Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 31

Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 31
Fimmtudagur 23. marz 1978 31 Valur lagði KR-inga — og mæta Stúdentum til úrslita í bikarkeppninni i körluknattleik Valsmenn tryggöu sér rétt til aö leika til úrslita gegn Stúdentum I bikarkeppninni i körfuknattleik, þegar þeir unnu öruggan sigur (75:57) yfir KR-ingum i iþrötta- húsi Hagaskólans i gærkvöldi. Stúdentar lögöu Njarövikinga aö veili — 90:82 I hinum undanúr- slitaieiknum, sem fór fram á þriöjudagskvöidiö. Umdeild víta- spyrna — Allir sáu að ég braut ekki vilj- andi á O’Hare — þetta var aðeins eina ráöið til aö stööva hann, annars hefði hann skorað,sagöi Liverpool-leikmaöurinn Phil Thompson, sem skeilti O’Hare, þannig að Forest fékk vitaspyrnu. Sú vitaspyrna var nokkuð um- deild, þar sem menn töldu aö Thompson heföi brotiö á O’Hare fyrir utan vitateig. — Þaö er safct, þaö var fyrir ut- an vitateig, sem ég braut á hon- um, sagði Thompson. Dómarinn Partridge sagöi að brotið hefði átt sér stað inni i vitateig. — Ég var aðeins 10 m frá staðnum og áá greinilega hvar brotið átti sér stað. Ég vil taka það fram að sjónvarpsmyndavélarnar voru staðsettar hinum megin á vellin- um og þvi er ekki hægt að taka mark á þeim, sagði Partridge. — Þetta var greinileg vita- spyrna, sagði Brian Clough, framkvæmdastjóri Nottingham Forest. — Ég er mjög ánægður með strákana þeir stoðu sig mjög vel. Við erum öruggir i Fvrópu- keppni næsta keppnistimabil sagði hann. —SOS Gunnar hélt Haukum á floti GUNNAR Einarsson, landsliðsmark- vörður úr Haukum, hélt Hafnarfjarðar- liðinu á floti i gærkvöldi, með snilldar- markvörzlu, þegar Haukar tryggðu sér jafntefli 17:17 gegn Valsmönnum á ell- eftu stundu i Hafnarfirði. Gunnar var i miklum vigamóði gegn Valsmönnum — hann varði alls 20 skot i leiknum, þar af þrjú eftir hraðupphlaup Valsmanna og 7 eftir linuskot þeirra. Haukar geta þakkað Gunnari jafnteflið — rétt fyrir leikslok varði hann tvö linuskot frá Vals- mönnum I röö og.upp úr þvi náðu Haukar hraðupphlaupi, sem linu- maðurinn skemmtilegi Andrés Kristjánsson skoraði örugglega úr — 17:17 og voru þá aðeins 12 sek. eftir af leiknum. STEFAN GUNNARSSON...sést hér sækja aö marki Hauka I gærkvöldi. Þeir Andrés og Sigurgeir ná aö stööva hann. Þorgeir og Steindór Gunnarsson (7), horfa á. ( Timamynd Róbert) varði 20 skot frá Valsmönnum i gærkvöldi og tryggði Haukum jafntefli 17:17 með snilldarleik Ljót mistök dómara Valsmenn voru með knöttinn þegar 4 sek. voru til leiksloka og þá fengu þeir aukakast, sem Björn Björnsson skoraði örugg- legaúr — 18:17. Til mikillar furöu dæmdu dómarar leiksins, þeir Kristján örn Ingibergsson og Óli Ölsen, markið af — og botnaði enginn i, hvers vegna þeir dæmdu markið af. — „Það er grátlegt að missa af sigri á þennan hátt — dómararnir færðu Haukum annaö stigið á silfurbakka”, sagöi GIsli Blöndal, eftir leikinn. Valsmenn byrjuðu vel Valsmenn byrjuðu leikinn mjög vel — komust I 4:1 og siðan 5:2. En þá kom fram veikleikinn i liði þeirra — markverðir Vals vörðu ekki skot. Haukar náðu að jafna 7:7 og 8:8, en Valsmenn komust aftur yfir (10:8) fyrir leikshlé. Haukar byrjuðu á krafti i siðari hálfleik og náðu forystu eftir 6. min. leik — 12:11. Siðan skoruðu þeir ekki mark I heilar 9 minútur Ólafur jafnaði á elleftu stundu — og tryggði Vikingi jafntefli 23:23 gegn FH-ingum Ólafur Jónsson tryggöi Viking- um jafntefli 23:23 gegn FH-ingum I Hafnarfirði i miklum baráttu- leik. Það voru aöeins 5 sek. til leiksloka þegar ólafur skoraöi markiö — Vikingar brunuðu þá upp I hraöaupphlaupi og sendi Viggó Sigurösson knöttinn inn á linuna, þar sem Ólafur var á rétt- um staö og skoraði örugglega. Leikurinn var geysilega haröur og spennandi og þegar 40 sek. voru til leiksloka leit allt út fyrir að FH-ingar bæru sigur úr býtum — þeir höföu þá yfir 23:21. Björg- vin Björgvinsson minnkaöi þá muninn i 23:22 og siöan kom jöfnunarmarkiö frá Ólafi. Víkingar byrjuðu leikinn mjög vel — komust yfir 11:6, en FHing- ar náðu að minnka muninn i þrjú mörk (13:10) fyrir leikhlé. Siðan jöfnuðu þeir 15:15 og komust yfir 17:16. Þá kom hinn ungi og efni- legi unglingalandsmiðsmaður Vikings, Sigurður Guðmundsson inn á og skoraði hann tvö glæsileg mörk — 18:17 fyrir Viking. FH-ingar með Geir Hallsteins- son sem aðalmann, tóku góðan sprett undir lokin og þegar 50 sek. voru til leiksloka var staðan 23:21 fyrir þá. Eins og fyrr segir náðu Víkingar að jafna undir lokin. Geir Hallsteinsson skoraði 7 mörk fyrir FH-inga, og Guð- mundur Arni Stefánsson skoraði einnig 7 mörk. Björgvin Björg- vinsson var bezti leikmaður Vikings — skoraði 7 mörk en Viggó Sigurðsson sem átti einnig góðan leik skoraði 6 mörk. Staðan 11. deild Staöan er nú þessi I 1. deildar- keppninni i handknattleik: Haukar.........11 6 4 1 228:195 16 Vikingur...... 10 6 3 1 217:183 15 Valur......... 10 5 2 3 220:187 12 FH............ 10 5 2 4 228:232 12 1R............ 10 3 3 4 197:195 9 Fram.......... 11 3 3 5 228:257 9 KR .......... 10 2 2 6 205:216 6 Armann........ 10 2 1 8 204:242 5 og Vals^nenn tóku leikinn aftur i sinar hendur — 14:12. A þessum tima varði Brynjar Kvaran vel i marki Valsmanna — fjögur skot. Haukar jöfnuðu 14:14 um miöjan seinni hálfleik — sfðan 15:15 og komustyfir 16:15 með marki sem Andrés Kristjánsson skoraði úr hraðupphlaupi, eftir að hafa feng- ið óvænta sendingu fram völlinn frá Valsmanninum Steindóri Gunnarssyni. Gisli Blöndal skor- ar siðan 16:16 og Stefán Gunnars- son kemur Valsmönnum yfir — 17:16. En Haukar jöfnuðu siðan rétt fyrir leikslok, eins og fyrr segir. Gunnar Einarsson var hetja Hauka — án hans hefðu Haukar tapað stórt. Hauka vantar lang- skyttur, en aðall liösins er linu- spil. Andrés átti góðan leik hjá Haukum og einnig Stefán Jóns- son, sem varðist vel. Valsliðið var nokkuð jafnt — en tapaði á lélegri markvörslu. Markverðir liðsins vörðu aðeins sitt hvort skotið i fyrri hálfleik, en Brynjar varði þó ágætlega á þýðingamiklum köflum I siðari hálfleik — 6 skot. Mörkin I leiknum skoruðu þess- ir leikmenn: HAUKAR: — André’á 8(3), Stefán 4, Ellas 3, Þorgeir 1 og Sigurgeir 1. VALUR: - Jón Pétur 4, Jón K. 4(2), Gisli 3, Þorbjörn G. 2 — úr 8 skottilraunum, Stefán 2 og Bjarni G. 2. Þeir Bjarni Jónsson og Þor- björn Jensson léku ekki meö Valsliðinu. Kristján ö. Ingibergsson og Óli Ólsen dæmdu leikinn — vel. -SOS Pólverjar sigruðu.... HM-liö Pólverja og Austurrikis- manna voru i sviösljósinu i gær- kvöldi, þegar þau léku vináttu- landsleiki I knattspyrnu. PóLVERJAR... unnu sigur (3:1) yfir Luxemborg I Luxem- borg. Lubanski og Szarmach (2) skoruðu mörk þeirra. AUSTURRIKISMENN... töpuðu aftur á móti — 0:1 i Belgiu. Willy Geurts skoraði mark Belgfumanna. Ólafur Orrason skrifar frá London John Robertsson hetja Forest.... — sem lagdi Liverpool að velli - 1:0 i úrslitaleik deildarbikarsins i gærkvöldi JOHN ROBERTSSON. mark Forest. skoraöi Ólafur Orrason skrifar frá Lond- on. Brian Glough framkvæmda- stjóri Nottingham Forest og strákarnir hans gengu glaöir út af Old Trafford i Manchester i gær- kvöldi eftir aö hafa tryggt sér deildarbikarinn meö þvi aö leggja Liverpool aö velli — 1:0. Þaö var John Robertsson sem skoraöi sigurmark Forest úr vitaspyrnu á 53 min. — þessum 24 ára Skota og snjalla útherja og frábæru skyttu brást ekki bogalistin þegar á reyndi. — Við munum leika varnarleik og freistast til að skora mörk úr skyndisóknum, sagði Glough fyrir leikinn. Hann stóð við orð sin. — Forest skoraði eftir eina af mörgum hættulegum skyndiá- hlaupum sinum að marki Liver- pool. Tony Woodcock sendi knött- inn i vitateig til gömlu kepmunn- ar John O’Haresem var feildur niður af Phil Thompson. Leikmenn Liverpool reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna og svo þung var pressa þeirra að marki Forest að leikmenn Forest-liðsins voru oft 11 inni i vitateig sinum. Leikmenn liðsins byggðu upp sterkan varnarmúr og fyrir aftan hann stóð hinn 18 ára gamli markvörður þeirra, Chris Woods eins og klettur. Hann varði oft meistaralega en þó aldrei eins og á 79 min. þegar Rey Kennedyátti þrumuskot að marki Forest — knötturinn þaut fram hjá mörg- um fólleggjum og allt leit út fyrir að hann mundi hafna i netinu. En eins og köttur kastaði Woods sér niður og náði að verja skotiö meö þvi að slá knöttinn frá, út við stöng. Hinir 54. þús. áhorfendur, sem sáu leikinn, fögnuðu hinum unga markverði innilega eftir þessa frábæru markvörzlu. Liverpool náði að skora mark I leiknum — Terry McDermott skoraði(en markið var dæmt af, þar sem dómarinn sagði að McDermott hefði handleikiö knöttinn. Annars urðu úrslit þessi i ensku knattspyrnunni i gærkvöldi: 1. DEILD: W.B.A. — Q.P.R.............2:0 2. DEILD: Tottenham — Stoke.........3:1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.