Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 6
6 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Valgerður Sverrisdótt- ir utanríkisráðherra hefur ákveð- ið að fjölga í íslensku friðar- gæslusveitinni á Srí Lanka. Ákvörðunin er tekin í því ljósi að öryggi Íslendinganna sé tryggt og að vera þeirra skipti máli fyrir friðarferlið á Srí Lanka. „Ég tel að hægt sé að tryggja öryggi íslenskra borgara og deilendur hafa lýst yfir áhuga á að starfið haldi áfram,“ sagði Valgerður í samtali við Frétta- blaðið í gær. Hún grundvallaði ákvörðun sína á upplýsingum frá Atlantshafsbandalaginu og íslensku utanríkisþjónustunni og viðræðum við utanríkisráðherra Finnlands og Noregs. Íslendingarnir starfa með nor- rænu friðargæslusveitinni SLMM en Danir, Svíar og Finnar afréðu að kalla sína menn heim eftir að Evrópusambandið skil- greindi Tamíltígra sem hryðju- verkasamtök. Eftir standa því Íslendingar og Norðmenn. „Ástandið er vissulega slæmt. Þar sem þörf er fyrir friðar- gæslu er ófriður og þegar ófrið- ur ríkir er einhver áhætta,“ segir Valgerður en bendir á að til sé áætlun um hvernig Íslendingarn- ir verði fluttir heim með hraði ef á þurfi að halda. Valgerður segir það skyldu okkar Íslendinga að leggja eitt- hvað af mörkum til að stuðla að friði á Srí Lanka og að mannúð- arsjónarmið búi að baki. Þar sé unnið þróunarstarf á vegum Þró- unarsamvinnustofnunar Íslands sem miði að hreinsun vatnsbóla sem spilltust eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi á öðrum degi jóla 2004. „Það væri mikill ábyrgðar- hluti að kalla okkar fólk heim,“ segir Valgerður en viðurkennir að það hafi komið til greina. Hún lýsir um leið vonbrigðum yfir því að Danir, Svíar og Finnar hafi ákveðið að kalla sitt fólk heim. Valgerður telur að um þrjátíu friðargæsluliðar þurfi að skipa SLMM-sveitina svo verkefnið sé framkvæmanlegt og segir að rætt verði nánar við Norðmenn um framkvæmdina. Ekki er ljóst hvenær íslenski liðsaukinn heldur til Srí Lanka en Valgerður segir einhverjar vikur í það. Þá sé alls óvíst hve- nær hægt verður að kalla Íslend- ingana heim. „Það er ekki hægt að taka ákvarðanir til langs tíma á þessu svæði,“ segir hún. Kostn- aður við verkefnið liggur ekki fyrir en til eru peningar af fjár- lögum sem notaðir verða til verk- efnisins og því þarf ekki nýja fjárveitingu. bjorn@frettabladid.is VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR UTANRÍKISRÁÐHERRA Segir ástandið vissulega slæmt á Srí Lanka. „Þar sem þörf er fyrir friðargæslu er ófriður og þegar ófriður ríkir er einhver áhætta.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Höfum skyldum að gegna á Srí Lanka Íslenskum friðargæsluliðum á Srí Lanka verður fjölgað úr fimm í tíu. Valgerð- ur Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir það skyldu okkar að leggja eitthvað af mörkum. Hún telur að hægt sé að tryggja öryggi íslenskra borgara í landinu. STJÓRNMÁL Til greina kemur að íslenskir friðargæsluliðar beri ekki vopn í framtíð- inni. Valgerður Sverris- dóttir utanríkisráðherra ætlar að endur- skoða friðar- gæsluna og kynna nýjar áherslur henn- ar fyrir utan- ríkismála- nefnd Alþingis. „Ég er að hugsa um hvort ástæða sé til mýkja ímynd- ina,“ svaraði Val- gerður aðspurð um málið í gær. Þá hyggst hún stefna að því að fjölga konum í friðargæslunni og til marks um það telur hún miklar líkur á að kona verði í hópi þeirra fimm friðargæsluliða sem bætast við þá fimm sem þegar eru á Sri Lanka. Nýlega var óskað eftir að íslensk sprengjuleitarsveit yrði send til Afganistan en Valgerður mat hættuna í landinu svo mikla að hún ákvað að verða ekki við þeirri bón. „Ég tel að það sé mun meiri hætta í Afganistan heldur en á Sri Lanka,“ sagði Val- gerður. Hlutverk íslensku friðargæsluliðanna á Sri Lanka er að bera boð milli stríð- andi fylkinga. Þeir bera ekki vopn og eru ekki í her- klæðum en eru engu að síður einkennis- klæddir. -bþs Utanríkisráðherra vill mýkja ímynd íslensku friðargæslunnar: Íslendingar beri ekki vopn SRÍ LANKA Þorfinnur Ómarsson, talsmaður norrænu eftirlits- sveitarinnar, er ánægður með ákvörðun Valgerðar Sverrisdótt- ur um að fjölga í liði sveitarinn- ar. „Þetta skiptir sköpum fyrir allt starfið hérna úti, við erum önnur tveggja þjóða og því er okkar framlag ómissandi,“ sagði Þorfinnur í gær. Hann fagnar sömuleiðis hugmyndum um að auka hlut kvenna í sveitinni og segir það vera gott fordæmi í friðargæslustörfum. „Ásýnd eftirlitssveita þarf ekki að vera neitt harkaleg, held- ur þvert á móti,“ sagði Þorfinnur og minnti á að sveitin væri ekki í neins konar hernaði. Keheliya Rambukwella, málsvari stjórnarinnar, hélt því fram í gær að stjórnin væri tilbúin „hvenær sem er“ að halda áfram friðar- viðræðum við Tamíltígrana. Þorfinnur segir að þetta sé opin- ber stefna stjórnarinnar, hins vegar setji Tígrarnir skilyrði fyrir viðræðunum sem stjórnin hafi ekki farið eftir. Eitt þeirra skilyrða sé að stjórnin standi við tilboð sitt um að afvopna sjálfstæða hópa manna sem fara um með ofbeldi, en standa í raun utan meginátak- anna. Stjórnarher Srí Lanka gerði loftárásir á Jaffna-skaganum í gær, stuttu eftir að ríkisstjórnin hét því að senda þangað hjálpar- gögn og matvæli, en víða ríkir skortur vegna átakanna. Norðmenn voru sáttasemjar- ar þegar samið var um vopnahlé árið 2002, eftir nítján ára blóð- uga borgarastyrjöld. - kóþ Talsmaður norrænu friðargæslusveitarinnar á Srí Lanka: Fagnar ákvörðun Valgerðar ÞORFINNUR ÓMARSSON ÍSLENSKIR FRIÐARGÆSLU- LIÐAR Utanríkisráðherra vill fjölga konum í friðargæslu og mýkja ásýnd hennar frá því sem nú er. KJÖRKASSINN Á að hækka bílprófsaldur í 18 ár? Já 72% Nei 28% SPURNING DAGSINS Í DAG Var rétt ákvörðun að skipta upp menntaráði Reykjavíkurborgar? Segðu skoðun þína á Vísi.is SAMGÖNGUR Yfirvöld á Keflavíkur- flugvelli ákváðu í gær að slaka á kröfum um öryggisleit og leyfileg- an handfarangur. Farþegum á leið til Bandaríkjanna er enn óheimilt að hafa vökva eða vökvatengd efni meðferðis, nema um lyf, matvöru fyrir ungabörn eða varning keypt- an í flugstöðinni sé að ræða. Á öðrum flugleiðum eru vökvar heimilir en yfirvöld vara við því að öryggisstarfsfólk gefi vökvum sérstakan gaum. Ekki verður leit- að á skófatnaði allra farþega held- ur verður um slembiúrtak að ræða. Yfirvöld á Keflavíkurflug- velli beina þeim tilmælum til far- þega að lágmarka handfarangur til að auðvela öryggisleit og mæta tímanlega í flugstöðina. -rsg Keflavíkurflugvöllur: Slaka á kröfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.