Fréttablaðið - 23.08.2006, Qupperneq 24
[ ]
Lærdómsríkt ferli, en frekt á
tíma og peninga.
Fyrsti bíllinn sem Daði Erlingsson
fékk sér var Toyota Corolla,
árgerð 1994. Fjórum árum seinna
er bíllinn algjörlega óþekkjanleg-
ur, enda hefur Daði eytt þúsund-
um vinnustunda og milljónum
króna í að breyta bílnum eftir sínu
höfði.
„Þegar ég keypti þennan bíl
var hann ljótur, upplitaður og
bleikur. Mig langaði í flottan í bíl.
Það er engin skynsemi í þessu en
ég er að vinna við bifreiðasmíðar
og búinn að læra helling á að gera
þetta sjálfur,“ segir Daði sem er
tvítugur og keyrir bílinn bara yfir
blásumarið. Flesta mánuði ársins
er hann inni í skúr þar sem hann
vinnur í honum öllum lausum
stundum.
„Það síðasta sem ég gerði var
að skipta um mótor í bílnum. Ég
pantaði hann frá Japan. Það er
1600 mótor, 20 ventla og eftir að
túrbínu var bætt á hann skilar
hann um 210 hestöflum. Svo er
nýbúið að mála allan bílinn. Hann
hefur verið almálaður þrisvar. Það
eru engir hurðarhúnar á honum
heldur fer maður inn í hann með
fjarstýringu. Undir speglunum
eru rafmagnstakkar til að opna
framhurðirnar,“ segir Daði.
Þetta þætti mörgum nóg en
Daði er hvergi nærri hættur upp-
talningunni. Í skottinu á bílnum
smíðaði hann skel úr trefjaefni
sem hýsir fjórar 1000 watta bassa-
keilur, þrjá magnara, tvo raf-
geyma, tvo þétta, 17 tommu flat-
skjá og fjarstýringar fyrir
Playstation 2 leikjatölvu. Já, í
skottinu.
„Inni í bíl er ég búinn að skipta
um stóla frammi í, setti í hann
körfustóla og ég klæddi aftur-
bekkinn og hurðarspjöldin í stíl og
lét sérsauma merki í hvort
tveggja. Ég sérsmíðaði líka öll
hurðarspjöld sem eru með máluð-
um hátalarafestingum. Fyrir
framan farþegasætið er 7 tommu
skjár og í hanskahólfinu er DVD
tæki. Bíllinn var rifinn í tætlur og
hljóðeinangraður út og í gegn,“
segir Daði sem segist búa eitthvað
til eitt árið og gera það svo upp á
nýtt árið eftir, þegar hann hefur
lært meira. Þannig hafa margir
hlutir í bílnum verið smíðaðir upp
oftar en einu sinni.
„Það vaknaði mikill áhugi hjá
mér þegar ég sá fyrstu myndina
Fast and the Furious. Það voru
ekki mjög margir að þessu þegar
ég byrjaði og ég lærði af mistök-
unum. Það eru aðallega tvö fyrir-
tæki hér á landi sem eru í svona
breytingum. Ég og vinur minn
fengum punkta hjá öðru þeirra,
sem ég er að vinna aðeins fyrir.“
Daði segist hvergi nærri hætt-
ur að breyta bílnum en þó sjái
hann fram á að fá sér nýjan bíl
fljótlega, þar sem hann sé búinn
að læra nóg til að takast á við
stærra verkefni. „Ég fékk mikla
aðstoð við Corolluna og mig lang-
ar að nota tækifærið og þakka
öllum sem hafa hjálpað mér. Nú
getur maður keypt sér alvöru bíl
og gert alvöru hluti. Það verður
Toyota Supra,“ segir Daði að
lokum. einareli@frettabladid.is
Margir hlutir smíðaðir
oftar en einu sinni
Skottið er án efa eitt það flottasta á landinu, og þótt víðar væri leitað. Skelina byggði Daði í
fimm hlutum, þannig að hægt er að fjarlæga hana án þess að eyðileggja neitt.
Mótorinn er sérpantaður frá Japan. Allar
slöngur eru málaðar eða krómaðar.
Farþegamegin er skjár og DVD spilari.
Eins og sést hefur allur bíllinn fengið
andlitslyftingu. Takið sérstaklega eftir hurð-
arspjöldunum, sem Daði smíðaði sjálfur.
Fjöðrunarkerfið er stillanlegt í hæð og mótorinn mun skila 300 hestöflum þegar Daði hefur lokið við bílinn. Ekki alveg venjuleg Corolla.
Daði í bílstjórasætinu. Bíllinn er aðeins notaður stuttan tíma á hverju ári.
Olía Það er nauðsynlegt að skipta um olíu á bílnum á 3.000-
5.000 km fresti. Það er til dæmis hægt að láta gera það á smur-
stöðvum.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A