Fréttablaðið - 19.08.2006, Side 10

Fréttablaðið - 19.08.2006, Side 10
10 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR EFNAHAGSMÁL Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gagnrýnir vaxta- ákvörðun Seðlabankans og telur að bankinn sé ekki í takt við þróun efnahagslífsins í landinu. Síðustu tvær vaxtaákvarðanir Seðlabank- ans geta orðið verðbólguhvetjandi þegar frá líður, að mati Vilhjálms. Ákvörðun Seðlabankans mætir gagnrýni í þjóðfélaginu. Vilhjálm- ur telur að öll teikn séu á lofti um að samkomulag aðila vinnumark- aðarins hafi haft tilætluð áhrif. Hægt hafi á fasteignamarkaði og verðbólgan hafi lækkað, fram- kvæmdir séu að dragast saman og draga fari úr eftirspurn eftir vinnuafli. Vilhjálmur telur að Seðlabank- inn hafi mislesið vinnumarkaðinn og fasteignamarkaðinn í sumar. Bankinn hafi gert ráð fyrir aukn- um íbúðaframkvæmdum á næsta ári sem sé af og frá. Þá hafi hann gert ráð fyrir launaskriði en fyrir- tækin hafi passað sig. „Þetta þýðir að Seðlabankinn hækkar vexti á sama tíma og niðursveiflan er komin í gang. Vandinn er sá að bankinn magnar upp verðbólguna ef hann er ekki búinn að lækka vexti þegar hagkerfið fer upp á við á næsta ári,“ segir Vilhjálmur. „Við höfðum séð fyrir okkur að það væri komið ágætis jafnvægi í efnahagslífið um mitt næsta ár. Við værum þá að gera kjarasamn- inga til lengri tíma, byggja upp kaupmátt og sækja fram á nýjan leik,“ segir hann. Hagkerfið hefur hins vegar brugðist hraðar við. „Við reiknuð- um með að verðhækkanir á þriðja ársfjórðungi gætu verið 3,7 pró- sent en hækkunin var svo lítil í júlí að verðhækkanir mega fara yfir þrjú prósent í haust til að vera innan við markmiðið. Svo virðist hægja fyrr á fasteigna- markaði þannig að stöðugleiki gæti komist fyrr á. Árangurinn er því betri.“ Sigríður I. Ingadóttir, hagfræð- ingur hjá Alþýðusambandinu, telur að túlka megi vaxtahækkun- ina þannig að Seðlabankinn treysti því ekki að samkomulag ASÍ og SA frá því í sumar hafi tilætluð áhrif. „Það er í okkar augum mjög alvarlegt. Þetta samkomulag sner- ist um að allir legðust á sömu sveif,“ segir hún. „Þetta mun valda því að á næsta ári verði lendingin í hagkerfinu harðari en annars hefði verið. Það mun leiða til minni hagvaxtar, meira atvinnuleysis og rýrnunar kaupmáttar.“ ghs@frettabladid.is VILHJÁLMUR EGILSSON, FRAM- KVÆMDASTJÓRI SA SIGRÍÐUR I. INGA- DÓTTIR, HAGFRÆÐ- INGUR HJÁ ASÍ Vaxtahækkanir valda verðbólgu Niðursveiflan verður ekki langvarandi segir fram- kvæmdastjóri SA. Þó getur baráttan við verðbólgu orðið erfiðari vegna vaxtahækkana Seðlabankans. LUNDÚNIR, AP Fjölmargir samþing- menn John Prescotts, sem fer með æðstu völd á Bretlandseyj- um í fjarveru Tonys Blair, lýstu í gær yfir stuðningi sínum við meint ummæli hans um George W. Bush. Prescott sjálfur, sem er varaforsætisráðherra Bretlands, virðist ekki sjá eftir ummælun- um þrátt fyrir að hafa reynt fyrr í vikunni að sverja þau af sér. Í gær mun hann hafa látið þau orð falla að áttatíu prósent þing- mannanna væru honum hvort sem er sammála um Bush og því væri það „kjaftæði“ að hann ætti að segja af sér. Nú þrýsta samflokksmenn á varaforsætisráðherrann að gang- ast opinberlega við ummælunum til að sýna að Verkamannaflokk- urinn hafi enn sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Fyrr í vikunni hafði breska blaðið Independent eftir Prescott, að stefna Bandaríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum væri „algjört rugl“. Einnig á Prescott að hafa líkt George W. Bush við „kúreka með Stetson-hatt“ sem væri „of mikill einfeldningur“ til að ná árangri. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, gerði lítið úr ummælun- um. „Bush hefur verið uppnefnd- ur á verri máta, og verður það líklega enn um sinn.“ - kóþ Ummæli John Prescotts um stefnu George W. Bush: Samþingmenn eru sammála PrescottSERBÍA Serbneska lögreglan hefur brugðið á sérstætt ráð til auka tekjurnar. Nú er hægt að leigja sér serbneskan lögregluþjón, sem og tæki og tól lögreglunnar. Þetta kemur fram á fréttavef norska blaðsins Aftenposten. Verðlaginu er haldið í hófi, því þjónusta serbnesks lögregluþjóns kostar um 306 íslenskar krónur á klukkustund, en ef maður vill bara leigja sér einkennisbúning lög- reglunnar þá kostar það rúmar 1.100 krónur á dag. Þyrla kostar á milli 45.000 og 145.000 krónur á tímann, eftir því hvaða þyrluteg- und er valin. Innanríkisráðuneytið ætlar sér að fylgjast grannt með leigustarf- seminni, til að koma í veg fyrir misnotkun. - smk Serbneska lögreglan: Býðst til leigu gegn gjaldi SVEITARSTJÓRNARMÁL Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðar hafnaði því að ræða mál sem minnihluti- hluti bæjarstjórnar hafði lagt fyrir bæjarstjórnarfund í vikunni. Engin mál voru því á dagskrá fundarins, í fyrsta skipti í sögu bæjarstjórnar Ísafjarðar. Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi minnihlutans, segir málið skrípaleik. Sigurður segir minnihlutann hafa viljað ræða mál sem varða starfshætti og samninga við verk- taka og fór fram á að fá stefnumót- andi umræðu um þessi málefni. Ingi Þór Ágústsson, starfandi for- seti bæjarstjórnar, tók við fyrir- spurnunum en sagði að þær hefðu borist of seint og því þyrfti aukinn meirihluti bæjarfulltrúa að sam- þykkja að þær yrðu teknar á dag- skrá. Meirihluti bæjarstjórnar veitti ekki það samþykki og úrskurð- aði forseti þá að engin dagskrármál lægju fyrir. Sigurður segir þetta ekki gott upphaf á nýju kjörtímabili og lofi ekki góðu um samstarfið á kjör- tímabilinu. Ingi Þór Ágústston, starfandi forseti bæjarstjórnar, telur þau mál sem fyrir fundinum lágu ekki vera ágreiningsmál og geti því beðið fram að fyrsta formlega fundi bæj- arstjórnar sem boðaður er 7. sept- ember. - hs Öllum málefnum Í-listans í bæjarstjórn Ísafjarðar vísað frá bæjarstjórnarfundi: Engin mál á dagskrá ÁGREININGUR Á ÍSAFIRÐI Minnihluti bæjar- stjórnar gagnrýnir vinnbrögð meirihluta. DREGUR ÚR ÞENSLU Vilhjálmur Egilsson bendir á að hægt hafi á byggingaframkvæmdum. VEISTU SVARIÐ? 1 Hvað heitir fríblað dótturfélags Dagsbrúnar sem út mun koma í Danmörku? 2 Hver er stjórnandi nýs skemmti-þáttar á Stöð 2 sem ber nafnið Í sjöunda himni? 3 Frá hvaða landi er tvö hundruð manna sendinefnd sem komin er til landsins? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 66 BÍLVELTA Rúmlega sextug kona missti stjórn á jeppabifreið sem hún ók austur Uxahryggjarleið um tíu leytið í gærmorgun, með þeim afleiðingum að jeppinn valt. Konan meiddist lítillega en gerði sjálf lögreglu viðvart. Konan var ein í bílnum og ók eftir malar- vegi þegar hún missti stjórn á bif- reiðinni. Sjúkrabíll flutti konuna á heilsugæsluna í Borgarnesi. Þar var gert að sárum hennar og var hún útskrifuð af slysadeildinni upp úr hádeginu í gær. Vegurinn sem hún ók liggur á milli Lundarreykjardals og Þing- vallasvæðisins. - æþe Bílvelta á Uxahryggjarleið: Slapp án telj- andi meiðsla

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.