Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 90
 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR62 FÓTBOLTI Fyrir um níu mánuðu, í lokaleik Fredrikstad á tímabilinu í norsku úrvalsdeildinni síðastliðið haust, varð fyrirliðinn Dagfinn Enerly fyrir óhugnanlegu slysi þegar liðsfélagi hans lenti ofan á honum eftir mikið krafs í vítateig liðsins með þeim afleiðingum að Dagfinn hálsbrotnaði og lamaðist fyrir neðan háls. Sló þetta mikinn óhug á norsku þjóðina og rigndi heillaóskaskeytum í kjölfarið. „Ég heyrði brak og hugsaði með mér að eitthvað mikið væri að,“ sagði Enerly í nýlegu sjón- varpsviðtali en það er í fyrsta skipti sem hann hefur tjáð sig opinberlega um slysið. „Ég gat ekki hreyft mig á nokkurn hátt. Það var eins og allur líkaminn væri dauður.“ Næstu fimm vikurnar þurfti hann að vera tengdur við öndunar- vél á sjúkrahúsi. „Þér finnst þú vera dauður. Þú þarft að fá hjálp til þess eins að lifa við slíkar aðstæður,“ sagði Enerly. „Mér tókst að koma út úr mér hljóðum sem Mona kona mín skildi. Dag- ana sem ég fékk heimsóknir var hún túlkurinn minn en hún var hjá mér alla daga. Ég var hræddur við að vera einn. Hræddur við að eitt- hvað myndi gerast.“ Hann sagði að þúsund hugsanir hefðu leitað á sig. „Af hverju ég? Ég hef aldrei gert flugu mein, ekki satt? Og að þetta skuli hafa gerst á knattspyrnuvelli. Knattspyrnan er aðeins leikur og skemmtun.“ Enerly getur nú hreyft aðra höndina og nú dreymir hann um að geta klórað sér í hnakkanum. „Þetta tekur sinn tíma. Það er ekk- ert víst að þessir hlutir gangi til baka. En maður á tvo möguleika í stöðunni og annan þeirra notar maður aldrei.“ Hver skyldi sá möguleiki vera? „Að gefast upp. Þá ertu orðinn að grænmeti.“ Enerly segir að hann sé jákvæð- ur maður þó svo að þetta hafi kúvent lífi hans. „Lífið er þess virði að lifa því. Vonandi verð ég gamall maður með sjö börn og tjaldvagn.“ - esá BORINN AF VELLI Dagfinn Enerly eftir leikinn örlagaríka í haust. NORDIC PHOTOS/AFP Norðmaðurinn Dagfinn Enerly er lamaður fyrir neðan háls eftir slys í leik: Óttaðist að vakna ekki aftur FÓTBOLTI Carlos Dunga hefur valið brasilíska landsliðshópinn sem mætir liði Argentínu og Wales dagana 3. og 5. september næst- komandi. Báðir leikirnir verða í London, sá fyrri gegn Argentínu á heimavelli Arsenal, Emirates Stadium, og sá síðari á White Hart Lane, heimavelli Tottenham. Allar helstu stjörnur liðsins voru fjarverandi er liðið gerði 1-1 jafntefli við Noreg í Ósló í vik- unni. Nú voru þeir Ronaldinhno og Kaka aftur valdir í liðið en hvorki Ronaldo né Adriano hlutu náð fyrir augum landsliðsþjálfarans nýja. Í staðinn valdi hann ungstirn- ið Rafael Sobis sem í vikunni varð suður-amerískur meistari með liði sínu Porto Alegre. - esá Brasilíska landsliðið: Ronaldinho og Kaka með á ný RONALDINHO Sýnir listir sínar með brasil- íska landsliðinu í næstu viku. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildin hefst í dag og á Íslendingaliðið Reading heimaleik gegn Middlesbrough. Reading er nýtt í deildinni en tveir íslenskir leikmenn eru í herbúð- um þess, Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson. Sá síð- arnefndi gat ekki leikið með íslenska landsliðinu gegn Spáni í vikunni vegna meiðsla en hann er þó klár í slaginn og er í leikmanna- hópnum í dag. Hermann Hreiðarsson er að sjálfsögðu í leikmannahópi Charlton sem heimsækir West Ham. Heiðar Helguson og félagar hans í Fulham eiga erfitt verkefni fyrir höndum á morgun þegar þeir mæta Manchester United. - egm Brynjar Björn Gunnarsson: Er tilbúinn í slaginn í dag BRYNJAR BJÖRN Er hér í æfingaleik gegn Millwall í síðasta mánuði. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.