Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 4
4 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 18.8.2006 Bandaríkjadalur 69,47 69,81 Sterlingspund 130,85 131,49 Evra 89,07 89,57 Dönsk króna 11,937 12,007 Norsk króna 11,014 11,078 Sænsk króna 9,681 9,737 Japanskt jen 0,6006 0,6042 SDR 103,25 103,87 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 122,9028 Gengisvísitala krónunnar H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Nánari upplýsingar á marathon.is. MARAÞON REYKJAVÍKUR GLITNIS 19. ÁGÚST GÓÐA SKEMMTUN OG GANGI ÞÉR VEL Í HLAUPINU Í DAG! SVÍÞJÓÐ, AP Göran Persson forsæt- isráðherra og samherjar hans í sænska Jafnaðarmannaflokknum bættu í gær við nýjum kosninga- loforðum í viðleitni þeirra til að fá fleiri kjósendur á sitt band en sögðust tilbúnir til að styðja flokkinn í síðustu skoðanakönn- unum. Í þeim mældust borgara- flokkarnir með nokkurt forskot á jafnaðarmenn og bandamenn þeirra á vinstri vængnum. Helstu nýju kosningaloforðin snúa að því að hækka atvinnu- leysisbætur, að gera tannlækna- þjónustu ódýrari og að fjárfesta meira í rannsóknum. Persson sagðist hafna tillögum borgara- flokkanna um skattalækkanir; þær auknu skatttekjur sem hag- vöxturinn skilaði í ríkiskassann bæri að nýta til að útvíkka vel- ferðarþjónustu og styrkja opin- bera geirann. Kosningabandalag borgara- legu flokkanna hefur heitið Svíum því að lækka skattbyrðina sem á herðum þeirra hvílir, en hún er sú þyngsta í heimi, vinni þeir kosn- ingarnar þann 17. september. Í niðurstöðum skoðanakönn- unar Temo, sem birt var í gær, mældist fylgi borgaraflokka- bandalagsins 50,1 prósent en vinstriflokkanna 45,2 prósent. - aa GÖRAN PERSSON Sænski forsætisráðherr- ann kynnir kosningastefnuskrá jafnaðar- manna í Stokkhólmi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Kosningabaráttan fyrir þingkosningar í Svíþjóð: Jafnaðarmenn bæta í loforðin STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsókn- arflokksins, harmaði einhliða ákvörðun Bandaríkjamanna um að draga varnarlið sitt heim frá Varnarstöðinni á Keflavíkurflug- velli. Í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær sagð- ist Halldór alltaf hafa reiknað með verulegum breytingum en ekki einhliða ákvörðun sem skap- aði trúnaðarbrest. Sagði hann ljóst að ekki væri hægt að treysta Bandaríkjunum í einu og öllu og ofurtrú á samstarfi við þá hafa verið mistök. Þegar Halldór ræddi Evrópu- sambandsaðild sagði hann því hafa verið haldið fram að hann hefði farið offari í þeirri umræðu. Hún hafi ekki verið tímabær. Sagði hann að í hans huga væri ávallt tímabært að ræða framtíð- ina. Hann varaði við tómlæti og kæruleysi í Evrópumálum en kvað mikilvægt að ákvarðanir sem varða framtíð þjóðarinnar yrðu teknar á eigin forsendum og þegar okkur hentar en ekki þegar við getum ekki annað. Benti hann á reynsluna af varn- arsamstarfinu við Bandaríkin, máli sínu til stuðnings, og sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa farið fremst þeirra sem haft hafi ofur- trú á samstarfinu við Bandaríkin og skynsamir menn á þeim bæ hljóti að sjá að nú þurfi að skoða margt í nýju ljósi. Í ræðu sinni staldraði Halldór við ýmis pólitísk deiluefni síð- ustu áratuga. Hann sagði það sitt mat að ekki væri skynsamlegt að hrófla mikið við skattkerfinu en brýndi þó skattayfirvöld til að fylgja anda skattalaga og gefa út viðmiðunarreglur um skattskil fólks sem aðeins nýtur fjár- magnstekna. Sagði hann því vart trúað að þeir sem eingöngu hafi tekjur af fjármagnstekjum vinni ekkert að öflun teknanna og sé iðjulaust fólk. Þá gerði hann hátt matvælaverð að umtalsefni, sagði óásættanlegt að það væri mun hærra hér en í viðmiðunar- löndunum og kvaðst telja aug- ljóst að vörugjald yrði fellt niður, skattur á matvæli samræmdur og að innflutningsverndinni verði breytt svo samkeppni auk- ist. Hann spurði hvað réttlætti að við borgum miklu hærra verð fyrir kjúklinga og svínakjöt en aðrir neytendur í Evrópu. Halldór gerði mikið úr almennum sáttaumleitunum rík- isstjórnarinnar og sagði meiri sátt ríkja um sjávarútveginn nú en oftast áður. Aldrei verði þó hægt að gera svo öllum líki þegar miklir hagsmunir séu í húfi. Þá sagðist hann viss um að mikill meirihluti þjóðarinnar verði ánægður með Kárahnjúkavirkj- un þegar upp verði staðið. bjorn@frettabladid.is Mistök að hafa ofurtrú á samstarfi við Bandaríkin Varnarsamstarfið var meðal þess sem Halldór Ásgrímsson fjallaði um í ræðu sinni á þingi Framsóknar- flokksins í gær. Hann sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa farið fremst þeirra sem haft hafa ofurtrú á samstarfi við Bandaríkjamenn og að skynsamir menn á þeim bæ hljóti að sjá að nú þurfi að skoða margt í nýju ljósi. ���������������������������������� ������������� ������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� ������������� ��������������� ������������� ����������������� �������������� ������������ ����������� ����������� �������������� �������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� �������������� ���������� ��������� ������������������� ������������ ������������ ����� ������� ��� ���� � ������������� �� ����� ����� ������� �������� ����� ���������������� ��� ����� ��� �������� ���� ����������������� ����� �������������� ������������������ �� � ����� ���� ���������������� ���������������������� ���� ���������� � ������� ������������� ������� ���������������� ���������������������� ������������������ ������������ ��� ���� ����� �� ����������� ������������� ����� ���� ��������������� ��������� �������������� ���� ���� �� ��������������������� �� ������ �� ���������� ������� �� ��� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� � � � � �� � � � � � �� Óformlegar viðræður um myndun vinstri stjórnar áttu sér stað í kring- um alþingiskosningarnar 1995. Halldór Ásgrímsson upplýsti þetta í ræðu sinni á flokksþinginu í gær. Sagði hann að þáverandi formaður Alþýðuflokksins (Jón Baldvin Hannibalsson) hefði kveð- ið upp úr með það að hann vildi fremur áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, en kjörtíma- bilið á undan sátu Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn. Úr varð að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu stjórn eftir kosningarnar 1995 og sagðist Halldór ekki í vafa um sú ákvörðun hefði verið rétt og farsæl. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 25 menn kjörna í kosningunum 1995 og Framsóknarflokkurinn fimmtán. Alþýðubandalagið hlaut níu menn, Alþýðuflokkurinn sjö, Þjóðvaki fjóra og Samtök um kvennalista þrjá. Stjórnarsamstarf án Sjálfstæð- isflokksins hefði því verið ómögu- legt nema með samstarfi fjögurra flokka. Halldór sagði sjálfstæðismenn hafa verið höfuðandstæðinga framsóknarmanna frá fornu fari en samstarfið síðustu ellefu árin hafi verið einstaklega farsælt. Sagði hann því stundum fleygt á vinstri væng stjórnmálanna að Framsóknarflokkurinn hefði gerst hækja íhaldsins en það væri fjarri öllu sanni. Sín skoðun væri að áhrif framsóknarmanna í samstarfinu væru meiri ef eitthvað væri. Vinstri stjórn rædd 1995 DAVÍÐ OG HALLDÓR mynduðu ríkis- stjórn eftir kosningarnar 1995 eftir að ekkert varð úr þreifingum um myndun vinstri stjórnar. Eldur í bíl Eldur kom upp í vél sendi- bíls á Biskupstungnavegi á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Slökkvilið náði að slökkva eldinn en bíllinn skemmdist mikið og er talinn ónýtur. Engin meiðsl urðu á fólki. Eldsupptök eru ókunn. LÖGREGLUFRÉTTIR Í Fréttablaðinu seinasta miðvikudag var fjallað um varnarliðsmann sem er nú fyrir rétti vegna morðs. Í fréttinni var maðurinn kallaður „morðingi“ en hið rétta er að hann hefur ekki verið dæmdur. Fréttablaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTTING Blönduós Hraðakstur erlendra ökumanna var áberandi í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi, en fimm af tólf ökumönnum sem teknir voru fyrir of hraðan akstur voru erlendir ferðamenn. Þeir voru einnig á mestum hraða, en sá sem hraðast fór var á 130 km/klst. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON varaði meðal annars við tómlæti og kæruleysi í Evrópumálum í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Þá gerði hann hátt matvælaverð að umtalsefni og sagði óásættanlegt að það væri mun hærra hér en í viðmiðunarlöndunum. Halldór vill að vörugjald verði afnumið og að innflutningsvernd búvara verði breytt. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.