Fréttablaðið - 19.08.2006, Síða 72

Fréttablaðið - 19.08.2006, Síða 72
 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR44 Bretinn Daniel Craig er sjötti leikarinn sem tekur að sér hlutverk vinsælasta njósn- ara kvikmyndasögunnar, sjálfs James Bond. Hann er um margt frábrugðinn forverum sínum í útliti og aðdáendur Bonds hafa gagnrýnt valið á honum harkalega og eru síður en svo tilbúnir til þess að gefa honum tækifæri til þess að sanna sig. Craig er þó hvergi bang- inn frekar en Bond sjálfur og hefur lýst því yfir að hann muni sanna sig. Craig verður væntan- lega fyrst og fremst borinn saman við Pierce Brosnan sem lék Bond með miklum tilþrifum á undan honum. Brosnan er þó ekki sá Bond sem Craig sjálfur þarf að keppa við ef marka má laus- lega könnun Fréttablaðsins á því hver sé besti Bond- inn. Sean Connery trónir enn á toppnum og næstur honum kemur Roger Moore þannig að Craig þarf fyrst og fremst að sigrast á anda gömlu mannanna og þola samanburð við Connery eins og allir hinir sem fetað hafa í fót- spor skoska kyntrölls- ins. DANIEL CRAIG Hefur flest það til að bera sem góður Bond þarf að hafa en harðir aðdéndur 007 hika þó ekki við að dæma hann úr leik fyrirfram. Hans bíður það vandasama verkefni að standast samanburð við Pierce Brosnan og komast undan þeim stóra skugga sem Sean Connery varpar á alla þá sem spreyta sig á hlutverkinu. Þarfasti þjónn hennar hátignar ARNMUNDUR ERNST BJÖRNSSON, NEMI Roger Moore Ég hef nú ekki horft mikið á James Bond-myndir en hef auðvitað séð þessar nýjustu og fannst Pierce Brosnan drullugóður og er alveg sáttur við hann en finnst nú samt Roger Moore, þessi sem kom til landsins um daginn, vera einhvern veginn vanari gæi og þannig lagað flottari. Ég hlakka svo bara til að sjá þann nýja og hvernig hann verður. SIGURBJÖRG SÆUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, ANNAR STJÓRNENDA PÍPÓLA Á SIRKUS Sean Connery Sean Conn- ery. Pottþétt. Hann er og var brjálæðislega kynæs- andi og röddin er rosaleg. Karlmennskan skín af honum og hann er ógleym- anlegur en það er ástæðan fyrir því að mér datt hann strax í hug. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR, ÍSLENSKUFRÆÐINGUR Sean Connery Sean Connery er James Bond. Hann er sá fyrsti og er mjög töff. Mér líst rosalega vel á þennan nýja og finnst hann bara soldið sætur líka en það er fyrir öllu. Gallinn við Connery er kannski helst sá að hann hefur aldrei breyst. Hann er eins og James Bond í öllum hlutverkum sem hann hefur leikið síðan. Þegar hann lék munkinn í Nafni rósarinnar var hann til dæmis alveg eins og Bond. Hann bjó James Bond til en Bond bjó Connery svolítið til líka. UNNUR STEINSSON, ATHAFNAKONA Roger Moore „Ég man einhvern veginn best eftir myndunum með honum. Hann var bæði sjarmerandi og fyndinn og kom með smá húmor í þetta. Þannig finnst mér James Bond að vera. Hann má ekki vera of alvörugefinn. Roger Moore var kannski ekki jafn myndarlegur og Connery og Brosnan en hann var mesti karakterinn.“ EIRÍKUR JÓNSSON, BLAÐAMAÐUR Sean Connery Sean Conn- ery er James Bond. Hann bjó bara til þessa týpu og það hefur enginn sem kom á eftir honum komist með tærnar þar sem hann hefur hælana. Hann hefur svo, í framhaldinu, haldið áfram að vera Bond í öllu sem hann hefur gert síðan þannig að Bond hefur elst í honum og er enn á meðal okkar í hans gervi. Allir aðrir eru ómerkilegar eftirlíkingar. RAGNAR BJARNASON, TÓNLISTARMAÐUR Roger Moore „Ég hafði mest gaman af Roger Moore, einfaldlega vegna þess að ég hafði gaman að húmornum sem hann kom með inn í þetta. Hann notaði andlitið svo skemmtilega í hlutverkinu og fór í gegnum þetta svo sposkur á svip. HALLDÓR BLÖNDAL, ALÞINGISMAÐUR Sean Connery „Sean Conn- ery er sá eini sem kemur upp í hugann. Hann er mjög mikill og eftirminni- legur leikari og það er auðvelt að rifja hann upp í ýmsum senum. Dýrlingur- inn var á sínum tíma mjög skemmtilegur en það er einhvern veginn eins og hann eigi erfitt með að breytast í James Bond.“ GEORGE LAZENBY Fékk það vandasama og vanþakkláta hlutskipti að leysa Sean Conn- ery af. Lazenby var illa tekið af aðdáendum James Bond og fékk því aðeins að spreyta sig í einni mynd, On her Majesty‘s Secret Service. Lazenby stóð sig með ágætum og myndin er stórlega vanmetin. Hann var engu að síður sendur með skottið milli lappana heim til Ástralíu og Sean Connery var vélaður til þess að snúa aftur í Diamonds are Forever. BONDAR SEM KOMAST EKKI Á BLAÐ TIMOTHY DALTON Þessi ágæti leikari tók við kennitölunni 007 af Roger Moore eftir að sá síðar- nefndi komst á eftirlaunaaldur og kvaddi með A View to A Kill. Eitthvað þótti vanta upp á töffið hjá Dalton en hann fékk þó tvö tækifæri til að sanna sig, í Living Daylights og A Licence to Kill. PIERCE BROSNAN Kom gríðar- lega sterkur inn í Goldeneye eftir að starfskraftar Dalt- ons höfðu verið afþakkaðir. Aðdáendur Bonds vildu margir hverjir meina að hér væri loks- ins kominn fram raunverulegur arftaki Seans Connery. Brosnan þótti hafa allt til að bera, útlitið, hörkuna og töffið. Brosnan lék Bond í þremur myndum auk Goldeneye; Tomorrow Never Dies, The World is not Enough og Die Another Day. Brosnan vildi endilega halda áfram og fór í fússi þegar framleiðendur myndanna hófu leit að nýjum Bond. ROGER MOORE Hefur leikið Bond í sjö kvikmyndum og það er vandséð að það met verði slegið. Hann breytti ásjónu njósnara hennar hátignar töluvert og var hvergi nærri jafn alvarlegur og kald- rifjaður og Connery. Grínið og glensið heldur nafni hans enn á lofti og hann fylgir fast á hæla forvera síns þegar kemur að því að velja besta Bondinn. HINN EINI SANNI Sean Connery var fyrsti Bond- inn og verður líklega hinn eini sanni James Bond í huga fjöldans um ókomin ár. Hann brúar kyn- slóðabilið og var efstur í huga flestra álitsgjafa Fréttablaðsins þrátt fyrir að 44 ár séu liðin frá því hann steig fyrstur fram sem Bond í Dr. No.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.