Fréttablaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 10
10 23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR Nýjung í ræstingum Unilav ræstitæki með 40 cm moppugrind R V 62 14 6.996 kr. Þurr- og blautmoppað með sama áhaldinu Auðveld áfylling, einfalt í notkun Sérlega handhægt Á tilboði í ágúst INNFLYTJENDUR Sex konur frá ríkjum utan EES-svæðisins hafa leitað eftir aðstoð Alþjóðahúss vegna þess að útlit er fyrir að þeim verði synjað um atvinnu- og dvalarleyfi eftir skilnað við íslenska eiginmenn sína. Sumar hafa verið beittar heimilisof- beldi. Í september á síðasta ári var verklagi á útgáfu atvinnuleyfa breytt og forgangur EES-borgara til atvinnuleyfis ítrekaður og eftir það hefur fólki utan EES-svæðisins reynst erfitt að fá atvinnuleyfi. „Vernd kvenna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi var jafnlítil í lögum áður, en nú er farið að fylgja lögunum eftir bókstaflega. Áður gátum við sagt við konurnar sem voru hræddar og óöruggar að eng- inn hefði verið rekinn úr landi í þeirra stöðu en það er ekki hægt lengur,“ segir Gerður Gestsdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar Alþjóðahúss. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum upp- runa á Íslandi, bendir á að á síðasta ári var hlutfall kvenna af erlendum uppruna í Kvennaathvarfi 39 pró- sent og því er um talsverðan hóp kvenna að ræða sem kann að óttast brottvísun við skilnað. „Þetta laga- lega óöryggi verður til þess að margar konur þora ekki að koma fram þegar þær eru beittar heimil- isofbeldi og þess vegna viljum við fá breytingar á lögunum,“ segir Sabine. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að konur sem beittar hafi verið heimilisof- beldi geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og geti í kjölfar- ið fengið atvinnuleyfi og komist undan brottvísun. „Útlendingastofn- un er heimilt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum, og þá tökum við tillit til þess og getum veitt viðkom- andi atvinnuleyfi. En sæki fólk ekki um slík mannúðardvalarleyfi, eða H-leyfi, er umsóknin meðhöndluð eins og hver önnur hjá okkur og þá fær viðkomandi synjun ef hann er utan EES,“ segir Gissur. Hann veit þó engin dæmi þess að konur sem hafa verið beittar ofbeldi hafi sótt um slík mannúðarleyfi. Gissur segir að eina leiðin til að stjórna flæði vinnuafls til landsins sé að takmarka aðgengi fólks utan EES-svæðis, því flæði EES-borgara til landsins er í raun frjálst. rosag@frettabladid.is Brottvísun erlendra kvenna gagnrýnd Samtök kvenna af erlendum uppruna gagnrýna harkalega stjórnsýslu og segja að brottvísanir fráskildra kvenna af erlendum uppruna auðveldi íslenskum eiginmönnum að kúga erlendar konur sínar til hlýðni. SABINE LESKOPF Segist hafa orðið vör við mikla hræðslu meðal kvenna við að vera vísað úr landi. Sabine er stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA DÓMSMÁL Karlmaður sem framdi rán á skrifstofum Bónus vídeó í Hafnarfirði í lok júlí þarf að afplána 300 daga eftirstöðvar 20 mánaða fangelsisvistar sem hann hlaut í Malmö í Svíþjóð á síðasta ári. Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Maðurinn er grunaður um að hafa framið rán á skrifstofum Bónus vídeós 31. júlí síðastliðinn, ráðist á tvær konur sem þar starfa og haft á brott með sér 1,8 milljón- ir króna. Hann var handtekinn fyrir utan ránsstaðinn eftir hafa brotið glugga og stokkið út. Maðurinn hlaut dóm í Malmö hinn 10. febrúar í fyrra og var veitt þaðan reynslulausn til tveggja ára, sem ekki eru liðin. Þegar hann framdi ránið í Hafnar- firði taldist hann því hafa brotið gegn skilyrðum reynslulausnar- innar og hefur verið gert að afplána 300 daga eftirstöðvar dómsins. Þá er maðurinn grunaður um fleiri brot sem myndu teljast rof á reynslulausninni til dæmis grip- deild, líkamsárás og fíkniefna- lagabrot í júlí á síðasta ári. - sh Karlmaður rauf tveggja ára skilorð þegar hann framdi rán í Bónus vídeó í lok júlí: Afpláni 300 daga eftirstöðvar BÓNUS VÍDEÓ Maðurinn réðst á tvær konur í ráninu í lok júlí, stal tæpum tveimur millj- ónum, braut glugga og stökk síðan niður af annarri hæð. NÝFÆDDUR Á BRJÓSTI Górillan Muke gefur hér nýfæddum syni sínum brjóst, en þau mæðginin eiga heima í dýragarði í Cincinnati í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Walesa úr Samstöðu Lech Walesa, stofnandi verkalýðshreyfingarinnar Samstöðu sem lék lykilhlutverk í að fella kommúnistastjórnina í Póllandi, greindi frá því í gær að hann væri genginn úr samtökunum. Hann ætti ekki lengur pólitíska samleið með þeim. PÓLLANDSRÍ LANKA, AP Lögreglumenn fundu sprengju í gær við fjölfarna götu í verslunarhverfi í Kólombó, höfuð- borg Srí Lanka. Sprengjan vó nærri átta kíló og hefði getað vald- ið töluverðum mannskaða. Verslanir, heimili og skrifstofu- húsnæði í nágrenninu var rýmt meðan sprengjusérfræðingar aftengdu sprengjuna, sem hafði verið komið fyrir í ávaxtakörfu aftan á reiðhjóli og falin innan um kálhausa. Fjarstýring fannst hinu- megin við götuna. Lögregluna grunar Tamílatígra um að hafa komið sprengjunni fyrir. - kóþ Tilræði í höfuðborg Srí Lanka: Nær átta kílóa sprengja fannst SPRENGJAN SKOÐUÐ Græni klumpurinn við fætur hermannanna var skilinn eftir aftan á reiðhjóli í fjölförnu verslunarhverfi í Kólombó. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÚKRAFLUG Bæjarráð Ísafjarðar- bæjar ítrekaði afstöðu sína vegna staðsetningar sjúkraflugvélar á Vestfjörðum, á fundi sínum í fyrra- dag. Bæjarráðið vill að sjúkraflug- vélin verði áfram á Ísafirði. Til stendur að sjúkraflugvélin verði staðsett á Þingeyri, en bæjar- ráðið telur það ótækt þar sem enn hefur ekki verið settur upp búnað- ur til næturflugs á Þingeyrarflug- velli, en ráðið álítur það forsendu fullnægjandi öryggis í sjúkraflugi. Þingeyrarflugvöllur var vígður um síðustu helgi en könnun og mælingar fyrir næturflug eiga eftir að fara fram. Neyðarflug er þó heimilt á völlinn að næturlagi og þá einvörðungu við góðar aðstæður, svokallað nætursjón- flug. - æþe Sjúkraflug á Vestfjörðum: Vélin fari hvergi í bráð ÓSLÓ, AP Tækniframfarir munu gera kleift að dæla nægri olíu upp úr olíulindum heims til að full- nægja eftirspurn allrar heims- byggðarinnar í marga áratugi til viðbótar. Þetta sagði Rex Tiller- son, forstjóri olíurisans Exxon Mobil, á ráðstefnu í Stafangri í Vestur-Noregi í gær, miðstöð norska olíuiðnaðarins. „Við vanmetum stöðugt mögu- leikana sem tækniframfarir hafa í för með sér,“ hafði Dow Jones Newswires eftir Tillerson. „Það eru til birgðir sem duga í áratugi.“ Hann benti á að mat á vinnanleg- um olíubirgðum heims væri nú þrefalt hærra en árið 1950. - aa Forstjóri Exxon-Mobil: Olíulindir duga í áratugi enn BRETLAND, AP Ellefu menn, sem ákærðir eru fyrir aðild að samsæri um að sprengja í loft upp farþega- þotur á leið milli Bretlands og Bandaríkjanna, voru leiddir fyrir dómara í Lundúnum í gær. Átta sakborningar, sem sæta ákæru fyrir að leggja á ráðin um morð og hryðjuverk, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í september. Hinir þrír sem sæta minna alvar- legum ákærum, verða einnig áfram í haldi. Mohammed Zeb, verjandi eins sakborninganna, vísaði öllum ákærum á bug. Allir sakborning- arnir eru breskir ríkisborgarar, múslimar og á aldrinum 19-28 ára. Einn er kona, en hún er eiginkona annars sakbornings. Þau þrjú sem sæta minna alvar- legu ákærunum eru sökuð um að hafa haft undir höndum búnað sem hægt er að nota til hryðjuverka og að hafa brugðist skyldu til að koma á framfæri vitneskju sem hefði getað orðið til að hindra mann- skætt hryðjuverk. Af þeim 24 sem handteknir hafa verið í Bretlandi vegna málsins var einn látinn laus í gær án ákæru. Auk sakborninganna ellefu sem leiddir voru fyrir dómara í gær eru ellefu aðrir í haldi, sem ekki hafa enn verið ákærðir. Saksóknarar verða að ákveða í dag hvort mönn- unum verði birtar ákærur, þeir látnir lausir eða lengra gæsluvarð- halds krafist yfir þeim. - aa TEIKNING AF SAKBORNINGUM Konan er Cossar Ali, eiginkona Ahmeds Ali, sem er einn þeirra átta sem sæta alvarlegustu ákærunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sakborningum í meinta hryðjuverkasamsærinu í Bretlandi birtar ákærur: Samsæri um morð og hryðjuverk Evru-aðild gæti frestast Yfirvöld í Eistlandi greindu frá því í gær, að svo gæti farið að af inngöngu landsins í evrópska myntbandalagið yrði ekki í ársbyrjun 2008 eins hún hefur stefnt að. Verðbólguhorfur valda þessu. EISTLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.