Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 80
 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR52 Í Verinu undir Loftkastal- anum æfir unglingahljóm- sveit í tilvistarvanda. Þar eru gítar, bassi, trommur og hljóðnemi en hvað gerist þegar stelpa mætir á æfing- una? Leikritið Purpuri fjallar um ungl- ingsárin og músíkina en kannski mest um vandann við að tjá sig. Verkið er eftir norska leikskáldið Jon Fosse en þýðandi þess, Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikkona, heillaðist af skrifum hans þegar hún sá verk eftir hann sett upp á leiklistarhátíð á meginlandinu. Álfrún útskýrir að áhugasamir ungir leikarar hafi leitað til Frið- riks Friðrikssonar leikstjóra í leit að verðugu verkefni og þá hafi hún bent þeim á Purpura. „Ég stakk upp á þessu verki og þau samþykktu það eftir að hafa lesið það á ensku. Þá sótti ég mér frumhandritið á norsku og sett- ist við að þýða. Þetta verk tekur aðeins 40 mínútur í flutningi og þýðingin gekk mjög vel.“ Purpuri er nýlegt verk og skrif- að fyrir unga leikara. „Verkið hentar þessum leikhóp mjög vel því það fjallar um unglingahljóm- sveit. Viðfangsefnið er eitthvað sem allir kannast við, unglingsár- in og öll þessi vandamál við að tjá sig ¿ finna ekki réttu orðin og allt það. Okkur fannst spennandi að takast á við þetta saman.“ Álfrún útskýrir að leikarahópurinn eigi það sameiginlegt að hafa kynnst í gegnum leikfélagið Herranótt í MR. „Þau hafa verið mjög virk í því starfi en Friðrik kynnist þeim þegar hann leikstýrði Herranótt í fyrra. Þetta eru fimm leikarar og alveg ótrúlega hæfileikarík- ir krakkar með þvílíkan eldmóð, kraft og hug- rekki, þetta er alveg rjóminn af Herra- næturliðinu.“ Verkið hefur einnig fengið við- eigandi rými því Verið undir Loft- kastalanum er kjörið æfinga- húsnæði. „Þetta er risastór skemma sem var eitt sinn verksmiðja en hefur verið notuð sem kvikmyndaver og fyrir alls konar stórar uppákomur. Þetta er frekar hrár staður en verkið á líka að gerast í köldu og dimmu rými,“ útskýrir Álfrún. Tónlistin skipar mikilvægan sess í verkinu og Álfrún útskýrir að leikararnir séu nokkuð liðtækir tónlistarmenn. „Ég held þau séu öll glamrandi inni í bílskúr heima hjá sér, ýmist ein eða með vinum sínum. Maður þarf stundum að biðja um hljóð á æfingum því það eru allir sestir niður og byrjaðir að spila. Hver veit nema það verði hljómsveit úr hópnum eftir að sýningum lýkur.“ Sýningartímabilið er fremur knappt enda hefur hópurinn í nógu að snúast. Sýningar eru kl. 21 öll kvöld til 23. ágúst en tvær sýning- ar verða á Menningarnótt í kvöld kl. 20 og 21.30 og þá er líka frítt inn, en annars má panta miða í síma 867-2476. Álfrún segist vel geta hugsað sér að þýða meira í framtíðinni en hún á ekki langt að sækja áhugann því faðir hennar er þýðandi. „Ég er leikkona eins og mamma og svo er ég líka að reyna að vera þýð- andi eins og pabbi svo ég sé ekki að taka eitt fram yfir annað.“ - khh ÁLFRÚN HELGA ÖRNÓLFSDÓTT- IR LEIKKONA Á ekki langt að sækja áhugann á þýðingum. Gítar, bassi og trommur Stórsveitin Jagúar fagnar átta ára afmæli sínu og heldur tón- leika á skemmtistaðnum Café Oli- ver í nótt en sveitin var stofnuð á Menningarnótt árið 1998. Fönkið hefst á miðnætti og stendur eitt- hvað út í nóttina en að sögn Sam- úels Samúelssonar, básúnuleik- ara Jagúars, er hljómsveitin nýkomin úr vinnubúðum og með fullt af nýju efni. „Við erum að leggja grunn að nýrri plötu og ætlum að spila það aðeins til. Svo er líka nýr trommari genginn til liðs við okkur.“ Sveitina skipa nú auk Samúels þeir Kjartan Hákon- arson, Ingi Skúlason, Einar Scheving og bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir. „Við munum senda frá okkur nýtt efni á næstunni, eitt til tvö lög, en síðan kemur vonandi út plata með nýja árinu,“ segir Samúel og bætir því við að gestir Olivers mega búast við góðu grúvi eða villtu stuði á hinni eig- inlegu Menningarnótt. - khh Afmælisfönk á Café Oliver HLJÓMSVEITIN JAGÚAR Von á nýju efni og heljarinnar afmælisfönkveislu á Oliver í nótt. Á myndina vantar Einar Scheving, trommuleikara. Aðsóknarmesta sýning síðasta leikárs! Drepfyndinn gamanleikur í Reykjavík! Miðasala er þegar hafin! Miðasala í síma 551 4700 // opið 13:00-17:00 // www.midi.is //Austurbæjarbíó – Snorrabraut 37 Næstu sýningar: Föstudaginn 18. ágúst kl. 20:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 19:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 22:00 Á ÞAKINU 24. ágúst - kl.20:00 - Örfá sæti 25. ágúst - kl.20:00 - Uppselt 31. ágúst - kl.20:00 - laust sæti LEIKHÚSTILBOÐ Tvíréttaður matur, miði og frítt í Göngin til baka í boði Landnámsseturs Frá kr. 4000 - 4800 MIDAPANTANIR Í SÍMA 437 1600 Sýnt í Landnámssetri í Borgarnesi Laugardag 19. ágúst kl. 20 Örfá sæti laus Sunnudag 20. ágúst kl. 15 Uppselt Sunnudag 20. ágúst kl. 20 Uppselt Föstudag 25. ágúst kl. 20 Uppselt Laugardag 26. ágúst kl. 20 Laus sæti Laugardag 2. september kl. 20 Uppselt Sunnudag 3. september kl. 15 Sunnudag 3. september kl. 20 Fimmtudag 7. september kl. 20 Föstudag 8. september kl. 20 Laugardag 9. september kl. 20 Sunnudagur 10. september kl. 16 Föstudagur 15. septemberkl. 20 Laugardagur 16. september kl. 20 Bavaria, hollenskur gæðabjór: Kom best út í blindprófun Bavaria bjórinn kom best út í könnun sem hollenska dagblaðið De Telegraaf gerði á dögunum. 10 vinsælar tegundir af bjór voru prófaðar með blindprófi og fékk Bavaria bjórinn hæstu einkunn. LÉTTÖL Viltu læra táknmál? Námskeið í táknmáli hefjast 28. ágúst. Skráning og nánari upplýsingar í síma 562-7702 eða anney@shh.is Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra www.shh.is Í Reykjavík er alltaf eitthvað sem er nýjasta nýtt! RJÓMINN AF LEIKARALIÐI HERRANÆTUR Leikhópurinn Jelena setur upp Purpura eftir Jon Fosse í Verinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.