Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 94
 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR66 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 jurt 6 klukka 8 umfram 9 sæti 11 slá 12 samansafn 14 nudd- ast 16 í röð 17 lítill sopi 18 þrep í stiga 20 kusk 21 ármynni. LÓÐRÉTT 1 teikniblek 3 guð 4 nís- kupúki 5 skjön 7 vanir 10 traust 13 fálm 15 traðkaði 16 augnhár 19 eldsneyti. LAUSN LÁRÉTT: 2 gras, 6 úr, 8 auk, 9 set, 11 rá, 12 syrpa, 14 núast, 16 bd, 17 tár, 18 rim, 20 ló, 21 árós. LÓÐRÉTT: 1 túss, 3 ra, 4 aurasál, 5 ská, 7 reyndir, 10 trú, 13 pat, 15 tróð, 16 brá, 19 mó. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 8 1. Hyhedsavisen. 2. Hermann Gunnarsson, öðru nafni Hemmi Gunn. 3. Frá Litháen. „Þetta verður talsvert öðruvísi sýn- ing í ár því við verðum úti á sjó og munum skjóta upp móts við Sólfarið á Sæbrautinni,“ segir Svava Ólafs- dóttir, einn af aðalskipuleggjendum flugeldasýningarinnar sem haldin verður í kvöld og er lokaatburður Menningarnætur. Sýningin í kvöld verður með tals- vert breyttu sniði frá síðustu árum því auk nýrrar staðsetning- ar verður skotið upp af dýpk- unarpramma sem staðsett- ur verður úti á sjó. „Við byrj- uðum púðurvinnuna í síðustu viku en í henni felst að tengja allar bomburnar saman,“ útskýrir Svava. „Í hverri bombu er seinkari sem þýðir að það líða tvær til þrjár sekúndur á milli þess sem bomburn- ar fara upp. Hver bomba fer síðan ofan í hólk og hver hólkur ofan í gám.“ Alls verða fjórir opnir rusla- gámar fylltir af sprengiefni og gámarnir síðan settir út á dýpkunar- prammann. „Í útlöndum eru bomb- urnar bara settar í hólka en á Íslandi verðum við að setja hólk- ana ofan í gáma,“ segir Svava. Auk dýpkunarprammans verður varðskipið Ægir notað við sýninguna. „Við munum setja foss á varðskipið og það verður notað sem hluti af sýningunni.“ Svava hefur verið viðloðandi þó nokkrar flugeldasýningar. „Ég er búin að vera í þessu í fimmtán ár og hef því gert þetta áður,“ segir Svava en það er flugeldasýningahópur Hjálparsveita skáta í Reykjavík sem hefur veg og vanda af sýningunni og er hún í boði Orkuveitunnar. „Við erum með sjö stærðir af bombum og þær eru misþungar. Þær eru frá þremur og upp í tólf tommur og með mismunandi inni- haldi. Sumar mynda hringi aðrar pálmatré,“ segir Svava sem er þó ekki viss hversu margar bombur verða sprengdar. „Ég veit ekki alveg hvað þær eru margar en þetta eru nýjar tegundir af bombum og sýn- ingin verður töluvert stærri en í fyrra.“ -kh Fjórum gámum af flugeldum skotið upp SVAKA KRAFTUR Sprengjur flugeldasýning- arhóps Hjálparsveita í skáta í Reykjavík eru ekkert smáræði eins og sést. SVAVA ÓLAFSDÓTTIR Svava er ein þeirra sem mun sprengja upp herlegheitin í kvöld. opið alla laugardaga 11-14 Stór humar, túnfiskur og úrval fiskrétta á grillið FRÉTTIR AF FÓLKI Fréttamaðurinn Gísli Einarsson þykir með fyndnari mönnum og það skín oft í gegn í fréttunum sem hann flytur í Ríkissjónvarpinu. Á fimmtudagskvöld bauð Gísli landsmönnum upp á frétt um menn sem vinna í hæstu bygginga- krönum landsins. Fréttamaðurinn skaut inn skemmtileg- um punktum að hætti hússins, til að mynda að ekki væri nú fullvíst að laun kranamannanna væru í samræmi við lofthæðina sem þeir vinna í og fleira í þeim dúr. Gísli endaði svo fréttina á því að minnast á hugtakið kranablaðamennsku, sem alþekkt sé í íslenskum fjölmiðlum, og viðurkenndi fús- lega að frétt hans félli í þann flokk, í orðsins fyllstu merkingu. Kvikmyndaleikstjórinn Eli Roth er staddur á Íslandi um þessar mundir. Roth hefur leigt sér glæsilega svítu á Hótel Borg og hyggst fylgjast með flugeldasýningunni á Menningarnótt þaðan auk þess sem hann hyggst snæða kvöldverð ásamt því fólki sem hann hefur átt hvað mest samskipti við hérlendis. Roth kemur hingað á vegum Eyþórs Gunnarssonar sem lék í mynd hans Hostel en leikstjórinn undirbýr nú tökur á Hostel II. Búist er við athyglisverðu flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Allra augu eru á formannskjörinu þar sem Siv Friðleifsdóttir og Jón Sigurðs- son þykja líklegustu kandídatarnir. Hauk- ur Haraldsson mun þó ætla að beita sér af krafti fyrir því að ná kjöri. Hermt er að í ræðu sinni hyggist hann gera upp ár sín þegar hann stjórnaði Pan-hópnum, fyrstu erótísku danssýningunni sem boðið var upp á á Íslandi. Hluti af því verður að benda flokksmönnum á að ef allir sem sáu sýningar hópsins á sínum tíma væru kjörgengir á þinginu, yrði sigurinn næsta auðveldur. - hdm HRÓSIÐ… … fær Elmar Geir Unnsteinsson sem vinnur nú að því að þýða heimspekirit úr forngrísku yfir á íslensku en hann lærir heimspeki og klassísk fræði í Háskóla Íslands. Fjölmiðlakonan Eyrún Magnúsdótt- ir er hætt sem einn af stjórnendum Kastljóssins. „Já, það er rétt, mér fannst bara vera kominn tími á breytingar. Nú fer ég í sumarfrí en ég sný ekki aftur á skjáinn,“ sagði Eyrún í samtali við Fréttablaðið í gær. „Mig langaði að breyta til – gera eitthvað allt annað – enda er ég búin að vera í tæp tvö mjög fín ár í Kastljósinu. Þar hef ég unnið með frábæru fólki og lært mikið af því.“ Eyrún vill ekki gefa upp hvað taki við hjá sér nú þegar hún segir skilið við skjáinn. „Ég ætla að byrja á því að hvíla mig vel ,“ segir Eyrún sem ætlar að reyna við tíu kíló- metra í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. „Annars get ég ekki talað um neitt annað núna. Það er allt opið og ég er að skoða ákveðna möguleika.“ Eyrún er útskrifuð með BA-próf í hagfræði en starfaði sem blaðamað- ur á Morgunblaðinu áður en hún hóf störf í Kastljósinu. Eyrún hætt í Kastljósinu EYRÚN KVEÐUR Eyrún kveður nú samstarfsfólk sitt í Kastljósinu eftir tæplega tveggja ára starf. Leikararnir Ísgerður Elfa Gunn- arsdóttir og Ívar Örn Sverris- son hafa verið ráðin til að stjórna Stundinni okkar í Sjónvarpinu í vetur. Síð- ustu vetur hafa þau Þóra Sigurðardóttir og Jóhann G. Jóhannsson haldið um stjórnartaumana í Stund- inni en þau hafa hald- ið á önnur mið og það kemur í hlut Ísgerð- ar og Ívars að fylla skarðið. Ísgerði líst vel á þetta verkefni: „Það spyrja mig reyndar allir að því hvernig það sé að feta í fótspor Bryndísar Schram. En jú, mér líst mjög vel á þetta.“ Tökur á þáttunum hefjast í næstu viku en undanfarið hafa æfing- ar staðið yfir og þau Ísgerður og Ívar hafa fengið að skoða töku- staðinn og fleira. Leikurunum er ekki ætlað að taka við hlutverkum Birtu og Bárðar heldur verða nýjar persónur kynntar til leiks. Ísgerður fæst ekki til að upplýsa neitt um nýju persón- urnar í Stundinni okkar, segir að það verði að koma í ljós síðar. Einhverjir auka- leikarar koma fram í þáttunum en ekki hefur verið gengið frá ráðningu þeirra allra. Að þessu sinni er bryddað upp á þeirri nýbreytni að stjórnendurnir skrifa ekki handrit þáttanna. Það verða Þorgeir Tryggvason, Ármann Guðmunds- son og Sævar Sigurgeirsson sem skrifuðu leikritið Klaufar og kóngsdætur, sem hafa fengið það verkefni að skrifa handrit Stund- arinnar okkar. „Þetta er mjög skemmtilegt hjá þeim,“ segir Ísgerður, en fyrstu þættirnir með nýju fólki fara í loftið í október. Þættirnir verða teknir upp í törn- um, sem bindur leikarana ekki eins mikið niður og verið hefur. Það gefur Ísgerði líka tækifæri til að vinna að öðrum verkefnum. „Ég verð að leika í kvikmynd- inni Heiðin sem Einar Þór Gunn- laugsson gerir, þar fæ ég alveg ágæta rullu. Svo verð í einu stykki hjá Leikfélagi Akureyrar. Það verður fínt að prófa að búa á Akur- eyri,“ segir Ísgerður sem hefur notað sumarið til að ferðast. „Ég fór til Tælands með vinkonum mínum. Það var gott að stelast aðeins í burtu í sólina.“ hdm@frettabladid.is ÍSGERÐUR ELFA GUNNARSDÓTTIR: STJÓRNAR STUNDINNI OKKAR Frá Taílandi í Stundina okkar ÍVAR ÖRN Annar stjórnandi Stundar- innar okkar. Hér sést hann í hlutverki sínu í Kallakaffi. ÍSGERÐUR ELFA Fetar í fótspor Bryndísar Schram í Stundinni okkar í vetur. Ísgerður leikur auk þess í kvikmyndinni Heiðin og í leikriti hjá Leikfélagi Akureyrar. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.