Fréttablaðið - 23.08.2006, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 23.08.2006, Qupperneq 42
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Jón Skaftason, Óli Kristján Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Anna Elinborg Gunnarsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... 23. ÁGÚST 2006 MIÐVIKUDAGUR12 S K O Ð U N Kenningar um sálfræðilegan samning milli starfsmanna og vinnuveitenda voru fyrst settar fram á sjötta áratugnum. Þá var haldið fram að um óskrif- aðan samning væri að ræða á milli starfsmanna og vinnuveit- enda, sem seinna var kallaður sálfræðilegi samningurinn eða psychological contract. Sálfræðilegur samningur lýsir sambandi starfsmanns og vinnuveitanda á þann hátt að þegar einstaklingur ræður sig til vinnu hefur hann vissar vænt- ingar um þau atriði sem hann á að fá frá vinnuveitanda, s.s. tækifæri til starfsþróunar, stöðu- veitingu, vinnupláss, aðstöðu o.fl. Vinnuveitandinn hefur einnig væntingar til starfsmanns sem snúa t.d. að tæknilegri kunnáttu hans, tíma hans, orku, hæfni í mannlegum samskiptum, stjórnunarhæfileikum og trún- aði. Ekkert af þessum atriðum er þó skriflegt í samningum. Margir telja að hinn hefð- bundni sálfræðilegi samningur sem átti sér stað milli vinnu- veitenda og starfsmanna sé ekki lengur til. Áður fyrr var algengt að starfsmenn og börn þeirra eyddu ævi sinni hjá sama fyrirtækinu. Starfsfólkið hafði trú á langtíma vinnusambandi þar sem mikill trúnaður við vinnu- veitanda var verðlaunaður með starfsöryggi og stöðugum umb- unum. Starfsmennirnir voru trúir sínum vinnuveitendum og gerðu ráð fyrir að fá stöðuhækkanir því lengur sem þeir unnu hjá fyrir- tækinu. Nú er breytt umhverfi sem lýsir sér m.a. í auknum efna- hagslegum vexti fyrirtækja en einnig í minna starfsöryggi og minni starfsánægju starfsmanna vegna mikils vinnuálags. Til þess að auka líkur á sann- gjörnum sálfræðilegum samn- ingi við ráðningu starfsmanns er nauðsynlegt að nota raunsæja starfslýsingu þar sem fram fer kynning á bæði jákvæðum og nei- kvæðum hliðum starfsins, séu þær til einhverjar. Raunhæfar væntingar til starfsins minnka líkur á óánægju starfsmanna og vinnuveitenda þegar fram í sækir. Sif Sigfúsdóttir M.A. í mann- auðsstjórnun. Sálfræðilegur samningur U M V Í Ð A V E R Ö L D Á síðustu vikum hefur talsverð umræða farið fram um tekju- dreifingu, skattbyrði og hlut fjár- magnstekna í samfélaginu. Sér í lagi hafa menn beint sjónum sínum að fjármagnstekjuskatti og þeirri staðreynd að á síðustu árum hefur það færst í vöxt að einstaklingar framfleyti sér af fjármagnstekjum einum saman. Sú tillaga hefur borið á góma að nauðsynlegt sé að samræma skatthlutfall fjármagnstekna við tekjuskattshlutfall. Það er full ástæða til að vara eindreg- ið við hækkun fjármagnstekju- skatts sem getur haft víðtækar afleiðingar fyrir efnahagslegt umhverfi landsins. HÁ LAUN/HÁAR SKATTTEKJUR Það er sannarlega velmektar- vandamál íslensks samfélags að einstaklingar greiði háan tekju- skatt. Háar skatttekjur einstakl- inga eru háðar þeirri forsendu að há laun séu greidd í samfélag- inu. Háar launatekjur eru öðrum þræði merki um mikla verð- mætasköpun sem kvíslast um alla anga samfélagsins. Kakan stækkar og allir fá bita, svo ein- falt er það. Það er engum greiði gerður með því að jafna sem flesta launamenn niður á við í nafni jafnræðis. Í þessu ljósi er full ástæða til að gjalda varhuga við þeirri hugsun að endurvekja sérstakan tekjuskatt á tekjuháa einstakl- inga og hafna ber með öllu að slíkur gerningur sé til þess fallinn að auka jöfnuð í samfélaginu. Jöfnuður er ekki lausnarorð í umræðunni, enda er auðvelt að hugsa sér samfélag með full- komnum jöfnuði þar sem allir búa við lök kjör á sama máta og líta má til samfélags með meiri ójöfnuði en mikilli velmegun – bara mismikilli velmegun. Af tvennum kostum hlýtur sá seinni að vera æskilegri. Markmið stjórnvalda ætti að vera aukin lífsgæði fyrir alla. Aukin skattlagning á háar tekjur er ekki leiðin til velferðar. Nær væri að leita leiða til að auka kaupmátt tekna þeirra launa- lægstu, t.a.m. með lækkun tekju- skatts á alla launamenn og draga úr ríkisútgjöldum. Hagur þeirra lægst launuðu vænkast nefnilega lítið þótt sérstakur tekjuskattur verði lagður á háar tekjur. Ef mönnum er hins vegar í alvöru umhugað um að bæta kjör þeirra launalægstu væri heppilegra að afnema t.d. vörugjöld og verndar- tolla á innfluttar landbúnaðar- vörur. Það væri skynsamleg ráðagerð. FJÁRMAGN ER SÉR Á BÁTI Fjármagn er kvikur skattstofn enda er mjög auðvelt að færa það á milli landa. Á þessu hafa ríkis- stjórnir fjölmargra vestrænna ríkja áttað sig og hafa beitt sér fyrir umbótum á rekstrar- umhverfi fyrirtækja, sér í lagi með það fyrir augum að laða að fyrirtæki og einstaklinga í alþjóðlegri fjármálastarfsemi. Fyrrverandi forsætisráðherra lýsti því nýlega yfir að hann sæi fyrir sér Ísland sem alþjóðlega miðstöð fjármála. Hækkun fjár- magnstekjuskatts gengur þvert á þá hugsun og er til þess fallin að draga úr framtíðarvaxtar- möguleikum landsins. Það er ekki að ástæðulausu sem fjármagnstekjur eru ekki taldar til launatekna enda er eðli þeirra mjög ólíkt. Fjármagnstekjur skapast af því að sá sem þeirra aflar hefur bundið peninga í fjár- festingu með tilheyrandi kostnaði og áhættu. Launamaður tekur hins vegar ekki áhættu með þessum hætti og hann ber ekki kostnað af sinni vinnu. Í ljósi þessa er eðlilegt að taka tillit til þess kostnaðar og þeirrar áhættu sem fjármagnseig- andi tekur með lægri skattprósentu, enda er við- komandi að veita fjármagni til atvinnusköpunar. Til samanburðar má taka dæmi af einstaklingi sem hefur tekjur sínar af verktöku en ekki launavinnu. Munur á verktökum og almennum launamönnum er meðal annars sá að verktakinn ber kostnað af framkvæmd vinnu sinnar en ekki launamaðurinn. Tekið er tillit til þess ólíka eðlis með því að gera verktakanum kleift að draga frá skattstofni þann kostnað sem hann ber af verkinu og greiða með því lægri skatta en ella. Eðlilegt er að sama gildi um fjármagnseigendur enda bera þeir fjármagnskostnað sinn sjálfir. REIKNAÐ ENDURGJALD? Hins vegar eru skiljanlegar þær raddir sem telja óheppilegt að hópur manna greiði aðeins fjár- magnstekjur en engan tekjuskatt. Mörgum svíður sú tilhögun, þar sem fjármagnstekjuskattur rennur í vasa ríkisvaldsins, enda hallar á sveitarfélögin við þá til- högun. Skattalög gera almennt ráð fyrir því að einstaklingar sem stunda eigin atvinnurekstur verði að greiða sér eðlileg laun og greiða tekjuskatt af þeim, svo- kallað reiknað endurgjald, í stað þess að þeir taki allan hagnað úr rekstrinum í formi arðs. Reiknað endurgjald tryggir að einstakl- ingar í eigin atvinnurekstri greiði tekjuskatt af beinum launatekj- um, en geti síðan leyst hluta af hagnaði félagsins til sín í formi arðgreiðslna, sem skattlagðar eru sem fjármagnstekjur. Ég tel það óheppilegan ráðahag að hækka fjármagnstekjuskatt eða að flækja skattkerfið frekar með skiptingu fjármagnstekju- skatts milli ríkis og sveitar- félags. Fjöldamargir kostir eru við núverandi fyrirkomulag. Ef pólitísk samstaða knýr á um breyt- ingar á fjármagnstekjuskatti væri heppilegra að leita annarra leiða. Ein leið væri t.d. að skoða þann möguleika að fjárfestum sem sjá sér farborða með því að sýsla með fjármagn sitt verði gert að reikna sér skynsamleg laun sem lúti ákvæðum tekjuskattslaga. Slík breyting gæti verið flókin í framkvæmd. Þannig er full ástæða til að hvetja stjórnvöld til að stíga varlega til jarðar. Það er engum greiði gerður að sitja uppi með hátt fjármagnstekjuskatts- hlutfall en á sama tíma horfa á eftir skattstofninum til annarra landa. Það heitir að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Fórnum ekki meiri hagsmunum fyrir minni Það er engum greiði gerður að sitja uppi með hátt fjármagnstekjuskattshlut- fall en á sama tíma horfa á eftir skattstofninum til annarra landa. Það heitir á íslensku að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Halla Tómasdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands O R Ð Í B E L G Stjórnarformaður Marels hefur skorað á stjórnendur Kauphallar Íslands að hraða yfirstandandi viðræðum við OMX-kauphallar- hópinn eins og auðið er, í því augnamiði að sameina kauphallirnar. „Verði af samrunanum þá mun stjórn Marels taka til alvarlegrar skoðunar að breyta hlutabréfum félagsins úr krónum í evrur,“ sagði Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, í samtali við Fréttablaðið um helgina og telur að slíkt muni henta stórum hópi fyrirtækja í Kauphöllinni. Annar forstjóri stórs útrásarfyrirtækis, Jón Sigurðsson hjá Össuri, er sama sinnis. Hann segir að verði ekkert af samruna er hætt við því að þróunin hlaupi frá íslenska hlutabréfamarkaðnum. „Við notum krónuna í raun ekki í annað en skráningu bréfa fyrir- tækisins og það er ekki gott,“ segir forstjóri Össurar. Viðræður milli Kauphallar og OMX eru í fullum gangi um sam- runa eða nánara samstarf og hefur kauphöllin eignast hlutabréf í OMX og Norsku kauphöllinni með það fyrir augum að búa sig undir nánara samstarf. Það kynnu að verða kaflaskil í sögu íslensks athafnalífs ef af sameiningu kauphalla yrði, vegna opnara aðgengis íslenskra fyrirtækja að erlendu fjármagni. Þótt ekkert verði fullyrt um hvort það myndi henta öllum fyrirtækjum að fara þessa leið sem forvígismenn Marels og Össurar skoða, er vitað að víða er hljómgrunnur fyrir því að skrá hlutabréf í erlendri mynt. Krónan er að margra mati það mikill farartálmi að hún fælir frá erlenda fjárfesta sem vilja ekki bera þá gengisáhættu að eiga hlutabréf í krónum. Hættan er auðvitað sú að einhver félög munu á endanum gefast upp og færa skráningu, og jafnvel starfsemi, út úr landi. Og ekki einvörðungu skráð félög heldur einnig fyrirtæki sem hafa alla burði til að skrásetja sig hér á landi, til dæmis hátæknifyrirtæki. Umræða undanfarinna mánaða um stöðu og þróun íslenska hag- kerfisins og margar þarflegar ábendingar erlendra fjármálafyrir- tækja og matsfyrirtækja móta að miklu þessar hugmyndir. Það er nauðsynlegt að efla fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum hluta- bréfum alveg eins og áríðandi hefur verið fyrir okkur að fjárfesta annars staðar. Erlendir fjárfestar sjást ekki víða í Kauphöllinni. Þó má benda á Össur sem besta dæmið í því sambandi þar sem um helmingur eignarhalds er í erlendum höndum. Þá hafa stjórnendur Marels lýst því yfir að þeir vilji auka vægi erlendra fjárfesta innan sinna vébanda. Bakkavör er einnig með hóp útlendinga sem gerðust hluthafar í félaginu þegar það keypti fyrirtæki þeirra. En almennt er fátt um fína drætti - það gengur illa að fá erlenda fjárfesta til að koma inn í íslenskt athafnalíf. En meginforsenda aukinnar fjár- festingar útlendinga veltur á því hvort af samruna kauphalla verði þannig að umhverfi hérlendis, leikreglur og starfshættir, verði samræmt við það sem gerist til dæmis á Norðurlöndunum. Með aukinni sókn íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði hefur mikilvægi krónunnar í rekstri þeirra farið minnkandi. Hún er að rýrna í bókstaflega öllum skilningi. Tekjur útrásarfélaganna, banka og framleiðslufyrirtækja, eiga sér uppruna að stórum hluta erlendis og í sumum tilvikum liggur við að engar tekjur séu í krónum. Útrásin felur einnig í sér að sýnileiki íslensku fyrirtækjanna vex og eftir þeim er tekið í ýmsum efnum. Til dæmis má ætla að áhugi erlendra aðila eigi eftir að aukast enn þá frekar og sjónir þeirra beinist í frekari mæli að framleiðslufyrirtækjunum svokölluðu. Skorað á Kauphöll að hraða viðræðum: Hætta á atgervisflótta Eggert Þór Aðalsteinsson Þótt ekkert verði fullyrt um hvort það myndi henta öllum fyrirtækjum að fara þessa leið sem for- vígismenn Marels og Össurar skoða er vitað að víða er hljómgrunnur fyrir því að skrá hluta- bréf í erlendri mynt. VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu. Þau hafa lengt sinn sólarhring! “Hópurinn mjög ánægður með námskeiðið og allir sáu greinilegar framfarir á lestrarhraða. ...mun nýtast okkur vel í starfi.” Hópur frá Upplýsingatæknisviði Landsbankans. Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, krefjandi, mikil aðstoð, árangursríkt, góð þjónusta. Nýtt 6. vikna námskeið 6. sept. (dagnámskeið) Nýtt 6. vikna námskeið 6. sept. (dagnámskeið) Nýtt 3. vikna hraðnámskeið 21. sept. .. næsta 6. vikna námskeið12. september AKUREYRI 31. ágúst og SUÐURNES 12. október Náðu árangri með okkur í haust og skráðu þig á hraðlestrarnámskeið Hraðlestrarskólans. Skráning á hraðlestrarnámskeið er hafin á www.h.is og í síma 586-9400
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.