Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 23. marz 1978 ,,Saga hestal Læ] kninga á íslandi” Undirrituö var full eftirvænt- ingar, þegar hún fór aö hitta George J. Houser, Kanada- manninn, sem skrifaöi eina af jólabókunum, „Saga hestalækn- inga á Islandi”. Eftirvæntingin var mest fólgin i þvi aö hitta útlending sem gerzt haföi svo djarfur aö reyna aö bjarga þvi sem bjargað varö um alþýðlegar lækningar á hestum á Islandi. Mjög fáar ritaðar heimildir eru til um þetta efni, en munnlegar heimildir marg- ar. Eigendur hinna munnlegu heimilda eru flestir komnir yfir áttrætt. Þaö voru þvi siöustu forvöö aö ná sambandi viö þá hér á jörö. George Houser býr við Reynimelinn. Hann var mjög alúölegur og ræöinn og komst fljótt aö þvi, aö ég haföi lftiö annaö i veganesti en orðiö hrossalækningar, sem fleygt varð á þeim tima, þegar skyn- samlegri læknisaðferöum var beitt á hross en menn. Hann tal- ar islenzku ágætlega, en bregöur sér yfir i enskuna á stundum. Fróðleikurinn var að glatast Hér er á feröinni magister i ensku og enskum bókmenntum, sem fyrir tilviljun og af nauðsyn sneri sér að þjóöfræöi. Hafði hann hlotið styrk frá McGill háskólanum i Kanada til þess aö leggja stund á þjóöfraéöi við háskólann i Uppsölum. Bók- menntirnar áttu aö yfirtaka þjóðfræðina, en sú varö að lok- um sterkari. — „Ég sá, að svo mikið var eftir ógert á þvi sviöi, sagöi George. „Annars á ég erfitt meö að Utskýra, hvernig égbrá af leið og lenti til íslands. Ein skýringin er sú, að viö Bo Almquist, þjóðfræöikennari minn, ræddum oft um þaö, Doktorsritgerð fyrir almenning hversu litlar skriflegar heimild- ir væru til um alþýðulækningar á hestum á tslandi þegar sami fróðleikur um hin Norðurlöndin er til aö miklu leytLVarö þaö úr aö ég sótti um styrk úr Visinda- sjóði til þess aö ferðast um íslands ogsafna efni um alþýö- legar hestalækningar frá eldri bændum og þeim sjálflæröu mönnum, er fengizt hafa við lækningar á hestum. Nöfn þeirra fékk ég frá Þjóöminja- safni, prestum, dýralæknum, sýslumönnum, póstmeisturum og lögregluþjónum. Ég átti viötöl viö 52 menn, karla og kon- ur. Flest af þvi fólki var komiö á áttræöisaldur og sumt á niræðisaldur. Ef ég hefði verið tiu árum seinna á ferö, hefði þessi fróðleikur glatazt.” ,,Einn skrifaði mér bréf upp á 18 síður” „Mér er sérstaklega minni- stætt, hversu vel mér var tekiö alls staöar og lögöu menn mikið ásig til þessað geta svarað mér sem bezt. Einn skrifaði mér bréf upp á 18 siöur, annar ræddi viö hjón á niræöisaldri, þar sem ég haföi ekki tök á fara að finna vegna slæmrar færöar. Hann tók viðtölið upp á segulband og sendi mér. Slik viöbrögö heföi ég hvergi fengið nema hjá Is- lendingum. Þeir hafa mjög Vörubílar til sölu Scania 140 Arg. ’70 ’73 ’74 Scania 111 Arg. ’77 Scania 110 Arg. ’71 ’72’ 73 ’74 Scania Vabis 80 og85 Arg. ’69 ’72 Scania Vabis 76 Arg. ’63 '64 ’65 ’66 ’67 Volvo 1225 Arg. '74 Volvo 89 Arg. ’72 Volvo 88 Arg. ’67 ’71 ’72 ’74 Volvo 725 Arg. ’74 Volvo 86 Arg. ’68 ’69 ’70 ’71 ’72 '73 ’74 M. Benz 2624 Arg. '74 M. Benz 2632 Arg. ’73 Arg. '73 M. Benz 2224 Arg. ’72 ’73 M. Benz 1519 Arg. '70 ’71 ’73 M.Benz 1513 Arg. '66 ’73 '74 Man 30320 Arg. '74 Man 26320 Arg. ’73 Arg. íc Man 868 Arg. '72 Vöruflutningabilar M. Benz 2226 Arg. ’74 M. Benz 1619 Arg. ’72-’75 fæst án kassa Volvo F88 Arg ’70 Scania 80 Arg. '72 ’73 fæst án kassa Scania 76 super Arg. '66 '67 Notaðar vinnuvélar M.F. 50 Arg. ’71-’74 M.F. 70 Arg. ’74 I.C.B. Arg. ’64-’72 Ford 4550 Arg. ’74 Ford Cauty, fjórhjóladrif Arg. ’65 Layland grafa, fjórhjóladrif Árg ’70 Aymar Arg ’68 Mustang 120 Arg. ’73 Brayt X2 Arg ’65-’70 C.A.T.D7 Arg. ’66-’67 C.A.T.D6C Arg. ’74 C.A.T. D4 Arg ’68 I.H.TD8B Arg ’72 Terex 41 Arg ’71 I.H. 11.100 Arg. ’64 Kockums 520 Arg. ’67 Zetor 4718 með Hydor pressu Arg '74 Zetor 4718, fjórhjóladrif Arg ’73 Ford 6600 Arg '11 Einnig kranabila lyftara, malarvagna, vöruvagna, palla og sturtu ofl. Vélatorg Borgartún 24, sími 2-85-90 og 2-85-75. sterkar tilfinningar til uppruna sins og þjóöhátta, ( ólikt Svium t.d., sem ég hef nokkuö fengizt viö að skrifa fyrir. Þór Magnússon þjóöminja-. vörður og Arni Björnsson forstjóri Þjóöháttadeildar Þjóðminjasafnsins veittu mér dýrmæta hjálp viö rannsóknir minar. Aö beiöni Arna bjó Þórður Tómasson byggöasafn- vörður i Skógum undir Eyja- fjöllum til spurningalista um rannsóknarefni mitt og fengust greið svör. Sé litiö á ætterni hei m il dar m anna, liggja ræturnar i allar sýslur lands- ins.” „Merkileg kona, Karólína frá Miðdal” „Auk frásagnar heimildar- manna minna fékk ég góðfúslega að nota bréfasafn Þórðar Tómassonar. Tómas Helgason léöi mér handrit Magnúsar Guðfinnssonar frá Staðarfelli og Aðalbjörg Edda Guðmundsdóttir handrit móöur sinnar, Karólinu Einarsdóttur frá Miðdal (1912—1962). Það er Karólinu að þakka, að ýmsar gamlar kreddur um hesta, m.a. um járningar, frjósemi hjá hryssum og fyrirboöa um gæöingsefni og jafnvel kyn og lit afkvæmis, hafa diki algjörlega glatazt. A timabilinu 1957—1961 safnaöi Karólina þeim munnmælum, sem elztu menn geymdu i minni, og eru handrit hennar aðalheimildin um þessa tegund islenzkrar þjóðtrúar.” , ,Hestalækningar skynsamlegri á íslandi en á öðrum N orðurlöndum ’ ’ 1 Sögu hestalækninga á Is- landi kemur fram, aö mjög sjaldan svo vitaö sé hafa hesta- lækningar hér verið bundnar kukli eins og gerðist á öðrum Noröurlöndum. Islenzkir bænd- ur virðast aldrei hafa ánetjazt galdramjöðum eöa skrýtnum tiltækjum til þess að lækna skepnur sinar, heldur byggðu þeir á reynslu. George var aö þvi spurður, hvaða fræöilega skýringu hann hefði á þessum mismun. — „Þaö, aö allflestar tilraun- ir til aö lækna hrossasjúkdóma á Norðurlöndum öðrum en Is- landi hafi veriö tengdar kukli, á sér gilda ástæöu. Á 17. öld var galdratrúin i algleymingi á Is- landi, en af rannsóknum Olafs Daviðssonar að dæma hefur aleins örfáum Islendingum dottið i hug aö kenna nágrönn- um sinum um aö hafa sýkt eöa drepið hesta með göldrum eins og titt var annars staöar á Noröurlöndum, jafnvel fram á 19. öld. Einnig sýna Eddukvæð- in, að hetjuandi vikingaaldar hefur heldur hneigzt til að ská- ganga villigróður hjátrúarinn- ar. Það sem er þó hvað þyngst á metunum, sé miðað viö Norður- löndin, er, að ýmsar alþýölegar hestalækningabækur, sem byggðu á kreddum, voru aldrei þýddar á islenzku. Þær voru þýddar úr þýzku og dönsku á sænsku og jafnvel úr þýzku og sænsku á dönsku, en aldrei á is- lenzku. A Hólum og i Hrappsey voru prentsmiðjurnar notaðar i þjónustu þjónusstu guðsorða- bóka, skólabóka og til fræðslu, en ekki til að prenta slikar bæk- Dr. George J. Hauser. Timamynd: FB Rætt við Georg J. Houser, nýbak- aðan doktor við Háskóla íslands ur sem kreddulækningabækur voru. — Ýmsir prestar og mennt- aðir leikmennhafaef til vill þýtt sérkennilegdýralækningaráð úr erlendum ritum á islenzku, en enginn vitnisburður er til um, að bændur hafi haft handrit þeirra til leiðbeiningar við hrossalækn- ingar. — Saga hestalækninga á Is- landi er merkileg af þvi að hún greinir frá viðleitni manna til lækninga i landi, þar sem ráð og meðul skorti raunverulega. Mörg ráð, sem menn hafa til þessa álitið heifeer hindurvitni, voru þaö alls ekki. Þau voru byggð á skynsemi og reynslu. önnur voru algjörlega út i hött og skepnurnar hefðu eins vel náð sér án þeirra, en það höfðu bændurnir ekki hugmynd um, fyrst þær læknuðust. Það er ýmislegt þessu likt, sem kemur i ljós, þegar grannt er skoðað.” Hvað gert var við klumsa hryssu Hvað vilt þú nefna sem dæmi um læknisráð á Islandi og lækn- isráð á öðrum Norðurlöndum? Við getum tekið t.d. klumsa hryssu. Til þess að opna á henni ginið höfðu bændur á Islandi ýmis ráð, misgóð. Heimildar- menn minir nefna mér sjö. Þar á meðal eru blóðtökur, inngjafir og þvinganir, en eitt vekur sér- staka athygli. Sumir bændur höfðu fundið það út að kæling á skepnunni gat gefiö góða raun. Af hverju vissu þeir ekki, en slikt á sér lifeðlisfræðilegar skýringar. Þannig geta fjórir heimildarmenn um, hvernig sundleggja skuli klumsa merar. Þaö voru feðgar úr A-Eyja- fjallahreppi, Þingeyingur og gamall Skagfirðingur. — Tveir bændur fæddir á Skógarströnd og i Kol- beinsstaðahreppi segjast hafa séð menn ausa köldu vatni yfir klumsa hryssu, þangað til hún fór aðskjálfa, ivon um að kjálk- arnir losnuðu við það. Þá var farið með hana i hús og hlynnt að henni. Sönn hrossalækning sem aldrei brást. — Ásgeir Einarsson dýra- læknir telur, að af svokölluðum þjóðráðum hafi þetta verið það bezta til að lækna klumsa mer- ar, sérlega ef merin varð klumsa af erfiði og var heit og sveitt. Þurfti þá að teyma hana út i djúpt kalt vatn eða ausa yfir hana köldu vatni, gæti hún ekki gengið. Þetta var, gert með góðum árangri i Lagarfljóti við Egilsstaðium 1930-1940. A þessu er til li'feðlisfræðileg skýring. Tilfellið er að kæling jafnar saltefnin i blóðinu, þar á meðal kalkið, eftir þvi sem Asgeir segir. Og nú er sjúkdómurinn læknaður með itrekuðum innspýtingum á kalsiumbórglú- konati.” Galdram j öður úr tíðablóði meyjar ,,A Norðurlöndum var ekkert likt uppi á teningnum. Höfundar gömlu hestalækningabókanna ráðlögðu við klumsa hryssum blóðtökur, stólpípur, poka með hvitlauk og djöflamiði eða galdramjöð úr tiðablóði meyjar, antimóni, ormadufti og safrani uppleystu i vatni. — Sænsk hestalækningabók getur þess, að i Hövsta-sókn i Næriki ætti að riða hrossinu sprett og gefa þvi siðan inn kattaskit i volgu öli. Allt er þetta á sömu bókina lært frá Sviþjóð og Danmörku. Eitthvað minna mun hafá verið um slikar kreddur i Noregi.” ,,Með hjálp góðra manna....” Vinnan við að safna efni og skrifa bókina, sem um leið er doktorsritgerð, hefur tekið George Houser6 ár. Allt er tekið með: saga, bókmenntir, þjóðsögur og trúarbrögð. Með hjálp góðra manna hefur honum tekizt að skrifa bókina á is- lenzku, en hann segir það hafa verið langt og strangt verk. — ,,Ég vildi hafa hana á is- lenzku, svo að hún yrði aðgengi- legri til lestrar. Ég geri mér fulla grein fyrir þvi, að það er aðeins á Islandi, Sem doktors- ritgerðir eru gefnar út i bók og lesnar af almenningi. Þið eruð miklir lestrarhestar.” Hið sama má reyndar segja um George sjálfan. Hann les allt, sem hann kemst höndum yfir, og veit greinilega ekki aðra aðferð betri til að eyða fristund- um sinum. Nú er hann að vinna að bók ásamt séra Braga Friðrikssyni um séra Pál Þor- láksson, sem talinn er fatnr Is- lenzkrar byggðar i N-Dakóta. Mun bókin verða gefin út á þessuári, 100 ára afmælisári is- lenzkrar byggðar i N-Dakóta. Þegar hér var komið sögu, var ég komin með Sögu is- lenzkra hestalækninga i hendur og ætlaði mér að lesa meira. FI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.