Fréttablaðið - 23.08.2006, Side 16
23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR16
nær og fjær
SJÓNARHÓLL
NÁMSKEIÐSFERÐ LÖGREGLU
STYRKT AF ALCOA
„Ég er koma úr sumarbústað með
fjölskyldunni, það var æðislegt
veður og rosalega fínt. Ég varð að
kíkja til sonar míns í bústaðinn,“
segir Guðbjörg Björgvinsdóttir
ballettkennari þegar Fréttablaðið
nær tali af henni. „Annars erum
við að undirbúa næsta skólaár, við
byrjum aftur 9. september,“ segir
Guðbjörg en Ballettskóli Guðbjargar
Björgvins hefur verið djásn Seltjarnar-
ness í um tvo áratugi.
Guðbjörg var á flakki í sumar
eins og flestir Íslendingar og
urðu Lundúnir fyrir valinu.
„Ég reyni að ferðast á sumr-
in og endurnýja hugann.
Vanalega fer ég til London
og fer á námskeið, það er nauðsyn-
legt að fylgjast með úti í heimi,“
segir Guðbjörg.
Sumarfríið var stutt hjá
Guðbjörgu því ballettskólinn
var með tvö sumarnámskeið
sem stóðu fram í júlí. Guð-
björg segir að það hafi verið
spennandi tækifæri að vera
með námskeiðin. „Við fórum
í nýtt húsnæði við Eiðistorg
síðasta haust og það gaf
möguleika á að lengja
skólaárið. Nám-
skeiðin vöktu mikla
lukku og að þeim
loknum vorum við
með smásýn-
ingu.“ segir Guðbjörg, en skólinn var áður í
Íþróttahúsi Seltjarnarness.
Guðbjörgu líst vel á veturinn framundan.
„Það verður ansi stór hópur af nemendum
í ár, frá þriggja ára aldri og upp úr. Þessi
litlu eru einu sinni í viku og hin tvisvar eða
upp í fjórum og fimm sinnum eftir aldri,“
segir Guðbjörg en hún sér þó ekki ein um
kennsluna.
„Svo er líf í kringum búðina okkar, Arenu,“
segir hún en þar er hægt að fá allt fyrir
ballettinn auk skófatnaðar fyrir samkvæm-
isdansa. Dóttir Guðbjargar rekur verslunina
sem er í sama húsnæði og ballettskólinn.
Eflaust eru þær margar ballerínurnar,
ungar sem aldnar, sem hugsa vel til þeirra
mæðgna, enda hefur Ballettskóli Guðbjargar
Björgvins gamla og fallega sál.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐBJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR BALLETTKENNARI
Endurnýjar hugann í Lundúnum
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Í ágætis ástandi
„Þetta var nú ekkert meiri
gróður en við var að búast
eftir svona langan tíma.
Menn í slippnum segjast nú
hafa séð það svartara.“
KRISTJÁN LOFTSSON ER FRAM-
KVÆMDASTJÓRI HVALS HF. HVAL-
BÁTURINN HVALUR 9 VAR TEKINN
Í SLIPP Í GÆR Í FYRSTA SKIPTI Í
SAUTJÁN ÁR. MORGUNBLAÐIÐ,
22. ÁGÚST.
Hundeltur
„Þeir eru hérna við hliðið
á bílnum og ég hef staðið
einn þeirra að verki sem
játaði því að hann væri að
fylgjast með mér. Svo var ég
eltur í fyrradag af sérsveitar-
mönnum.“
GUÐMUNDUR BECK, BÓNDI Á
KOLLALEIRU, HEFUR VERIÐ KRAF-
INN UM RÚMAR ELLEFU MILLJÓNIR
Í SKAÐABÆTUR AF ALCOA VEGNA
MÓTMÆLA HANS ÞANN 14. ÁGÚST.
FRÉTTABLAÐIÐ, 22. ÁGÚST.
Unga kynslóðin lætur ekki
sitt eftir liggja í góðgerða-
málum. Blaðamaður Frétta-
blaðsins rakst á fríðan hóp
sem safnað hafði tæpum
þrjátíu þúsund krónum
fyrir krabbameinssjúk
börn. Þrátt fyrir ungan
aldur hefur lífið kennt þeim
dýrmæta lexíu sem hvetur
krakkana til góðra verka.
„Þegar ég var þriggja ára fékk ég
æxli í höfuðið en svo batnaði það
þegar ég var sjö ára,“ segir Eva
Margrét Guðnadóttir sem nú safn-
ar peningum ásamt átta öðrum
félögum sínum úr Öldutúnsskóla
fyrir krabbameinssjúk börn. Syst-
ir hennar Alma Guðrún verður
alvarleg á svip þegar veikindi Evu
Margrétar eru til umræðu en ann-
ars er stutt í brosið hjá níumenn-
ingunum.
„Við fengum hluti til að selja
frá nokkrum búðum í Hafnarfirði
og svo frá heimilum okkar og frá
öðru fólki,“ segir Jón Arnar Jóns-
son. Svo komu þau sér fyrir með
varninginn í verslunarmiðstöð-
inni Firðinum í Hafnarfirði og
hófu prúttsölu. „Við erum búin að
vera að í tvo daga að selja og við
erum komin með 29 þúsund og
eitthvað,“ segir Viktoría Dröfn
Ólafsdóttir. En þrátt fyrir góðan
árangur láta þau ekki staðar
numið því næstu daga munu þau
halda til í Smáralind og Kringlunni
þar sem sölunni verður haldið
áfram.
„Sumir gefa okkur reyndar
pening en vilja ekki kaupa neitt,“
segir Viktoría Dröfn Ólafsdóttir.
„Eins og frændi hennar Elínar
Ólínu, Geir Ólafsson söngvari,
hann gaf okkur 500 kall en fékk
ekki neitt.“ En þessi góðgerðahóp-
ur hefur einnig á að skipa góðum
söngvurum og það getur komið
sér vel í átaki sem þessu. Þær
Hekla Lydía Gísladóttir og Anna
María Jónsdóttir sungu fyrir
blaðamann frumsamið lag en það
var tileinkað minningu Bjarts litla
sem lést 6 ára að aldri eftir bar-
áttu við krabbamein. „Við sung-
um þetta fyrir konu sem vildi ekk-
ert kaupa og þegar hún heyrði
lagið fór hún að gráta og gaf okkur
svo 500 kall,“ segir Hekla Lydía
að söng loknum. Jón Arnar sneri
upp á sig þegar söngur hófst en
Ragna Margrét Einarsdóttir og
Steinunn Arna Atladóttir voru
hálf klökkar líkt og blaðamaður.
jse@frettablaðið.is
Sungið og selt í góðgerðaskyni
FRÍÐUR HÓPUR GÓÐGERÐAMANNA Í efri röð frá vinstri eru Hekla Lydía Gísladóttir, Jón Arnar Jónsson, Anna María Jónsdóttir, Ragna Mar-
grét Einarsdóttir og Steinunn Arna Atladóttir. Í neðri röð eru Eva Margrét Guðnadóttir, Alma Guðrún Guðnadóttir, Elín Ólöf Benediktsdóttir
og Viktoría Dröfn Ólafsdóttir.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Útlendingar sem hér búa og starfa
eru síður en svo einsleitur hópur
fólks sem komið er sunnan frá til
að flýja bágt ástand í sínu heima-
landi. Helan Swartling Leiludóttir,
sundlaugarvörður á Blönduósi, er
reyndar komin frá norðlægari
slóðum en flestir Íslendingar og
bakgrunnur hennar er nokkuð sér-
stæður.
„Ég kem frá Jokkmokk í Sví-
þjóð sem er norðan heimskauts-
baugs,“ segir Helen meðan hún
afgreiðir sundlaugargesti. „Ég er
matvælafræðingur og mitt sér-
svið var hreindýraafurðir en minn
fyrrverandi var einmitt hrein-
dýrabóndi. Svo kom ég hingað til
að vinna við sláturhúsið á Blöndu-
ósi árið 2003 því mig langaði að
kynnast því hvernig þeir verkuðu
kindakjötið. Ég hef einnig lært
kíropraktík eða hnykkingar en hef
hingað til ekki talið mig nógu færa
í íslensku til að stunda þetta hér á
landi. Það er mikilvægt fyrir þann
sem er með fólk í slíkri meðferð
að geta náð góðu sambandi við
skjólstæðinginn og því er afar
mikilvægt að tala og skilja málið
vel. Ég er að gæla við það að hefj-
ast handa með þetta í haust.“
Ekki er nóg með að Húnvetn-
ingar fái þarna metnaðarfullan
hnykkjara því hún er einnig textíl-
hönnuður góður og hefur verið
fólki innan handar við Heimilis-
iðnaðarsafnið á Blönduósi. - jse
Verkar og hnykkir skrokka
HELEN SWARTLING LEILUDÓTTIR Sundvörðurinn lætur víða til sín taka í atvinnulífinu á
Blönduósi. Hún byrjaði að verka kindaskrokka en innan skamms mun hún hnykkja skrokka
tvífættra Húnvetninga.FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
Skrítið og
hlægilegt
„Mér finnst þetta bara vera fádæma
dómgreindarleysi allra sem hlut eiga
að máli, lögreglumannanna, yfirmanna
þeirra og Alcoa,“ segir
rithöfundurinn Ævar
Örn Jósepsson um
það að Alcoa hafi
styrkt námskeiðsferð
tveggja lögreglu-
manna til Flórída.
„Að lögreglan láti sér
detta í hug að taka
við persónulegum
fjárstuðningi frá
fyrirtæki finnst mér
skrítið, svo ekki sé
sterkara til orða tekið. Að yfirmenn
lögreglunnar skuli ákveða að þetta
sé bara allt í lagi af því að þetta sé í
frítíma, er náttúrulega bara hlægilegt.
Það er kannski einna helst að Alcoa
sé vorkunn því að stjórnendurnir eru
náttúrulega vanir að starfa í löndum og
álfum þar sem ekkert þykir sjálfsagðara
en að lauma einhverjum aurum í vas-
ann hjá löggunni og öðrum yfirvöldum
til þess að halda þeim góðum. Þeim
hefur kannski bara litist þannig á samn-
ingagerðina hér og móttökurnar sem
þeir hafa fengið að það væri svona
svipað siðferði í gangi og fundist þetta
bara eðlilegt.
Svona á bara alls ekkert að gerast.
Menn í svona stöðu eiga að vera yfir
allan vafa hafnir og þetta er bara til
þess fallið að grafa undan trausti, hvort
sem það er verðskuldað eða ekki. Þetta
geta verið hinir mætustu menn, en
svona grefur alltaf undan trausti.“
ÆVAR ÖRN
JÓSEPSSON RIT-
HÖFUNDUR
„ORÐRÉTT“