Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 23. marz 1978 Ungur f j áraf lamaður í Ítalíuferð Þaö bar á góma i haust. Þau fóru að ræða um það sin á milli, ungu hjónin, aö leggja land und- ir fót og fara til ltaliu. Guð- mundur Pétur, sem er ekki nema sex ára, hlustaði á, dálitið áhyggjufullur. llonum hraus hugur við þvi að veröa cftir heima, og svovartalað þannig um þessa ttalíuferð, að hann langaði óðar til þess að fara lika. En pabbi hans sagði hon- um, að þetta væri svo dýrt, að hann yrði að vera heima. Guðmundur Pétur varð hugsi. En ungt fólk hefur blessunar- lega mikiö hugmyndaflug, og Guðmundi Pétri kom ráð i hug. — Égsafna bara fyrir ferðinni sjálfur. Þá var hlegið. Þaö þurfti nú meira til en það, sem yrði gripið upp úr steinunum. En Guð- mundur Pétur lét sig ekki. Þaö var hann einn, sem trúði þvi, að hann gæti safnað fyrir ferðinni. Til var á heimilinu geysilega stór kókflaska, tuttugu og fimm litra. Þessa flösku gerði piltur að fjárhirzlu sinni. Hann fór með hana fram i forstofú og lét hana blasa viö allra augum, og lá þá ekki heldur á þvi, hvers vegna þessi flaska var þarna. Þegar dyrabjöllunni var hringt, fór hann sjálfur fram i forstofu, ef hann var við látinn og lét orð falla um flösku sina og ferða- áætlun. Og það hrutu i hana krónur. Smátt og smátt hækkaði i henni. Sjálfur steinhætti hann að bragða sælgæti, þótt honum væri boðið það, en fór þess aftur á móti vinsamlega á leit, að andvirðið rynni i peningaflösk- una. Nú bar það upp á, að Guð- mundur Pétur átti afmæli. Boö- iðvar i afmælið eins og titt er á merkisdögum svona ungra manna, ogfylgdi það boðinu, að afmælisbarniö vildi engar aðrar gjafir en þær sem smeygja mátti i flöskuna i forstofunni. Það létu sér allir skiljast, enda þegar farið að vitnast um þessa merkilegu flösku meðal kunn- ingjanna. Það var drjúgur slatti, sem draup i hana þennan dag, enda ekki laust við, að pabbi og mamma og afi og amma væru dálitið skattlögð. Loks kom þar nú á dögunum, að kókflaskan var oröin full upp i stút. Þá rann upp merkileg stund. Hvolft var úr flöskunni á gólfteppið i stofunni og talning hafin. Pabbi var skipaður að- stoðartalningarmeistari. Úr flöskunni komu 89.830 krónuj, talsvert. betur en þriðjungur i fimmtiu, tiuog fimm króna pen- ingum, en hitt i seðlum.. Guðmundur Pétur hefur öngl- að saman i ferðakostnaðinn, og nú kemst hann af sjálfsdáðum til Italíu. HIM BO-veggsamstæður fyrir hljómflutningstæki Tilvaldar fermingargjafir Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 Ritstjórn, skrifstofa og afgreiösla Rafvörur og verkfæri Byggingavörur 0SAMVIRKI VERZLUN Þverholti í Mosfellssveit Sími 6-66-90 Lóðaúthlutun — Hafnarfjörður Hafnarfjarðarbær úthlutar á næstunni þremur tvibýlishúsalóðum við Hólabraut og Ásbúðartröð. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræðings, Strandgötu (i. Umsóknum skal skilaö á sama staö eigi siöar en þriðju- daginn 11. april 1978. Eldri umsóknir þarf aö endurnýja. Bæjarverkfræðingur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.