Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 19. ágúst 2006 Fjölmargar leigur á einum stað og verðið kemur á óvart. Ertu á leiðinni ti Ameríku? Er stefnt á að taka bílaleigubíl? Er ekki málið að vera flottur á því og tæta Kaliforníu endanna á milli í Porsche Boxter? Á vefslóðinni www.rentexoticc- ars.net er hægt að velja fylki Bandaríkjanna og fá uppgefnar bílaleigur sem sérhæfa sig í „exót- ískum“ bílum, allt frá Mini Cooper blæjubíl yfir í Hummer H2 eða jafnvel Ferrari 360 Spyder. Allir eiga að geta fundið draumabílinn sinn og leigt hann til lengri eða skemmri tíma, að því gefnu að þeir geti lagt fram trygg- ingu með kreditkorti og pungað út nokkrum dollurum fyrir leigunni, sem er stundum minni en ætla mætti. Boxterinn í Kaliforníu kost- aði á einni leigunni 88.000 krónur fyrir viku. Til samanburðar kostar Toyota Corolla 68.000 krónur í viku á Íslandi, sé skipt við eina af stóru bílaleigunum. Draumabíll til leigu Bílaleigubílar þurfa ekki endilega að vera sparneytnir, þröngir, kraftlausir og leiðilegir. Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Upphaf nýrra tíma Það sem helst einkennir bílaiðn- aðinn í dag, fyrir utan að allir keppast við að framleiða bíla sem líta næstum því nákvæmlega eins út, er öll sú mikla þróunar- og tilraunavinna sem fram fer til að finna hentugan orkugjafa sem getur leyst jarðolíu af hólmi. Einna mest fer fyrir efnaraf- ölum, sem framleiða rafmagn úr vetni eða öðrum gastegundum, en lífdísilolía gæti orðið spenn- andi kostur líka. Þar fyrir utan eru margar aðrar hugmyndir sem allar miða að því sama, að losa okkur undan því oki að vera háð svartagullinu. Líklega er hinn einfaldi raf- magnsbíll, með stórar rafhlöður sem þarf að hlaða reglulega, sú hugmynd sem hefur mest verið unnið að í gegnum árin. Ferdin- and Porsche var að fikta við raf- magnsbílaframleiðslu fyrir um hundrað árum, reyndar á svipuð- um tíma og Diesel notaði hnetu- olíu til að sýna dísilvélina sína. En ólíkt jurtaolíunni hefur raf- magnsbíllinn skotið upp kollin- um reglulega síðan. Háskólanem- ar keppast um að gera þá sparneytna, bílaframleiðendur kynna hugmyndabíla og sumir þeirra hafa meira að segja sett í sölu rafmagnsbíla. Allt er þetta gott og blessað, fyrir utan eitt: Rafmagnsbílar hafa til þessa varla komist úr sporunum og helst ekki mátt fara lengra en 10 km frá næstu inn- stungu. Hraði og drægni hafa verið stærstu þröskuldarnir í framleiðslu þeirra fram til þessa dags. Sem jeppamaður legg ég mikið upp úr því að geta verið heila helgi á fjöllum og sem almennur bílaáhugamaður finnst mér það alltaf frekar af hinu jákvæða ef bílar komast að minnsta kosti það hratt að fót- gangandi maður taki ekki fram úr þeim. Því hef ég fussað og sveiað (og fleira í þeim dúr) yfir allri þessari rafmagnsbílaum- ræðu. Dísil og bensín hafa verið fyrir mér hinir einu sönnu orku- gjafar og ég hef verið staðráðinn í að halda áfram að borga meira fyrir lítrann en nokkuð annað mannsbarn í heiminum, því ég gat ekki hugsað mér bílamenn- inguna án hans. Þangað til Tesla varð til. Tesla er bíll sem er nýbyrjað að fram- leiða í samstarfi við Lotus-verk- smiðjurnar og hefur verið kynnt- ur til leiks sem fyrsti ofurbíllinn sem knúinn er rafmagni. Tesla er tæpar 4 sekúndur í hundrað og kemst rúma 400 km á hverri hleðslu, sem kostar örfáar krón- ur í rafmagni. Þegar ég las fyrstu fréttina um Tesla varð mér litið út um gluggann á gamla Renaultinn minn sem er sirka korter í hundr- að og fer ekkert mikið lengra á bensíntankinum sem kostar rúmar átta þúsund krónur. Ætli sé langt í að Tesla búi til jeppa líka? Notaður Auto Roller húsbíll. Fyrst skráður apríl 2000. Framleiðsluár 1998. Ekinn aðeins 118.000 km. Fiat Ducato turbo Diesel vél. Svefnpláss fyrir 5 - Þriggja punkta öryggisbelti fyrir fjóra. Verð 2.150.000 kr með vsk. Notaður Rockwood húsbíll. Einn með öllu - Íbúð á hjólum Ford Econoline V8 - Sjálfskiptur. Ekinn 100 þ.km - Árgerð 1993. Svefnpláss f. 6-8. Ísskápur-Bakaraofn-Örbylgjuofn-Sturta og baðkar. Verð 3.300.000 kr með vsk. Notaður Elnagh King 660 Ford tranit. Mjög vel með farinn og fallegur 2,5lt turbo Diesel ekinn 105.231 km. Árgerð 1994 - skráður á Íslandi mars 2006. Lengd 6,760 m. Tvöföld dekk að aftan. Svefnpláss f. 6 – 3ja punkta öryggisbelti f. 4. Hjónarúm aftur í sem breyta má í koníakstofu (U sófa) Markisa, króm hjólkoppar, sjónvarpsloftnet Verð 2.800.000 kr með vsk. Til sölu Bílexport á Íslandi ehf. Bóas sími 0049-175-271-1783 Eðvald sími 896-6456 bilexport.dk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.