Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 23. marz 1978 11 Jónas Guömundsson Norður-Evrópu, — og aðsókn er mikil. T.d. var um miðjan þennan mánuð uppselt i allar Kanari- eyjaferðir fram yfir páska og i allar páskaferðirnar lika, þánnig að eyja vor verður að mestu auð þessa trúheitu daga, sem vér enn neinum páska. Þótt miklar framfarir hafi orðið i feröaiðnaðinum hér á landi, bæði hvaö varðar mót- töku erlendra ferðamanna og þjónustu við innlenda menn, 0sem vilja fara til útlanda, þá erum við Islendingar samt enn á hálfgerðu miðaldastigi i ferðamálum. Við erum t.d. eina byggða eyja I Norðurálfu, sem ekki rekur farþegaskip og bil- ferjur milli landa. Reyndar má segja, að það sé vandfundin þjóð, sem byggir eyland, sem telur sig geta verið án slikra ferða á bilaöldinni, þar sem bil- ferjur sem sigla með ferðamenn og bila þeirra, þykja sjálfsagðir hlutir. Ef við tökum t.d. Færeyjar, þá eru bilferjur i gangi allt sumarið, þ.e.a.s. færeyska ferj- an SMYRILL, sem siglir á Noreg og Skotland, en auk þess siglir skip frá Sameinaða gufu- skipafélaginu milli Færeyja og Esbjerg, hlaðið farþegum og bifreiðum allt sumarið. Þó er ibúafjöldi á Færeyjum aðeins um 1/4 af i'búatölu íslands. Færeyingar hafa skilið hlut- ina rétt og eru i takt við timann, en auk þess er þotuflug milli Færeyja og Danmerkur og til Isla nds. Bakpokalýðurinn og ráðstefnuhótelin Það er útbreiddur misskiln- ingur, að „bakpokalýðurinn”, sem svo heitir á islenzku séu fátæklingar, sem komi til tslands til þess að snikja. Guði sé þó lof fyrir að einn og einn fátæklingur slæðist hingaö, þvi ég geri ekki ráð fyrir að allir ungu. fátæku , islenzku náms- mennirnir, sem hleyptu heimdraganum i fyrri tið hafi verið loönir um lófana, en þeir komu heim færandi hendi. Komu heim til þess að skipu- leggja sigurinn, eins og Jónas frá Hriflu og þeir kveiktu ' kyndla nýrrá hugmynda hjá hálfsofandi þjóð, sem var að vakna. Gisli Sigurðsson, ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins, fjallaði ofurlitið um ferðamál á dögunum, þar sem þvi var al- gjörlega hafnað að hér á landi væri lögð áherzla á það að taka á móti fólki, eða ferðamönnum, sem vildu búa i tjaldi eða hús- vögnum. Gefið var i skyn, að undirritaður væri að reyna að stuðla að þvi að þurfamenn legðu leið sina til landsins. Hann vildi ráðstefnuhótel. Þetta erröngstefna. Það má reisa ráðstefnuhótel, ef til vill, en við erum bara ekki gjaldgengir öllu lengur sem ferðamannaland, ef við ekki tökum sómasamlega á móti hin- um akandi ferðamanni, þ.e. hin- um almenna borgara, sem ekur um löndin á eigin bil, með viðlegubúnað, hvort sem það nú heldur er tjald, hjólhús, eða ibúðarvagn. Þetta fólk kýs sér sjálft ferðamáta og það fer þangað, sem aöstaöan er góð. Um alla Evrópu, Austur- og Vestur-Evrópu eru tugþúsundir tjaldsvæða, sem taka á móti þessu f ólki og veita þvi þjónustu á sem flestum sviðum. Tjaldsvæðin bjóða upp á veitingahús, verzlanir, baðklefa, sundlaugar og hvaðeina, ferðamönnum til þæginda og þessi þjónusta er veitt gegn hæfilegu gjaldi. Til marks um þetta, þá fluttu bilferjurnar sem flytja ferðamenn og bila eina milljón- bifreiða á siðasta ári, en það þýðir að um 11.000 ferðamanna- bílar ættu að fara til og frá Islandi á hverju sumri. Þetta myndi þýða að 30—40.000 ferðamenn myndu leggja leið sina hingað til lands ef bilferjur gengju til Islands og sómasam- leg aðstaða væri til þess að taka við útivistarfólki hér á landi. Það er fróðlegt að kanna hverskonar fólk ferðast um löndin i „camping,” eins ogþað heitir á alþjóðamáli. Sjálfsagt er efnahagur þessa fólks ærið misjafn, en það þarf þó að eiga bil, eiga fyrir farinu og eiga viðlegubúnað. Þessi búnaður kostar milljón- ir króna, þannig að þetta fólk, hefur, eða hlýtur að hafa haft þokkalegar atvinnutekjur, ann- ars hefði það ekki þennan dýra búnað. Annaö mikilsvert atriði er, aö það er að stórum hluta fólk með börn, eða fjölskyldur, sem þannig ferðast, þvi flug og hótel kosta svo að segja það sama fyrir smábörn og fyrir fullorðið fólk, ef frá eru skildir hvit- voðungar. Börn fá að visu allt aö 50% afslátt af flugi, en hótelin veita minni afslátt, og þau bera oft fyrir sig reglugerðir til þess að hindra að hjón með börn fái þar inni, án þess að taka sérstakt herbergi, eða stærra herbergi fyrir fjölskylduna. Siöastliðið sumar gerði ég litillega könnun á einu tjald- svæði hér á landi. Þar var fólk af öllum stéttum. Þarna voru sænskir verkfræðingar, sem komu akandi hingað á nýjum Volvo. Þeir voru með kajak eða Indiánabát þvi þeir ætluðu að róa hér á stórfljótum og stöðu- vötnum. Þarna var ráðuneytis- stjóri i fjármálaráðuneyti Hollands danskur klæðskeri jeppi með ungum Þjóðverjum, sem fóru um hálendið og franskur læknir var þarna með konu sinni og hóp af börnum. Lika námsmenn og fjöldinn allur af fólki þar á meðal eldra fólki en allt hafði þetta fólk komið hingað með búnað.. Þetta var venjulegt fólk. Mér erþó til efs að það sækimikið af ráöstefnum, þótt vitaskuld sé það ekki Utlokað. Það er nU svo komið, að stór hluti þeirra, sem ferðast milli landa, fer með bila og viðlegu- búnað með sér. Um daginn rakst ég t.d. á það i ensku blaöi, að verið er að smiða tvö ný stór farþegaskip fyrir brezkt ferju- félag. Skipinu er ætlað að sigla með farþega, vörur og bíla til Spánar á sumrin, en til Kanarieyja með sams konar farma á vetrum. Farþegarnir aka til skips viðs vegar að á Bretlandi, og þegar til Spánar kemur, aka þeir i land, og i stað þess að vera ferðamanna I sólarferðum er yfirleitt bundin við ákveðna strönd, eða vik, þá er allur Spánn sumarleyfisstað- ur þessa fólks og það sér meiri Spán, en þeir sem ferðast i gini ferðaiðnaðarins. Aö vetrarlagi verður siglt til Kanarieyja, og þar biða þessa fólks ný tækifæri. Það getur tek- ið ferju til Afriku og til nálægra eyja, ogheimilið ermeð, billinn, hjólhýsið, tjaldið eða hvað það nú er. Langferðabilar lengja ferðamannatimann Hér að framan hefur einkum verið rætt um campara, sem eru veigamikil staðreynd i ferðalögum almennings á vor- um dögum. Minnahefur verið rætt um þá, sem ferðast með hópferðabil- um. Það er einhver ódýrasti ferðamáti, sem þekkist. Þá safna ferðaskrifstofur saman fólki og fylla rútu. Ekið er eftir fyrirframgerðri áætlun og gist er á hótelum. Margir telja þessa ferðaáð- ferð mjög áhugaverða, þvi dag- leiðir eru ekki alltof langar, þvi það er ekið hratt á þjóðvegum Evrópu, a.m.k. ef miðað er við islenzka vegi. Ferðaskrifstofan ræður næturstaöog áföngum, en ferðamaðurinn sjálfur ræður tima sinum þess utan. Þessirhópferðabilareru mjög vel búnir, loftkældir, með þægi- legum sætum og snyrtiherbergi er i hverjum bil. Yfirleitt er innifaliö i verðinu gisting og morgunverður, og stundum kvöldverður að auki, eða hálft fæði, eins og það gjarnan er nefnt. Ef reynt er að gefa hugmynd- ir um verð i slikum ferðum, þá kostar t.d. fimm daga írlands- ferð frá Bretlandi 46.000 í.kr. Fjögurra daga hringferð um eyjuna Mön kostar 28.000 í kr. og tiu daga ferð um Skandinaviu kostar 88.000 krón- ur, og i þessum ferðum er allt innifalið, ferjur, akstur, gisting og hálft fæði. Auðvitað y rðu ferðir til Islands eitthvað dýrari, vegna þess að vegalengdir eru meiri, en það sparar lika akstur að sigla i skipi. Fleiri verð má nefna.t.d. ferð til Austurrikis frá Bretlandi. Slík tiu daga ferð kostar frá 43.000 kr. RUturnar fara lika til Spánar. 14 daga ferð til Costa Brava kostar frá 66.000 kr. og átta daga ferð til Rómar og Sorrento kostar frá 63.000 kr. Atta daga ferð til Skandinaviu kostar 79.000 kr. en siðarnefndu ferðirnar eru með fuUu fæði. Geta menn nú borið þessar ferðir saman við verðlag á ferðalögum hér á landi, en hafa verður þó i huga að ferjusigling- ar kosta minna hjá þessu fólki og þetta er lægsta verð. Meö þvi að greiða hærra verð, geta menn fengið betri gistingu t.d., en þó er þess að gæta, að ferða- bilarnir hafa yfirleitt ekki viðkomu nema á góðum gisti- stöðum. Þessar ferðirerusvo að segja allt árið og með áralangri reynslu vita ferðaskrifstofurnar nákvæmlega allt um hótel á leiðunum. A íslandi er nokkuð um skipu- lagðar ferðir útlendinga með innlendum langferðabilum. Ég hefi talaö við fólk, sem hefur ferðazt um hálendið með Guðmundi Jónassyni og fleiri aðilum. Þá er gist i t jöldum og á hótelum, og öllum ber ferða- löngunum saman um að feröin hafi verið ógleymanleg. Þetta fólk hefur þó ekki allt verið heppið með veður, — öðru nær, en landið geymir i nafni sinu þau fyrirheit, að menn sætta sig við rysjótta tið. Ef hingað gengi farþegaskip, sem tæki bila, þá er enginn vafi á þvi' að erlendir hópferðabilar myndu leggja hingað leið sina — og á móti, islenzku rúturnar ækju suður i Róm og til Spánar með fólk, þannig að allir hefðu sitt og héldu þvi, Nóg um það/ Hvað kostar að kampa? Það er mjög örðugt að gera samanburð á verði, eða gefa hugmyndir um ferðakostnað, þegar dvalizt er I tjöldum, eða hjólhýsum. Þó er talið að „gisting” á tjaldsvæði kosti um 10% af hótelverði. Ef Bretlandseyjar eru valdar til þess að sýna fram á möguleika fólks með viðleguUt- búnað þálfturdæmið þannig út. út. Ein fyrsta spurningin sem ferðalangurinn spyr sig að, hvar á ég að kasta tjöldum? Brezka hjólhýsafélagið gefur út lista yfir tjaldsvæði, þar sem nákvæmar lýsingar eru á öllum staðháttum. Lýsingu er að finna á umhverfinu og aðstöðunni. Er t.d. verzlun, simi, sundlaug, matstaður, eldunaraðstaða, þvottavélar, iþróttavellir, bDa- stæði og svo frv.? National Trust stofnunin gef- ur einnig út slikan lista yfir tjaldsvæði og ennfremur skóg- ræktarstofnunin brezka. Lika er möguleiki á að fá að tjalda, eða leggja hjólhýsum á bændabýlum, en það er ekki tal- in eins góð aðferð, þótt sveita- fóikiði Bretlandi sé, einsog ann- að sveitafólk ágætt heim aö sækja. Sérstaklega er varað við þvi, að gera sveitafólkinu ónæði yfir háannatimann á sumrin. Brezka hjólhýsafélagið rekur sjálft 121 tjaldsvæði, eöa hjól- hýsasvæði viðsvegar um Bretlandog þeir mæla meö 3.400 viðlegusvæoum á Bretlandseyj- um. Það kostar 4000 krónur að gerast meðlimur i félaginu, og öölast fólk þá öll réttindi til þess að nota svæði félagsins fyrir kostnaðarverð. Það kostar tvö pund á sólarhring fyri hjólhýsi, og eitt pund fyrir tjald. Ennfremur eru verðlistar fyrir áhöld og búnað sem fólk vill leigja. T.d. getur fólk með hjólhýsi leigt sér tjald, ef það þykir henta, til þess að hafa rýmra um sig. Lika er möguleiki fyrir þá sem eru með tjald, að leigja hjólhýsi á svæðinu, því mörg svæði bjóða upp á þá þjónustu. Þessa er unnt að grlpa til, t.d. I rigningu eða þegar veðrakalt er. Hjólhýsi eru leigö fyrir 30-70 sterlingspund á viku og fer þá eftir stærö og búnaði. Þetta er verð á háannatimanum. Aöra daga er leigan lægri. Auk áðurnefndra aðila, gefur brezka. ferðamálaráðið árlega út lista yfir tjaldsvæði og' hjólhýsasvæöi. Þessi bók kostar 700 krónur og hún kemur út ár- lega, venjulega I febrúarmánuði (The British Tourist Authority). I þessari bók er ekki einasta að finna lista yfir þUsundir tjaldsvæða, bóndabýla sem leigja svæði, en svæðin eru á Englandi, Wales og i Skotlandi. Þar er einnig að finna verð á hverjum stað, dagprisa og vikuprísa, en það er ódýrara að nema staðar nokkra daga, en aðeins eina nótt. Fólk veit þvi svo sannarlega að hverju það gengur. Hvenær komast „kamparar’ tilíslands? NU hefur verið sagt frá ýmsu er varðar tjaldbUðir og hjólhúsabúðir, ennfremur sagt nokkuð af ferðamáta, sem ekki tiðkast á Islandi, en er iðkaður viða á meginlandi Evrópu, þar sem menn hafa langa reynslu i skemmtiferðum. Lega Islands og algjört samgönguleysi á sjó (ferjur sem flytja farþega, blla og varning) hindrar okkur frá þvi að aka til Utlanda — og það hindrar þUsundir ferðamanna frá því að fara til tslands. Ekki tókst sérstakri nefnd, sem er að kanna rekstrargrund- völl fyrir Norðurlandaskipið, að skila áliti fyrir siðasta fund Norðurlandaráðs, sem haldinn var á dögunum. Það mun þvi dragast enn um sinn aö Islend- ingar fái samskonar skipa- þjónustu og aðrar byggðar eyj- ar i Atlantshafinu hafa. Smyrill mun ganga i sumar, og Bifröst (nýja bllaskipið) mun ef til vill sigla með ferðamanna- blla til og frá landinu, en þaö er hætt við að það muni dragast enn um sinn að draumaskipið komi að landi:, — en þaö kem- ur! Um leið og Landaýn og Samvinnuferðir Ó8ka félagamönnum verkalýða- og samvinnuhreyfingar og öllum öðrum viðakiptavinum sínum gleðilegra páska, minnum við á að verðliatinn fyrir sumarið 1978 1ANDSÝN SKÓLAVÖRÐUSTÍG16 SÍMI 28899 er tilbúinn. 'Samvinnu- _ ferúir Austurstræti 12 sími 2-7077

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.