Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 23. marz 1978 17 Aflabrögð i Vestfirðingafjórðungi: Heildarafl- inn minni en í fyrra GV—Heildaraflinn i Vestfirðinga- fjórðungi i febrúar var 6.000 lest- ir, og er heildaraflinn frá áramót- um þá orðinn 11.539 lestir. I fyrra var febrúaraflinn 7.658 lestir og heildaraflinn frá áramótum. 12.561 lest. Afli linubátanna var nú 3.037 lestir i 508 róðrum, eða 6.0 lestir að meðaltali i róðri, en i fyrra var afli linubátanna i febrúar 4.186 lestir eöa 7.4 lestir að meðaltali i róðri. Bátaaflinn var nú 3.235 lestir, enafli togaranna 2.765 lest- ir. Gæftir voru sæmilega góðar fyrstu þrjár vikurnar i febrúar, en i' lok mánaðarins gerði norðan- garð, sem stóð i viku. Afli var okkuð góður á linuna meðan gæftirnar héldust, en vegna ógæftanna i mánaðarlokin varð úthaldið i mánuðinum ekkert. Afli togaranna var lengst af heldur tregur, en góðir neistar hresstu upp á mánaðaraflann. 47(37) bátar frá Vestfjörðum tunduðu bolfiskveiðar i febrúar, réru 35(28) með linu, 10(9) með botnvörpu og 2 með net. Aflahæsti linubáturinn i febrúar var Heiðrún frá Bolungarvik með 163,1 lest, en hún var einasti h'nu- báturinn, sem var á Utilegu. 1 fyrra var Vestri frá Patreksfirði aflahæsturlinubátai febrUar með 224.0 lestir i 21 róðri. Guðbjartur frá Isafirði hafði mestan afla togaranna 355,2 lestir, en i fyrra var Guðbjörg frá Isafirði með mestan afla i febrúar, 510.2 lestir. Djúpivogur: Aflabrögð og félagslíf með ágætum FI — Að sögn fréttaritara Timans á Djúpavogi Óla Björgvinssonar, er atvinna þar i bæ næg og skort- ui' á vinnuafli. Óli gaf okkur upp yfirlit yfir vertiðina fram að þessu og kemur I ljós, að afli linu- bátanna tveggja hefur verið góð- ur eða 300 tonn, trollbátarnir tveir hafa aftur á móti fiskað slælega. Mótorbáturinn Ulugi, sem keypt- ur var til Djúpavogs I febrúar, hefur farið i nokkra róðra og aflað vel. Þrir rækjubátar hafa slls komið með 65 tonn af rækju tii hafnar og sex þúsund tonn af loðnu eru komin á land. A Djúpa- vogi er nú verið að vinna rækju, sem veidd er i Reyðarfirði. Félagslif stunda Djúpvægingar mikið. Nýlega héll Kvenfélag Berufjarðar Góuhátið mikla og Leikfélagið æfir af fullum krafti um þessar mundir ieikrit eftir Loft Guðmundsson „Seðlaskipti og ást”. Stendur til að frumsýna þann leik laugardaginn fyrir páska. Leiklistarnámskeið hafa verið i vetur á vegum Leikfélags- ins'og hefur Kristján Jónsson verið þar leiðbeinandi. Ungmennafélag Eiðaskóla sýndi sl. mánudagskvöld á Djúpavogi leikritið „Nakinn maður og annar i kjólfötum” við góðar undirtektir og áætlað er að Ungmennafélag Berufjarðar sýni á næstunni einþáttung, sem nefn- ist „Vekjaraklukkan”. Islenzkar land- búnaðarrannsóknir — tímarit um rannsóknir i land búnaði komið út (Jt er komið 2. hefti islenzkra Landbúnaðarrannsókna, eða Journal of Agricultural Research in Iceland, eins og það nefnist á enskri tungu. Otgefandi er Rannsóknastofnun Landbúnaðar- ins. Ritstjóri er Grétar Guðbergs- son. 1 timaritinu eru að þessu sinni greinar um eftirfarandi efni er snerta landbúnað: Ahrif brennisteinsáburðar á heyfeng og brennistein i grasi. Dráttarátak við plæingu. The Inoculation of White Clover with Rhizobium Trifoli in Iceland (Smitun hvitsmára með Nitur- námsbakterium á tslandi). Áhrif aldurs og burðartima kúa á afurðir. Arfgengi mjólkurfram- leiðslueiginleika og fýlgni á milli þeirra. öryggi i afkvæmadómi I nautum. Þrjár siðasttöldu greinarnar tilheyra allar einni grein sem ber heitið: Rannsókn á afurðatölum úr skýrslum nautgriparæktarfé- laganna. Askriftarbeiðnum er veitt viðtaka hjá ritstjóra, en utan- áskriftin er: Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti, Reykjavik ísland. Verð hvers árgangs er 300 krónur. Opið hús hjá Náttúru- lækningafélaginu A næstunni hyggst Náttúru- lækningafélag Reykjavikur hafa opið hús i matstofunni að Lauga- vegi 20b. Þar verða gefnar upplýsingar og svarað fyrir- spurnum um félagið og starfsemi þess. Þá veröa til sölu bækur, sem NLF hefur gefið út og kynnt sýnishornaf hollum matvörum Ur verzlunum NLF. Þá geta gestir fengið ókeypis uppskriftir og smakkað á aðalrétti dagsins i matstofunni. Fyrsta opna kvöldið verður þriðjudaginn 21. marz kl. 20—22 og siðan vikulega á sama tima næstu þrjár vikurnar. R0TAVAT0R 'arðtætarar Eigum væntan/egar eftirtaldar stærðir af hinum iandskunnu Howard jarötæturum: 50, 60, 70 og 80 tommu vinns/ubreidd fyrir traktora frá 40 upp i 80 hö. Allir Howard jarðtætararnir eru með hraðastillingu sem hentar hinum mismunandi dráttarvélum og jarðvegi. Howard er brautryðjandi í þessari framleiðslu jarðtætara og hefir 30 ára reynslu hér á landi. Forðist eftirlíkingar. Áætlað verð frá KR. 520 þúsund. m Vörubifreiðastjórar Smiðjuvegi 32-34 — Símar 4-39-88 & 4-48-80 — Kópavogi V/M?. V/. V/. V/?, V/v. Ví/ V7. V/SÆr. V/V/Tr. V/. m Sendið okkur hjólbarða og látið setja Uul-Cap kaldsólningar- munstrið á barðann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.