Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 25

Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 23. marz 1978 25 Málmnemar í Búlgaríu fyrir fimm til sex þúsund árum - gullsmiðir við Svartahaf Meira en fimm þiisund ára gamall gullhafur úr táknrænni gröf viO Varna viö Svartahaf. ~ BUlgariu, sem hvað mesta at- hygli hafa vakið. Þar hafa fund- izt minjar bændaþjóðflokks þess, sem stundaði námagröft svo miklu fyrr en áður þótti hugsanlegt, svo sem áður var vikið að. Þetta fólk átti heima á bökkum Dónár, ekki fjarri Svartahafi, og meðal þess voru frábærir málmsmiðir. Þettaernúskýlaust talin upp- finning þessa fólks sjálfs. Þeirr- ar skoðunar er til dæmis Sovét- maðurinn Jevgenej Tjemych, sem er viðurkenndur sér- fræðingur i frumsögu málm- iðnaðar. í ritinu Priroda hefur verið sagt frá rannsóknum á lifi og háttum þessa dularfulla þjóöflokks. Hann átti heima á belti þvi’ frá Indlandshafi til Karpatafjalla, sem akuryrkjufólk byggði. Fólkið átti heima i stórum bæj- um eða þorpum, og hafa um- merki um þessi þorp fundizt i hundraða tali. Hægt er að gera sér allgóða grein fyrir þvi, hvernig hibýli þess hafa verið, og frá þessum dögum hafa fund- izt lituð leikfóng, þar á meðal briiður. A öllu svæðinu frá Karpatafjöllum til nyrðri fjalla á Balkanskaga hefur fundizt mikið af verkfærum lír kopar, og má i rauninni tala um kopar- öld á þessum slóðum. Lengi vel þorðu fornleifafræðingar ekki aðfesta trúnaðá,að þessi verk- færi ættu þarna uppruna sinn — þau hlutu að vera komin að austan, þar sem „vagga menn- ingarinnar” stóð. Þau gátu til dæmis verið minjar um menn frá Litlu-Asíu, sem komið höfðu til þess að leita að gulli, kopar eða öðru verðmæti. Aldursákvarðanir hafa koll- varpað fyrri hugmyndu um aldur þessara verkfæra. Kn endanleg sönnun þess, að þau eru ekki aðflutt, fannst við rannsóknir búlgarskra og sovézkra fornleifafræðinga og jarðfræðinga árið 1971. Þá var tekið að leita skipulega að forn- um námum i fjallahéruðum Suður-Búlgariu, og i Aj-búnar var gerð merkileg uppgötvun. Þar fannst námasvæði frá fjórðu öld fyrir Krist, þar sem þúsundir smálesta af kopar- grýti höfðu verið brotnar úr jörðu á hálfs kilómetra löngu svæði. Yfirleitt hafði ekki verið farið lengra i' jörðu niður en tvo til þrjá metra, en þó fundust dæmi um allt að tuttugu metra löng námagöng. Af einhverjum ástæðum höfðu námugöngin verið fyllt á ný með venjulegu grjóti, og i þvi fundust leirmun- ir, sem nota mátti til aldurs- ákvörðunar. Hér hafði auðsjá- anlega verið stundaður mikill og skipulegur námagröftur af mönnum, sem þekkingu höfðu. Og það hafði ekki verið tekinn einvörðungu hreinn kopar, held- ur málmgrýti, sem jafnframt þýðir, að þetta fólk hefur stund- að málmbræðslu. Með nákvæmum rannsóknum tókst að fylgja eftir þeim mun- um, sem úr málmgrýtinu voru unnir, og hafa þeir komið i leitirnar i Moldaviu og Vest- ur-úkrainu. Hér hefur með öðr- um orðum verið stunduð milli- landaverzlun. Loks má geta þess, að i' leitirnar hafa komið eins konar skriftákn, sem þetta fólk hefur þekkt og notað, þótt ekki hafi enn tekizt að lesa úr þeim. Haustið 1972 komu i leitirnar elztu gulldjásn, sem vitað er um i veröldinni. Það gerðist einmitt við Varna i Búlgariu á strönd Svartahafsins. Það var jarðýta, sem opnaði þar forna gröf, fimm til sex þúsund ára gamla, og í henni reyndur gull- gripir, sem voru tvö pund að þyngd. Þess sáust þó engin merki, að nokkur maður heföi verið lagð- ur i þessa gröf. Hallast menn að þvi, aðhún hafi þess vegna ver- ið táknræn. Slikar grafir hafa fleiri fundizt og er það einkenni þeirra, að gullgripir hafa verið lagðir i' þær. En innan um þess- ar grafir hafa svo fundizt aðrar með beinaleifum. I táknrænu gröfunum er yfir- leitt mikiðaf munum — leirker, steinaxir, tinnuhnifar og alls konar verkfæri úr kopar, auk gullmunanna, sem eru arm- bönd, skildir, hjól, gullgeitur og gullhafrar. 1 sumum grafanna hefur gulldjásnunum verið rað- að á þá lund, að þau mynduðu andlit: enni, augu, munn og tennur. Hvers vegna urðu þessar tákngrafir til? Voru þær til dýrðar guði eða mönnum? Mik- ið hefur verið i þær borið, þó að gripirnir í þeim séu ekki jafn- fágaðir og siðar varð. Samt er handbragðið oft fallegt, og hafa vafalaust verið þar að verki menn, sem höfðu tileinkað sér mikla kunnáttu. Islensk húsgögn Fyrir táninga á öllum aldri Sérstaklega smekkleg og þægileg Hönnun: Gunnar Magnusson, húsgagnaarkitekt. Sjón er sögu ríkari .... Verið velkomin SMIIWJVF.GI 6 SÍMI 44544 □AIHATSU JAPANSKUR GÆÐINGUR # • SJON ER SOGU RIKARI DAIHATSU ÁRMÚLA 23 slmi 81733

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.