Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.03.1978, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 23. marz 1978 TOR LINE siglir meöal annars með farþega, vörur og feröamanna- bíla f einu og sama skipinu. Alls hefur félagiö 10 skip i förum á Norö- ursjó. Meö þessum tveim ferjum, sem sjást á myndinni, sigla árlega um 500.000 manns milli t'vlþjóöar, Bretlands og Holiands. Hjólhýsi viö ströndina. Ef til vill eiga tslendingar aö aka suöur á Spán til þess aö njóta sóiar. Þaö gera hundruö þúsunda á hverju ári, ilöndum þar sem hindranir eru ekki á bilaferðalögum. Húsbátar eru lfka vinsælir beggja vegna Atlantshafsins. Hér birtum viö mynd af enskum húsbáti, en húsbáta er yfirleitt unnt aö taka á leigu i Bretlandi. Þeir eru búnir öllum þægindum og menn sigla þeim sjálfir um ár og skurði. Færeyingar, frændur okkar hafa lært aö meta gildi bflferjunnar, og það sama hafa gert frændur vorir á Alandseyjum. Hér er mynd af einni af bflferjum „smáþjóöarinnar”. Finnhansa heitir skipiö og tekur 1500 farþega og um þaö bil 190 feröamannabila. Hans Morthensen og frú. Þau eru dönsk og eru á eftirlaunum. Þau ferðast um alla Evrópu á sumrin I bfl sfnum og hjólhýsi, og segjast ætla aö fara til tslands næsta sumar, ef far fæst. Jónas Guðmundsson, rithöfundur Ferðamál 1978 1. Islendingar eru eina þjóðin sem byggir eyland og rekur ekki farþegaskip Það er farið að vora, heyrði ég konuna segja og hún teygaði kalt og ilmandi loftið i lungun. Heldurðu það, sagði maðurinn og reyndi að festa skiðin á toppgrindina. Þau voru að fara á skiði, þrátt fyrir regnið og suddann. Það yrði sjálfsagt slæmt veður til skiðaiðkana i Skála- felli og i Bláfjöllum, en þangað streyma nú þúsundir, eða a.m.k. hundruð siðamanna af suðvesturhorninu. Allir fara á skiði, meira að segja loðnuskipstjorar og trollarakafteinar þegar þeir eiga fri, vegna þess að skiðaiþróttin er orðin almenningseign, eins og tvöfalda glerið, þvottavélarnar, teppin útihorn, litasjónvörpin og hvað það nú allt heitir og stofurnar með tveggja sæta sófanum og þriggja sæta sófan- um eru nú yfirleitt auðar af mannfólki, þegar vel viðrar, þvi útilif er i tizku. Ferðamátinn að breytast. Eitt af því sem hefur breytzt á íslandi er ferðamátinn. Hér áður fyrr, ferðuðust menn ekki nema i brýnum erindum. a.m.k. ekki lengri vegalengdir, eða milli landa. Þeir sem sigldu, voru menn sem áttu erindi, námsmenn, verzlunarmenn og embættis- menn. Almenningur satyfirleitt heima, oghafðiengarsjmrniraf öðrum löndum nema af bókum, eða af sögum sjómanna, sem voru i siglingum. Svo kom flugið og utanlands- ferðir urðu almenningseign og þóttu sjálfsagðar. Utanlandsferðir voru þó ærið kostnaðarsamar, og það varð til þess að byrjað var að skipu- leggja hópferðir til útlanda. Hóoferðir voru ekki óþekktar Karlahópar fóru i söngferðir til nágrannalandanna og barna- kennarar fóru i eftirbreytnis- verð ferðalög til þess að hitta startsbræður sina og til að halda fundi með þeim. bað eru ef til vill þessar hóp- ferðir, sem urðu kveikjan að ferðamannaiðnaðinum hér á landi, þ.e.a.s. ferðaskrifstofum, sem selja ódýran ferðir til sólar landa og i helztu rigningarbæli tslenskur bill I Hilleröd I Danmörku. Þaö fer ekki mikiö fyrir tjaldi, eöa búnaöi, enda er allt sem þarf I feröamannamiöstööinni, sem sést fjær á myndinni. Þar eru eldhúsáhöld, rafmagnshellur, þvotta- vélar, böö og annaö, ennfremur sjónvarpsherbergi og litil feröa- mannaverzlun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.