Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. marz 1978 9 Gönguferðir Ferðafélags * Islands Auðveldar fjallgöngur hafa unnið sér vaxandi vinsældir hjá almenningi hin siðustu ár. Um það ber vitni hin mikla þátttaka sem var i Esjugöngum Ferða- félags Islands á sl. sumri. Með hliðsjón af þeirri reynslu sem þá fékkst, ákvað stjórn Ferðafélags- ins að efna til nokkurra göngu- ferða á Vifilsfellið á þessu sumri og kynna þaðfjall með þeim hætti á sama hátt og Esjan var kynnt i fyrra. Má segja að þannig sé Víf ilsfellið orðið „fjall ársins 1978” hjá Ferðafélagi Islands. A ferðaáætlun F.I. 1978 eru 5 göngu- ferðir á fjallið. Fyrsta ferð- in er samkvæmt þvi n.k. laug- ardag, 25. marz kl. 13.00. En ætlunin er að bæta við ferðum siðar og verður það auglýst i fjöl- miðlum hverju sinni. Til minningar um þessa göngu á „fjall ársins” hefur Ferða- félagiðlátið prenta litið skjal sem verður afhent öllum þátttak- endum að gögu lokinni. A sama hátt og i fyrra geta menn valið um hvort þeir koma með hóp- ferðabil frá Umferðarmiðstöðinni eða á eigin bilum að þeim stað er ganganhefsten gengið verður frá skarðinu i mynni Jósefsdals. Göngumenn á eigin bilum greiða þátttökugjald en börn i fylgd full- orðinna fá fritt. Allir göngumenn verða skráðir og þegar göngu- ferðunum er lokið verður dregiö um nöfninog nokkrum veitt bóka- verðlaun. Gönguferðum á Esju verður haldið áfram i sumar eftir að- stæðum, þótt þær séu ekki allar nefndar i Ferðaáætlun 1978. Verða þær auglýstar i fjölmiðlum jafnóðum. Næsta Esjuferð verður á sumardaginn fyrsta en ganga á Esju þann dag er orðin fastur liður i starfsemi félagsins og hef- ur verið svo i langan tima. (Fréttatilkynning) Skátar skoða eldstöðvar Bandalag islenzkra skáta mun i sumar gangast fyrir 10 daga rannsóknarleiðangri á öskju-' svæðinu i samvinnu við skáta frá hinum Norðurlöndunum og Nor- rænu eldfjallastöðina. Um 100 skátar, 18 ára og eldri, frá Danmörku, Finnlandi, Fær- eyjum, Islandi, Noregi og Sviþjóð munu ferðast um og kanna svæöi sem afmarkast af Mývatni, Jökulsá á Fjöllum, Vatnajökli og Skjálfandafljóti. A leið sinni munu þeir vinna að athugun á gróðri og dýralifi svo og kanna jarðsögu svæöisins. Verkefni þetta, sem hlotið hefur nafniö „Vulcan Projekt 1978”, er framhald á þeirri samvinnu eldri skáta á Norðurlöndum sem hvaö hæst bar er þeir stóðu saman að alheimsmóti skáta, Nordjamb 1975. Nórdisk ungdomsfond hefur veitt styrk til þessa verkefnis og verður hann notaður til að jafna. ferðakostnað erlendra þátttak- ‘ enda. ,,Gengið á reka” ÞH — Húsavfk. Ungmennafélagið Gaman og Alvara í Ljósavatns- hreppi frumsýndi sl. föstudags- kvöld i Ljósvetningabúð gaman- leikinn „Gengið á feka” eftir irská höfundinn McConnell. Leikstjóri er Ingimar Jónsson, Húsavik. Með hlutverk i leikritinu fara Margrét Sigtryggsdóttir Jón A. Baldvinsson, Haraldur Þórarins- son, Hildur Traustadóttir, Bald- vin Kr. Baldvinsson, Einar Kristjánsson, Óttar Viðarsson, Jónina Björgvinsdóttir, Kolbrún Bjarnadóttir, Þorgeir Böðvar- sson og Hlöðver P. Hlöðversson. Leikhúsgestir skemmtu sér ágætlegavelá frumsýningunni og þótti leikstjórum og leikurum vel hafa tekizt. DATSUN 180 B 1978 Stór bíll á smábila verði en er þó i /úxus-útgáfu Athugið Verð miðað við gengi i dag INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 8-45-10 & 8-45-1 1 SPARIÐ BENZÍN OG KAUPIÐ DATSUN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.