Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 2
T Fimmtudagur 23. marz 1978 Jeppaeigendur! Setjum djúp og slitmikil JEPPA- munstur á hjól- barða. Smiðjuvegi 32-34 - Símar: 43988 og 44880 - Kópavogi Sambandið býður íslenzku æskufólki að taka þátt í ritgerðasamkeppni um efnið: Samvinnuhreyfingin á íslandi — hlutverk hennar og starfsemi. MILUÓN í VERÐLAUN Samband íslenzkra samvinnufélaga efnir til rit- gerðasamkeppni meðal íslenzks æskufólks í tilefni af 75 ára afmæli sínu í fyrra. Ritgerðarefnið er: Samvinnuhreyfingin á íslandi — hlutverk hennar og starfsemi. Öllu æskufólki á aldrinum 14—20 ára er boðin þátttaka, einstaklingum eða hópum. Milljón í verðlaun Tólf beztu ritgerðirnar hljóta verðlaun, sex í ald- ursflokknum 14—17 ára og sex í aldursflokknum 18—20 ára. Verðlaunin nema alls einni milljón króna, 500 þúsund krónur í hvorum flokki. Fyrstu verðlaun eru 200 þúsund krónur, önnur verðlaun 100 þúsund krónur og fjórar ritgerðir hljóta þriðju verðlaun, 50 þúsund krónur hver. Dómnefnd skip- uð þremur mönnum veitir verðlaunin og getur ákveðið að fækka þeim ef ástæða þykir til. ^Samvinnan Skilafrestur til 1. maí Þeir sem óska eftir upplýsingum varðandi rit- gerðarefnið geta snúið sér til Fræðsludeildar Sam- bandsins, Suðurlandsbraut 32, sími 81255. Lengd ritgerðanna skal vera 1000—3000 orð eða 4—12 vélritaðar siður. Helztu verðlaunaritgerðirnar munu birtast í tímariti samvinnumanna, Samvinnunni. Skilafrestur er til 1. maí næstkomandi. Ritgerðirnar skal merkja með dulnefni, en rétt nafn fylgja í lok- uðu umslagi. Utanáskriftin er: Samvinnan, Suður- landsbraut 32, 105 Reykjavík. Hundaæöi: Gseti borizt hingað til lands Kortiö hér aö ofan sýnir útbreiöslu hundaæöis um Evrópu, frá þvf eftir 1940. Eins og sjá má á kortinu hefur hundaæöi ekki borizt til Bretlandseyja og Noröurlandanna, en full ástæöa er til aö vera vak- andi vegna þeirrar hættu sem af hundaæöinu stafar. Hundaæöi mun vera ólæknandi sjúkdómur, og á hverju ári er milljónatugum variö til þess aö hefta útbreiðslu sjúkdómsins, bæöi i hinum sýktu löndum, og ekki sízt í hinum sem enn eru laus viö þennan ófögnuö. Mest hættan hvaö varðar útbreiöslu, stafar af smygli á gæludýrum, og þá ekki aðeins hundum, þvi aö önnur dýr s.s. kettir geta einnig boriö smit meö sér. Viö hér á íslandi getum ekki skelit skollaeyrum viö þeirri hættu sem af hundaæðinu stafar, en taliöer fullvist, aö hingaö til lands sé smyglaö fjölda gæludýra ár hvert, án þess aö þau séu bólusett, og geta þau þess vegna boriö smit meö sér. Eitt af þvi sem fyígir dýrum sem sýkt eru af hundaæði, er þaö, aö sjúkdómurinn getur dulizt lengi I dýrum, án þess aö hann geri vart viö sig. Þvi ætti fólk aö hugsa sig um tvisvar áöur en þaö ræöst I aö smygla gæludýr- um hingað til lands, þvi aö afleiöingarnar gætu orðiö geigvænlegar. Óþarfur ótti vegna sigs dollarans Washington/Reuter. Fjármála- ráðherra Bandaríkjanna Michael Blumenthal hefur visað á bug öll- um ágizkunum þess efnis að stöðugt sig dollarsins muni leiða tii heimskreppu. I viðtalið i' viku- blaðinu Newsweek segir Blumen- thal að efnahagur bandarisku þjóðarinnar standi á traustum grunni og von sé á efnahagsbata i mörgum iðnvæddum löndum. Hann kvað enn of snemmt að segja um hvort aðgerðir Banda- rikjamanna og Vestur-Þjóðverja til að styrkja stöðu dollarsins hefðu borið árangur, þær hefðu ekki verið gerðar til þess eins að hækka gengið, heldur til að draga úr sveiflum á alþjóðagjaldeyris- mörkuðum. Bandarikjastjórn hefur, að sögn Blumenthals, ekki i hyggju aðsetja neinar skorður við gjald-' eyriseign þarlendraaðilané hefta v gjaldeyrisviðskipti i landinu. Kjörskrá Mosfellshrepps vegna hreppsnefndakosninga 28. maí 1978, liggur frammi á skrifstofu Mosfells- hrepps, Hlégarði frá og með 28. marz 1978. Kærufrestur rennur út 6. mai. Sveitastjóri. Michael Blumenthal

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.