Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 24
24 Fimmtudagur 23. marz 1978 Ný sending væntan/eg Fólksbíl/ kr. 881.000 Station kr. 950.000 TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Vonar/andi við Sogaveg Símar 8-45-10 & 8-45-11 Verð — miðað við gengi i dag: é STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. Hvcrsvcgna að burðast mcð allt í fanginu fötu skrúbb, þvottaefni og flr. Hvað með tveggja fötu skruggukerru. sem eyðir engu. kemst yfir 20 km/klst. og erótrúlega lipur í umferðinni? Wmávm Fornleifafræðingarnir hafa umturnað þeim grundvelli, sem fræðin sögðu, að menning Vesturlanda hvildi á. Það er misskilningur, að ljós þeirrar menningar, sem varð til i Mesó- pótamiu og Egyptalandi fyrir fimm þúsund árum hafi smám saman rofið myrkrið á Vestur- löndum. Nú er kunnugt orðið, að elztu steinbyggingarnar, sem menn vita um, voru reistar i Norðurálfu, löngu áður en pýra- midar Egyptalands risu af grunni. Bændafólk i Evrópu stundaði námagröft og gat hag- nýtt sér kopar, kannski fyrr en nokkurtannað fólk i veröldinni, og að minnsta kosti þúsundum ára á undan Grikkjum og Róm- verjum. Þetta er dálitið ævintýralegt. Ensiðan árið 1967hafa skoðanir fornfræðinga á uppruna evrópskrar menningar verið að breytast. Það, sem okkur hefur verið kennt hingað til, stenzt ekki lengur. Hin forsögulega Evrópa var ekki byggð vankunnandi villi- mönnum, sem áttu þess lengi að biða, að þekkingin kæmi af fjar- lægum löndum til þess afkima heimsins, sem var þeirra heimaland. Það tók að rofa til hér og þar i Evrópu, löngu fyrr en við höfum til skamms tima gertokkur grein fyrir, meira að segja fyrr en hin nafntogaða há- menning i áveitulöndunum miklu i austri varð til. „Fornöld Norðurálfu var lengri en við héldum”, segir i grein, sem brezki fornleifa- fræðingurinn Colin Renfrew birti i nóvemberhefti timarits- ins National Geographic. Það eru endurbætur á aldurs- greiningu kolefnis, sem ieitt hafa þetta i ljós. Aldursákvörð- un fornfræðinga studdist áður við tvö atriði: Annars vegar voru þær heimildir, sem hand- bærar voru um fornmenningu Mesópótiumanna og Egypta og þá skoðun, að menningin hefði komið úr austri og breiðzt smám saman vestur á bóginn. Fornleifafundir i Evrópu voru færðir til aldurs, sem sennilegir þóttu með það i huga, hversu lengi nýmæli hefðu verið að ber- ast vestur yfir löndin og festa þar rætur — og þess vegna var taiið sjálfgefið, að evrópskar fornleifar væru mun yngri en samsvarandi fyrirbæri i Austurlöndum. Fyrstu kolefnis- mælingunum, sem koma við þessa sögu, laust niður eins og eldingu, þvi að þær sýndu svipaðan aldur evrópt-kra minja, ef ekki öllu hærri, heldur en viðlika minja frá Grikklandi. En þetta var aðeins upphafið. A sjöunda áratugnum kom á daginn, að kolefnismælingar voru harla vafasamar, ef um varað ræðasýni, sem eldri voru en þrjú þúsund ára gömul, og gat þar þeim mun meiraskakk- að, er þau voru eldri en þetta. Þaðvarof lágur aldur,sem kom út. Rannsóknir á árhringum á elzta tréveraldar, furutegund i Kaliforniu (elzta tréð, sem lifir fjögur þúsund ára, en dauðir stubbar elztir átta þúsund ára), leiddu i ljós, að kolefni 14 i and- rúmsloftinu hafði ekki ávallt verið hið sama eins og menn höfðu haldið. Með þvi að ákvarða kolefnið i árhringunum ár frá ári fékkst sú vitneskja til samanburðar, er nægði til þess að leiðrétta kolefnismælingarn- ar. Afleiðingin varð sú, að evrópsk sýni reyndust miklu eldri en talið hafði verið. Það, sem átti að vera frá þriðja eða fjórða árþusundi fyrir Krists burð, gat jafnvel verið átta þús- und ára gamalt. Þetta var rothögg á fyrri kenningar um menninguna, sem kom að austan. Colin Ren- frew, sem er prófessor i Southampton, var sá maður i hópi fornleifafræðinga, er hvað fyrstir aðhylltust hina nýju kenningu. Hann var oröinn sannfærður um réttmæti hennar þegar árið 1968. Hann taldi þá þegar, að eldri bronsöld á Bret- landseyjum væri ekki i neinum tengslum við Grikkland. 1 greininni i National Geographic teflir hann fram mörgum aldursgreiningum, sem stang- Tréö, sem skipti sköpum fyrir fullkomnun aldursákvöröunar meö kolefnismælingum. Tréð, sem gerði evrópska menningu þúsund árum eldri ast á við gömlu kenninguna um menningaráhrifin að austan. Stonehenge i Suður-Englandi var til dæmis reist árið 2.100 ár- um fyrir Krists burð, en ekki 1.500 árum eins og áðurvarhaft fyrir satt, og þar hafa þess vegna ekki verið til forsagnar neinir menn frá Mykeniu, þar sem allt komst i blóma um 1.600 árum fyrir fæðingu Krists. Steingrafirnar á Ile Carne á Bretaskaga eru ekki fjögur þús- und ára gamlar, heldur sex þús- und, og eru þess vegna elztu mannvirki úr steini, sem kunn eru. A Möltu eru sérkennilegar musterisrústir, sem meðal ann- ars hafa orðið kunnar af lfk- neskjum með svellandi brjóst og lendar i yfirnáttúrulegri stærð. Þær voru taldar frá upp- hafi annars árþúsunds fyrir Krist vegna minja, sem þóttu minna á Mýkeniu. Nú er viður- kennt, að þessi musteri hafa verið byggð um þrjú þúsund ár- um fyrir Krist, og kannski eru þetta elztu musterin, sem leifar eru til af i veröldinni. Hring- grafirnar i'Los Millares á Suð- ur-Spáni eru fimm hundruð ár- um eldri en hringgrafirnar á Krit, sem áður voru taldar ótvi- ræð fyrirmynd þeirra. I þeim löndum, þar sem nú er Búlgaria og Rúmenia voru verkfæri gerð úr kopar um það bil 4.500 árum fyrir Krists burð, meiraen tvö þúsund árum áður en fyrr var trúað. Það var meira að segja i fleiri Evrópu- löndum þekkt málmvinnsla áð- ur en sú kunnátta kom til sög- unnar i Eyjahafi. Þetta kann einnig að hafa si'n áhrif á norræna fornleifafræði. Þar eru til dæmis gerð legstaða, sem áður var talin eftirmynd egypzkra steingrafa, nú talin verafrá þvi um 3.500 fyrir Krist, og þar af leiðandi átta hundruð árum eldri en egypzku grafirn- ar. Það eru einmitt uppgötvanir þær, sem gerðar hafa verið i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.