðamemn þá en nú gerist. Já, þá voru t.d. miklu minni gestakomur erlendra manna.” Eftir að hafa fjallað nokkuð um feröamál og skólamál, mat- reiðslu og mál framleiðslu- manna, segir A. Rosenberg á þessa leið um hótelið: „Að þvl er ég bezt veit, mun hafa verið hafizt handa um byggingu Hótel Island skömmu eftir 1870. Var það frekar litið hús, sem siðar var svo byggt við og stækkað. Og eigendur hússins á undan þér? Maður sá, er hófst handa um byggingu Hótel Island hét Jörg- ensen og var gamall skútuskip- stjóri. Siðar eignaðist Hallberg skipstjóri húsið,en seldi það svo 1.0 .G.T. Næsti eigandi var Borg h.f., en i þeim félagsskap voru ýmsir landskunnir menn. Borg h.f. selur siðan Jensen-Bjerg húsið, en ég kaupi það af dánar- búi hans eins og ég sagði áðan. Hvað finnst þér svo skipta mestu máli i sambandi við hót- elrekstur? Það skiptir vitanlega geysi- miklu máli að fylgjast sem bezt með timanum I þeim málum, sem reksturinn skipta, svo og það að geta gert viðskiptavini sina sem ánægðasta, en ég tel þetta hvort tveggja byggjast á góðri samvinnu og gagnkvæm- um skilningi starfsliös og hótel- stjóra.” Hvað er lifandi mið- bær? Hvað erátt við með orðtakinu „lifandi miðbær” er mér ekki alveg ljóst. Ef miðbærinn er að deyja þá hlýtur hann einhvern timann að hafa verið lifandi. Ég geri ráð fyrir, að þarna sé átt við að ungt fólk býr nú yfir- leitt ekki i miöbænum og eldri hverfunum rétt við hann, t.d. Grjótaþorpi og Þingholtunum. Mörg teikn eru um þetta, til dæmis er Miðbæjarbarnaskól- inn ekki lengur notaður sem barnaskóli, en er samt ágætt hús. „Rúnturinn” er kannski klárasta dæmið um miðbæjar- dauðann en til eru ágætar lýs- ingaraf „Rúntinum” og öðrum einkennum lifskvikunnar fyrr á árum, t.d. i ritum Þorbergs Þórðarsonar. Ég hygg að visasti vegurinn til þess að lífga þennan bæjar- hluta við, sé að reisa ibúöir þarna handa ungu fólki ásamt tilheyrandi þjónustuhverfi og viðskiptahverfi. Lika kæmi vel til greina að reisa þarna Hótel Island með bifreiðageymslum i kjallara, búðum og veitingasölum á jarðhæð. Hótel i miðbænum myndi lifga hann mikið, og ef Austurstræti yrði lagað og vind- hemlum værikomið fyrir i Póst- hússtræti þá myndi lifið i mið- bænum aukast til muna. Það er þvi miður liklega of seint að biðja um leikhús á þess- ar slóðir þar sem vagga leiklist- ar i höfuðborginni stendur þó ó- umræðanlega (Fjalakötturinn og Glasgow) en alla vega hljóta allir, sem unna þessari borg, að fagna þvi að reynt er að gera eitthvað til þess að blása lifi i hina deyjandi borgarmiðju. Jórsas Guðmundsson Steinsteypan spr ungugj ör n Lausnirnar ekkert fyrir augaö, * segir Hákon Olafsson verkfræð- ingur á Rannsóknarstof nun byggingariðnaöarins FI — Já, þaö er mjög erfitt að gera við steinsteypu, þegar hún springur ogbeztu lausnirnar á þvi máli eru ekkert fyrir augað, sagði Hákon ólafsson verkfræðingur á Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins i samtali við Timann i gær, en Rannsóknastofnun bygg- ingaiðnaðarins vinnur nú að ástandskönnun og flokkun stein- steypuskem mda í steyptum mannvirkjum. Rannsókn þessier vel á veg komin, og má búast við áfangaskýrslu i lok þessa árs. Könnuninni i heild mun ekki ljúka fyrr en árið 1979. Að sögn Hákons eru sprungúr i steinsteypu misjafnlega alvar- legar. Ef um hreinar sprungur er að ræða, má saga þær upp og kitta, eða sprauta epoxy-massa inn i þær. Ef steypan molnar aft- ur á móti upp, verður aö hreinsa mylsnuna alveg burtu og brjóta Auglýsingadeild Tímans lögin upp, þar til I heilbrigða steypu er komið. „En maöur er aldrei öruggur um, hvernig slik viðgerð tekst”, sagði Hákon. Hákon sagöi ennfremur, að óbein orsök fyrir molnun steyp- unnar væri það vatn, sem komizt hefði i hana og fælist lækningin I þvi að þurrka steypuna út og verja hana vatni. Bezta ráöið væri að klæða viðkomandi hús með loftræstri klæðningu. Klæðningin varnaði þvi að vatn kæmist að húsinu og loftstreymið, sem myndaðist á milli klæðn- ingarinnar og hússins ylli þvl, aö steypan þornaði. „Slik klæðning er ágæt lausn, er gjörbreytir útliti hússins og hentar þvi misvel frá fagurfræðilegu sjónarmiöi”, sagði Hákon að lokum. Til sölu Vökvatjakkar i vinnuvélar til sölu vökvatjakkar i alls konar vinnuvélar. Uppl. i sima 32101 VóöKaöe. staður hinna vandlátu Borðum ráðstafað eftir kl. 8,30 OPIÐ KL. 7-1 CtftLÐRftKftRLRR Eingöngu gömlu og nýju dansarnir á 3. hæð. Nýju dansarnir á 1. hæð. Spariklæðnaður Fjölbreyttur MATSEÐILL Boröapantanir hjá yfirþjóni frá kl. 16 í símum 2-33-33 & 2-33-35 Húsaviðgerðir Tökum að okkur viðhald og viðgerðir á húseignum stórum og smáum svo sem: Sprunguviðgerðir, ál, járn, stálklæðning-, ar, glerisetningar og gluggaviðgerðir, uppsetningar á eldhúsinnréttingum, milli- veggjum, hurðum, parketi o.fl. Húsprýði h.f. Simar: 7-29-87 og 5-05-13 eftir kl. 7. ------HELLA— RANGÁRVÖLLUM Okkur hefur veriö falið að selja nýlegt einbýl- ishús á Hellu, byggt árið 1973 af Viðlagasjóði. Húsið lítur mjög vel út, gólf lögð nýjum rýja- teppum og parket. Húsið stendur í næsta ná- grenni við nýja eliiheimilið og væri tilvalið fyrir eldra fólk sem vill njóta þeirrar þjónustu sem elliheimilið býður án þess að búa þar. jr LAUFAS fasteignasa/a Sími 8-27-44 Benedikt ólafsson, lögfræðingur

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.