Fréttablaðið - 23.08.2006, Síða 60

Fréttablaðið - 23.08.2006, Síða 60
 23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. RIVER PHOENIX FÆDDIST ÞENNAN DAG 1970 „Ég vil ekki deyja í bílslysi. Dagurinn sem ég dey verður stórkostlegur.“ Glæstur leikferill Rivers Phoenix fékk sviplegan endi þegar hann lést af ofneyslu eiturlyfja. MERKISATBURÐIR 1821 Mexíkó fær sjálfstæði frá Spáni. 1921 Faisal I er krýndur konungur Íraks. 1954 Steinkista Páls Jónssonar biskups finnst við uppgröft í Skálholti en Páll lést árið 1211. 1967 Danska knattspyrnulands- liðið vinnur það íslenska með fjórtán mörkum gegn tveimur í Kaupmannahöfn. 1990 Armenía lýsir yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum. 1990 Vestur- og Austur-Þýska- land tilkynna að ríkin verði sameinuð 3. október. 1992 Fellibylurinn Andrew kemur til Suður-Flórída. Magnús Leopolds- son fasteignasali er 60 ára. Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari er 59 ára. Rudolph Valentino, eitt helsta kyntákn þöglu mynd- anna, lést á þessum degi árið1926. Leikarinn var aðeins 31 árs þegar blæðandi magasár dró hann til dauða. Valentino var flestum harmdauði og það bárust fréttir af ófáum sjálfsmorðstilraunum harmi sleginna aðdáenda hans og ástkona hans, pólska leikkonan Pola Negir, var sögð óhuggandi. Aðdáendur hans hópuðust saman í tugum þúsunda og vottuðu honum virðingu sína við kistulagninguna í New York. Þá komu 100.000 syrgjendur saman fyrir utan kirkjuna þar sem minningarathöfn var haldin um hann en jarðneskar leifar hans voru síðan sendar með lest til Holly- wood þar sem hann var borinn til grafar. Valentino tókst á stuttum leikferli að festa sig í sessi sem meiri háttar kyntákn og var alla jafna kallaður „elskhuginn mikli“. Hann fæddist í Castellaneta á Ítalíu árið 1895 og fluttist til Bandaríkj- anna árið 1913. Þar vann hann fyrir sér sem garðyrkjumaður, uppvaskari, þjónn og fylgdarsveinn þangað til hann fór til Hollywood. Árið 1917 brá honum fyrir í danshlutverki í myndinni Alimony. Í kjölfarið fylgdu nokkur smáhlutverk og hann varð eftirsóttur í hlutverk illmenna þar til stóra tækifærið kom árið 1921 þegar hann landaði aðalhlutverkinu í Four Horsemen of the Apocalypse. Þar dansaði hann tangó í eftirminnilegu atriði sem bræddi fjölmörg kvenhjörtu um víða veröld og gerði hann að stórstjörnu. Vinsældir hans jukust svo jafnt og þétt með ástarsögunum The Sheik, Blood and Sand og The Eagle. ÞETTA GERÐIST 23. ÁGÚST 1926 Elskhuginn mikli fellur frá ÚTFARIR 14.00 Guðlaug Sjöfn Hannes- dóttir, Hrafnkelsstöðum, verður jarðsungin frá Hrunakirkju. 14.00 Logi Sigurðsson, Sólbrekku 2, Húsavík, verður jarðsung- inn frá Húsavíkurkirkju. 15.00 Gertrud M. Sigurjónsdótt- ir, húsmóðir, Krókahrauni 12, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. AFMÆLI Hlynur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Fríhafnarinnar ehf. og tekur við starfinu þann fyrsta september næstkom- andi. Hlynur lauk meistara- prófi í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Álaborg árið 2002 og segir hann að námið þar hafi nýst sér mjög vel hér á landi. Hann hóf störf sem innkaupa- stjóri Fríhafnarinnar árið 2003 þar sem hann hefur verið allar götur síðan. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Hlynur og við- urkennir að nýja starfið sé ansi umfangsmikið. „Við erum með 150 manns í starfi og það þarf að halda utan um það og sömuleiðis söl- una. Svo er annað sem er á þessum framkvæmdatím- um, en það breytingarnar á búðunum sem mun taka töluverðan tíma frá öðru,“ segir hann og á þar við stækkun brottfararverslun- arinnar og breytingu og flutning komuverslunarinn- ar. Hvað varðar áhugamál nefnir Hlynur golfið til sög- unnar. „Það er að verða áhugamál þó svo að tíminn sé vandamálið. Vinnan hefur fyrst og fremst verið í for- grunni undanfarin þrjú ár.“ Vonast hann til þess að golf- ið eigi eftir að koma sterkt inn á næstu árum. Auk þess að starfa sem innkaupastjóri hjá Fríhöfn- inni hefur Hlynur hefur starfað undanfarin tvö ár sem afleysingakennari í stjórnun og rekstri fyrir- tækja við Meistaraskólann í Reykjavík. Mun hann láta af því starfi fyrir þessa önn og einbeita sér að nýju fram- kvæmdastjórastöðunni. Hlynur, sem er 33 ára að aldri og býr í Hafnarfirði, er ættaður úr Hörgárdal fyrir norðan Akureyri. Hann er kvæntur Helgu Völu Gunnarsdóttur félags- fræðingi og eiga þau þrjú börn. Sturla Eðvarðsson, sem verið hefur framkvæmda- stjóri Fríhafnarinnar und- anfarin fjögur ár, hefur ráðið sig til starfa sem fram- kvæmdastjóri Samkaupa. freyr@frettabladid.is HLYNUR SIGURÐSSON: NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI FRÍHAFNARINNAR EHF. Með 150 manns í starfi HLYNUR SIGURÐSSON Hlynur hefur störf sem framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar þann fyrsta september næstkom- andi.MYND/ELLERT GRÉTARSSON Okkar bestu þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Friðbjörns H. Guðmundssonar Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 11E á Landspítalanum v. Hringbraut fyrir alúðlega umönnun og einstaka góðvild. Einnig þökkum við sr. Karli V. Matthíassyni og tónlistarfólki kærlega fyrir vel unnin störf. Kristín G. Friðbjörnsdóttir Grétar Örn Magnússon Þorvarður Friðbjörnsson Ragnhildur Sigurðardóttir Guðmundur Friðbjörnsson Anna Margrét Kristjánsdóttir afabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, Regína Sveinbjarnardóttir frá Skálabrekku í Þingvallasveit, lést á Hrafnistu í Reykjavík að morgni 21. ágúst. Guðrún Þóra Guðmannsdóttir Hörður Guðmannsson Óskar Arnar Hilmarsson Guðlaug Christensen Guðmann Reynir Hilmarsson Hrönn Ægisdóttir Guðmann Ólafsson Kristjana Knudsen Jón Ólafur Ólafsson langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ólöf Jónasdóttir frá Magnússkógum, lést á dvalarheimilinu Silfurtúni, Búðardal, aðfaranótt laugardagsins 19. ágúst. Útförin fer fram frá Hvammskirkju í Dölum laugardaginn 26. ágúst kl. 14. Ingibjörg Guðmundsdóttir Magnús Pálsson Jónas Guðmundsson Sigurbjörg Jónsdóttir Guðbjörn Guðmundsson Jóhanna B. Jóhannsdóttir Jensína Guðmundsdóttir Andrés P. Jónsson Guðrún Guðmundsdóttir Helgi Þorvaldsson barnabörn og fjölskyldur. Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Björn Bjarnason Hellisgötu 25, lést föstudaginn 4. ágúst á Sólvangi í Hafnarfirði. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Björn Björnsson Guðrún Þóra Sigurðardóttir Stefán Björgvin Björnsson Bjarni Gunnar Björnsson Guðrún Þórdís Ingólfsdóttir Hólmfríður Steinunn Björnsdóttir Jose Antonio Rodriguez Gonzalez barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Elskulegur eiginmaður minn og bróðir, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Halldór Jón Kristinsson sem lést að dvalarheimilinu Hornbrekku Ólafsfirði, mánudaginn 14. ágúst, verður jarðsunginn frá Ólafs- fjarðarkirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 14. Þeir sem vilja minnast hans vinsamlega látið dvalarheimilið Hornbrekku njóta þess. Hulda Helgadóttir Sigríður Kristinsdóttir Anna Halldórsdóttir Svanberg Þórðarson Bragi Halldórsson Auðbjörg Eggertsdóttir Gunnar Halldórsson Sigurlaug Anna Sigtryggsdóttir Svanfríður Halldórsdóttir Gunnar L. Jóhannsson Jón Halldórsson Guðlaug Skúladóttir og afabörnin. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Sigurðsson Hátúni 12, Reykjavík, fyrrverandi bóndi og sjómaður frá Hamraendum, Stafholts- tungum, Mýrasýslu, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Sigrún Sigurðardóttir Jóhann Sigurðarson Guðrún Sesselja Arnardóttir Ólöf Sigurðardóttir Stígur Snæsson Þorsteinn Gauti Sigurðsson Halldóra Björk Friðjónsdóttir afabörn, langafabarn og aðrir aðstandendur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.