Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 36
[ ]Að hringsóla um miðbæinn í mikilli umferð getur auðveldlega eyðilagt góða menningarskapið. Það borgar sig að nota þann stóra gula eða taka sér hressandi göngutúr í miðbæinn. Reynsluakstur Saab 93 1,8t. Það má segja að Saab sé næstum því jafnþekkt fyrir herþotur sínar og fyrir vinalega fólksbíla. Áhrifa frá flugvélaframleiðslunni gætir alla jafna í hönnun bílanna og Saab 93 (lesist „níu þrír“) er engin und- antekning þar á. Um leið og sest er inn í bílinn blasir við mælaborð sem minnir á stjórnklefa í flugvél. Ávalar línur, skraut og prjál eru ekki á döfinni, heldur stórt flatt borð með skýr- um álestrarskjám og fjölda rofa sem allir eru baklýstir í grænum lit. Flott, einfalt, töff og pínu Top Gun. Fyrir mig skiptast flugferðir í tvennt. Annars vegar er skemmti- legt augnablik áður en vélin fer í loftið, þegar allar vélar eru settar í botn og maður þrýstist í sætið. Hins vegar er restin af fluginu, leiðinleg bið eftir að eitthvað ger- ist. Það síðarnefnda á sem betur fer ekki við um Saab 93 en augna- blikið þegar 1,8 lítra túrbóvélin tekur kipp úr kyrrstöðu er hins vegar jafn skemmtilegt og í flug- inu. Mótorinn skilar 150 hestöflum og togar 240 Nm, hvort tveggja nóg til að gæða bílinn mjög sport- legum eiginleikum. Við bætist að eyðslan í reynsluakstrinum var 6- 10 lítrar á hundraði, sem er ósköp viðunandi í sprækum bíl með 5 þrepa sjálfskiptingu. Beinskipt- ing, stærri vél og dísilvél eru einn- ig í boði. Af bílum í sínum flokki er Saab 93 einna öruggastur og þrátt fyrir sex árekstrarpúða, virka höfuð- púða og úthugsaða yfirbyggingu er það stöðugleikabúnaðurinn sem stendur upp úr. Hann samanstend- ur af ABS hemlalæsivörn, ESP og nokkrum skammstöfunum í við- bót sem sameinast við að aðstoða ökumanninn við að aka bílnum fumlaust og örugglega við hvaða aðstæður sem er. Ein af sérstöðum bílsins eru ReAxs afturhjólin. Til að koma í veg fyrir undirstýringu (þegar bíllinn beygir minna en hann ætti að gera) eru afturhjólin látin beygja örlítið með framhjólunum. Afraksturinn er hins vegar til- hneiging til yfirstýringar (beygir meira en hann ætti), sem er tölu- vert erfiðari fyrir hversdagsöku- menn en undirstýring. Við sér- stakar aðstæður, eins og þegar ekið er yfir ójöfnu í beygju, missir maður tilfinningu fyrir veginum eitt augnablik ef maður er óvanur bílnum. Fjöðrunin kom mjög skemmti- lega út á malarvegi en tryggir mjúkt og þægilegt ferðalag á mal- biki. Stýrið er létt og þægilegt inn- anbæjar, en sportlegri vélinni hefði passað þyngra stýri á vegum úti. Fyrir bíl í millistærð er Saab 93 laglegur, skemmtilegur og á frek- ar sanngjörnu verði, sérstaklega ef horft er til hversu öruggur hann er. einareli@frettabladid.is Þægileg og örugg herþota til hversdagsnota Í stýrinu eru stjórntæki fyrir útvarp og einnig síma sem hægt er að kaupa með bílnum. Litli upplýsingaskjárinn við framrúðuna gegnir margvíslegu hlutverki og er skýr og þægilegur aflestrar. Glasahaldarar fyrir aftursætisfarþega falla inn í sætið þegar ekki er verið að nota þá. Innréttingin er óvenjuleg en ágætlega lukkuð. Hanskahólfið er með því stærra sem gerist. Bíllinn er laglegur á að líta, nútímalegur og sportlegur, en þó svo yndislega mikill Saab. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAAB 93 Vél: 1,8 l m/forþjöppu 150 hestöfl / 240 Nm Eyðsla, bl. akstur: 7,7 l/100 km 0-100 km/klst: 9,5 sek. Þyngd: 1.440-1.570 kg Farangursrými: 425 lítrar PlÚS Þægilegur í notkun Mjög gott stöðugleikakerfi Öruggur Bílstjórasæti stillanlegt í hæð MÍNUS Stýri heldur of létt Hættir til yfirstýringar Sæti mættu umlykja betur Verð frá: 2.590.000 kr. Verð prufubíls: 2.990.000 kr REYNSLUAKSTUR Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. P R E N T S N IÐ HEILDARLAUSNIR Í DRIFSKÖFTUM Landsins mesta úrval af hjöruliðum og drifskaftsvörum Jafnvægisstillingar Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.