Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 23. marz 1978 iíiÍMÍii Umræður i sameinuðu Alþingi um orkumál: Stóriðjufyrirtæki greiði framleiðslukostnaðarve — tillaga Páls sonar og Ingvars Gisla- sonar Nokkrar umræður hafa að undanförnu átt sér stað um orkumál og siðast i sameinuðu þingi um þingsályktunartil- lögu sem Páll Pétursson (F) og Ingvar Gislason (F) flytja um sölu raf- orku á kostnaðarverði til stóriðju. Tillaga þessi hljóðar svo: „Alþingi ályktar að kjósa 7 manna nefnd sem fái það verkefni, að semja og leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um raforkusölutil orkufreks iðnaðar. Frumvarp þetta móti reglur er tryggi, að ætið verði greitt a.m.k. meðal- framleiðslukostnaðar- verð heildarframleiðslu raforku i landinu, þann- ig að öruggt sé að ís- lendingar þurfi aldrei að greiða niður orkuverð til orkufreks iðnaðar. Trygging þessi sé þann- ig úr garði gerð, að verðlag raforku sé end- urskoðað árlega og raf- orkusölusamningar leið- réttir. Það verði óheim- ilt að gera raforkusölu- samninga til langs tima. Einnig verði unnið að þvi, að breyta þeim ork usölusa mn ingum, sem þegar hafa verið gerðir til samræmis við þessar meginreglur svo fljótt sem unnt er”. I framsöguræ&u sinni fyrir frumvarpinu sagði Páll Péturs- son, aí> þaö sem núverandi rikis- stjórn heföi einna verst tekizt til við, væru efnahagsmálin, og tals- verðurþátturþessa vanda fælist i einni setningu í stuttum stjórnar- sáttmála, þ.e.a.s. aö orkumál skyldu hafa forgang. Taldi Páll að óskynsamlegt væri að gefa einu ráðuneyti forgang að sjóðum landsmanna og hváð þá til skuldasöfnunar erlendis. Það væri lika óskynsamlegt að undir- rita ávísun og láta aðra um að fylla hana út. Siöan sagði Páll aö margt hefði tekizt vel 1 orkumálum á kjör- timabilinu, en þar gætti einnig óráösiu og óöagots i framkvæmd- um. Sú kenning að við ættum að virkja sem stærst og fengjum þá raforkuna á minna verði sjálfir, sagði Páll að hefði brugðizt. Stórir virkjunaráfangar hefðu það i för með sér, að til þess að hver kílóvattstund yrði ódýrari, þyrfti einhver kaupandi að fást strax að mest allri orkunni. Reynsla af þeim samningum sem islendingar heföu gert um sölu á rafmagni til orkufreks iðnaðar, sýndi og sannaði aö raforkunot- endur á islandi, þ.e.a.s. hinn al- menni raforkunotandi, væri fyrr en varöi farinn aö greiða niður raforkuna til stóriðjunnar. Niðurgreiðsla á raforku til stóriðju ,,Þegar Landsvirkjun seldi ál- verksmiðjunni fyrstu raforku 1969, þá varorkuverðið 68% af þvi verði, sem rafveiturnar guldu fyrir orkuna. Þetta hlutfall hefur breytztmjög siðan og komst árið 1975 niður i 24%, en þá keypti álverið sér stækkunarleyfi á ker- skála 2... og hækkaði þá verðiö 1976og varð 32% af þvi veröi, sem rafmagnsveiturnar þurfa aö greiöa Landsvirkjun. Þetta gefur nokkuö skýra mynd af þeirri þró- un, sem orðið hefur. Arið 1976 var raforkusala til stóriðju 56,1% af framleiddri raforku á Islandi, en fyrir hana einungis goldin 10,3% af heildarsöluverömæti. Þessar tölur um heildarsöluverðmæti eru að visuekki fyllilega sambærileg- ar, vegna þess að auðvitað kostar mikið að dreifa orkunni og hún er afhent með mismunandi hætti, en þetta gefur þó nokkra mynd. Það er svo komið, að orkuverð til stór- iðju hér er verulega lægra en i ná- lægum löndum, t.d. nálega helm- ingi lægraeni Noregi. Norðmenn hafa sett löggjöf um orkusölu rikisrafveitnanna norsku til orku- freks iðna&ar og þar gera þeir ráö fyrir ákveðnu lágmarksverði. Það var miðað við 6 aura norska 1. jan. 1976 við stöövarvegg. lárs- byr jun 1977 var þetta komið upp i 6.6 aura norska, en til saman- buröar má geta þess, að i fyrra- vor var hér gerður raforkusölu- > samningur viö norska fyrirtækið Elkem, þar sem raforkuverðið er 3.5 eyrir norskur. 1 Noregi yröi fyrirtækið að kaupa orkuna upp- spennta við stöðvarvegg, en við þurfum að flytja raforkuna með ærnum kostna&i upp á Grundar- tanga. Þá hafa Norðmenn gjald- skrárflokk, sem heitir „fastkraft med afbrudtsklausul” það er með 6 mánaöa gagnkvæmum uppsagnarfresti, og verð á þeirri orku er það sama eins og fyrir forgangsorkuna. Þriðji gjald- skrárfiokkur Norðmanna er það, sem þeir kalla „ikke garanteret kraft”. Þetta er sami orkuflokk- ur, sem i járnblendisamningnum heitir „afgangsorka” og er næst- um þvi gefin, en i Noregi goldin með 75% af forgangsorkuverði... En veigamesta atriöi norsku reglnanna er um leiðréttingu á orkuveröinu, en verðið á aö leið- réttast á hverju ári og fylgja norsku heildsöluvisitölunni ná- kvæmlega. Þó skal leiðréttingin ekki vera nema 5% á sama ári, en ef hækkun vísitölunnar er saman- lagt i þrjú ár meira en 15%, þá á að endurskoða hækkunarákvæöin og láta þau verka til framtiðar- innar. Þá skal undir öllum kring- umstæðum endurskoða vísitölu- ákvæðin 1. janúar 1985. 1 sjötta lagi er greiösluskylda fyrir alla forgangsorku og for- gangsorku með uppsagnarfresti, hvort sem hún er notuð af kaup- anda e&a ekki. 1 sjöunda lagi er það i norsku reglunum, aö hámarksgildistimi samninga er 20 ár. 1 áttunda lagi má magn orku til hvers fyrirtækis skiptast i 70% forgangsorku og 30% „fastkraft med afbrudtsklausul” og „ikke garanteret kraft”. Þeir skapa sér sem sagt tryggingu til þess að geta selt þetta mikið af forgangs- orku. Þá eru nokkur fleiri ákvæði, sem ég hirði ekki um að rekja hér, enget þóekkilátiðhjáliða að nefna ákvæðin um orkuflutning- inn, þ.e.a.s. að kaupendur eiga að greiða sérstaklega fyrir hann frá stöðvarvegg til verksmiöju. Fyrir flutningá orku áaögreiðaa.m.k. Ingvar Gislason 8% af orkuverðinu 4- 1% fyrir byrjaða 10 km, sé um lengri leið en 50 km að ræða. Þá er sérstak- lega undirstr ikaö af iðnaöarnefnd norska stórþingsins, aö þessi regla ætti lika að gilda um endur- nýjun á gömlum samningum.” Jámblendifélagið greið- ir helming norsks verðs , ,Ég vil vitna til samningsins við járnblendifélagið.sem geröur var í fyrravor. Þar var orkan seld á 3.5 aura, enekki6,6 aura. Siðan á aö hækka um 1/2 eyri 1982 og sé- staklega tekið fram, að sú hækk- un eigi sér stað á timabilinu, og siðan hækkar grunnverðiö fimmta hvert ár skv. úreltum reglum, sem Norömenn eru búnir aö fella úr gildi um samninga, sem gerðir voru á árunum 1962-1963. Þarna voru sem sagt hafðar til fyrirmyndar reglur, sem þá voru fallnar úr giidi i Nor- egi. Samanburðurinn er þá i stuttu máli þessi aö væri fyrir- tækið reist i Noregi hefði það þurftaögreiða,miöaðviö verðlag i fyrravor, 2.55 aura isl. fyrir kwst., en af þvi að það ri's i' Hval- firði þarf það einungis aö greiða 1.30-1.40 aur. Þaö er lærdómsrikt aðhugaað þvi hvernig Norömenn verðleggja heimilisnotkun, þvi að það er að vissu leyti sambærilegt aðbera saman hlutfalliö innbyrð- is á milli hinna einstöku flokka. Skv. upplýsingum, sem Sam- band isl. rafveitna hefur látið mér i té var verðið til heimilis- nota miðað við gangi i ágúst s.l. 7.27 kr. isl. i Noregi, en hér var á sama tima meðalverðið 14.49 kr. oghjá Rarik 21.28 kr. Landsvirkj- un selur rafveitunum, miðað við nýtingu 500 stundir á ári hverja kwst. á 3.91 kr. en sambærilegur gjaldskrárflokkur i Noregi er 2.43 isi. kr. Enn lakara er að athuga viðskiptin við álverið. Eins og ég sagði áðan, fóru 56,1% af fram- leiddri raforku á tslandi til stór- iðju, en fyrir hana voru einungis goldin 10,3% af heildarsöluverð- mætinu. Þetta rafmagn til álvers- ins var greitt meö svona i kring- um 80 aurum á kwst. en það væri greitt meö 2.55 kr. isl. i Noregi eftir samningi, sem hefði verið gerður á sama tima og stækk- unarsamningurinn við álverið 1976.” Siðan kvaðst Páll Pétursson vilja undirstrika það sérstaklega Ingólfur Jónsson Jóhann Hafstein að á Islandi þyrfti að virkja af skynsemi og hagkvæmni en þó fyrst og fremst fyrir okkur sjálfa. Virkjanir ættum við ekki að miða við erlenda stóriöju, viö hefðum af þvi slæma reynslu auk þess sem hún væriþjóðfélagsgerð okk- ar skaðleg á fleiri en einn veg. Fyrr en varir eru stóriðjur sem þessar risar I efnahagskerfinu, slik riki i rlkinu að þjóðfélaginu verður að stjórna með hagsmuni þeirra sérstaklega fyrir augum. Vegna fullyröinga sumra sjálf- stæðismanna kvaöst Páll vilja upplýsa, að hiö alisienzka Sam- band Isl. samvinnufélaga, sem þessir sömu sjálfstæðismenn köiluðu allt of stóran auöhring, ættiekki eignir nema sem næmi einuog hálfu álveri i Straumsvik, og þá er þriðji kerskálinn, sem veitt hefur verið leyfi til, ekki tal- irín með. Nauðsyn framleiðslu- kostnaðarvisitölu raf- orku Kvaðst Páll helzt kjósa að sett yrðu lög er bönnuðu frekari stór- iðjusamninga. Hér væri þó aöeins reynt að slá varnagla viö þvf, að almenningur þurfi aö greiða nið- ur orkuna tii stóriðjunnar. Geysi- mikilvægt væri að finna eitthvert skynsamlegtform á útreikningi á framleiðslukostnaði á raforku i landinu. Reglur Norðmanna taidi hann að vær,,i heppileg og nær- tæk tyrirmynd i þessu efni. „Andstaða við umsv,if útlend- inga i isl. atvinnuuppbyggingu Steingrimur Hermannsson Stefán Jónsson eru svipaðs eðlis og t.d. land- heigismáliö. Við þurfum iand- grunnið fyrir okkur sjálf. Við þurfum li,ka orkulindir okkar fyrir okkur sjálf i framtiðinni. Ég hef heyrt þvi slegið fram af einum stóriðju,talsmanninum, að þaö væri ósiðlegt af okkur Islending- um að vilja sitja að orkulindum landsins i heimi, þar sem óðum - txo+t+mvoo-i-, gengur á orku- lindir. Égtel það hins vegar ósi^- legt af isl. ráðamönnum, ef þeir hugsa ekki fyrst og fremst um framtiöarhag þjóöarinnar. Þetta er gott land, sem við eigum, gottland, sem viö eigum að búa i sjálfir og nytja sjálfir, bæði til sjós oglands. Þes vegna litég svo á,<@ atvinnuuppbyggingu og nýt- ingu fiskimiða, gróðurlands og orkulinda eigi a& haga á þann hátt, að viö reynum að byggja hér upp það þjóðfélag, sem viö viljum lifa I sjálfir ” Ingólfur Jónsson (S>: íslendingar hafa hagn- azt á stóriðju Ingólfur Jónsson tók næstur til máls og rakti i upphafi ræðu sinn- ar atvinnuþróun hér á landi. Kvað hann atvinnulif hafa verið einhæft og fátækt rikjandi allt fram til þess að véltækni og aukin afköst i iðnaði hafi grundvallað hin góðu lifskjör dagsins i dag. Þá fjallaöi Ingólfur um reynslu Islendinga af stóriðju og kvað hrakspár i þeim efnum óþarfar,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.