Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. marz 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsiiiír Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á mánuði’ Blaðaprenth.f. Eftirlit Alþingis Meðal athyglisverðustu mála, sem Alþingi hefur til umfjöllunar, má hiklaust telja frumvarp Halldórs Ásgrimssonar um Rikisendurskoðun. Meginbreytingin, sem felst i þvi, er sú, að Rikis- endurskoðun verður stofnun, sem heyrir undir Alþingi, en ekki fjármálaráðuneytið, eins og nú er. Tilgangurinn með þessari breytingu er að tryggja sem bezt eftirlit Alþingis með þvi, hvernig opinberu fé er ráðstafað. í greinargerð færir höfundur glögg rök fyrir frumvarpinu. Nokkur þeirra verða talin hér á eftir: „Fjárlög eru sett af Alþingi eftir mikla umfjöll- un og umræður. Eftirlit með þvi hvernig fjárlög eru framkvæmd, er að litlu leyti i höndum Alþingis. Umræða og umfjöllun um rikisreikn- inginn, þ.e. hina raunverulegu framkvæmd fjár- laga, er litil sem engin. Alþingi fær takmarkaðar skýrslur um þær staðreyndir, er þar koma fram, og þær eru gerðar á vegum framkvæmdavalds- ins...Það er skoðun flutningsmanns, að Alþingi eigi að efla eftirlits- og aðhaldshlutverk sitt og fylgjast betur en nú er með þvi, hvort upphaf- legum vilja fjárlaga og annarra laga er fram- fylgt. Auk þess verður að vinna að bættum af- köstum og nýtingu þeirra útgjalda, sem ráð- stafað er með fjárlögum og öðrum lögum.... Hið opinbera hefur smám saman fengið aukin verkefni að fást við. Hluti hins opinbera i þjóðar- tekjum landsins hefur aukizt verulega á undan- förnum árum, samtimis þvi að litið svigrúm er til að auka umsvif rikisins. Með þetta i huga er mikilvægt að endurskipuleggja og auka hag- kvæmni og aðhald i opinberum rekstri. Æski- legast er að Alþingi beri höfuðábyrgð á þessu starfi og fái þannig aukna ábyrgð og vitneskju um það, hvernig fjárlög eru framkvæmd. Alþingi getur ekki sinnt þessu hlutverki nema hafa yfir að ráða stofnun sem hefur i þjónustu sinni sérþjálfað starfslið til þeirra starfa. Rikis- endurskoðun er stofnun sem getur þjónað Alþingi, en til þess að ná tilgangi frumvarpsins þarf hún að lúta Alþingi, en ekki framkvæmda- valdinu. Einnig er nauðsynlegt að efla stofnunina og endurskipuleggja miðað við nýtt hlutverk og aðstæður. Auk þess að færa rikisendurskoðun undir vald Alþingis er aðaltilgangurinn að færa alla endur- skoðun á vegum rikissjóðs og stofnana hans á eina hönd og leggja þá skyldu á hendur rikis- endurskoðunar, að mat sé á það lagt, hvort fjár- hagsleg og rekstrarhagfræðileg sjónarmið séu i heiðri höfð við ráðstöfun fjármagns og rekstur þeirra fyrirtækja og stofnana, sem reikningsskil- in ná yfir. Með þessu er lögð áherzla á það hlut- verk rikisendurskoðunar að auka hagkvæmni og árangur i rikiskerfinu. Grundvallarskylda hvers ráðuneytis og stjórnsýslustofnunar á að vera að halda uppi hagkvæmu og skilvirku stýrikerfi.” í greinargerðinni er það svo rifjað upp, hvemig niðurstaðan hafi orðið önnur á rikisreikningi en fjárlögum siðustu árin. Þannig var gert ráð fyrir rekstrarjöfnuði á fjárlögum 1974-1977, en rekstr- arhalli varð verulegur öll árin. Þetta hafi stafað af ýmsum ástæðum, eins og óstöðugu verðlagi og ónákvæmni i fjárlagaafgreiðslu, en án efa megi draga úr slikri öfugþróun með bættu eftirliti. Eðlilegra sé, að yfirstjórn sliks eftirlits sé i hönd- um Alþingis en framkvæmdavaldsins, enda sé það eitt af verkefnum Alþingis að hafa eftirlit með þvi. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Sigur Indiru flýtti dómnum yfir Bhutto Zia er að verða mesti harðstjóri Asíu SITTHVAÐ bendir til þess, a6 kosningasigur Indiru Gandhi fyrri þessum mánuði hafiorð- ið til þess að flýta fyrir því, að dauðadómur var kveðinn upp yfir Ali Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra í Pakistan. Einræðisherra Pakistan, Zia ul-Haq, virðist hafa dregið þá ályktun af sigri Indiru, aö Bhutto kynni að reynast ekki siður sigurvænlegur i kosning- um enhún,efZia stæði við það fyrirheit sitt að efna til þeirra. Þess vegna væri honum hyggilegast að ryðja Bhutto sem fyrst úr vegi. Vikuna áöur en dauðadómurinn var kveð- inn upp yfir Bhutto hafði her og lögregla unnið skipulega að þvi að handtaka helztu stuðn- ingsmenn hans og mátti af þvi ráða, hvað i vændum var. Fljótlega eftir að Zia hers- höfðingi steypti Bhutto Urstóli i júlimánuði siðastliðnum varð það ljóst að hann stefni mark- visst að því að ryðja honum úr vegk Lengi vel þótti þó liklegt, að hann myndi láta sér nægja að láta dæma hann og helztu fylgismenn hans til fangelsis- vistar, en við nánari athugun hefur það ekki þótt öruggt. Fangavistin hefði getað aflað Bhutto vinsælda, einkum þó ef stjórn Zia gengi laklega. ör- uggasta ráðið var að losan við hann endanlega. ÞEGAR Zia hershöfðingi greip völdin i julímánuði sið- astl., máttihann heita óþekkt- ur og óreyndur sem stjórn- málamaður. Ilann hafði þótt traustur og samvizkusamur hermaður, sem léti sig pólitik litlu eða engu varða, heldur hugsað um það eitt að gegna skyldum sinum innan hersins. Þetta mun hafa ráðið mestu um, að Bhutto gerði hann að yfirmanni hersins fyrir tveim- ur árum. I fyrstu var Zia ekki áfelldur fyrir það, að hann lét herinn taka völdin, þvi að hálfgert stjórnleysi hafði rikt i landinu um skeið. Zia tók Uka skýrt fram, að hann ætlaði sér eingöngu að stjórn til bráða- birgða eða þangað til kosning- ar hefðu farið fram, en hann kvaðst stefna að þvi að hafa þær i október. Brátt kom þó annað hljðð i strokkinn.í sept- ember varð höfðað mál gegn Ali Bhutto. Zia ul—Haq. Bhutto og hann settur i varð- hald. Sakir þær, sem voru bornar á hann, voru stöðugt þyngdar, en þyngst var sú, að hann hefði gefið fyrirmæli um að láta myrða einn helzta andstæðing sinn, Ahmed Raza Khan, en þegar þaö mistókst, hafði hann látið myrða föður hans. Réttarhöldin gegn Bhutto báru stöðugt meiri og meiri keim pólitiskra réttar- halda. Þá lýsti Zia yfir þvi, að kosningunum yrði frestað þangað til réttarhöldum yfir Bhutto væri lokið, og siðar hefúr verið tilkynnt að þeim hafi verið frestað um óákveð- inn tima. Flest bendir orðið til þess, að Zia hugsi sér að fara með völd til frambúðar og efna þvi aðeins til kosninga , að úrslitin verði hagstæð hon- um og skoðanabræörum hans, en það þykir komið i ljóst, að hann sé mjög ihaldssamur Múhameðstrúarmaður og þvi andstæður hinni róttæku um- bótastefnusem Bhuttofylgdi á mörgum sviðum. Zia hefur unnið skipulega að þvi að brjóta flokk Bhuttos á bak aftur og m.a. látið setja konu hans i stofufangelsi eftir að hún tók við stjórn flokksins i fráveru Bhuttos. Þá hafa flestar refsingar verið þyngd- ar, og má segja að ógnaröld hafi rikt i Pakistan siðustu mánuðina. Stefni þannig áfram, bendir margt til að Zia eigi eftir að veröa mesti harð- stjórinn i Asiu. BHUTTO hafði farið með völd i 5 1/2 ár, þegar Zia hrakti hann frá völdum. Þótt vafa- laust hafi margt mátt finn að stjórn hans, er hann vafalltið einn mikilhæfasti og athafna- samasti stjórnandi, sem Pak- istan hefur haft. Þegar hann kom til valda, mátti landið heita I rústum eftir ósigurinn i styrjöldinni við Indverja, sem leiddi til þess, að Austur-Pak- istan varð sjálfstætt riki, Bangladesh. Hann rétti landið við á margan hátt og greip til ýmissaróttækraaðgerða, sem unnuhonum hylli almennings. einkum i sveitunum. AiAstétt- in leit á hann sem svikara, þar sem hann var úr hópi hennar. Það var lika rétt, að ýms spill- ing þreifst i skjoli hans, enda hefur hún verið fylgifiskur allra stjórnai Pakistan Bhutto áleit vinsældir sinar slikar, að hann efndi til þingkosninga i marzmánuði i fyrra. Allir andstæðingar hans sameinuð- ust þá gegn honum, en eflaust þykir samt að flokkur hans hefði unnið kosningarnar. Hins vegar varð sigur hans með óHkindum, og þótti þvi sýnt, aðýmsirflokksmenhans hefðu beitt kosningasvikum. Þetta leiddi til stöðugra óeirða, þvi að stjórnar- andstæðingar heimtuðu nýjar kosningar, en Bhuttovildi ekki fallast á það. Öeirðirnar gáfu Zia tækifæri til að taka völdin með aðstoð hersins. Þ.Þ. V.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.