Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 19
18 Fimmtudagur 23. marz 1978. Ekki sjúkdómur, heldur ástand Rætt við Magnús Kristinsson, formann Styrktarfélags vangefinna í Reykiavík A þessum degi, fimmtudegin- um 23. marz 1978, sem jafnframt er skirdagur, eru li&in nákvæm- lega tuttugu ár sl&an Styrktar- félag vangefinna var stofnaö i Reykjavik. Af þessu tilefni sneri Timinn sér til núverandi for- manns félagsins, Magnúsar Kristinssonar, og baö hann a& ræöa viö lesendur blaösins um þennan merka félagsskap, sem hefursvo augljósu menningar- og mannú&arhlutverki aö gegna, aö ekki þarf aö ræ&a sérstaklega um þá hliö málsins. Fyrstu skrefin I Og þá er þaö fyrsta spurningin, Magnús: — Hver voru fyrstu tíldrög þess, a&Styrktarfélag vangefinna var stofnaö hér i Reykjavik? — Fyrstu tildrögin voru hin sömu ogoft ásérsta&.þegar félög veröa til, — ekki sizt llknarfélög. Sá er eldurinn heitastur, er á sjálfum brennur, og það sem hratt þessari félagsstofnun á staö var nauösyn þess fólks sem haföi oröiö fyrir þeirri reynslu aö eign- ast vangefiö barn. Foreldrar van- gefinna barna tóku sig saman og mynduöu þennan félagsskap til styrktar þeim börnum sfnum, sem áttu viö andlega fötlun aö striða. — Ýmsir höf&u lagt þessum málum lift, löngu á&ur en foreldr- ar vangefinna barna myndu&u samtök sin. — Já, þaö er alveg rétt. Þaö gerðist ákaflega merkilegur at- buröur hér á landi áriö 1930, þegar Sesselja Sigmundsdóttir gekkfram fyrir skjöldu og stofn- aöi heimili fyrir vangefin börn. Hún haföi kynnt sér þessi mál i útlöndum, vissi, aö þaö var knýj- , andi þörf fyrir slika starfsemi hér á landi, og hófst þegar handa. Hún safnaöi aö sér vangefnum börnum, fór meö þau austur i Grimsnes og var meö þau þar i tjaldi fyrsta sumariö. Um haustiö tókst henni þó aö fá húsaskjól fyr- irir sig og börnin, sem hún haföi tekið aö sér,*g þar meö var þaö i rauninni oröiö til, Barnaheimiliö að Sólheimum i Grimsnesi, sem allir Islendingar þekkja, eöa hafa a.m.k. heyrt talaö um. Þar hafa nú á siðari árum veriö á milli fjörutiu og fimmtiu vangefin börn og unglingar. — Þetta hafa veriö einhver fyrstu skrefin til þess aö hjálpa foreldrum vangefínna barna, og þeim sjálfum? Já, þetta var meö þvi fyrsta, sem gert var skipulega til þess aö létta á heimilum vangefinna barna, og a& veita þeim sjálfum ýmsa þjónustu, sem erfitt var eöa óframkvæmanlegt aö annast i heimahúsum. Rikisvaldib^ kom til sögunnar i þessum málum, þegar heimiliö að Kleppjárnsreykjum I Borgar- firði var sett á stofh árið 1946, en Kópavogshælið tók til starfa 1952. — Og svo er Styrktarfélag van- gefinna stofnað sex árum si&ar,' 23. marz 1958. — Já. Það félag var stofnað af foreldrum vangefinna barna og áhugafólki úm málefni vangefins fólks. Eins og stendur i lögum félagsins, er það stofnað ti! þess aö stuðla að bættum aðbúnaði vangefinna i landinu. Þetta hefur verib eitt af meginmarkmiöum félagsins, og er það enn. félagiö hafi veriö stofnaö af for- eldrum vangefinna barna og áhugafólkium málefni vangefins fólks. Atti félagiö þá frá upphafi annan bakhjarl en nánustu að- standendur þessara barna? — Já, strax árið 1958 komu fleiri til sögunnar og buöu aðstoö sina en foreldrar og aðrir nánir vandamenn barnanna, þótt að- standendurnir væru auðvitaö þungamiöjan i félagsskapnum. Eitt af fyrstu verkum félagsins var aö leita til rikisvaldsins um aöstoö, og þeirri málaleitan var ágætlega tekiö. Þaö var fariö a& huga aö tekjustofni I þessu skyni, og strax þetta ár, 1958, var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um skatt á allt öl og gosdrykki sem seldir væru I landinu, og skyldi því fé sem þannig safnaö- ist, varið til styrktar hinum unga félagsskap. Þaö var hið svokall- aða tappagjald, sem allir kannast viö. Sjó&urinn heitir Styrktar- sjó&ur vangefinna, og hann hefur frá upphafi verið i vörzlu félags- málaráðuneytisins. — Ég þarf auövitaö ekki aö spyrja um hlutverk sjó&sins? — Nei, það liggur nokkurn veginn i augum uppi. Þó má geta þess, til frekari glöggvunar, aö honum er sérstaklega ætlaö aö reisa stofnanir fyrir vangefiö fólk, eöa meö öörum orðum aö byggja og endurbæta húsakynni þeirra stofnana, þar sem van- gefið fólk dvelst. 1 upphafi var þetta aö visu ekki gildur sjóöur, en honum hefur vaxiö ásmegin með árunum, og núna á þessu ári er gert ráð fyrir aö inn i hann komi um hundrað og fimmtiu milljónir króna. En sé litið yfir allt timabiliö, sem sjóöurinn hefur starfaö, þá hafa komiö þar inn um það bil fjögur hundruö milljónir, fram aö siðustu ára- mótum, og öllu þvi fé hefur veriö variö til uppbyggingar allra stofnana, sem annast málefni vangefinna, á öllu landinu. > — Þú talar um a& byggja og endurbæta húsakynni þeirra stofnana, þar sem vangefiö fdlk dvelst, en fleira þarf að vera til staöar en sjálf húsin. Nægja þessir peningar til þess aö kaupa húsgögn og annaö, sem ekki er hægt án aö vera? — Hér er þaö sem áhuga- mannafélögin koma til sögunnar. Þau hafa lagt mjög mikiö af mörkum til þess að kaupa innbú og ótalmargt fleira, sem nauö- synlegt er á hverju heimili. — Viö minntumst áöan á Sól- heima, Kleppjárnsreyki og Kópa- vogshæliö. En hvernig var mál- efnum vangefinna aö ööru leyti háttaö, þegar Styrktarféiag van- gefinna tók til starfa fyrir tuttugu árum? Hvaö til dæmis um skóla og fræöslumál vangefins fólks? — Þaðvargottaðþúminntist á skóla- og fræöslumál. Ef til vill getum viö minnzt betur á þau siöar i þessu spjalli. En ef þú átt viö það, hvernig málefnum van- gefinna yfirleitt hafi veriö háttaö þegar Styrktarfélag vangefinna tók til starfa, þá var ástand þeirra mála satt aö segja mjög bágboriö, þegar frá er talin starf- semi þeirra stofnana, sem þú nefndir: Sólheimar, Kleppjárns- reykir, Kópavogshæli. En reynd- ar var heimilið aö Kleppjárns- reykjum lagt niöur, þegar Kópa- vogshæliö tók til starfa. — Ariö 1958, þegar Styrktarfélag van- gefinna var stofnaö, vorutil rösk- lega hundraö rými, eöa sjúkra- rúm á stofnunum fyrir vangefna, en taiið var þá, að þörf væri fyrir aö minnsta kosti fjögur hundruö rúm. Si&an hefur þessum málum þokað svo fram,aö nú eru á stofn- unum þrjú hundruö sjötiu og fimm manns. Þó er bekkurinn fullsetinn, og meira aö segja vantar enn rými á hælum fyrir vangefna. Ég vil taka það skýrt fram, að þótt ég notaöi áöan oröiö ..sjúkra- rúm”, til frekari glöggvunar, þá er þaö fólk sem hér um ræöir, alls ekki sjúklingar i venjubundinni merkingu þess or&s. Þetta er viss tegund fötlunar, ástand sem heldur áfram aö vara, en samt sem á&ur er oftast hægt aö hjálpa Magnús Kristinsson. þessu fólki ákaflega mikiö og koma þvi til aukins þroska með kennslu og þjálfun. Mig langar aö vitna til orða, sem Magnús Magnússon kennari, núverandi fulltrúi i menntamálaráðuneyt- inu, sag&i einu sinni viö mig: „Þaö geta allir eitthvaö lært,” Tlmamynd: Róbert. sagði hann. Þaö eru áreiöanlega orð aö sönnu. Dagheimili og litil vistheimili — Þaö sem viö erum aö ræöa hér um Styrktarfélae vaneefinna Styrktarsjóður vangefinna — Þú tókst svo til orða, aö Núverandi stjórn, varastjorn og framkvæmdastjóri Styrktarfélags vangefinna i Reykjavik: Standandl frá vinstri: Tómas Sturlaugsson, fram: kvæmdastjóri, Jóhann Guömundsson ritari, Davlð Jensson. Meö stjórnendur: ólafur óiafsson laúdlæknir, Siguröur Gar&arsson, Hilmar Sigurðsson og Sigurður Hallgrimsson. Sitjandi frá vinstri: Halldóra Sigurgeirsdóttir meðstjórnandi, Magnús Kristinsson formaður, Gunnar Þormar varafor maður, Ragnheiöur S. Jónsdóttir. W——HillUMLLlH—WBH—■Wl'll l ■' ii'Mwmivmrmimim næænwwpæMaaaiwaaMgMPgtMWMmgMMiMMMroMMroMMBiMaeiMMmM! Fimmtudagur 23. marz 1978 ; 19 Elzta heimildin um stofnun styrktarfélags vangefinna I Reykjavik. Ef myndin prentast vel, geta menn séð, að dagsetningin er 10. febrúar 1958. Útileikfimi I góöu veðri hjá einu af dagheimilum Styrktarfélags van- gefinna 1 Reykjavik. á tvitugsafmæli samtakanna, langar mig aö spyrja þig hver hafi veriö allra fyrstu verkefnin, sem þau beittu sér fyrir? — Fyrsta verkefnið var að byggja dagheimili fyrir vangefin börn. Ég tel merkilegt, aö þaö skyldi vera byrjaö á einmitt þessu, þvi aö þaö er aö koma æ betnr í ljós meö hverju árinusem liður, aö þaö er rétt stefna a& byggja fremur dagheimili og litil vistheimili ai stórar stofnanir. Hins vegar þurfa stofnanir að vera til lika, þvi að nokkur hluti vangefins fólks þarf aö dveljast aö staöaldri inni á stofnunum, en það er samt sem áöur ekki nema lKill hluti. Það var dagheimiliö Lypgási Safamýri, sem Styrktar- féla'giðbyrjaöiaöbyggja. Þaö tók til starfa 1961, þar eru f jörutiu og tvö börp, og þetta heimili starfar af fullumkraftienn.Viðbyggðum . sömuleiöip annaö dagheimili. Þaö heitir Rjarkarás, og það tók til starfa réttum tiu árum seinna en Lyngás, eöaárið 1971. I Bjark- arási eru unglingar og fulloröið fólk, og þar dvWjast fjörutiu og sex manneskjurXA siöast liönu ári fengum viö til\pota hús, sem forráðamenn Reykjavikurborgar útveguöu okkur, og þpr dveljast núna tiu manns. Enn langar mig að minnast á eitt, fyrst\ið erum aötelja upp framkvæmdir Styrkt- arfélags vangefinna. Fé^agiö hefur keypt hús, þar sem rekfö er svokallað fjölskylduheimili. Þar dveljast fimm stúlkur ásamt hús- móöur. Tvær þessara stúlkna hafa „útskrifazt” frá Skálatúns- heimilinu, sem þýöir þaö, að þær hafa með hjálp, námi og vinnu, komizt til þess þroska, aö þær geta unnið flest algeng störf á dagheimili. Aö visu eru þessar stúlkur i allháum greindarflokki, miðaö við vangefiö fólk yfirleitt, en viö erum samt ekki i neinum vafa um það, aö inni á stofnunum er talsvert mikið af vistfólki, sem, gæti náö svipuðum árangri, eöa jafnvel betri. — Þú tókst svo til oröa, að stúlkurnar gætu unniö flest al- geng störf á dagheimili. Er það ekki ákaflega misjafnt meðal vangefinna, hvaða störf hver ein- stakiingur gctur innt af hendi? — Að sjálfsögðu. En þaö er lika langt siöan viö, sem stöndum aö Styrktarfélagi vangefinna og margir fleiriveittuþvi athygli, aö vangefiö fólk getur unniö miklu meira en þaö gerir. Ef menn halda, aö vangefnu fólki sé nægi- legt að sofa, borða og njóta húsa- skjóls, þá er þaö fullkominn mis- skilningur. Við þykjumst hafa fært sönnur á þetta, siðan viö settum á stofn heimilið Bjárkarás árið 1971, þar sem bæði eru ung- lingar og fullorðið fólk. A heimil- inu að Lyngási eru aftur á móti börn og unglingar á aldrinum þriggja til átján ára. Viö getum vel tekiö s vo til oröa, aö allt vist- fólkiö i Bjarkarási sé i starfs- þjálfun. Þar starfar m.a. læröur smiöur, sem kennir smiöar, og nú er hafin þar sjálfstæö fram- leiðsla. Þaö eru framleiddir þar gólfklútar, múrbretti, handklæöi, sængurfatnaöur, — svo nokkuö sé néfnt. Drengirnir á heimilinu hnýta tauma, og auk þess hefur fólkiö þar tekið aö sér ýmis verk- efni fyrir fyrirtæki, pakkaö inn þúsundum jólakorta og einnig unniö fyrir Umferöarráö. Þessi störf hafa ekki veriö verr af hendi leysten svo, að við höfum fengið sérstaka viöurkenningu fyrir þau frá þeim a&ilum, sem unniö var fyrir. Þetta finnst mér merkilegt, og ég get viöurkennt, að ég trúði þvi ekki i upphafi, aö hægt væri að ná slikum árangri á skömmum tima. Næsta sporiö er svo að koma upp „vernduðum vinnustað”, og eftir að svo er komiö, er alls ejtki frá- leitt, að hægt veröi aö grei&a starfsfólki okkar laum'eftir af- köstum. ■ Allir geta lært að vinna einhver störf — Nú væri freistandi að breyta setningunni, sem þú hafðir eftir Magnúsi Magnússyni sérkennslu- fuiltrúa áðan, að allir geti eitt- hvað lært, og segja: Allir geta eitthvaö gert. — Alveg rétt. Þaö geta allir gert eitthvaö, — leyst einhver störf af hendi. Og þaö þarf enginn aö halda, aö vangefnu fólki nægi aö læra aö lesa, skrifa eöa teikna. Þær manneskjur, sem vangefnar kallast, ver&a fullorönar eins og annaö fólk, og þær hafa oft engu minni athafnaþörf en a&rir. Van- gefnum manni nægir ekki aö hima aðger&alaus úti i horni á milli þess, sem hann sefur og borðar. Annaö er lika mjög athyglisvert: Eftir að vangefiö fólk hefur lært eitthvert verk, vinnur það mjög vel. Þaö er laust viö þann atvinnusjúkdóm sem þjáir okkur hin, streituna, og þaö verður lika mikiu minna fyrir truflunum viö verk sitt. Van- gefinn maöur er næstum alltaf ótrufla&ur af simanum á meöan hann er að störfum, — af þeirri einföldu ástæ&u, aö fáir telja sig eiga erindi við hann. — Þar að auki einbeitir vangefinn maöur sér ósjálfrátt betur aö verki sinu en hinn, sem heilbrigður kallast. Þetta er ofureölilegt, og stafar vitanlega af ástandi hins van- gefna. Eftir að hann er byr jaöur á verki sinu hugsar hann yfirleitt ekki um annaö, fyrr en þvi er lok- iö. — Ég hef séö merkilegt dæmi þessa í Danmörku. Þar var veriö aö pakka inn hönzkum, sem skur&læknar nota. Þetta var gert . á tveim vinnustööum, og i ööru \ilvikinu voru allir starfsmenn- ínjir vangefnir, en enginn i hinu. Þegar verkin voru borin saman, reynliist það miklu betur og ná- kvæn^r af hendi leyst, sem van- gefnav^fl&lkið haföi gert. Ekki neinn vllfi á þvi, aö hér er þaö ná- kvæm nin>,— alúöin viö verkiö, — sem riöur ^aggamuninn. Þegar vangefinn mpður hefur einu sinni lært verk, vinnur hann það upp frá þvi, — og* leggur sig allan fram. v Fræðslumál.'vangefmna — Við höfum i\tt hér um þá staöreynd, að vangefjö fólk getur lært vissa hluti, bæði til munns og handa, enda vitum við -þáðir, að það hefur lengi verið starfandi skóli I landinu, sem eingnjigu er helgaður vangefnu fólki. — Já. Ég þykist vita, aö\þú eigir viö Oskjuhliöarskólann, sem áöur hét Höfðaskóli. Þessi skóli hefur frá upphafi veriö mjög merkilegstofnun, og þaö er mikiö gleöiefni aö hann skuli nú loks hafa fengiö góö húsakynni til starfsemi sinnar. Þó er það nú svo.aösá skólier yfirfullur, þrátt fyrir aukinn og bættan húsakost. En þaö er verulegur munur á Oskjuhli&arskólanum annars vegar og skólanum okkar, — sem ég kalla svo — hins vegar. Gert er ráö fyrir þvi, aö nemendur öskju- hliðarskólans hafi allir greindar- visitöluna 50, eöa þaöan af meira, en þaö er langur vegur frá þvi, a& allt vangefiö fólk sé svo vel á vegi statt. Margir eru neöan viö þau mörk, og sumir langt fyrir neðan þau. Bráönauösynlegt er aö þess- ir einstaklingar fái sinn eigin skóla, en fram aö þessu höfum viö veriö aö reyna aö kenna þeim i ófullnægjandi húsnæöi, sem i upphafi var ætlað til allt annarra nota, og er þvi óhentugt til slikrar sérkennslu. Rikisvaldiö hefur verið heldur naumt i útlátum til þessara mála, en á undanförnum árum höfum viö átt gott samstarf viö menntamálaráöuneytiö, og núna, laugardaginn 18. marz, varð sá gleöilegi atburöur, að menntamálaráöherra, Vilhjálm- ur Hjálmarsson, tók fyrstu skóflustunguna aö skóla fyrir vangefna. Sá skóli verður byggö- uraf rikinu, og hann á a& standaá lóö Lyngáss. Þetta finnst okkur stórmerkur áfangi i skóla- og fræöslumálum vangefins fólks á Islandi. Vangefni er ekki sjúkdómur, heldur ástand. Vangefið fólk þarfnast verndar, en ofverndun getur lika veriö þvi hættuleg, ekki siöur en öðrum. Ef menn fá aldrei aö gera neitt af sjálfsdá&um, veröur tæplega mikiö úr hæfileik- um þeirra, hvort sem þeir eru þröskaheftir e&a ekki. Engum manni er hollt aö honum sé rétt allt upp i hendurnar, — þaö þekkjum viö öll, — og allra nauðsynlegast er þö aö þeir sem á einhvern hátt eru minni máttar, andlega eöa likamlega, fái aö reyna á sig, svo aö sjáist hvaö i þeim býr. Aö ö&rum kosti kemur það ekki i Ijós. Verkefni framtiðarínnar — Um þessar mundir eru liöin tuttugu ár síðan Styrktarfélag vangefinna i ReykjavQc var stofn- að. Getum við ekki tekið svo til oröa, að féiagið standi á timamót- um, nú, á tvitugsafmæli sinu? — Já, þaö held ég að megi segja. Viö höfum ákveöiö aö gera þetta afmælisár aö svokölluöu „opnu ári”, þaö er aö segja aö opna málefni okkar fyrir fólkinu i landinu. Þetta hefur óneitanlega veriö nokkuð lokað, en viö viljum blása öllum skýjum burtu og opna allri þjóðinni leiö tii þekkingar og skilnings á málstaö og a&stö&u vangefins fólks á Islandi. „Framtiöinuppsker, en fortiöin sáir”. Styrktarfélag vangefinna á sérmörghugðarefni, sem þaö vill vinna að i framtiöinni, og er þegar byrjaö á sumum þeirra. Þar má til dæmis nefna byggingu nýs dagheimilis, þar sem 24 vist- menn eiga að geta dvalizt. Þar mun vistmönnum veitast mjög góö og fullkomin aöstaöa til náms og starfa, og ekki sizt til alhliða þjálfunar, sem flestir eru nú farnir aö viöurkenna aö sé ein- hver mesta nauðsyn vangefins fólks. Ég minntist á svokallaða „verndaöa vinnustaöi” fyrr i þessu spjalli. Nú á dögum er sú stefna alls sta&ar uppi, bæöi á tslandi og I öðrum löndum að koma vangefnum einstaklingum nær hinu almenna samféiagi, en þeir hafa áttkost á fram aö þessu. Þetta er alls ekki eins ófram- kvæmanlegt og margir hafa álitið,en tilþessaöþaö getioröiö, þarf mikla kennslu og þjálfun. Komið hefur i ljós, að slikt marg- borgar sig frá þjóðhagslegu sjón- armiði, aö ekki sé minnzt á vel- liðan einstaklinganna, sem hér eiga hlut aö máli. Vangefnir ein- staklingar eru miklu hæfari til þess að taka þátt i þjóölifinu i kringum sig en álitiö hefur veriö, — en á þetta hefur ekki reynt, ein- faldlega vegna þess, aö hinir van- gefnu hafa ekki notið nægilegrar kennslu og þjálfunar. Enná Styrktarfélag vangefinna margt ógert. Þar kemur mér fyrst i hug það brýna verkefni aö koma upp fleiri fjölskylduheimil- um, og enn fremur vernduðum vinnustööum, eins og ég hef áöur drepiöá.Viömegumekkihægja á ferðinni fyrr en viö höfum náö þvi marki aö tryggja öllu vangefnu fólki I landinu góöan aðbúnaö. A þessari stundu tjáir ekki að tala um þaö, sem við „heföum átt aö fá” á liðnum árum. Slikt orða- skak veröur aðeins til þess aö dreifa kröftunum og beina athygiinni frá viðfangsefnum nútima og framtiöar. Bezta ráð okkar er aftur á móti að standa enn betur saman, og að knýja á um þau baráttumál, sem-við telj- um aö við ættum aö geta náö fram i dag eöa á morgun. Og við skul- um vona, aö sá timi sé skammt undan, þegar vangefnir einstakl- ingar njóta sama réttar og aðrir þjóðfélagsþegnar, svo ekki þurfi aö tala um nein baráttumál i þessu sambandi. — VS Sumarbústaður félagsins er á Kjalarnesi og heitir Rjóður. Þessa höföingiegu gjöf gaf frú Svéinbjörg Kiemenzdóttir, kaupkona I Reykjavlk til minningar um eiginmann sinn, Guðmund Magnússon kaup-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.