Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 70
Ég var alltaf að meiðast og var orðinn svo leiður á því að ég hætti í fótboltanum,“
segir Bjarni Hall, sem byrjaði
ungur að æfa knattspyrnu. Hann
spilaði sinn fyrsta meistaraflokks-
leik með Víkingi sextán eða sautj-
án ára en lagði síðan skóna á hill-
una fyrir tveimur árum, þá 24 ára.
„Fyrir vikið þurfti ég að finna eitt-
hvað annað hobbý og rokkið varð
fyrir valinu.“
Blái engillinn
Bjarni hafði litla sem engu reynslu
af því að syngja áður en Jeff Who?
var stofnuð. „Ætli ég hafi ekki bara
sungið eins og allir aðrir. Við
vorum samt ansi duglegir félag-
arnir við að fara á Bláa engilinn
forðum daga, sem var karókístað-
ur beint á móti Subway í Austur-
stræti. Það voru einu skiptin sem
ég hafði sungið opinberlega,“ segir
Bjarni, sem vill þó ekki ganga svo
langt að segjast hafa byrjað feril-
19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR42
Hljómsveitin Jeff Who?
hefur vakið þó nokkra
athygli enda þykir sveitin
með þeim skemmtilegri.
Bjarni Hall er söngvari
Jeff Who? en hann er
gamall fótboltakappi úr
Víkingi sem lagði skóna
á hilluna fyrir rokkið.
Hann á ekki langt að
sækja listhæfileikana en
bróðir hans er gítarleik-
ari í hljómsveitinni Ske
og systir hans er dansari
hjá Íslenska dansflokkn-
um.
Það er enginn þjálfari í rokkinu
Bjarni á ekki langt að sækja listahæfileikana en bróðir hans Frank
er gítarleikari í hljómsveitinni Ske og systir hans, Katrín, er dansari
hjá Íslenska dansflokknum. „Addi bróðir (svo er Frank kallaður)
kenndi mér á gítar þegar ég var fimmtán ára. Hann kenndi mér
Paint it black en ég spila samt ekki á gítar í hljómsveit- inni
nema þegar við erum að grínast,“ segir
Bjarni sem leitar ráða hjá stóra bróður.
„Hann hlustar á það sem við erum að
gera áður en við fullklárum það. Hann
hefur gaman af því að segja hvað
honum finnst og ég get tekið mark á
honum. Hann hlífir mér ekki en við
köllum þetta uppbyggilega gagn-
rýni.“
Bjarni vill þó ekki meina að hann
sé sérstaklega listhneigður. „Ég lít
ekki á mig sem listamann þó ég
syngi í rokkhljómsveit. Ég myndi
segja að af okkur systkinum væri
Kata mest list, svo Addi og svo ég.“
LISTHNEIGÐ SYSTKINI
inn þar. „Það var ekki þannig að ég
hafi staðið uppi á sviði á Bláa engl-
inum og hugsað með sjálfum mér:
„Hey! Ég get sungið.“ Við skulum
ekki ofmeta karókíið,“ segir hann
hlæjandi. „Ætli ég hafi ekki orðið
söngvari af því að það atvikaðist
þannig að ég fór fyrstur upp að
míkrafóninum.“
Meðlimir Jeff Who? eru allir
gamlir skólafélagar úr Mennta-
skólanum í Reykjavík. „Við vorum
fjórir saman í sjötta bekk og þá
varð sveitin til. Þorri trommari
var kominn með pláss til að geyma
trommusettið sitt. Það var fínn
staður til að hittast á og fá sér öl.
Við vorum að dúlla okkur saman
þarna og síðan vatt þetta upp á sig.
Við vorum aldrei með neina plötu-
útgáfu í huga,“ segir knattspyrnu-
kappinn fyrrverandi.
Frjálsræði rokksins
Bjarni segist sakna fótboltans
mikið en er þó sáttur við það frjáls-
ræði sem fylgir rokkinu. „Í rokkinu
ræð ég hvenær ég mæti á æfingu,
hvenær ég fæ mér bjór og hvenær
ég fer í sumarbústað. Það er enginn
þjálfari í rokkinu,“ segir Bjarni og
bætir við að meðlimir Jeff Who?
taki hljómsveitarstússið þó ekki
sérlega alvarlega. „Við viljum gera
hlutina vel en við erum ekki massa
metnaðargjarnir því þá verða hlut-
irnir þvingandi og leiðinlegir.
Kannski höldum við þessu bara
eins og þetta hefur alltaf verið,
erum bara vinir sem hittumst.“
Jeff Who? tók sér stutt hlé frá
spilamennsku í sumar og segir
Bjarni að þeir félagar hafi verið
orðnir leiðir á því að spila. „Ef við
höfum ekki gaman af því sem við
erum að gera er enginn tilgangur
með því. Okkur finnst gaman að
spila en ekki þegar það er orðið of
oft eða þvingandi spilarí. Við vilj-
um bara hafa gaman af hlutunum
og við reynum líka að skemmta
öðrum.“
Viðtökurnar framar vonum
Frumraun Jeff Who?, Death bef-
ore disco, vakti nokkra athygli og
seldist nokkuð vel. Bjarni segir að
viðtökurnar hafi gengið framar
vonum. „Ég veit ekki alveg hvað
við erum búnir að selja mikið en
ég held að það sé í kringum tvö
þúsund eintök. Ef við hefðum selt
500 eintök hefði okkur þótt það
gott,“ segir Bjarni en Jeff Who? er
þegar byrjuð að semja nýtt efni.
„Við semjum bara þegar við hitt-
umst og æfum. Þannig verða lögin
til hjá okkur og við erum með tvö
fullkláruð lög. Svo eigum við fullt
af einhverjum grunnum sem við
eigum eftir að klára.“
Bjarni segist ekki vita hvernig
útgáfumál í öðrum löndum standi.
„Þú verður að spyrja Ella bassa-
leikara út í það. Ég veit samt að við
erum að fara að spila á einhverjum
stað í Danmörku og ég er sáttur ef
ég fæ frítt far til útlanda. Ég heyrði
samt eitthvað af því að það ætti að
fara gefa út plötuna úti en ég veit
ekki alveg hvernig það stendur.“
Stærsta afrekið
Lagið Barfly með Jeff Who? hefur
notið töluverðra vinsælda á þessu
ári og er meðal annars verið spilað
í Víkinni, heimavelli Víkings,
þegar liðið nær að skora mark.
„Að lagið sé notað í þessum til-
gangi er minn stærsti heiður innan
tónlistarbransans og það gáfuleg-
asta sem ég hef gert þar. Ég verð
samt að viðurkenna að ég er kom-
inn með leið á laginu. Ég fór á leik
Víkings og ÍBV og þá var lagið
spilað fimm sinnum enda vann
Víkingur 5-0. Þá fékk ég alveg nóg
og ef ég á að vera hreinskilinn var
ég orðinn létt leiður á sjálfum mér.
Að vísu heyrist ekkert í mér þegar
þeir spila bútinn úr laginu en þetta
er frægur drykkjukór sem tengist
okkur félögunum,“ segir Bjarni
sem fetar í fótspor ekki ómerkari
manns en Rúnars Júlíussonar sem
hætti í knattspyrnunni og sneri
sér alfarið að rokkinu. Bjarna leið-
ist heldur ekki slík samlíking
blaðamanns. „Svo þarf ég bara að
ná mér í Ungfrú Ísland og þá er
þetta komið.“
kristjan@frettabladid.is
„Að lagið sé notað í þessum
tilgangi er minn stærsti
heiður innan tónlistarbrans-
ans og það gáfulegasta sem
ég hef gert þar.”
AFREKSMAÐUR Bjarni þykir sleip-
ur söngvari en hann þótti líka
nokkuð góður í boltanum.