Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 44
2 | LISTAGÓÐ MENNINGARNÓTT 2006 | Það er nóg að gerast í porti Alþjóðahússins á Menningarnótt. Á milli klukkan þrjú og fimm fá börn að læra að búa til eigin hljóð- færi og vinna með þemað tröll og þjóðsögur. Þau fá að horfa á trölladans og fá meira að segja að bragða á trölladrykk! Klukkan fimm fara börnin í skrúðgöngu með hljóðfærin sín undir stjórn Unnar Guðjónsdóttur ballettkennara sem mun leiða fjörugan hópinn alla leið yfir í Listasafn Íslands, en þar fá þau að hengja upp listaverkin sín og hlusta á tröllasögur. Á milli fimm og sjö geta gestir og gangandi notið ljúfrar djasstónlistar í porti Alþjóðahússns, en svo byrjar fjörið fyrir alvöru þegar dansdagskrá næturinnar hefst. Félagar úr Taílensk-íslenska vinafélaginu sýna okkur taílenska dansa klukkan sjö, en klukkan átta koma Vinir Ghana og kenna fólki að dansa allskyns dansa frá Afríkuríkinu. Klukkan níu byrjar danshátíð frá Balkanskaga með danshópi frá Búlgarska félaginu. Það er svo hinn suður-ameríski Carlos Sanchez sem lýkur dagskránni með því að kenna Íslendingum að dansa almennilegan salsa, og suðrænir tónar munu án efa óma frá Alþjóðahúsinu langt fram á rauða menningarnótt. ALÞJÓÐAHÚSIÐ / HVERFISGATA 18 / DAGSKRÁ FRÁ KL. 15.00 TIL MIÐNÆTTIS. DANS GLEÐI & SKÖPUN! Á Menningarnótt verður mikil tónlistardagskrá í Gróttu sem hefst kl. 21. Það eru þau Paul Lydon og Kira kira sem halda tónleikana í tengslum við sýninguna Eiland. Tónleikarnir verða við Kaffi Eiland þar sem hægt verður að kaupa kaffiveitingar, öl og vín og er aðgangur ókeypis. Kveikt verður fjörubál í Gróttu og er ætlunin að skapa huggulega og afslappaða stemmningu í útjaðri höfuðborgarinnar, en tónleikunum mun ljúka um miðnætti. Paul og Kira eru bæði miklar hetjur í framsækinni íslenskri tónlist. Kira er ein aðaldriffjöðurin í starfsemi Til- raunaeldhússins og hefur haldið tónleika og myndlistasýnin- gar víða um heim. Paul Lydon hefur verið viðriðinn íslenskt tónlistarlíf síðan hann fluttist hingað frá Boston seint á níunda áratugnum. Tónlist Paul er seiðandi, einlæg og áleitin og semur hann einhverja fallegustu íslensku texta sem heyrst hafa hin síðari ár. Kira hefur mest unnið sem raftónlistarmaður en á Eilandstónleikunum á menningarnótt verður kassagítarinn í aðalhlutverki að útilegusið. Í vitanum í Gróttu hefur listsýning fimm listamanna staðið frá því um miðjan júli, undir yfirskriftinni Eiland. Listamennirnir eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ragnar Kjartans- son, Haraldur Jónsson, Friðrik Örn Hjaltested og Hrafnkell Sigurðsson. Á menningarnótt eru síðustu forvöð að líta á sýnin- guna því hún verður tekin niður daginn eftir. Opið er frá kl. 19.00 í Eilandi til kl. 1 eftir miðnætti þegar byrjar að flæða að. EILAND Öll dagskrá Menningarnætur fylgdi með Fréttablaðinu á fimmtudaginn í handhægu riti sem þú getur kippt með þér í bæinn. Dagskrá er einnig að finna á vefnum www.mennin- garnótt.is. Þar hefur Gagarín í samstarfi við Reykjavíkurborg unnið að einstakri framsetningu dagskrárinnar „í tíma og rúmi“ þar sem fólk getur settt saman sína eigin dagskrá. Ein- nig er hægt að nálgast alla dagskrána á ensku í nýjasta eintaki ReykjavikMag sem er dreift á helstu upplýsingamiðstöðvum, söfnum, búðum og kaffihúsum í miðborginni. ReykjavikMag og vefurinn Reykjavik.com er gátt inn í heimsborgina Reykja- vík og eru lifandi, traustar og skemmtilegar upplýsingaveitur um alla þá menningarviðburði, tónleika, skemmtistaði, veit- ingastaði, söfn, gallerí, tísku, verslanir, næturlíf og afþreyingu sem þar er að finna. Þar eru einnig fáanlegar upplýsingar sem snúa að þjónustu fyrir ferðamanninn í höfuðborginni – hótel, veitingastaði og afþreyingu. SKOÐIÐ DAGSKRÁNA VEL – ÞAR ER EITTHVAÐ FYRIR ALLA. GÓÐA MENNINGARNÓTT! Ekki missa af neinu ÖLL DAGSKRÁIN Á ÍSLENSKU OG ENSKU Hönnunarversluninin Pikknikk hefur vakið mikla lukku í sumar en verslunin hefur haft aðsetur í „Brooklyn“ hverfi Reykja- víkur – Mýrargötunni – undanfarna þrjá mánuði. Pikknikk er eins konar lífsstíls/hönnunar/matarverslun og er hugarfóstur Áslaugar Snorradóttur ljósmyndara og Hlínar Helgu Guðnadóttur hönnuðar. Þær bjóða upp á vörur eftir þekkta íslenska iðnhönnuði og þar gefur að líta allt frá súkkulaðifjöllum og lopapeysum upp í innanhússmuni, bækur og mat. En allir góðir hlutir taka enda og því er Menningarnótt síðasti opnunardagur Pikknikks, sem mun þó líklega fara i aðra lautarferð fyrr en síðar á öðrum stað. Í dag verður því allsherjar lokapartí í Héðinsporti, Seljavegi 2 frá klukkan 18-22. Dásamleg fiskisúpa verður borin fram í fögrum pappaglösum og partíið myndað fyrir Súpubókina sem beðið hefur verið með eftirvæntingu. Gestum gefst tækifæri á að sitja í ævintýralegum stólum sem hver á sína sögu. Stólar sem listamenn af ýmsum toga hafa skreytt og breytt, lista- menn eins og Helgi Þorgils, Tolli, Birgir Snæbjörn og margir fleiri. PIKKNIKK / SELJAVEGI 2 / 101 REYKJAVÍK PARTÍ SÚPA & STÓLAR Huggulegt fjörubál í Gróttu og síðasti séns að sjá Á Eilandstónleikunum verður kassagítarinn í aðalhlutverki að útilegusið. �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� ��� �� �� �� �� �� �� �� �� ����������������������������������� �� ��������������������������������������������� ������������������ �������� ��������������������� ��������� ���������� �������� ��������� �������������������� Orkuveita Reykjavíkur heldur veglega flugeldasýningu á Menningarnótt en hún verður með nýstarlegu sniði í ár. Sýningin verður ekki á Hafnarbakkanum eins og áður heldur mun Landhelgisgæslan sigla með tertur og flugelda á haf út og verður þeim skotið af Varðskipinu Ægi sem liggur við akkeri rétt utan við Sæbrautina. Stundvíslega kl. 21.31 mun Hjálparsveit skáta skjóta upp púðrinu og má búast við miklu sjónarspili. Flugeldasýningin hefur verið hápunkturinn á Menningarnótt undanfarin ár. Með henni lýkur opinberri dagskrá Menningarnætur. LJÓSADÝRÐ Á HAFI ÚTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.