Fréttablaðið - 23.08.2006, Side 26
[ ]
Um þessar mundir byrja sex
ára börn um allt land í skóla í
fyrsta sinn. Við tekur nýr heim-
ur, nýtt líf.
Í sömu sporum standa nýútskrifað-
ir kennaranemar sem taka sín
fyrstu skref í nýju starfi og upplifa
nú skólaumhverfið frá nýju sjónar-
horni – hinu megin við kennara-
borðið. Edda Björk Gunnarsdóttir
er í hópi þeirra.
„Ég er að fara að kenna í Árbæj-
arskóla. Þar eru börn í fyrsta til
tíunda bekk og skólinn er safnskóli
á unglingastigi. Það þýðir að þrír
skólar sameinast í einn á unglinga-
stiginu,“ segir Edda sem sjálf verð-
ur umsjónarkennari í 6. bekk. „Ég
ákvað að taka umsjónarkennslu og
svo er ég að kenna samfélagsgrein-
ar í 9. og 10. bekk. Á miðstigi kenn-
ir umsjónarkennari íslensku,
stærðfræði, samfélagsgreinar, fer
með nemendum á bókasafn og
heldur utan um öll foreldrasam-
skipti.“
Edda útskrifaðist úr Kennara-
háskóla Íslands í vor. „Námið var
rosalega skemmtilegt en mætti
vera lengra. Það vantar áfanga í
skyldunámið sem ættu að vera þar,
eins og um agastjórnun og umsjón-
arkennslu. Þetta eru valáfangar í
skólanum en ættu að vera skyldu-
áfangar, og eins áfangar um börn
með greiningu eins og athyglis-
brest, ofvirkni eða sérþarfir. Ég er
hlynnt því að námið verði lengt, ég
hefði verið til í að vera í skólanum
ári lengur til að læra þessa
áfanga.“
Aðspurð um ástæðuna fyrir því
að hún fór í kennaranám segir
Edda að hún hafi alltaf haft gaman
af því að vinna með börnum. „Ég
var að vinna í sumarbúðum í fjög-
ur ár og á leikjanámskeiðum í tvö
ár og leiddist út á þessa braut. Það
eru engir kennarar í kringum mig,
þetta er ákvörðun sem ég tók upp á
eigin spýtur.“
Nemendur Eddu komu til skóla í
gær og það örlaði á örlitlum kvíða
þegar rætt var við hana nokkru
áður. „Ég held að það sé eðlilegt, en
ég er líka full tilhlökkunar og
hlakka mikið til vetrarins. Margir
kennarar í skólanum hafa boðið
fram hjálp ef þetta verður of mikið.
Þetta er því eins og að stökkva út í
djúpu laugina, en með björgunar-
hring og einhvern á bakkanum sem
dregur mann að landi,“ segir Edda.
„Ég hlakka til að fá að starfa við
það sem ég er búin að mennta mig í
og að fá að vera með nemendum og
reyna að miðla þekkingu og fræðslu
til þeirra, og ala þau svolítið upp,“
bætir hún við og hlær.
einareli@frettabladid.is
Edda Björk hlakkar mikið til að hefja starf sitt sem kennari.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Hlakkar til að fá að miðla
þekkingu og fræðslu
Árið 2002 stofnaði Þorsteinn
Gauti píanóskóla. Nú sex árum
síðar kenna sex kennarar
rúmlega hundrað nemendum
að spila á píanó eftir þeirra
eigin höfði.
„Við reynum að koma til móts við
alla nemendur okkar og kennum
þeim það sem þeir vilja læra,“ segir
Þorsteinn þegar hann er spurður
um sérstöðu skólans. „Við bjóðum
bæði upp á klassískt tónlistarnám
og líka nám fyrir þá sem gera þetta
eingöngu að gamni sínu.“
Nemendur skólans eru flestir á
aldrinum fjögurra ára til tvítugs.
Einhverjir nemendur eru eldri en
allir eru velkomnir að sögn Þor-
steins. Hver sá sem vill læra píanó-
leik getur fengið tilsögn og skiptir
þá engu máli þótt viðkomandi hafi
aldrei snert hljóðfæri og aldrei lesið
nótur. „Við erum með eldri deild og
þeir, eins og aðrir, geta valið að spila
bara uppáhaldslögin sín, lært að
lesa nótur og skilja hljómaganga
eða spilað eftir eyranu,“ segir Þor-
steinn.
Fyrir þá sem vilja ganga lengra
og leggja áherslu á metnað auk
skemmtanagildis er hægt að læra
„alla leið upp í listaháskóla,“ eins og
Þorsteinn orðar það. Kennt er eftir
námskrá menntamálaráðuneytisins
svo öllum skilyrðum lengra tónlist-
arnáms er uppfyllt.
Skólinn er til húsa í Ármúla 38
en þangað flutti starfsemin á síð-
asta ári. Rúmt er um nemendur og
reglulega eru haldnir jólatónleikar
og vortónleikar þar sem nemendur
spila hver fyrir annan og aðstand-
endur. Kennsla hefst um næstu
mánaðamót en skráning fer fram í
síma 551 6751 og 691 6980 eða gegn-
um rafræna Reykjavík. Nánari upp-
lýsingar er að finna á www.pianos-
kolinn.is og hægt er að senda
fyrirspurnir á pianoskolinn@pian-
oskolinn.is.
Komið til móts við alla nema
Þorsteinn Gauti með nemendum sínum, Matthíasi Huga Grétarssyni og Silju Guðbjörgu
Tryggvadóttur.
September kemur brátt með vindi og kulda. Best er að
undirbúa haustkomuna og eiga nóg af húfum og vettling-
um á skólabörnin.
VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu.
Þau hafa
lengt sinn
sól ar hring!
“Ekki eingöngu les ég hraðar.
Ég les með ...margfalt meiri skilning.”
Inger, 24 ára Sjúkraliði og nemi.
“...held ég sé á góðri leið með að ná
inntökuprófinu í læknadeild í vor.”
Bergþóra Þorgeirsdóttir, 18 ára næstum
því stúdent.
“...hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á
tímasparnað ...”
Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur.
Hvað segja nem end ur okk ar um nám skeið ið:
Frá bært, mark visst, hnit mið að, ævi á byrgð, nyt sam legt, krefj andi, skemmti-
legt, mjög gott, skipu lagn ing, ein beit ing, já kvæðni, mik il að stoð, góð ur
kenn ari, spenn andi, ár ang urs ríkt, hvetj andi, góð fljón usta.
NÝTT! 6. vikna nám skeið hefst 6. sept. (dagnámskeið)
NÝTT! 3 vikna hraðnámskeið 21. september
AK UR EYRI 31. ágúst og SUÐURNES 12. október
Skrán ing á hraðlestrar nám skeið er haf in
á www.h.is og í síma 586-9400
Einstakt enskunámskeið
Fyrir þá sem vilja styrkja enskugrunninn,
tala og skilja enska tungu.
• Fjarnám með 27 1/2 tíma enskunámskeiði á cd diskum
• Slökunardiskur með jákvæðri staðfestingu með tónlist
frá Friðriki Karlssyni
• Vinnubók með enska og íslenska textanum
• Taska undir diskana
• Áheyrnarpróf í lok náms
Mörg stéttarfélög, fræðslusjóðir og fyrirtæki styrkja þetta námskeið
Allar uppl‡singar
www.tungumal.is
eða í símum 540-8400 eða 820-3799
1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 3
1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 3
EKKERT GERVIGRAS!
NÝTT OG BETRA GRAS!
WWW.GRAS.IS