Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. marz 1978 3: |g^ Stúlkur ggll óskast til saumastarfa. Barnaheimili á staðnum. Hlægileg auglýsing. Gæti verið frá 1943 ef það væri ekki þetta með barnaheimilið. Jafn- réttis- lögin oft brotin — jafnt í auglýs- ingum sem á launaseðlinum FI — Eins og' auglýsingin hér að ofan ber með sér, „Stiílkur ósk- ast, barnaheimili á staðnum", víla sumir atvinnurekendur ekki fyrir sér að brjóta jafnréttislögin á mjög áberandi hátt. Þeir skáka sjálfsagt i þvi skjólinu, að enginn nenni að sækja þá til saka og hugsa gott til samningsleiðarinn- ar, sem er fyrsta skrefið sam- kvæmt lögum, ef út i hart fer. En eiga karlmenn ekki fullan rétt á þvi að gripa i nál og þráð, ef þeim sýnist svo og notfæra sér barna- heimili, þurfi þeir á þviað haida? Við leituðum til framkvæmda- stjóra Jafnréttisráðs, Bergþóru Sigmundsdóttur og spurðum hana, hvernig jafnréttismál i auglýsingum stæðu, — það skal tekiðfram,að þau mál eruaðeins litið brot af jafnréttismálunum i heild, en nógu sláandi samt. Bergþórasagðistalltaf rekast á nokkrar auglýsingar, sem hún sæi ástæðu til að klippa út og taka til athugunar, en brot á lögunum væru ekki mikil miðað við allt auglýsingaflóöið. Einstaka aðilar ættu enn erfitt með að sætta sig við rétt beggja kynja tU allra starfa jafnt og ættu sinn þátt í að viðhalda hefðbundinni starfs- skiptingu með auglýsingum sin- um. Auglýsingamálin þróuðust þó á tUtölulega eðlilegan hátt, — aðalmisréttið væri nú sem áður að finna i launamálum og skatta- málum og þværi margt óleyst. Þess má geta, að Jafnréttisráð er þegar komið af stað meö fyrsta málið, sem það rekur fyrir dóm- stólunum, en þar er i húfi að ná launajafnrétti fyrir Sóknarkonur, sem starfa á Kleppsspitala og Kópavogshæli við hjúkrun og gæzlu. Að sögn Aðalheiðar Bjarn- freðsdóttur, formanns starfs- stúlknafélagsins Sóknar, munar á þessum stöðum 21 þúsund krón- um á mánuði að konum sé borgað á við karlmenn fyrir sömu vinnu. Eina félagið sem fæst við tölvumál og gagnavinnslu Þriðjudaginn 14. marz var haldinn aðalfundur i Skýrslu- tæknifélagi tslands. Félagið er 10 ára um þessar mundir. Hjörleifur Hjörleifsson var kosinn heiðurs- félagi á fundinum. Félagsmenn eru nú 260 talsins en fálagiö er eina félagiö hér á landi sem lýtur að gagnavinnslu og tölvumálum. 1 stjórn Skýrslutæknifélagsins eru nú dr. Oddur Benediktsson formaöur, dr. Jón Þór Þórhalls- son varaformaður, óttar Kjart- ansson, ritari, Arni H. Bjarnason gjaldkeri, Páll Jensson skjala- vörður og Þórður Jónsson með- stjórnandi. Varamenn 1 stjórn erú Ari Arnalds og Halldór Friðgeirs- son. (Úr fréttatilkynningu frá félag- inu). „Ætla að veiða upp á von og óvon” — segir Sveinn Gestsson, bóndi á Staðarfelli í Dölum Markaðshorfur fyrir selaskinn eru svo slæmar nú, að islenzkum selveiðimönnum telja þaö vart gróöavænlegt að stunda veiðin af eins miklu kappi I ár og oft áöur. JB—„Einsogmál standa nú er ekki líklegt að menn verði spenntir fyrir þvi að stunda sel- veiðarnar ai e>ns miklu kappi i vor og oft áður. Þvi horfurnar eru þannig, að það er ekki vist að það borgi sig. Þaö hefur orðið mikið verðfall á skinnum á er- lendum markaði og sölutregðu 'gætt. Nú nýverið seldi Sambandið eftirstöðvar af skinnum frá þvi fyrra og fékkst mjög lágt verð fyrir það, þaö fengustuþb. tiu til ellefu þúsund krónur á skinnið, sem er mjög lélegt miðað við hvað fékst fyrir skinnin i fyrra, en það var i kringum tuttugu þúsund krónur fyrir hvert skinn. Þrátt fyrir þetta reikna ég með að veiða eitthvað i vor, svona upp á von og óvon. Ég mun þó væntanlega ekki leggja eins mikla áherzlu á selveiðarnar og áður.” A þessa leið svaraði Sveinn Gestsson bóndi á Staðarfelli i Dölum spurningu blm. um hvort hann hygðist gefa selveiðarnar upp á bátinn, sökum þess hversu horfir i markaðsmálum fyrir seljendur selskinna. Selveiðin hefur viða verið góð tekjulind hér á landi, og á það við þar sem bóndinn á Staðar- felli er. „Tekjur af selveiðinni hafa verið stór þáttur i minum árstekjum, og verið á við tekjur af sauðfjárafurðum. Árið 1976 slagaði það hátt i niu hundruð þúsund krónur sem ég fékk af sölu selskinna sagöi Sveinn. Að þvi er hann sagði, hefur hann stundað selveiði i sjö ár, eða frá þvi hann fór að búa aö Staðar- felli. Fyrst i stað gerði hann það einn, en siöustu þrjú árin i samvinnu við ann- an bónda. Selveiðin fer fram i byrjun sumars og er venjulega þriggja vikna úthald. Húnhefstum 10. júnl og stendur út mánuðinn. Sveinn hefur bát, og leggur hann net út frá skerj- unum i firðinum. Sagði hann að sums staðar væri hægt að vera á fjöru við seladrápið en það gilti ekki hjá sér. Hins vegar sagði hann, að langmesta selveiðin væri i kringum Staðarfell. Eins og áður sagði eru þeir tveir bændur við veiðarnar, en hafa fengið þriðja manninn til að- stoðar, er mest hefur verið að gera. —Þetta þarf að vinnast allt i hvelli. Við fláum selina, og þvoum og þurrkum skinnin sjálfir, en seljum þau siðan til Sambandsins, sagði Sveinn. Siðan sagði hann: „Við erum ekki bjartsýnir á ástandið eins og það er nú. Það hefur verið rekinn svo rnikill áróður gegn selveiðum erlendis, að markað- urinn hefur hrapað niður. Ég held þó að þetta sé timabundið ástand. Það hefur svipaö gerzt áður, að þvi ég bezt veit, þótt það hafi ekki verið eins mikið og nú. Maður vonar bara að þetta lagist”. Stjórn Neytendasamtakanna talið frá vinstri: Hafn Jónsson, ritari, ArniB. Eirfksson, Reynir Armanns- son, formaður, Jónas Bjarnason, varaform., Sigriöur Friðriksdóttir, gjaldkeri. A myndina vantar með- stjórnendurna Gunnlaug Pálsson, Guðmund Einarsson og Steinunni Jónsdóttur. Ryðjum sameinuð steinum úr götu neytandans HEI — Meginverkefin eru, að fjölga stórlega félagsmönnum, að stofnaöur verði neytendadóm- stóll, að unniö verði að neytenda- fræðslu I skólum, aö stofnaöar verði matsnefndir og aukið sam- starf innflytjenda og fram- leiöenda annars vegar og Neyt- endasamtakanna hins vegar, og aukinn veröi stuöningur hins opinbera við lausn verkefna sam- takanna, sagöi Reynir Ar- mannsson, formaður Neytenda- samtakanna á blaðamannafundi, er haldinn var i tilefni þess að samtökin eru 25 ára i dag, 23. marz. Brýn nauösyn er að efla sam- tökin, og til þess þarf fyrst og fremst fleiri félaga. Félagsmenn eru nú 3004 en þyrftu aö vera um 10 þúsund, svo starfsemin gæti orðið eins öflug og i nágranna- löndunum. Samtökin hafa gefið út Neytendablaðið, en útgáfa þess hefur gengið erfiðlega vegna fæö- ar félagsmanna. Það þarf fleiri félaga til að standa undir útgáfu- kostnaði blaösins, og væri þá jafnvel hægt aö auka útgáfustarf- semi, t.d. aö þýða leiðbeininga- bæklinga frá öörum löndum, sem komið gætu aö sama gagni hér á landi. Opinber aðstoð við neytenda- samtökin er nú 1350 þúsund kr., og hefur lækkað hlutfallslega ár frá ári. Gefur auga leið, aö litið er hægt að gera fyrir þessa upphæð. Félagið hefur einn starfsmann, en öll önnur vinna er sjálfboða- vinna, og stjórn samtakanna vill nota tækifærið til að þakka öllum þeim mörgu er unnið hafa mikið og óeigingjarnt starf i þágu sam- takanna á undanförnum árum. Þrátt fyrir allt hafa Neytenda- samtökin aöstoðað marga við að ná rétti sinum á umliðnum árum. En mjög umsvifamikill þáttur I starfi þeirra er kvörtunarþjón- usta. Mörg slik mál berast skrif- stofu samtakanna, og hún leitast við aö miðla málum og ná sáttum. Sögöu stjórnarmenn það að vlsu mjög misjafnt hvernig það gengi, en samstarf við mörg fyrirtæki er mjög gott, og þau fara eftir áliti samtakanna við ákvaröanatöku um bætur eða endurgreiöslu á gölluðum vörum eða þjónustu. Þá vildi stjórnin beina þvi til hins almenna neytanda aö vera vel á verði um rétt sinn sem neyt- andi. Of margir láta þaö undir höfuð leggjast að kvarta, og leita réttar sins. Er gaman i þvi sambandi að geta hér upplýsinga er haföar voru eftir verðlagsstjóra. Þegar komið var á veröstöövun i Kaup- mannahöfn fyrir um ári eða svo, voru 5000 félagar dönsku neytendasamtakanna fengnir sem sjálfboöaliðar til aö fylgjast með verðlagi þar. Ekki væri vist slður ástæða til að fylgjast með verðlagi hér á landi og mættum viö eitthvaö af Dönum læra i þessu efni. Olíu- sala til hús- hitunar — minnkaði mikið en elds- neytisflutningur ekki KEJ — Sala á gasoliu til húshit- unar dróst saman um rúm 40 þús. tonn á timabilinu 1970 til 1976, eða um nær 37% af sölunni áriö 1970 sem var 152.724 tonn. Arið 1976 var salan hins vegar 111.334 tonn. Þessar upplýsingar er að finna i skýrslu Orkustofnunar, Orkumál, og að sögn Rúts Halldórssonar, ritstjóra skýrslunnar gefa þær nokkra visbendingu um hita- veituframkvæmdir á siðustu ár- um. A þessu tlmabili hefur hins veg- ar sala á bensini aukizt um nær 70% og einnig er um aukningu aö ræða I sölu brennsluoliu sala á þotueldsneyti hefur aukizt litil- lega á sama tima og sala á flug- vélabensini hefur minnkað nokk- uö. Þá hefur einnig aukizt nokkuð sala á gasoliu til fiskiskipa. Þegarlitiðer á töflu um hlutfall innflutts eldsneytis af heildarinn- flutningi kemur i ljós, aö á tima- bilinu 1960 til 1976 hefur verðmæti innflutss eldsneytis minnkaö úr 11,7% af heildarinnflutningsverð- mæti í 11,2 áriö 1976. A timabilinu 1960 til 1966 minnkaði stöðugt hlutur innflutts eld$neytis af heildarinnflutningi og komst niður i 6,7% af heildarinnflutn- ingnum árið 1966, en hefur aukizt stööugt siöan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.