Fréttablaðið - 23.08.2006, Side 64
23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR28
menning@frettabladid.is
! Kl. 13.00Tumi Magnússon og Aleksandra
Signer sýna vídeó og innsetningar
í Listasafni ASÍ. Í Arinstofu verða
sýnd verk eftir Gunnlaug Scheving,
Jóhann Briem og Jóhannes S.
Kjarval. Sýningarnar standa til 10.
september.
> Ekki missa af...
kúbanskri list á Barnum við
Laugaveg 22. Í kvöld verður
danskennsla á staðnum en þar
stendur yfir málverkasýning
Milu Pelaez.
Huldukonum í íslenskri
myndlist en sýning helguð þeim
stendur nú yfir í Þjóðminjasafn-
inu.
síðustu sýningum á söngleikn-
um Footloose í Borgarleikhús-
inu. Allir í grifflur og glansbuxur.
Nýlega var tilkynnt um gerð tveggja kvikmynda
um líf og störf bandaríska rithöfundinn Philips
K. Dick. Rithöfundurinn, sem af
mörgum er álitinn einn fremsti
vísindaskáldsöguhöfundur síðustu
aldar, gaf út á fimmta tug bóka
auk fjölda smásagna en honum
hlotnaðist lítil upphefð eða viður-
kenning fyrr en eftir dauða sinn.
Vinsældir Dicks jukust til muna
þegar leikstjórinn Ridley Scott
gerði myndina Blade Runner eftir
einni sagna hans og í kjölfarið
fylgdu fleiri kvikmyndaaðlaganir
en stórmyndirnar Total Recall og
Minority Report eru einnig gerðar
eftir sögum hans.
Breska dagblaðið The Guard-
ian greinir frá því að leikarinn
Paul Giamatti hafi tekið að sér
hlutverk höfundarins í mynd sem gerð verður með
sérstöku samþykki afkomenda hans en að Bill
Pullman sé orðaður við hlutverkið
í annarri mynd sem fyrrverandi
poppstjarnan Matthew Wilder
ætlar að leikstýra. Giamatti taki
einnig þátt í framleiðslu fyrr-
greindrar myndar en hann er yfir-
lýstur aðdáandi Dicks. Ekki hefur
enn verið tilkynnt um leikstjóra.
Dick lifði æði litskrúðugu lífi,
var giftur fimm sinnum og orð-
aður við ítrekaðar tilraunir með
skynörvandi efni en haft er eftir
Lauru Leslie, elstu dóttur Dicks og
eins af framleiðendum myndar-
innar, að áherslan verði ekki á
atburði í lífi föður hennar heldur
sköpunarmáttinn og heimspekina
að baki verkum hans.
Myndir um Philip K. Dick
PAUL GIAMATTI
Leikur Philip K. Dick en hann er
mikill aðdáandi verka hans.
Sýning á verkum mæðgn-
anna Valgerðar Briem og
Valgerðar Bergsdóttur
opnaði í Gerðarsafni um
helgina. Valgerður eldri var
einn af áhrifamestu mynd-
listarkennurum hérlendis á
síðustu öld en mörg verka
hennar hafa aldrei komið
fyrir almenningssjónir.
Guðbjörg Kristjánsdóttir, for-
stöðumaður Gerðarsafns, segir
listferil Valgerðar Briem mjög
merkan en á sýningunni er einn-
ig varpað ljósi á kennsluaðferðir
og hugmyndafræði hennar sem
Guðbjörg telur til mikillar fyrir-
myndar. „Valgerður Briem var
annálaður kennari sem hafði
mikil áhrif á nemendur sína,“
segir Guðbjörg og bendir á að oft
sé vitnað til orða Erró sem nefndi
hana sem áhrifamesta kennara
sinn. „Hún hafði ótrúlegt lag á að
vekja fólk til umhugsunar um
umhverfi sitt og sjálft sig sem er
einkar mikilvægt fyrir myndlist-
arfólk. Hún veitti fólki líka gott
veganesti með því að hvetja það
áfram en hún hvatti nemendur
sína til að vinna að alvöru.“
Valgerður Briem fæddist árið
1914 en lést fyrir fjórum árum.
Árin 1945 til 1947 dvaldi hún við
myndlistarnám í Stokkhólmi en
þegar hún kom heim hóf hún
kennslu við Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands og gegndi þeirri
stöðu til ársins 1972. „Hún kenndi
í næstum fimm áratugi, til dæmis
í Austurbæjarskóla þar sem hún
skipulagði kennslustofuna upp á
nýtt. Hún sló aldrei af neinum
kröfum og þetta var allt mjög
myndarlegt og vel úthugsað hjá
henni.“ Á sýningunni í Gerðar-
safni gefur að líta kennslugögn
Valgerðar Briem en Guðbjörg
segir þau vitna skýrt um hversu
vandvirk hún var og hvernig hún
nálgaðist kennsluna af alvöru og
dýpt. „Manni finnst eins og við
hljótum að fljóta á einhverju
yfirborði í dag þegar maður sér
hversu djúpa og mikla alvöru-
vinnu hún hefur lagt í kennsl-
una,“ áréttar Guðbjörg.
Samhliða kennslunni vann
Valgerður Briem að list sinni en
hún var fjölskyldukona og þegar
hún fékk meira næði á sínum
fullorðinsárum vann hún mikið
að sögn Guðbjargar. „Hún var
ástríðufullur teiknari, hún settist
við teikniborðið á kvöldin og sat
fram eftir. Það eru hundruð
teikninga sem liggja eftir hana
en verk hennar voru lítið þekkt
og meirihluti þeirra sem hér eru
hefur aldrei komið fyrir almenn-
ingssjónir.“ Í list sinni var Val-
gerður Briem mjög sjálfstæð í
vinnubrögðum og Guðbjörg
bendir á að þrátt fyrir að
abstraktlistin hafi hafið innreið
sína hérlendis á þessum árum
hafi Valgerður lítið skipt sér af
henni. „Hún vann af þörf og tók
mið af verkefni sínu hverju sinni
og valdi aðferð út frá því,“ segir
Guðbjörg. Á sýningunni í Gerð-
arsafni eru teikningaseríur,
pennateikningar og frumlegar
myndir sem sýna óm af íslensku
landslagi, eins og séð úr lofti en
þær teikningar fylla nú vestur-
sal sýningarrýmisins.
Dóttir Valgerðar og nafna fet-
aði svipaða braut og móðirin en í
list sinni hefur hún einnig ein-
beitt sér að teikningunni auk
þess sem Valgerður Bergsdóttir
hefur einnig kennt myndlist um
áraraðir. Valgerður yngri segir
þó að listabrautin hafi ekki legið
fyrir alla tíð en vinna móður
hennar hafi haft mikil áhrif á sig
í uppvextinum. „Ég var nemandi
hennar í barnaskóla og síðar í
Myndlista- og handíðaskólanum
þar sem hún kenndi lengi.“ Í
Gerðarsafni sýnir Valgerður nú
teikningar sem gerðar voru fyrir
steinda glugga sem vígðir voru í
Reykholtskirkju fyrr í sumar en
hún hefur unnið að því verkefni
undanfarin fjögur ár. Gluggana
byggir Valgerður á teikningu og
rannsóknavinnu sinni á bók-
menntum og myndlistararfi
Íslendinga sem snýr að víkinga-
og miðaldalist Vestur-Evrópu.
Viðeigandi er að sýna þessar
teikningar í Gerðarsafni þar sem
Gerður, sú er safnið heitir eftir,
var frumkvöðull í glerlist hér á
landi og í eigu safnsins er tölu-
vert af frumteikningum af því
tagi.
Í tengslum við sýningarnar
tvær koma út rit um verk
mæðgnanna og ritar dr. Halldór
Björn Runólfsson meðal annars
grein um Valgerði Briem og
myndspeki hennar. Í bókinni má
einnig finna greinar sem Val-
gerður eldri skrifaði um mynd-
listarkennslu og myndlist barna
auk þess sem dóttir hennar tekur
saman æviferil móður sinnar.
Sýningarnar eru opnar til 1.
október og segir Guðbjörg að
lokum að þangað sé kjörið fyrir
myndlistarkennara að fara í píla-
grímsför til að sjá verk þessa
merka og áhrifamikla listamanns
og kennara. kristrun@frettabladid.is
Móðir og dóttir sýna saman í Gerðarsafni
VALGERÐUR BERGSDÓTTIR MYNDLISTARKONA Sýningin hennar „Teikn + hnit“ og sýning
móður hennar „And-Lit“ standa nú yfir í Gerðarsafni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
�����������������������������������
�������������������������������������� � ��������������������
�����
������������
�� ����������
������������