Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 10
10 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR EFNAHAGSMÁL Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gagnrýnir vaxta- ákvörðun Seðlabankans og telur að bankinn sé ekki í takt við þróun efnahagslífsins í landinu. Síðustu tvær vaxtaákvarðanir Seðlabank- ans geta orðið verðbólguhvetjandi þegar frá líður, að mati Vilhjálms. Ákvörðun Seðlabankans mætir gagnrýni í þjóðfélaginu. Vilhjálm- ur telur að öll teikn séu á lofti um að samkomulag aðila vinnumark- aðarins hafi haft tilætluð áhrif. Hægt hafi á fasteignamarkaði og verðbólgan hafi lækkað, fram- kvæmdir séu að dragast saman og draga fari úr eftirspurn eftir vinnuafli. Vilhjálmur telur að Seðlabank- inn hafi mislesið vinnumarkaðinn og fasteignamarkaðinn í sumar. Bankinn hafi gert ráð fyrir aukn- um íbúðaframkvæmdum á næsta ári sem sé af og frá. Þá hafi hann gert ráð fyrir launaskriði en fyrir- tækin hafi passað sig. „Þetta þýðir að Seðlabankinn hækkar vexti á sama tíma og niðursveiflan er komin í gang. Vandinn er sá að bankinn magnar upp verðbólguna ef hann er ekki búinn að lækka vexti þegar hagkerfið fer upp á við á næsta ári,“ segir Vilhjálmur. „Við höfðum séð fyrir okkur að það væri komið ágætis jafnvægi í efnahagslífið um mitt næsta ár. Við værum þá að gera kjarasamn- inga til lengri tíma, byggja upp kaupmátt og sækja fram á nýjan leik,“ segir hann. Hagkerfið hefur hins vegar brugðist hraðar við. „Við reiknuð- um með að verðhækkanir á þriðja ársfjórðungi gætu verið 3,7 pró- sent en hækkunin var svo lítil í júlí að verðhækkanir mega fara yfir þrjú prósent í haust til að vera innan við markmiðið. Svo virðist hægja fyrr á fasteigna- markaði þannig að stöðugleiki gæti komist fyrr á. Árangurinn er því betri.“ Sigríður I. Ingadóttir, hagfræð- ingur hjá Alþýðusambandinu, telur að túlka megi vaxtahækkun- ina þannig að Seðlabankinn treysti því ekki að samkomulag ASÍ og SA frá því í sumar hafi tilætluð áhrif. „Það er í okkar augum mjög alvarlegt. Þetta samkomulag sner- ist um að allir legðust á sömu sveif,“ segir hún. „Þetta mun valda því að á næsta ári verði lendingin í hagkerfinu harðari en annars hefði verið. Það mun leiða til minni hagvaxtar, meira atvinnuleysis og rýrnunar kaupmáttar.“ ghs@frettabladid.is VILHJÁLMUR EGILSSON, FRAM- KVÆMDASTJÓRI SA SIGRÍÐUR I. INGA- DÓTTIR, HAGFRÆÐ- INGUR HJÁ ASÍ Vaxtahækkanir valda verðbólgu Niðursveiflan verður ekki langvarandi segir fram- kvæmdastjóri SA. Þó getur baráttan við verðbólgu orðið erfiðari vegna vaxtahækkana Seðlabankans. LUNDÚNIR, AP Fjölmargir samþing- menn John Prescotts, sem fer með æðstu völd á Bretlandseyj- um í fjarveru Tonys Blair, lýstu í gær yfir stuðningi sínum við meint ummæli hans um George W. Bush. Prescott sjálfur, sem er varaforsætisráðherra Bretlands, virðist ekki sjá eftir ummælun- um þrátt fyrir að hafa reynt fyrr í vikunni að sverja þau af sér. Í gær mun hann hafa látið þau orð falla að áttatíu prósent þing- mannanna væru honum hvort sem er sammála um Bush og því væri það „kjaftæði“ að hann ætti að segja af sér. Nú þrýsta samflokksmenn á varaforsætisráðherrann að gang- ast opinberlega við ummælunum til að sýna að Verkamannaflokk- urinn hafi enn sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Fyrr í vikunni hafði breska blaðið Independent eftir Prescott, að stefna Bandaríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum væri „algjört rugl“. Einnig á Prescott að hafa líkt George W. Bush við „kúreka með Stetson-hatt“ sem væri „of mikill einfeldningur“ til að ná árangri. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, gerði lítið úr ummælun- um. „Bush hefur verið uppnefnd- ur á verri máta, og verður það líklega enn um sinn.“ - kóþ Ummæli John Prescotts um stefnu George W. Bush: Samþingmenn eru sammála PrescottSERBÍA Serbneska lögreglan hefur brugðið á sérstætt ráð til auka tekjurnar. Nú er hægt að leigja sér serbneskan lögregluþjón, sem og tæki og tól lögreglunnar. Þetta kemur fram á fréttavef norska blaðsins Aftenposten. Verðlaginu er haldið í hófi, því þjónusta serbnesks lögregluþjóns kostar um 306 íslenskar krónur á klukkustund, en ef maður vill bara leigja sér einkennisbúning lög- reglunnar þá kostar það rúmar 1.100 krónur á dag. Þyrla kostar á milli 45.000 og 145.000 krónur á tímann, eftir því hvaða þyrluteg- und er valin. Innanríkisráðuneytið ætlar sér að fylgjast grannt með leigustarf- seminni, til að koma í veg fyrir misnotkun. - smk Serbneska lögreglan: Býðst til leigu gegn gjaldi SVEITARSTJÓRNARMÁL Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðar hafnaði því að ræða mál sem minnihluti- hluti bæjarstjórnar hafði lagt fyrir bæjarstjórnarfund í vikunni. Engin mál voru því á dagskrá fundarins, í fyrsta skipti í sögu bæjarstjórnar Ísafjarðar. Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi minnihlutans, segir málið skrípaleik. Sigurður segir minnihlutann hafa viljað ræða mál sem varða starfshætti og samninga við verk- taka og fór fram á að fá stefnumót- andi umræðu um þessi málefni. Ingi Þór Ágústsson, starfandi for- seti bæjarstjórnar, tók við fyrir- spurnunum en sagði að þær hefðu borist of seint og því þyrfti aukinn meirihluti bæjarfulltrúa að sam- þykkja að þær yrðu teknar á dag- skrá. Meirihluti bæjarstjórnar veitti ekki það samþykki og úrskurð- aði forseti þá að engin dagskrármál lægju fyrir. Sigurður segir þetta ekki gott upphaf á nýju kjörtímabili og lofi ekki góðu um samstarfið á kjör- tímabilinu. Ingi Þór Ágústston, starfandi forseti bæjarstjórnar, telur þau mál sem fyrir fundinum lágu ekki vera ágreiningsmál og geti því beðið fram að fyrsta formlega fundi bæj- arstjórnar sem boðaður er 7. sept- ember. - hs Öllum málefnum Í-listans í bæjarstjórn Ísafjarðar vísað frá bæjarstjórnarfundi: Engin mál á dagskrá ÁGREININGUR Á ÍSAFIRÐI Minnihluti bæjar- stjórnar gagnrýnir vinnbrögð meirihluta. DREGUR ÚR ÞENSLU Vilhjálmur Egilsson bendir á að hægt hafi á byggingaframkvæmdum. VEISTU SVARIÐ? 1 Hvað heitir fríblað dótturfélags Dagsbrúnar sem út mun koma í Danmörku? 2 Hver er stjórnandi nýs skemmti-þáttar á Stöð 2 sem ber nafnið Í sjöunda himni? 3 Frá hvaða landi er tvö hundruð manna sendinefnd sem komin er til landsins? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 66 BÍLVELTA Rúmlega sextug kona missti stjórn á jeppabifreið sem hún ók austur Uxahryggjarleið um tíu leytið í gærmorgun, með þeim afleiðingum að jeppinn valt. Konan meiddist lítillega en gerði sjálf lögreglu viðvart. Konan var ein í bílnum og ók eftir malar- vegi þegar hún missti stjórn á bif- reiðinni. Sjúkrabíll flutti konuna á heilsugæsluna í Borgarnesi. Þar var gert að sárum hennar og var hún útskrifuð af slysadeildinni upp úr hádeginu í gær. Vegurinn sem hún ók liggur á milli Lundarreykjardals og Þing- vallasvæðisins. - æþe Bílvelta á Uxahryggjarleið: Slapp án telj- andi meiðsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.