Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 23. marz 1978 15 heildar- t*ð á raforku sannleikurinn væri sá að við hefð- um hagnazt mjög á stóriðju og ekki sizt álverksmiðjunni. Hún hefði gertþað mögulegt að virkja Þjórsá i einum áfanga við Búr- fell. Virkjað aflhefðimeð tilkomu álverksmiðjunnar reynzt 60% ódýrara en orðið hefði i smærri virkjun á hagstæðasta stað. Þ.e.a.s. raforka til almennings- nota hefði orðið 60% dýrari. Þá taldi Ingólfur ekki ósennilegt að sunnanlands væru menn nú ekki betur staddir i raforkumálum en viða úti á landsbyggðinni, hefði Þjórsá ekki verið virkjuð með þessum hætti. Þá bar Ingólfur Jónsson yfir- verkfræðing Landsvirkjunar fyr- ir þvi, aðtekjur af orkusölunni til ISAL hafi staðið undir öllum lán- á (■;. alþingi Jónas Árnason. um vegna virkjunarinnar við Búrfell, öllum lánum af linu frá Búrfelli að Geithálsi, öllum lán- um vegna aðveitustöðva, dýru spennistöðvarinnar við Geitháls og öllum lánum vegna kostnaðar við vatnsmiðlunina i Þórisvatni, en hún væriekki aðeins fyrir Búr- fellsvirkjun heldur einnig Sig- ölduvirkjun og Hrauneyjafoss- virkjunogvæntanlega virkjun við Sultartanga. Staðreyndin væri sú, sagði Ingólfur, að ISAL hefði kostað Búrfellsvirkjun og meira til með þvi að kaupa 60% af fram- leiðslu virkjunarinnar. Þá gat Ingólfur þess að álverk- smiðjan greiddi sama verð fyrir raforkuna og áburðarverksmiðj- an. Greiðslur ISALs fyrir raforku á árinu 1977 námu 26,6% af heildarorkusölutekjum Lands- virkjunareða980 millj. kr. af 3700 millj. kr., sem var heildarorku- sala Landsvirkjunar. Aflþörf ISALs næmi aftur 30,8% af upp- settu afli Landsvirkjunar. Greiðslur ISALs til innlendra aðila á siðasta ári voru i krónum miðað við gengi 1. jan. s.l. sem hér segir: millj. kr. Framleiðslugjald 295-4 Raforka 978.2 Vextir og afborganir af hafnar- kostnaði iStraumsvik 400.7 Launagreiðslur og launatengd gjöld 2110.7 FarmgjöldtilEimskip 276.2 Ýmsar greiðslur, mötuneyti o.fl. 805.5 eða 48667 millj. kr. heildar- greiðslur ISALs á árinu til inn- lendra aðila. Siðan sagði Ingólfur að úr þvi að byrjað var á þvi að fá stóriðn- að, sem gefur þjóðinni mikinn arð, verði haldið áfram á sömu braut, en ó með allri varúð. Jóhann Hafstein <S): Engar niðurgreiðslur á stóriðjuorku Jóhann Hafstein kvað sumt rétt sem fram kom i ræðu framsögu- manns, Páls Péturssonar, t.d. um takmarkanir á gildistima orku- sölusamninga, og væri sjálfsagt að hafa það i huga i framtiðinni. Hins vegar kvaðst hann vilja mótmæla öllum fullyrðingum um niðurgreiðslur Islendinga á orku til álverksmiðjunnar. Vitnaði hann i starfsmannablað ISALs og, komu þar fram mikið til sömu upplýsingar og Ingólfur Jónsson hafði eftir yfirverkfræðingi Landsvirkjunar. Auk þess sagði Jóhann m.a.: ,,Það litur nú kannski fljótt á litið vel út, að það megi aldrei selja, hvorki stóriðjufyrirtækjum eða öðrum, raforku undir kostnaðar- verði. Eigendum álverksmiðj- unnar var seld raforkan á kostnaðarverði, ekki undir kostnaðarverði, en hins vegar er það alveg augljóst, að það er auð- veltaðbenda á þau tilfelli, aðþað gæti verið mjög hagkvæmt fyrir Islendinga að selja einhvern hluta af raforku sinni undir kostnaðar- verði vissan tima, takmarkaðan tima, til stóriðjufyrirtækja i stað þess, aðláta vatnið renna til sjáv- ar og fá ekki neitt grpitt fyrir það, þvi þessar virkjanir geta þó gefið eitthvað af sér, jafnvel þótt raf- magnið sé borgað undir kostnaðarverði, sem þó hefur ekki verið raunin á.” Jónas Arnason < Abl): Tapað á vatninu i 1100 ár? Jónas Arnason gerði nokkrar athugasemdir við málflutning Ingólfs Jónssonar og Jóhanns Hafstein, einkum er varðaði tröllatrú þeirra á framkvæmdum þegar verststæði, og höfðaði m.a. til fullyrðinga forstjóra Grundar- tangaverksmiðjunnar um að bezt væri að reisa verksmiðjuna nú, þegar markaðshorfurnar væru svona slæmar. I lok ræðu sinnar sagði Jónas ennfremur: „Það var á það bent af hálfu annars þeirra hæstvirtra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem töluðu, að það gæti orðið mikið vit i þvi að selja rafmagn undir kostnaðarverði frekar held- ur en það að láta vatnið renna til sjávar. Eftir þessu fer að verða timabært, sýnist manni, að at- huga, hvað við höfum tapað á þvi i þessi 1100 ár að láta þetta vatn allt saman renna niður i móti án þess að hafa af þvi þann hag, sem •við hefðum getað eftir þessari kenningu — eða hvers konar tap við hefðum haft af þvi að láta það renna svona i 11 aldir til sjávar. Ég vek athygli á þessu bara til þess að menn hugleiði hversu langt er gengið i vitleysunni, þeg- ar verið er að mæla fyrir stóriðju hér úr þessum stóli, og læt svo lokið máli minu að þessu sinni.” Steingrimur Hermannssou (F): Hugmyndin mjög erfið í framkvæmd Steingrimur Hermannsson taldi hugmynd þá er umrædd þingsályktunartillaga fæli i sér, þ.e. að selja orku til stóriðju á föstu meðalframleiðslu- kostnaðarverði heildarfram- leiðslunnar, illframkvæmanlega ef ekki óframkvæmanleg. Þá taldi hann einnig, að eins og m álið væri fram sett, yrði varla hægt að koma á þeirri festu er að væri stefnt. Þá sagði Steingrimur að menn mættu ekki rugla saman andúð á þátttöku útlendinga i islenzku at- vinnulifi og andúð á orkufrekum iðnaði, sem vissulega væri ekki allur af hinu illa. Orkan væri ein- mitt einhver okkar dýrmætasta náttúruauðlind. Þá varpaði Steingrimur fram þeirri spurningu hvað væri meðalframleiðslukostnaður heildarframleiðslu raforku i landinu, kvað hann það ekki koma skýrt fram i tillögunni. Fjallaði Steingrimur siðan um ýmisleg tæknileg atriði, er gerðu örðugan útreikning af þessu tagi, og þá sérstöðu sem orkufrekur iðnaður hlyti að hafa vegna minni dreifingarkostnaðar, lengri nýtingartima, litils fasafráviks ogýmissaannarra atriða,sem öll stuðluðu að þvi að einmitt orku- frekir notendur væru hagstæðast- ir fyrir rafveiturnar. Þeir keyptu ennfremur mest af afgangsork- unni og fyrir hana borguðu þeir minnst. Sagði Steingrimur að vissulega kæmi til greina að hækka af- gangsorkuna eitthvað og lækka í staðinn verðið til almennra not- enda. Lausnin væri þó ekki að snúast einstrengingslega gegn orkufrekum iðnaði. Fjallaði Steingrimur siDan um álverið og járnblendiverksmiðjuna sérstak- lega. Hefðum við ekki viljað ál- verið, sagði hann, hefðum við ekki getað byggt Búrfellsvirkjun. Þá sagðist hann engan hafa heyrt rengja tölulegar upplýsingar um að álverið greiddi að fullu Búr- fellsvirkjun og fleiri mannvirki á 25 árum i orkuverði. Sagði Steingrimur að Is- lendingar hefðu aldrei ráðið við að eiga meirihluta i álverksmiðj- unni, en hins vegar væri hann á þeirri skoðun að okkur bæri að stefna að þvi að eiga meirihluta i sllkum stóriðjufyrirtækjum og kvaðst hann alveg á öndverðum meiði við Jóhann Hafstein i þvi efni en Jóhann hefði talið að eignaraðild Islendinga i járn- blendiverksmiðjunni hefði aðeins átt að vera óveruleg. Samanburður á aðstæður i orkumálum hér og 1 Noregi, sagði Steingrimur, að kæmi ekki til greina, þar væri tvennu gjöróliku saman að jafna. 1 Noregi, sagði hann, væri alls ekki um neina af- gangsorku að ræða, þar sem Noregur væri samtengdur Evrópu i orkumálum, og Norð- menn losnuöu við alla sina af- gangsorku á toppverði til Dan- merkur og meginlandsins. Framhald í næsta blaði viljinn í VSftKi sýning aó KjarvalsstöÓum 18.-27 mars 78 dagskrá: Skírdagur 23.3 Kl. 3 Lúðrasveit leikur (ef veður leyfir) Kvikmyndasýning Kl. 8.30 Háskólakórinn syngur Sýningin opin-f-rá kl. 2-10 e.h. Föstudagurinn Lokað langi 24.3 Laugardagur 25.3 Kl. 5 Kvikmyndasýning. Kl. 8.30 Nemendur úr Öldutúnsskóla syngja. Sýnisgin opin frá kl. 2-10 e.h. Páskadagur 26.3 Kl. 5 Telpnakór úr Garðabæ syngur og Söngflokkurinn Hljómeyki flytur nokkur lög Kl. 8.30 Upplestur, Guðrún Ásmundsdóttir les Sýningin opin frá kl. 3-10 e.h. Annar í páskum Kl. 5 Brúðuleikhús Siðasti daqur Kl. 8 Jónas Þórir leikur á orgel sýninqarinnar Sýningin opin frá kl. 2-10 e.h. HIMBO-veggsamstæður fyrir hljómflutningstæki Tilvaldar fermingargjafir Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.