Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 91
LAUGARDAGUR 19. ágúst 2006 63 FÓTBOLTI Aaron Hughes, leikmaður norður-írska landsliðsins og enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa, segir sína menn fulla sjálfstrausts eftir sigur á Finnum í vináttu- landsleik í vikunni en leikurinn fór fram í Finnlandi. Hughes, sem er fyrirliði Norður-Íra, er sigur- viss fyrir leikinn gegn Íslandi sem verður fyrsti leikur beggja liða í undankeppni EM 2008. „Við gerðum Finnum mjög erfitt fyrir og stjórnuðum leiknum löng- um stundum,“ sagði Hughes en hans menn unnu 2-1 sigur á sterku liði Finna þar sem flestir bestu leik- menn liðsins voru með. „Nú er aðal- atriðið að taka þennan góða árang- ur með okkur í undankeppnina.“ Miðvallarleikmaðurinn Steven Davis og félagi Hughes hjá Aston Villa gat ekki leikið með sínum mönnum í Finnlandi vegna meiðsla en búist er við að hann verður orð- inn klár fyrir leikinn gegn Íslandi. Davis var í liði Norður-Íra sem vann frægan 1-0 sigur á Englandi í undankeppni HM 2006 en hann lagði upp markið á David Healy sem skoraði annað mark Norður- Íra í vikunni. Hitt skoraði Kyle Lafferty, leikmaður Burnley. Sextán leikmenn komu við sögu í liði Norður-Íra gegn Finnum og þar af var Hughes eini leikmaður- inn sem er á mála hjá ensku úrvalsdeildarfélagi. Annar úrvals- deildarmaður, Roy Carroll hjá West Ham, sat á varamannabekkn- um og kom ekki við sögu. Þó var enginn heimamaður í liðinu en allir norður-írsku lands- liðsmennirnir leika í Englandi, utan tveir sem leika í Skotlandi. Þá er ótalinn fyrirliði Birming- ham, Damien Johnson, en hann verður í banni í fyrstu tveimur leikjum liðsins í undankeppninni. - esá AARON HUGHES Fyrirliði norður-írska landsliðsins sem gerði góða ferð til Finnlands í vikunni. NORDIC PHOTOS/GETTY Aaron Hughes landsliðsfyrirliði Norður-Írlands og varnarmaður Aston Villa: Norður-Írar sigurvissir fyrir Íslandsleikinn FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guðjóns- son verður ekki í leikmannahópi AZ Alkmaar sem hefur leik í hol- lensku úrvalsdeildinni um helgina er liðið mætir NAC Breda. Jóhann- es meiddist í nára í landsleiknum gegn Spáni á þriðjudaginn og ákvað því þjálfari liðsins, Louis van Gaal, að gefa honum frí um helgina svo að hann gæti náð sér sem fyrst. Grétar Rafn Steinsson verður að öllum líkindum í liði AZ en hann er nú að hefja sitt annað tímabil hjá liðinu. Jóhannes Karl gekk til liðs við AZ í sumar frá enska 1. deildarliðinu Leicester. - esá Jóhannes Karl: Meiddist í landsleiknum FÓTBOLTI Manchester United mun ekki taka aftur þátt í hinu svokall- aða Amsterdam-móti á undirbún- ingstímabili sínu. Sir Alex Fergu- son er allt annað sáttur en þátttaka liðsins á þessu æfingamóti nú fyrir skömmu kostaði það að Wayne Rooney og Paul Scholes fá þriggja leikja bann í ensku úrvals- deildinni. Þeir fengu rautt spjald í leik gegn Porto og ákvað dómar- inn Ruud Bossen að gefa skýrslu um það atvik með fyrrnefndum afleiðingum. „Það er klárt mál að við tökum aldrei aftur þátt í þessu móti. Rauða spjaldið sem Rooney fékk var fáránlegt. Það eru okkur mikil vonbrigði að missa menn í bann eftir æfingaleik en við þurfum að taka þessu,” sagði Ferguson. Roon- ey og Scholes geta tekið þátt í leiknum gegn Fulham á morgun en eftir hann fara þeir í bann. - egm Sir Alex Ferguson ekki sáttur: Aldrei aftur á þetta mót RAUTT SPJALD Rooney er hér rekinn af velli í æfingaleiknum gegn Porto. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Bakvörðurinn Ashley Cole er ekki í leikmannahópi Ars- enal sem mætir Aston Villa í dag þrátt fyrir að hann hafi gefið til kynna að hann væri tilbúinn að spila leikinn. Þessi 25 ára enski landsliðsmaður hefur stöðugt verið orðaður við Englandsmeist- ara Chelsea en ekkert samkomu- lag hefur enn náðst. Arsene Weng- er, stjóri liðsins, hefur sagt að hann væri til í að halda Cole ef hans ákvörðun væri að vera áfram hjá liðinu. „Ég tel að ekkert vandamál sé milli mín og stuðningsmannanna eða knattspyrnustjórans. Ég hef fengið stuðning frá þeim,“ sagði Cole og sagðist gefa kost á sér á leikinn sem verður fyrsti alvöru leikur félagsins á hinum nýja Emirates-leikvangi. - egm Bakvörðurinn Ashley Cole: Skilinn eftir utan hóps ASHLEY COLE Er einn besti vinstri bakvörð- urinn í Evrópu. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.